Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Page 5
í „Höllinni" 6. og 7. september
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991.
Viðtalið
Fréttir
eínar:« íjsu*-* í
tcinar musik, Uu„ p .
iteinar músík, Austurstr*'
iokk /i/-, Höfðabakka
Skífan, Kringlunm,
Laugavegi # °8 1
0a iim lund allt
' ■ ••
ásamt G.C.D
Shid Row er án efa „heitasta" sveitin í þungaroKkinu í dag. flýja
platan þeirra, 5/at/e To The Grind fór rakleittí 1. sæti bandaríska
breiðskífulistans strax í fyrstu viku. Engin sveit hefur leikið þetta
eftir!
Sebastian Bach og félagar verða á sviðinu í Laugardalshöll
dagana 6. og 7. september ásamt upphitunarhljómsveit.
Möllin verður opnuð kl. 19.00
og upphitunarsveitin byrjarað
leika kl. 20.00. Skid Row
mætir síðan á sviðið kl. 21.30
stundvíslega.
verður á:
Miðvikud.: GaukiáStöng
Fimmtud.: Berlín
Föstud.: Casabianka
Laugard.: Berlín
X/ERÐ
AÐGÖNGUMIÐA
RR. 3.500,-
Starfiðermitt
áhugamál
Skuldir Fáks um 18 milljónir en tekjur litlar:
Selja borginni hesthús?
„Þaö er fjarri því að félagið sé
gjaldþrota en fjárhagsstaðan er mjög
erfið. Ég gæti trúað að skuldastaðan
væri um 18 milljónir. Hluti af þessum
vanda er vegna þess að það gengur
mjög erfiðlega aö innheimta það sem
félagið á útistandandi, bæði félags-
gjöld og annað,“ segir Þorgeir Ingva-
son, framkvæmdastjóri Hesta-
mannafélagsins Fáks.
Fjárhagsstaða Fáks hefur verið erf-
ið í langan tíma. Þorgeir segir að tekj-
ur félagsins séu lítið annað en félags-
gjöld. Vegna þessarar erfiðu stöðu
nú hafa Fáksmenn átt í óformlegum
viðræðum við Reykjavíkurborg um
að borgin kaupi hesthús og fleiri
eignir og yfirtaki lóðarsamning. Þor-
geir segist ekki vita hversu mikið
fjárhagsstaðan myndi batna ef þessir
samningar gangi eftir.
Markús Öm Antonsson borgar-
stjóri segir að fuUtrúar Fáks hafl
komið á sinn fund nýlega og reifað
þessar hugmyndir.
„Hins vegar ætluðu þeir að láta
fylgja formlegt erindi sem ég hef nú
ekki fengið ennþá í hendur, þannig
að ég get ekkert sagt um þetta á þessu
stigi málsins. Það var verið að reifa
ýmsar hugmyndir um samskipti
borgarinnar og Fáks,“ segir Markús.
Samkvæmt heimildum DV er
óánægja meðal félagsmanna Fáks
með stjórn félagsins og sérstaklega
þá ákvörðun stjórnarinnar aö segja
sig úr Landssambandi hestamanna.
Enginn almennur félagsfundur hef-
ur verið haldinn síöan í febrúar og
eru félagsmenn óánægðir með að
vita ekkert um fjárhagsstöðu félags-
ins.
-ns
Nafn: Sigurður Gils Björg-
vinsson
Starf: Fjármálastjóri Sam-
bandsins
Aldur: 48 ára
„Starfið leggst bara þokkalega
í mig. Ég hef auðvitað starfað hjá
Sambandinu að skipulagsmálum
og endurskipulagningu sem hag-
fræðingur nokkuð lengi þannig
að þetta er ákveðið framhald af
því,“ sagði Sigurður Gils Björg-
vinsson sem tók við stöðu fjár-
málastjóra Sambands íslenskra
samvinnufélaga þann 1. ágúst
síöastliðinn.
„Nú sé ég fyrst og fremst um
fjármál Sambandsins, þ.e.a.s.
þess Sambands sem eftir er þegar
búið er að færa rekstrarstarfsem-
ina sjálfa út í sjálfstæð hlutafélög.
í því felst eignaumsjón meö t.d.
þeim eignahlutum sem við eigum
í fyrirtækjunum," sagði Sigurð-
ur.
„Sambandið hefurbreyst úrþvi
að vera fjölþætt deildafyrirkomu-
lag í það að vera núna fyrst og
fremst eignarhaldsfyrirtæki og
þaö gengur fyrir núna að laga
efnahag fyrirtækisins, þ,e. sjá um
sölur á fasteignum, hlutabréfum
og fleira.
Þegar því er lokiö getum við
sagt að Sambandið sé fyrst og
fremst eignarhaldsfyrirtæki sem
veitir ákveðna sameiginlega
þjónustu fyrir samvinnuhreyf-
inguna.“
Sigurður er fæddur og uppalinn
i Reykjavik, sonur Björgvins
Jónssonar, fyrrverandi sjómanns
og verkamanns, og Sesselju Sig-
valdadóttur húsmóður. Hann á
tvær systur en bróðir hans er lát-
inn.
„Ég lauk prófi frá Samvinnu-
skólanum að Bifröst áriö 1963 og
stundaöi síöar nám við Verslun-
arháskólann í Káupmannahöfh.
Þaöan lauk ég cand.merc. prófi í
aðgerðarrannsóknum árið 1974“.
Alla tið hjá Sambandinu
„Þá fór ég til Sambandsins og
hef starfað þar aUa tíð síðan.
Fyrst sem hagfræðingui- í skipu-
lags- og síðar skipadeild, þá sem
aðstoðarframkvæmdastjóri inn-
flutningsdeildar, á forstjóraskrif-
stofu, í fjárhagsdeild og loks sem
fjármálastjóri. Það er þvi með
ólíkindum flölbreytt þaö sem ég
hef fengist við hér innan fyrir-
tækisins,“ sagði Sigurður.
„Markmiö mitt er fyrst og
frerast að ljúka við þá endur-
skipulagningu sem hefur átt sér
stað innan fyrirtækisins og þau
markmið sem sett hafa verið í
sambandi við þaö. Reiknaö er
meö að það taki tvö til þrjú ár,“
sagði Sigurður.
Aðspurður um áhugamál sagð-
ist hann ekki geta sagt að hann
ætti nein.
„Nei ég get ekki sagt það, fyrst
og fremst er þetta starfið. Jú, og
útivist, ég hef gaman af því að
fara út aö ganga.“
Sigurður er kvæntur Hrefnu
Arnalds, ritstjóra við útgáfu
Dansk-íslenskrar orðabókar. Þau
eiga einn strák og eina stelpu.
-ingo