Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Qupperneq 16
16
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991.
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991.
41
ISLAND - DANMORK
FH leikur
ámóti
Elverum
Norska handknattleiksliðið El-
verum mætir FH-ingum í íþrótta-
húsinu við Strandgötu í Hafnar-
firði á morgun klukkan 18.30.-
Þetta verður fyrsti leikur Kristj-
áns Arasonar, núverandi þjálfara
FH, með íslensku félagshði síöan
hann gerðist atvinnumaður í
íþróttinni fyrir sjö árum.
Þjálfari Elverum er Þórir Her-
geirsson frá Selfossi og með lið-
inu leikur Grímur bróðir hans
sem áður lék með Selfyssingum.
Undir stjórn Þóris hefur Elverum
komið mjög á óvart síðustu tvö
árin, liðið vann sig fyrst upp í 2.
deild og var þar í toppbaráttunni
síðasta vetur.
Á undan, eða klukkan 17, mæt-
ast tvö af bestu kvennaliðum
landsins, FH og Fram, á sama
stað. -VS
Marko áfram
meðÍBK
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjuiru
Knattspyrnuráð ÍBK hefur gert
samning við júgóslavneska knatt-
spymumanninn Marko Tanasic
um að leika áfram með liðinu á
næsta keppnistímabili. Tanasic er
aö Ijúka sínu öðra ári með Kefla-
víkurliðinu og hefur verið mjög
drjúgur í sumar, skorað 9 mörk i
sextán umferðum í 2. deild.
Keflvíkingar eiga litla möguleika
á að vinna sér 1. deildar sæti en
hafa sett stefnuna á að tefla fram
mjög sterku liði á næsta ári.
Forsala:
Sparta 2/9 - 4/9
Austurstræti 2/9 - 4/9. 100 fyrstu sem kaupa miða á landsleikinn
í Austurstræti fá Williamssport rakspíra.
í Laugardal frá kl. 11.
FUJGLEIÐIR
Brimborg hf.
Qb
FjARFESTINGARFElACIÐ
Hafnarstræti 7 101 Reykjavik
williams
Fcrskur ílmur
f\nr
riska mcnn
íþróttir
Sport-
stúfar
EHáforgjafarmót fyrir
þá sem hafa 20 og yfir
í forgjöf var haldíð á
Strandarvelli á vegurn
Golfklúbbs Hellu. Leiknar voru
18 holur með og án forgjafar.
Keppendur voru 64. Úrsht urðu
þessi: Eyjólfur Jónsson, GR, sigr-
aði án forgjafar á 89 höggum og
með fjorgjöf sigraði Sverrir M.
Viðarsson, GHR, á 64 höggum.
ísland mætir
Brasilíu i dag
ísland mætir Brasilíu
í heimsmeistara-
keppni 21 árs landsliða
í handknattleik i dag
en keppnin fer fram í Grikklandi.
Leikurinn hefst klukkan 15.30 að
íslenskum tima. fslenska liðið
mætir síðan Dönum á morgun og
Sovétmönnum á laugardag en
milliriðlar hefjast á mánudaginn.
Þrjár tóku dómara-
próf í Svíþjóð
Þrjár íslenskar konur
fóru um síðustu helgi
á fyrsta norræna dóm-
aranámskeiöiö sem
haldiö hefur verið í trompfim-
leikum og stóðust þær allar próf-
ið. Það voru þær Auöur Ketils-
dóttir, Gyða Kristmannsdóttir og
Sesseja Jarvela og þær eru því
komnar með full réttindi sem
dómarar innan Norræna fim-
leíkasambandsins.
Blackburn vill
fá Dalglish
2. deildar lið Blackburn Rovers
er nú á höttunum eftir Kenny
Dalghsh, fyrrum framkvæmda-
stjóra Liverpool. Blackburn rak í
fyrradag Don Mackay sem verið
hafði sfjóri liðsins. Hann var rek-
inn vegna lélegs gengís Black-
bum það sem af er keppnistíma-
bilinu en liðið er enn án sigurs í
2. deild. Eigandi Blackburn er
mihjónamæringur sem ekki veit
aura sinna tal og hann er tilbúinn
nað borga Dalglish himinháar
fiámpphæðir ef hann tekur að
sér stjóm hðsins. Dalglísh hefur
ekkert viljað tjá sig um máhð en
hann sagðist f vor ætla að taka
sér gott frí frá knattspymu eftir
að hann hætti með Liverpool.
Clough með
budduna á lofti
Brian Clough, framkvæmdastjóri
Nottingham Forest, tók budduna
á loft fyrir síöustu helgi og snar-
aöi út 1,5 milljónum punda fyrir
Kingsley Black, framheijaLuton.
Clough hefur því eytt á 6. mihjón
punda í kaup á leikmönnum en
áður hafði hann keypt þá Teddy
Sheringham frá Mihwah fyrir
rúmar tvær milljónir punda og
Carl Tiler frá Bamsley fyrir á
aðra. milfión.
Innritun hjá
badmintondeild KR
Vetrarstarf hjá bad-
mírítondeild KR er haf-
ið. Innritun unglinga
fer fram laugardaginn
6. september. Nánariupplýsingar
gefur Óskar Guðjónsson í síma
Í588L
Fjórir úr1. deild
íieikbann
Á fundi aganefndar
KSÍ í gærkvöldi voru
ahs 24 leikmenn úr-
skurðaðir í bann aht
frá einum leik upp í fimm. Úr 1.
deild vom Þorvaldur Örlygsson,
Fram, Jón Sveinsson, Fram, Þor-
steinn Hahdórsson, KR, og Vil-
berg Þorvaldsson, Víði, alhr úr-
skurðaðir í eins leiks bann. Þor-
valdur vegna sex gulra spjalda
en hinir vegna fiögurra gulra
spjalda og taka þeir út bannið um
næstu helgi.
ALDREIAFTUR14-2!
íþróttir
Enska knattspyman:
UnHed jók forskotið
- sigraði Wimbledon 1 gærkvöldi og jafntefli hjá Leeds og Arsenal
Manchester United jók forskotið á
toppi ensku 1. deildarinnar eftir að
hafa sigrað Wimbledon, 1-2, á Sel-
hurst Park í London í gærkvöldi.
Þeir Clayton Blackmore og Gary
Pahister skoruðu fyrir United í fyrri
hálfleik en John Fashanu minnkaði
muninn fyrir Wimbledon 8 mínútum
fyrir leikslok. Undir lokin brenndi
Steve Bruce af vítaspymu fyrir Un-
ited.
Arsenal missti niður
tveggja marka forskot
Meistarar Arsenal urðu að láta sér
lynda 2-2 janftefh gegn Leeds á El-
land Road. Alan Smith kom Arsenal
í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri
hálfleik en Gordon Strachan minnk-
aði muninn úr vítaspyrnu og Lee
Chapman jafnaði fyrir Leeds þegar
aðeins 2 mínútur voru eftir.
Everton og Norwich gerði 1-1 jafn-
tefli. Mark Ward skoraði fyrir Ever-
ton en David Philhps jafnaði fyrir
Norwich.
Nýliðar Notts County unnu góðan
sigur á Sheffield Wednesday, 2-1.
Tommy Johnson gerði bæði mörk
County en Nigel Pearson skoraði fyr-
ir gestina.
Oldham vann 2-1 sigur á Coventry
með mörkum frá Adams og Henry
en Furlong Skoraði fyrir Coventry.
Þá vann Chelsea 1-0 sigur á Sheffi-
eld United með marki Dennis Wise í
síðari hálfleik.
Úrsht í 2. dehd urðu þessi: Bams-
ley-Watford 0-3, Cambridge-Sout-
hend 0-1, Tranmere-Charlton 2-2,
Ipswich-Swindon 1-4, Wolves-Port
Vale 0-2. Helstu úrslit í 3. dehd:
Fulham-WBA 0-0, Hull-Birming-
ham 1-2, Darlington-Bolton 3-2.
í skoska deildarbikamum vann
Airdrie óvæntan sigur á Celtic, 4-2,
eftir vítaspymukepppni, Hibernian
vann Ayr, 2-0, og Dunfermline sigr-
aði Dundee United, 3-1.
-RR
ísland leikur gegn Wales í u-16:
Hörður velur
Hörður Helgason, þjálfari ungl-
ingalandshðsins í knattspyrnu, hef-
ur vahð 16 leikmenn fyrir leiki gegn
Wales og Englandi í Evrópukeppn-
inni í þessum aldursflokki, en þeir
fara fram ytra 9. og 13. september.
Liðið skipa þessir piltar: Friðrik
Þorsteinsson, Fram, Eggert Sig-
mundsson, KA, Óskar Þorvaldsson,
KR, Flóki Halldórsson, KR, Auðunn
Helgason, FH, Kári Steinn Reynis-
son, ÍA, Sturlaugur Haraldsson, ÍA,
Rúnar Sigmundsson, Stjörnunni,
Pálmi Haraldsson, ÍA, Þórður Guð-
jónsson, ÍA, Viðar Guðmundsson,
Fram, Helgi Sigurðsson, Víkingi,
Kári Sturluson, Fylki, Kristinn Lár-
usson, Stjömunni, Rútur Snorrason,
ÍBV, og Hákon Sverrisson, Breiða-
bliki.
ísland og Wales gerðu markalaust
jafntefh í júní en England vann ís-
land, 3-2, síðasta haríst. Báðir leik-
irnirfóruframíMosfellsbæ. -VS
Alþjóölega rallið um næstu helgi:
„H var er bfll
inn minn?“
Frakkinn Philippe Gobert keppir á lánsbíl
Franski ökuþórinn
Phihppe Gobert sem
mættur er í fiórða sinn til
aö taka þátt í alþjóðlega
Kumho ralli Hjólbarðahallarinnar
um næstu helgi varð fyrir óskemmti-
legri reynslu í gær.
Er hann mætti galvaskur á bryggj-
una til að sækja keppnisbíhnn greip
hann í tómt, enginn bíh fannst. Eftir
margra vikna undirbúning í tveimur
löndum virðast hafa orðið þau mis-
tök hjá starfsmönnum hafnarinnar í
Antwerpen að þeir hafi gleymt bhn-
um hans Philippe.
Það var þá þegar ljóst að ekki tæk-
ist að koma keppnisbhnum í tæka tíð
til landsins og ekki var útlit fyrir að
úr þátttöku hans yrði að þessu sinni
þegar bjargvætturinn birtist. Keppn-
isstjórinn, Tryggvi M. Þóröarson,
bauðst umsvifalaust til að lána
Frakkanum rallibílinn sinn th
fijálsra afnota í keppninni. Hver
sagði svo að íslensk hjálpsemi væri
liðin undir lok. -BG
w
D Island anmörk
ísland og Danmörk mætast í kvöld í 16. skipti í A-landsleik. Danir hafa sigrað 12 sinnum en
@3
in skildi í Kaupi markala 1970 og þnsvar hefur orðið jaínteth. Lxð- i jöfh í forkeppni ólympíuleikanna nannahöfn 1959 og geröu síðan us jafntefli á Laugardalsvellinum L978
ísiand ft iandsleiJ Versta tap ís- lands árið1967 ■kk sinn versta skell í knattspyrnu- i frá upphafi gegn Dönum í Kaup-
mannah 14-2, í le hafður. öfn 23. ágúst 1967. Danir sigraðu, ik sem síöan hefur verið í mirrnum Þar fyrir utan hafa Danir þrísvar
UIUUU IIIEU ljuguilct UltU JVCt UIUII Ull CUUicU ö hafa leikimir verið iafnari. Síðast léku þjóð- irnar í Kaupmannahöfh í september 1988
U6 PÖ UI Tólf leil 111U L/OUU » X V* Tólf leikmenn með mörklntólf :menn hafa gert þau 12 mörk sem
hafi. Hahdór Hahdórsson varð fyrstur árið 1949 en síðan komu Rikharður Jónsson og
Þórður Þórðarson (1957), Sveinn Jónsson, Þórólfur Beck og Sveinn Teitsson (1959), Baldvin Baldvinsson (1965), Helgi Númason og Hermann Gunnarsson (1967), Tómas Pálsson og Eyleifur Hafsteinsson (1972) og Matthías Hallgrímsson (1974).
Dómaratrióið frá Skotlandi Dómaratríó leiksins í kvöld kemur frá Skot- landi. Það er Leslie Wilham Mottram sem
ace. Góð veðurspá fwrir kvðldíð
Veðursp áin fýrir kvöldið er góð. Þaö á að
porna u kvöld á stig. Þaí ardahnr að létta til og hitinn verður 10-14 er því upplagt að bregða sér í Laug- í kvöld og hvetja íslenska hðiö til
sigurs.
LAUGARDALSVÖLLUR í KVÖLD KL. 18.15
Heldur Meller-Nielsen stöðu sinni?
Richard Moller-Nielsen, þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu, er hér í fararbroddi á æfingu liðsins á ÍR-velli
í gærkvöldi. Moller-Nielsen á undir högg að sækja og vinni Danir ekki leikinn i kvöld þá er vist að hann á ekki
sjö dagana sæla í starfi sinu. DV-mynd S
ísland og Danmörk leika á Laugardalsvelli klukkan 18.15:
í leikhléi skemmtir Rob Walters, heimsmeistarinn í knattþrautum,
sem staddur er hér á landi vegna Coca Cola knattþrautanna. Með
honum koma fram yngstú knattþrautasnillingar íslands.
Verð: Stúka kr. 1200, stæði kr. 800.
Frítt fyrir börn yngri en 12 ára.
Dómari: L.W. Mottram.
Tekst að vinna
Dani í fyrsta sinn?
- síðasti leikurinn undir stjóm Bo Johanssonar
íslendingar og Danir mætast í vin-
áttulandsleik í knattspyrnu á Laug-
ardalsvelhnum klukkan 18.15 í
kvöld. Þetta verður 16. landsleikur
þjóðanna í innþyrðisvlðureignum og
hafa íslendingar ekki riðið feitum
hesti frá þeim viðureignum því ís-
lendingum hefur aldrei tekist að
vinna Dani á knattspyrnuvellinum.
íslenski landsliðshópurinn æfði
einu sinni í gær og laust fyrir hádegi
kom hópurinn saman í síðasta skipti
fyrir leikinn í kvöld. Leikurinn í
kvöld er merkilegur fyrir þær sakir
að þetta verður kveðjuleikur Bo Jo-
hanssonar landsliðsþjálfara eftir
tveggja ára starf. Ásgeir Elíasson
tekur við hans starfi eins og kunnugt
er.
Góð stemning í
íslenska liðinu
Mjög góð stemning var í íslenska
hópnum í gær fyrir leiknum en
landsliðsmenn hafa dvalið á Holiday
Inn hótelinu.
„Við erum ákveðnir í að fylgja eftir
þeim góða árangri sem náðist gegn
Tyrkjum í síðasta leik. í þeim leik
nýttum við tækifærin sem gáfust og
þaö var mikil breyting frá leikjunum
á undan. Það er engum blöðum um
það að fletta að Dánir eru með mjög
sterkt lið en þeim verður velgt undir
uggum, það er alveg víst,“ sagði Atli
Eðvaldsson, fyrirliði íslenska lands-
Uðsins, í samtali við DV í gær.
Ath Eðvaldsson hefur þrisvar áður
leikið gegn Dönum, tvisvar í taphði
en einu sinni varð jafntefli. En er
ekki kominn tími til að leggja Dani
að vehi í fyrsta skipti?
„Með skynsamlegum leik
getur allt gerst“
„Við leikum nú á heimavelli gegn
Dönum sem verður að teljast góður
kostur fyrir okkur. Með skynsamleg-
um, leik þar sem tækifærin verða
nýtt, eigum við eiga möguleika gegn
Dönunum. Við höfum skoðað nokkra
leiki með danska liðinu af mynd-
bandi og þar hefur komið glögglega
í ljós að Danir hafa sterku liði á að
skipa. Eitt er víst að við fórum inn á
völlinn th að sigra Danina. Það vilja
alhr verða í fyrsta sigurliðinu sem
leggur Danmörku að velli og vonandi
er sú stund runnin upp,“ sagði Ath
í spjallinu við DV.
Þjálfari Dana undir
mikilli pressu
Richard Moller-Nielsen, landsliös-
þjálfari Dana, er undir mikihi pressu
í þessum leik en danska liðinu hefur
ekki vegnað sérlega vel undir hans
stjórn. Núverandi þjálfari tók við af
Sepp Pinotek sem náði frábærum
árangri með liðið og kom Dönum um
tíma í hóp sterkustu þjóða í heimin-
um.
Danir tóku þátt í 4-landa móti í
Svíþjóð fyrr í sumar og lentu þar í
neðsta sæti. Það var árangur sem
Danir sættu sig engan veginn við og
fékk Richard Moller-Nielsen harða
gagnrýni í dönskum fiölmiðlum.
Gífurlegur áhugi er fyrir leiknum
í Danmörku en hingaö til lands eru
komnir yfir 20 danskir íþróttafrétta-
menn gagngert til aö fylgjast með
leiknum. Fari svo að Danir tapi
leiknum er talið víst danski þjálfar-
inn eigi ekki langa lífdaga fyrir hönd-
um í starfi landsliðsþjálfarans.
Óánægja með hans störf er einnig
utan vallar en tveir af bestu knatt-
spyrnumönnum Dana, bræðurnir
Mikael og Brian Laudrup, hafa ekki
viljað gefa kost á sér j landsliðið
meðan að Richard Meller-Nielsen er
við stjórnvölinn.
„Gaman að kveðja
Bo með sigri“
„Það væri gaman kveðja Bo Johans-
son landsliðsþjálfara með sigri í
kvöld. Við munum ahir leggjast á eitt
að það megi verða að veruleika.
Stuöningur áhorfenda vegur þungt í
þessum efnum og vonandi fiölmenna
þeir og styðja vel við bakið á okkur,“
sagði Atli Eðvaldsson fyrirhði enn-
fremuríviðtalinuviðDVígær. -JKS
Líklegt byrjunarlið í kvöld
- sem mætir Dönum í vmáttulandsleik
Bo Johansson, þjálfari íslenska
landshðsins í knattspyrnu, hafði í gær-
kvöldi ekki ákveðið hvaða 11 leikmenn
muni hefia leikinn gegn Dönum. Lík-
legt byijunarlið er þó þannig að mati
blaðamanns: Ólafur Gottskálksson í
marki. Varnarmenn: Sævar Jónsson,
Einar Páh Tómasson, Atli Eðvaldsson
og Ólafur H. Kristjánsson. Miðvallar-
leikmenn: Þorvaldur Örlygsson, Sig-
urður Jónsson, Arnar Grétarsson og
Ólafur Þórðarson og framlínumenn
þeir Arnór Guðjohnsen og Eyjólfur
Sverrisson.
-GH
Það mun mæða mikið á þessum þremur köppum i kvöld. Arnór Guðjohnsen verður í fremstu víglínu, Olafur Þórðarson
mun tætast á miðjunni og fyrirliðinn Atli Eðvaldsson spilar í vörninni og ætlar að sjá til þess að Danir skori ekki.
DV-mynd S