Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022- FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Þjónustugjöldin Ríkisstjórnin hefur staöiö í því að undanförnu að berja saman íjárlagafrumvarp. Það mun ekki auðvelt verk, enda slóðinn langur eftir fráfarandi ríkisstjórn. Núverandi fjármálaráðherra lagði upp með þann ásetn- ing að draga verulega úr halla ríkissjóðs en til þess þarf að spara útgjöld eða auka tekjur sem nemur fimm- tán milljörðum króna frá núgildandi íjárlögum. Eftir því sem ráðherrar gefa í skyn ætlar þetta tak- mark að nást. Það er vel af sér vikið ef rétt er. Ráðherr- ar hafa hins vegar látið lítið uppi um sparnaðaráform sín og þvi erfitt að henda reiður á hvort niðurskurðar- hugmyndir eru raunhæfar. Niðurskurður í ríkisrekstr- inum er stundum sýnd veiði en ekki gefin, eins og sýnt hefur verið fram á í fjölgun ríkisstarfsmanna. Það vek- ur og athygli að á sama tíma og sparnaðarumræður standa sem hæst, berst tilkynning úr stjórnarráðinu um ráðningu á sérstökum menningarfulltrúa þjóðarinnar með aðsetri í London. Hann mun einkum eiga að kynna íslenska tónlist á erlendum vettvangi! Eitt slíkt embætti skiptir kannski ekki sköpum í allri hítinni en er lýsandi dæmi um flottræfilshátt og bruðl sem gengur auðvitað þvert á allt talið um niðurskurð- inn. Svona mál geta beðið. í stað þess að einbeita sér að niðurskurði og sparnaði í ofvöxnu ríkisbákni, eins og kosningaloforð hafa geng- ið út á, hefur umræðan snúist að mestu um þá aðferð að leggja aukin gjöld á ýmsa opinbera þjónustu. Einkum og sér í lagi hefur verið rætt um sjúkrahúsagjöld og skólagjöld. Slíkar tillögur hafa verið á borði ráðherr- anna og eru enn þótt nú sé búið að hafna gjaldtöku af sjúklingum sem leggjast inn á sjúkrahús. Þingmenn beggja stjórnarflokkanna gátu komið í veg fyrir þá ráða- gerð. Er það vel. Hún gekk aldrei. Enn er hins vegar rifist um skólagjöldin sem að form- inu til eru heimil samkvæmt núgildandi lögum. Gjöld af því tagi vegna skólabókakaupa, innritunar og papp- írsnotkunar hafa verið innheimt í smáum mæli og látin ganga upp í þau útgjöld sem þar eru tilgreind. Sömuleið- is eru greidd innritunargjöld í Háskólann til að standa undir hluta af rekstrarkostnaði og félagsstafi stúdenta. Þau gjöld eru að sjálfsögðu annars eðlis heldur en þau skólagjöld sem þekkt eru frá erlendum háskólum ogQár- magna að öllu leyti rekstur þeirra. Hér er oftast um einkastofnanir að ræða, afar eftirsóttar en aðeins fyrir fáa útvalda nemendur. í þessu sambandi verða menn að gera greinarmun á sérhæfðu námi í einkaskólum annars vegar og almennu skólakerfi hins vegar. íslendingar hafa verið í hópi þeirra ríkja, sem leggja metnað sinn í almenna menntun án tillits til efna og aðstæðna og skóla- og fræðslukerf- inu hefur verið haldið uppi með almennum sköttum. Skólagjöld í íslenskum framhaldsskólum og Háskóla íslands sem nema þeim upphæðum að viðkomandi þarf að hugsa sig um, hvort hann hafi efni á þeirri greiðslu, eru grundvallarbreyting á hlutverki ríkisins í menntun og námi þjóðarinnar. Það þarf engum að koma óvart þótt slíkar hugmyndir mæti andstöðu. Það er misráðið hjá ríkisstjórninni að halda þessari gjaldtöku til streitu. Hún skiptir ekki sköpum fyrir ríkis- sjóð og þyngir greiðslubyrði heimilanna, á sama tíma og atbeini stjórnvalda á að beinast að því að létta greiðsl- um af skattborgurum, með því að draga úr umsvifum hins opinbera. Þjónustugjöld eru nýtt form á sköttum og skólagjöld leggjast á þá sem síst skyldi. Ellert B. Schram Áheyrandi að ótta óvissunnar: Ein örlítil áskorun Sparnaöur, aðhald, útgjalda- lækkun, niðurskuröur - þetta eru þau orð sumardaganna sem hvað oftast hafa hljómað til okkar al- þýðumanna frá háborði húsráð- endanna í Stjórnarráðinu. Þau hafa af svo mörgum og af miklu ofurkappi verið ítrekuð að ýmsum þykir nóg um og mála sannast að sjaldan eða aldrei hefur sífursöngur um illt ástand og ósköp fortíðarvandans hljómað hærra Og ámátlegar og allt hefur þetta sett um of svip sinn á málílutning þeirra sem með æðstu mál fara. Það er raunar ekki nýtt að nýir húsráðendur hafi viljað varpa öll- um syndum yfir á fyrirrennara sína, en óneitanlega hefur mörgum þótt sem nú hafi um þverbak keyrt. Uggur um afkomuöryggi Þegar niðurskurðarhnífnum er sveiflað svo ótæpilega sem nú um stundir er gert og í það látið skína að engu skuli eirt, þá setur ævin- lega nokkurn ugg að mér, því mig rámar eitthvað í soddan söng á árum áður og niðurstaðan oftar en ekki sú að einhver prósentutala var valin og allt skert og skorið, þarft sem óþarft, og í engu sparað, sér- staklega þar sem þó var möguleiki á því. En sitjandi hér hjá Öryrkja- bandalagi íslands, áheyrandi að miklum ótta óvissunnar hjá þeim sem hingað helzt koma, þá ber enn meira á þessu en áður. Uggur þessa fólks er öðru fremur beinlínis bundinn afkomuöryggi þess og að- stöðu aflri. Lyíjamálin í sumar hafa fíka vafdið hér nokkru um, þó flestir viðmælenda minna hér séu með lyfjaskírteini og hafi því ekki orðiö fyrir teljandi skakkaföllum af þeirri um margt róttæku og ekki alltof sanngjörnu breytingu sem þar varð og nú hefur að nokkru verið leiðrétt. Út í þau viðkvæmu mál skaf ekki farið hér, en óneitan- lega hafa einstöku sjúkhngar sagt ófagra sögu af breytingu sumárs- ins, sem ég held að hljóti aö hafa verið unnt að framkvæma ööruvísi og af meiri sanngirni, þó alltaf hljóti einhverjir að gjalda svo rót- tækra breytinga um margt. Og óhófsnotkun lyfja er eflaust til, og alltaf er aðhalds þörf. En þegar umræðan er svo hávær um að allt skuli skorið, þá spyr fólk eðlilega hvort þetta með lyfm sé bara örlít- ið sýnishorn af því sem koma skuli. Óttast breytingar á áherzl- um Hin sérkennilega umræða um nýja, ótvíræða tegund skatttöku til að komast hjá skattahækkunum (svo fáránlega sem það nú hljómar) hefur líka valdið þeim sem við tæpa heilsu búa áhyggjum og ótta. Sjúkl- Kjallariim Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ ingaskattur t.d. er ekki nýtt fyrir- bæri í umræðunni um gífurlegan kostnað í heilsugæzlukerfi okkar öllu. Og vissulega er von til þess að menn leiti leiða til að ná fram einhverjum sparnaði í sjúkrahúsa- rekstri okkar, en hingað til hafa allar aðgerðir í þá átt leitt til þess eins að láglaunakonurnar í eldhús- unum, ræstingunni og öðru slíku hafa fengið sinn sparnaðar- skammt, en við þaö verið látið sitja. Svo segja mér a.m.k. þeir sem þar til þekkja, þó ofsagt kunni það eflaust að vera. En það er von að fólk hér hrökkvi við þegar rætt er um það í fúlustu alvöru að setja á þjónustugjöld - nefskatt - á ýmsa þá þjónustu samfélagsins, sem allir hafa blessunarlega notið jafnt án tillits til efnahags og aðstæðna. Slík skatttaka beinlínis til að þurfa ekki að hækka skatta á þeim sem þola, því það er meginmálið, kemur afar illa við allt okkar fólk, sem einfald- lega óttast það að verið sé að breyta um áherzlur í allri samfélagsgerð- inni, jafnvel að kollvarpa því vel- ferðarsamfélagi sem við búum viö og viljum halda. Nú neita ég að trúa því að það geti verið meining manna að aðhaf- ast eitthvað slíkt, þó auðvitað ríði frjálshyggja einkagróðans alltof víða húsum, þar sem meginkenn- ing er sú annars vegar að hver skuli skara eld að sinni köku án tillits til annarra og hins vegar að þeir sem höllustum fæti standa skuli éinfaldlega éta það sem úti frýs. En nóg um þau býsn. Hins vegar er fjárlagagerð fram- undan undir formerkjum sumars- ins, þar sem einhver ófreskja for- tíðarvanda virðist byrgja mönnum sýn, þannig að viö þurfi að bregð- ast með sannkallaðri leiftursókn, þar sem menn verði að standa blóð- ugir upp að öxlum í niðurskurði, svo vitnað sé orðrétt til ágæts þing- bróður míns á árum áður. Fjárlaga beðið Þannig sér fólk þetta fyrir sér, þegar slíkur söngur er sunginn svo ámátlega sem raun ber vitni (og ekki að ástæðulausu með öllu auð- vitað, því vandinn er ærinn) og þá er von að fólk spyrji sig að því hvort þeirra eigin tæpa afkomuöryggi sé hætt og þá á ég við það fólk, sem ég heyri mest í, öryrkjana, sem allt sitt verða að byggja á því hvernig samfélagið býr að þeim. Og nú er fjárlaganna beðið í ugg og eftir- vænting um leið. Samtök fatlaðra munu fylgjast vel með því hversu fram vindur, hvaða meðferð þeirra mál fá og hvernig hagað verður fjárveitingum til þeirra málaílokka sem mest snerta fatlaða á svo marga vegu. Mín áskorun til stjórnvalda er sú nú að þau gæti þess sem allra bezt að ekki verði af röskun á afkomu öryrkja, að áfram megi halda upp- bygging í þeirra þágu, að góð mál framfara í málefnum fatlaðra gjaldi þess ekki, þó margt eigi að færa niður á við í þjóðfélaginu. Þessi áskorun er ekki persónu- bundin, heldur er hún studd af ó- töldum fjölda þeirra sem fást við þessi mál og þó einkum þeim sem alla lífsaíkomu sína byggja á því að réttsýni og sanngimi í garð þeirra ráði ferðinni. Ég vil einfaldlega ekki trúa því að stjórnvöld ætli að skera svo niö- ur að verulega þrengi að þeim sem minnst mega sín. En mér þykja blikur á lofti all- ískyggilegar, blikur sem gætu bent til þess að engu yrði eirt. - Þær blikur eyðast vonandi með góðum vilja þeirra mörgu sem að málum koma og hafa þann vilja í heiðri að jafnrétti allra til lífsins gæöa sé yfir allan efa hafið. Helgi Seljan „Slík skatttaka beinlínis til að þurfa ekki að hækka skatta á þeim sem þola, því það er meginmálið, kemur afar illa við allt okkar fólk, sem einfaldlega ótt- ast það að verið sé að breyta um áherzl- ur í allri samfélagasgerðinni..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.