Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Qupperneq 3
MIÐVIKUn>'AGUR-4. BEPTEMBiÉR'l99l. _______3_ Fréttir Heimsmet íslensks áhugamanns í morsi? Náði sambandi við mann á suðurpólnum Björk Harðardóttir. „Ég heyröi aö það var einhver í loftinu og reyndi að kalla á hann og hann heyrði í mér og svaraði," sagði Bjarni Sverrisson en hann náði mors-sambandi við suðurpólinn í síðustu viku. „Við höfðum það sem kallað er lög- legt samband því lágmarksupplýs- ingar fóru á milli. Hann sagðist heita Mike og kallmerkið hans var 4K2AFM. Hann var á athugunarstöð sem Rússar reka á suðurpólnum en er reyndar á norsku yfirráðasvæöi," sagði Bjarni. Bjarni er í Félagi radíóamatöra og hefur haft mors að áhugamáli síð- astliðin fjögur ár en annars vinnur hann sem tollvörður. Fáskrúösí] örður: Hafnargatan steypt Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfiröi: Helstu framkvæmdir í Búðahreppi í ár eru jarðvegsskipti og endurnýjun lagna í Hamarsgötu. Hún er lögð ol- íumöl. Þá voru jarðvegsskipti í hluta Hafnargötu á 200 metra kafla sem síöan verður steyptur. Steypuvinnan í Hafnargötu var boðin út og bárust tvö tilboð. Átti Þorsteinn Bjarnason lægra tilboðið og sér hann um þá vinnu. Girðing um bæinn var endumýjuð svo að ágangur búfjár hefur verið með minna móti á þessu ári en búfé hefur oft gert usla í görðum bæjarbúa. „Þetta er svolítið athyghsvert af því að þetta er það lág tíðni sem sam- bandið náðist á. Það þarf yfirleitt meira afl til þess að ná sambandi á suðurpólinn og það er því ekki al- gengt að menn nái langar leiðir á svona litlu afli eða tæpum þremur vöttum,“ sagði Bjarni en verið er að kanna hvort um heimsmet sé að ræða. - En gaf Mike ekkert í skyn að hann væri undrandi að heyra í þér? „Nei, ekki gerði hann það nú. En það kemur oft seinna þegar menn senda kort á milli til staðfestingar, þá skrifa menn gjarnan eitthvað með ef þeim finnst eitthvað athyglisvert." Allur búnaður Bjarna er heima- smíðaður og því er þetta ekki dýr útgerð á þeim bænum. „Hluti af amatörmennskunni er að læra á þessa hluti og vera fær um að smíða að minnsta kosti einfóld tæki. Sumir eru lengra komnir og hafa lært það mikið að þeir geta smíðað býsna flókin tæki og aðrir hreinlega vinna við eitthvað svona.“ Aðspurður sagði Bjarni að það færi mikill tími í þetta, þó að það væri nú reyndar misjafnt. „Það koma tímabil þar sem maður er kannski á hverju kvöldi eða jafn- vel á hverjum morgni. Það fer eftir því hvaö maður er að sigta en tíma- mismunur kemur þarna inn í og og skilyrðin almennt. Það hefur komið fyrir að ég hef vaknað fyrir allar aldir eða þá að maður ílengist fram eftir allri nóttu. Nú svo koma auðvitaö líka tímabil þegar maður er ekkert í loftinu, snertir ekki lykilinn," sagði Bjarni. Bjarni sagði að til stæði að senda bréf til Englands og spyrjast fyrir um hvort þetta væri heimsmet en þar eru starfandi klúbbar þar sem starf- semin gengur út á að reka stöðvar með svona litlu afli. „Það er helst aö þeir viti um það ef eitthvað svona hefur gerst áður,“ sagði Bjarni en það kemur þá líklega ekki í ljós fyrr en eftir rúma viku þegar svarið berst. -ingo Steypuvinna á Hafnargötu. DV-mynd Ægir Björk Harðardóttir: Sýnir á Kýpur „Þetta er fyrir nýja verslun sem er verið að opna í Larmaca og verður afar stór sýning. Hún verður hressileg, með flugeldum og mikið fjör. Verslunareigand- inn á aðra verslun á Kýpur og ég sá videoupptöku af tískusýning- unni þaöan og þetta var mjög frumlegt, opnunaratriði hefst t.d. á því að strákur kemur hlaupandi inn á sviðið með eld, líkt og gert er á ólympíuleikunum,“ sagði Björk Harðardóttir, 24 ára stúlka úr Hafnarfirði, í samtali við DV. Björk hefur dvalið á Kýpur í 2 ár, með hléum þó, en ekki fengist við sýningarstörf áður. Hér heima sótti hún námskeið hjá Karonskólanum í fyrra en er nú að stíga sín fyrstu spor í þessarí grein. Björk gerir sér vonir um að framhald verði á þessu starfl og síðar í næsta mánuði eru áætl- aðar myndtökur af henni. „Tískusýningin verður 11. sept- ember og er herrnar beðið með nokkurri eftirvæntingu. Ég hef heyrt að fótin séu ekki neitt rosa- lega töff en ég á eftir að fara í mátun og sjá þetta sjálf. Þetta er reyndar allt hálfgerð tilviljun því upphaflega var haft samband við unnusta minn og hann beðinn um að vera með og þá benti hann á mig,“ sagði Björk. -GRS Friðrik Sophusson: Hefekkiséð kröf ugerð SFR „Ég hef ekki séö kröfugerðina og veit ekki einu sinni hvernig hún lítur út. Ég er á kafi í öðrum verkefnum og hef því ekkert um hana að segja,“ sagði Friðrik Sophusson þegar hann var spurður álits á kröfugerð ríkis- starfsmanna. Aðspurður sagði Friðrik hins vegar að ríkisstarfsmenn yrðu að snúa sér til þjóöarinnar ef þeir ætluðu sér að fara fram á 70 þúsund króna lág- markslaun. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. -kaa Hugmynd um fiskeldi breytt- ist í hótel Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Ásbjöm Þorgilsson flutti til Djúpu- víkur með íjölskyldu sína fyrir 10 áram og var hann þá búinn að kaupa síldarverksmiðjuna á staðnum. Ætl- un hans var að hefja fiskeldi í síldar- þrónum. Það tókst ekki, - vantaði heitara vatn. Svo keyptu Ásbjörn og eiginkona hans, Eva, kvennabraggann í Djúpu- vík sem þar var byggður fyrir síldar- stúlkur þegar síld var um allan Húnaflóa. Verksmiðjan í Djúpuvík er ein fullkomnasta síldarverksmiðja sem byggð hefur verið hér á landi. Þar vora brædd 6-7 þúsund mál á sólarhring. Síðan era liðin ár og dagur og þetta er sjöunda sumarið sem Hótel Djúpa- vík starfar í kvennabragganum. Eva hótelstýra segir að gestum fjölgi með hveiju árinu sem líður. Lada Samara er ódýr og sparneytinn 5 manna fjölskyldubíll sem hentar vel bæði innanbæjar og I ferðalagið. Hann er léttur í stýri og þýður í akstri. Farangursrýmið má stækka til muna efaftursæti er velt fram. Lada Samara er framhjóladrifinn og er fáanlegur bæði með 1300 cnf og 1500 cm3 vél. Hægt er að velja um 3 eða 5 dyra bíl. 2 LADA SAMARA BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúlá 13108 Reykjavik Símar 6812 00 & 312 36 FJÖLSKYLDUBILL A FINU VERÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.