Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1991, Qupperneq 38
' 5Ó LAUGARDAGUR 24; ÁGÚST 199L
Afrnæli I>V
Klara Lárusdóttir
Guöný Klara Lárusdóttir, Hóla-
vegi 10, Sauöárkróki, verður áttatíu
og fimm ára á morgun.
Starfsferill
Klara er fædd aö Skarði í Göngu-
skörðum og ólst þar upp hjá foreldr-
um sínum. Hún átti lögheimili í
Skaröi þar til hún tók saman viö
Guðmund sem síðar varð eiginmað-
ur hennar. Klara var þó eitthvað í
kaupamennsku og vistum á öðrum
stöðum, m.a. um vetrartíma hjá séra
Sigfúsi Jónssyni á Sauðárkróki. Þá
var hún skamma hríð við garð-
yrkjunám hjá Lilju Sigurðardóttur,
kennslukonu á Víðivöllum í
Blönduhlíð.
Fyrstu búskaparár sín bjuggu
Klara og Guðmundur á Sauðárkróki
en voru nokkra hríð í Skarði en 1937
fór eiginmaðurinn til Suðurnesja í
atvinnuleit og árið eftir fór Klara á
eftir honum. Fyrst var fjölskyldan á
Völlum í Njarðvík en síðar á Suður-
götu í Keflavík og loks Faxabraut
32b í sama bæ. Það hús nefndu þau
Heiðarbýli og voru þar með kýr og
hænsni fyrstu árin. Klara vann enn-
fremur við fiskverkun hjá Lofti
Loftssyni og í Hraðfrystihúsinu
Jökh hf. og síðar hjá Kaupfélagi
Suðurnesja og í Varðabúð. Klara
afgreiddi hka í útibúi Alþýðubrauð-
gerðarinnar og aðstoðaði mann sinn
við bólstrunina eftir fongum.
Klara bjó í Heiðarbýh til 1965 en
flutti þá í steinhúsið að Faxabraut
32a sem hún og maður hennar
byggðu. Bjuggu þau þar th 1983 eru
þau fluttu búferlum til Sauðárkróks
og þar býr Klara enn.
Fjölskylda
Klara giftist 16.12.1933 Guðmundi
Halldórssyni, f. 18.8.1904, d. 1.1.1989,
húsgagnabólstrara en foreldrar
hans voru Halldór Jóhannes Hah-
dórsson, b. á Eldjárnsstöðum í
Blöndudal, og Guðrún Gísladóttir.
Sonur Klöru og Guðmundar er
Jóhann, f. 15.12.1934, húsgagna-
bólstrari og hljóðfæraleikari í Kefla-
vík. Jóhann var trúlofaður Valdísi
Marínu Valdimarsdóttur, nú bú-
settri í Bandaríkjunum, þau eiga 2
börn, Guömund Sigurð, ættfræðing
á Sauðárkróki, maki Freyja Auður
Guðmundsdóttir, og Frances Anne,
búsetta í Bandaríkjunum, maki
KarlPetersen.
Jóhann kvæntist Önnu Þóru Páls-
dóttur, frá Álftártungu á Mýrum,
þau skildu. Þau eiga 3 börn; Gróu,
húsmóðir á Hlíðarenda í Breiðdal,
maki Arnaldur Sigurðsson bóndi;
Guðnýju, húsmóður í Garði, maki
Einar Aðalsteinsson, vélsmiður og
Fríðu, hárgreiðslunema í Keflavík.
Klara átti 11 alsystkini og 5 hálf-
systkini, samfeðra.
Foreldrar Klöru voru Lárus Jón
Stefánsson, f. 1854, d. 1929, bóndi,
og Sigríður Björg Sveinsdóttir, f.
1865, d. 1957, en þau bjuggu að
Skarði í Gönguskörðum.
Ætt
Lárus var sonur Stefáns Einars-
sonar og Lilju Kristínar Jónsdóttur.
Guðný Klara Lárusdóttir.
Foreldrar Stefáns voru Einar Jóns-
son og Anna Þórðardóttir.
Sigríöur var dóttir Sveins Sig-
valdasonar og Ingibjargar Hannes-
dóttur. Foreldrar Sveins voru Sig-
valdi Sigurðsson og Kristín Kristj-
ánsdóttir.
Klara tekur á móti gestum á af-
mæhsdaginn á heimih sínu.
90 ára 60 ára
Þorsteinn Magnússon, Vitabraut 5, Hólmavík. Guðjón Ásberg Jónsson, Hrauntungu 26, Kópavogi. Þóranna Sigurðardóttir, Berugötu 5, Borgarnesi. Brynhildur Ragna Finnsdóttir, Staðarhóli, Eyjaíjarðars. Jóhanna Jóhannesdóttir, Hraunbæ 140, Reykjavík. Jóhanna tekur á móti gestum að heím- ili sonar síns og tengdadóttur, Tungötu 28, Eyrarbakka, á afmæhsdaginn klukkan 15-18, Sveinn Jónsson, Goðheimum 12, Reykjavík.
85 ára
Ingibjörg Stefánsdóttir, Marklandi 16, Reykjavík. Sigríður Eiínmundsdóttir, Stakkabergi, Fellsstrandarhreppí. Emma Finnbjarnardóttir, Þórunnarstrætí 124, Akureyri. Sveinbjörn Valgeirsson, Dvalarheíimlínu Höfða, Akranesi.
50 ára
80 ára
Birgir Thorsteinson,
Jóhanna Hjartardóttir, Brún, Hrunamannahreppi. HUdur Margrét Magnúsdóttir,
Dalbraut 20, Reykjavik. Jcnný H. Hansen, Blesugróf 1, Reykjavík. Ólafur Guðmundsson, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykjavík. Póla Elínborg Michelsen, Hátúni 10, Reylgavík. Auðunn Hermannsson, Túngötu 43, Reykjavík. Hrauntúni 28, Vestmannaeyjum. Sóley Jónsdóttir, Frumskógum 2, Hveragerði. Trausti Pétursson, Hraunbæ 180, Reykjavík. Guðrún Jónsdóttir, Sþóraustemum 4, Stokkseyri. Gunnar Lúðvík Jóhannsson, ólafsörði Sólveíg Finnsdóttir, Hrísholti 11, Garðabæ.
75 ára
Egill A. Krlstbjörnsson, J\ H óvn Aflagranda 40, Reykjavík.
Ólafia A. Jónsdóttir, Bólstaðarhlið 41, Reykjavík. Aldís BjÖrg ísleifsdóttir, Holtsgötu 25, Reykjavík. Hjördís Benjamínsdóttir, Bjargartanga 6, Mosfellsbæ. Elínbjörg Jónsdóttir, Víkurbraut 13, Höfn í Homafirðí.
70 ára
Gísli Magnússon, Vöglum, Akrahreppi. Olgeir Gottliehsson, Túngötu 1, Ólafsfiröi. Páll Ómar Vermundsson, Stangarholti 20, Reykjavík. Fanney Pálsdóttir, Flúðaseli 65, Reykjavík.
Svidsljós
Afmælisbarníð, Pálmi Matthíasson, ásamt konu sinni, Unni Ólafsdóttur, og dóttur þeirra, Hönnu Maríu.
Pálmi Matthíasson fertugur
Séra Pálmi Matthíasson, sóknar-
prestur í Bústaðaprestakalh, varð
fertugur 21. ágúst síðastliðinn.
Pálmi hefur einnig verið sóknar-
prestur í Melstaðarprestakalh í V-
Húnavatnssýslu og í Glerárpresta-
kalh á Akureyri. Pálmi starfaði
auk þess sem dagskrárgerðar- og
fréttamaöur hjá Ríkisútvarpinu í
ein sex ár.
í thefni afmælisins hélt Pálmi,
ásamt konu sinni, Unni Ólafsdótt-
ur, vinum og vandamönnum mikla
veislu. Margir góðir gestir komu th
að gleðjast meö honum og fjöl-
skyldu hans á þessum merkisdegi.
Fluttar voru íjölmargar ræöur
honum til heiðurs og voru honum
færðar margar góðar gjafir.
Pétur Sigurgeirsson biskup og kona hans, frú Sólveig Ásgeirsdóttir,
heilsa afmælisbarninu. DV-myndir JAK
Pétur Petursson sjötugur
Pétur Pétursson, fyrrverandi al-
þingismaður og aðalræðismaður
fyrir Lúxemborg, varð sjötugur 21.
ágúst síðasthðinn. Pétur hefur
starfað mikið fyrir Alþýðuflokkinn
og fyrir utan að hafa setið á þingi
fyrir flokkinn hefur hann meðal
annars setið í miðstjórn hans.
Hann hefur einnig verið formaður
Alþýðuflokksins í Reykjavík.
Af tilefni afmælisins tóku Pétur
og kona hans, Hrefna Guðmunds-
dóttir, á móti gestum á afmælisdag-
inn í Ársal, Hótel Sögu.
Fjöldi gesta kom til að gleðjast
með afmæhsbarninu á þessum
merkisdegi. Fluttar voru fjölmarg-
ar ræður til heiðurs Pétri og einnig
fékk hann fjöldann allan af hehla-
óskum.
Heiðursmennirnir Guðlaugur Þor-
valdsson ríkissáttasemjari og Jón
Sigurðsson forstjóri hlýða með
athygli á eina af hinum fjölmörgu
ræðum sem fluttar voru í afmæl-
inu. DV-myndir Hanna
Tveir af gestunum í afmælisveisl-
unni, Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra og Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Innkaupastofnunar rikisins,
ræðast hér við um landsins gagn
og nauðsynjar um leið og þeir
bragða á veitingunum.