Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991.
Nýtt starfsár Þjóðleikhússins:
49
Meiming
Aukið framboð fyrir ungt fólk
Leikár Þjóðleikhússins hefst í
Árósum á fostudaginn þegar hin vin-
sæla sýning, Næturgalinn, verður
sýnd þar í viðurvist Margrétar Dana-
drottningar. Næturgalinn er eina
verkið frá fyrra ári sem verður sett
aftur upp og er þaö von leikhópsins,
sem stendur að þessari sýningu, að
öllum bömum á landinu verði gefmn
kostur á að sjá leikritið.
Stefán Baldursson þjóðleikhús-
stjóri sagði að stefnt væri á þessu ári
að því að hafa aukið framboö fyrir
ungt fólk, bæði fyrir börn og ungl-
inga, en oft hefði einmitt sá aldurs-
hópur verið afskiptur.
Fyrsta fmmsýningin á stóra svið-
inu er á nýju íslensku bamaleikriti,
Búkollu, eftir Svein Einarsson. Leik-
rit þetta átti að fmmsýna á síðasta
leikári en var frestað. Byggir Sveinn
leikritið á hinu þekkta ævintýri sem
fjallar um leitina að Búkollu. Leik-
stjóri er Þórunn Sigurðardóttir.
Önnur íslensk leikrit, sem veröa á
fjölum Þjóðleikhússins í vetur, veröa
flögur. í lok september verður frum-
sýnt nýtt leikrit eftir Kjartan Ragn-
arsson, Gleðispilið. Leikntið gerist i
Kaupmannahöfn og á íslandi um
aldamótin 1800 og fjallar um Sigurð
Pétursson sýslumann og fyrsta leik-
skáld íslendinga og vin hans og
vemdara, Geir Vídalín biskup. Kjart-
an leikstýrir sjálfur verkinu og er
.þetta í fyrsta skipti sem hann er leik-
stjóri í Þjóðleikhúsinu. Með helstu
hlutverk fara Sigurður Siguijónsson,
sem leikur Sigurð, Öm Árnason, sem
leikur Geir hiskup, og Ólafía Hrönn
Jónsdóttir sem leikur ástkonu Sig-
uröar.
Tværjeikkonur
leika ísbjörgu
Sú skáldsaga sem vakiö hefur hvað
mesta athygh á undanfomum áram
er Ég heiti ísbjörg, ég er ljón eftir
Vigdísi Grímsdóttur og fékk hún
Menningarverðlaun DV fyrir bók-
ina. Hávar Siguijónsson hefur gert
leikgerð eftir sögunni og leikstýrir
hann verkinu einnig. Verður það
frumsýnt í desember á htla sviðinu.
Hávar hefur kosið að iáta tvær leik-
konur fara með hlutverk ísbjargar,
Guðrún S. Gísladóttir og Bryndís
Petra Bragadóttir leika hana. Aðrir
leikarar í sýningunni em Ragnheið-
ur Steindórsdóttir, Jóhann Sigurðar-
sson, Þórarinn Eyfjörð, Pálmi Gests-
son, Hjálmar Hjálmarsson og Ólafía
Hrönn Jónsdóttir.
í febrúar verður svo frumsýnt nýtt
leikrit eftir Þórunni Sigurðardóttur,
Ehn, Helga, Guðríður. Eins og Kjart-
an Ragnarsson leitar Þórunn fanga
í sögulegar heimildir. Segir af örlög-
um þriggja íslenskra kvenna sem
allar eiga það sameiginlegt að hafa
- helmingur leikrita á starfsárinu verður íslenskur
Starfsfólk Þjóðleikhússins saman komið á fyrsta starfsdegi leikhússins. DV-mynd Hanna
átt í útistöðum við lög og rétt vegna
samskipta sinna við karlmenn. Kon-
umar þijár, sem leikritið heitir eftir,
eru leiknar af Kristbjörgu Kjeld,
Eddu Heiðrúnu Backman og Ólafíu
Hrönn Jónsdóttur. Aðrir leikarar
eru meöal annars Helgi Skúlason,
Helgi Björnsson, Ingvar E. Sigurðs-
son og Pálmi Gestsson. Þórunn leik-
stýrir verkinu sjálf.
Þá er eitt islenskt leikrit ótaliö. Það
heitir því frumlega nafni Sprengd
hljóðhimna vinstra megin og er eftir
Magnús Pálsson myndlistarmann
sem nú haslar sér völl á nýjum vett-
vangi. Þessi sýning er unnin í sam-
vinnu við Alþýðuleikhúsið og verða
örfáar sýningar í lok september.
Magnús leikstýrir verki sínu sjálfur
ásamt leikmyndateiknaranum Þór-
unni S. Þorgrímsdóttur. Er hér um
frumlegt leikrit að ræða sem þjóð-
leikhússtjóri lýsti sem hljóðsinfóníu
með órökréttri atburðarás. Leikarar
eru Arnar Jónsson, Edda Arnljóts-
dóttir, Guðný Helgadóttir, Guðrún
S. Gísladóttir, John Speight, Krist-
björg Kjeld og Stefán Jónsson.
Rómeó og Júiía
jólaleikritið
Fyrsta erlenda leikritið verður
fmmsýnt á htla sviðinu í október.
Er það Kæra Jelína, sovéskt leikrit
eftir Ljúdmílu Razúmovskaju en það
hefur fariö sigurfór um Vesturlönd
að undanfornu. Jelena er kennari í
framhaldsskóla. Á afmæli hennar
koma nemendur hennar óvænt í
heimsókn og færa henni gjafir en
ekki líður á löngu áður en í ljós kem-
ur aö fleira býr undir en góður hug-
ur. Þetta er leikrit sem höfðar ekki
síst til ungs fólks. Þórhallur Sigurös-
son er leikstjóri en með hlutverk
Jelenu fer Anna Kristín Arngríms-
dóttir.
Þóru Friðriksdóttur, Róbert Arn-
fmnsson, Baldvin Halldórsson og
Herdísi Þorvaldsdóttur. Fulltrúar
yngri leikara eru svo Edda Heiðrún
Backman og Jóhann Sigurðarson.
Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir.
í nóvember verður frumsýnt á
Þjóðleikhúsið:
Stefán Baldursson þjóöleikhús- hún útskrifaöist frá Leiklistarskóla
stjóri hefur ráöið sex nýja leikara ríkisins síðasthðið vor. Leikstjór-
og tvo leikstjóra á árssamning viö arnir, sem ráðnir hafa verið, eru
húsið. Leikaramir, sem ráönir hafa Þórhildur Þorleifsdóttir og Guðjón
verið, eru Baltasar Kormákur, Pedersen. Þá má geta þess að nýr
Edda Heiðrún Backman, Ingvar E. framkvæmdastjóri Þjóðleikhúss-
Sigurðsson, Ólafía Hrönn Jónsdótt- ins, Guðrún Guðmundsdóttir, hef-
ir, Þór H. Tulinius og Halldóra ur hafið störf.
Björnsdóttir en þess má geta að -HK
Himneskt er að lifa verður frum-
sýnt í október. Þetta leikrit, sem er
eftir Paul Osborn, er gamanleikur
sem gerist í bandarískum smábæ
laust fyrir seinni heimsstyrjöldina.
Leikritið var fyrst frumsýnt 1939 en
hefur margoft verið tekið til sýninga
síðan og jafnan yljaö áhorfendum. í
sýningunni taka þátt nokkrir af eldri
leikurum Þjóðleikhússins. Má þar
nefna Gunnar Eyjólfsson, Guðrúnu
Þ. Stephensen, Bríeti Héðinsdóttur,
stóra sviöinu verðlaunaleikritið M.
Butterfly sem byggt er á frétt úr
heimspressunni sem vakti mikla
furðu almennings fyrir fáum árum.
Þar sagöi frá frönskum diplomat sem
átt hafði vingott við kínverska leik-
konu við Pekingóperuna og eignast
með henni barn. Franska leyniþjón-
ustan komst að því að hún var pjósn-
ari og það sem meira var, við nánari
rannsókn reyndist hún vera karl-
maður. Með aðalhlutverkin fara
Arnar Jónsson og Þór H. Tulinius.
Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdótt-
ir.
^ Jólaleikrit Þjóðleikhússins er
Rómeó og Júlía eftir Wilham Shake-
speare í þýðingu Helga Hálfdanar-
sonar. Þetta er af mörgum tahn ást-
arsaga allra tíma og kannast sjálfsagt
flestir við söguþráðinn. Leikstjóri er
Guðjón Pedersen en dramatúrg er
Hafhði Arngrímnsson. Með hlutverk
elskendanna fara þau Baltasar
Kormákur og Halldóra Björnsdóttir.
í öðrum stórum hlutverkum eru
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Helgi
Skúlason. Frumsýning verður á
stóra sviðinu 26. desember.
Söngleikur eftir
Cole Porter
Annaö barnaleikrit lítur dagsins
ljós í janúar á stóra sviðinu. Er það
Emil í Kattholti eftir Astrid Lind-
gren. Ekki er enn búið að ákveða
hvaða börn fara meö hlutverk í leik-
ritinu en meðal leikara eru Bessi „
Bjarnason, Margrét K. Pétursdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir, Örn Árna-
son og Helga Bachmann. Leikstjóri
er Þórhallur Sigurðsson.
Margir muna eftir hinni vinsælu
kvikmynd, Educating Rita. Kvik-
mynd þessi var gerð eftir samnefndu
ieikriti eftir Willy Russell sem meðal
annars samdi Sigrúnu Ástrós. í ís-
lenskri þýðingu Karls Ágúst Úlfsson-
ar nefnist leikritið Rita gengúr
menntaveginn og verður frumsýnt á
htla sviðinu í mars. Með hlutverk
prófessórsins, sem fær hina ómennP
uðu Ritu í einkatíma, fer Arnar Jóns-
son. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur
Ritu.
Síðasta verkefni ársins er söngleik-
urinn Nú er allt leyft (Anything
Goes) eftir Cole Porter. Gerist söng-
leikurinn um borð í skemmtiferða-
skipi og kynnumst við htskrúðugum
hópi farþega, margvíslegum miskiln-
ingi og endalausum ástarflækjum. í
söngleiknum eru mörg þekkt lög eft-
ir Cole Porter. Má þar nefna Any-
thing Goes, I Get a Kick out of You
og Yo’re the Top. Þýðandi er Böðvar
Guömundsson. Aðspurður hvers
vegna Þjóðleikhúsið sýndi ekki ný-
legri söngleik sagði Stefán Baldurs-
son að í vetur hefðu veriö langt
komnir samningar um aö sýna'
Óperudrauginn (Phantom of the Op-
era) eftir Andrew Lloyd Webber en
samningar hefðu strandað. Var Þjóð-
leikhúsinu settur stólhnn fyrir dyrn-
ar hvað varðar að fá að hafa uppsetn-
ingu eftir eigin höfði. Stefán tók það
einnig fram að það væri vel við hæfl
að sýna söngleik eftir Cole Porter.
Hann hefði verið vanræktur í ís-
lensku leikhúsi og í ár væri aldaraf-
mæli hans. -HK
Bandeoneóntónleikar Oliviers Manouray á Púlsinum í kvöld:
Keypti bandeoneón
í antikverslun
Franski bandeoneónleikarinn Ohvier Man-
ouray heldur tónleika í Púlsinum í kvöld. Skipt-
ast tónleikarnir í tvennt. Fyrst mun Olivier
leika ásamt píanóleikaranum Agh H. Hreins-
syni þjóðleg lög og verða þar á meðal nokkur
íslensk. í síöari hlutanum kemur hann svo fram
ásamt kontrabassaleikaranum Tómasi R. Ein-
arssyni, píanóleikaranum Kjartani Valdimars-
syni og trommuleikaranum Einari Val Schev-
ing. Munu þeir leika bóleró og samba ásamt
stefjum úr latíndjassi eftir Dizzy Gihespie og
fleiri.
Olivier Manouray hefur oftsinnis haldið tón-
leika hér á landi. Hann er giftur Eddu Erlends-
dóttur píanóleikara og kemur yfirleitt hingað á
hverju sumri og þá með bandeoneónið með í
farangrinum en þau hjón eru búsett í París.
Yfirleitt hefur tangó verið sú tónlist sem teng-
ist bandeoneóninu, sérstaklega argentínskur
tangó, og hefur Manouray einmitt leikið oftast
slíka tónlist hér á landi en i kvöld verður það
sveiflan sem ræður ríkjum.
í örstuttu spjalh sagði Olivier Manouray að
bandeoneónið væri upprunalega þýskt hljóð-
færi sem fyrst hefði verið farið að framleiða í
Þýskalandi í kringum 1908. Það heföi þó aldrei
náð útbreiðslu þar en Þjóðverjar framleiddu
það lengi en aðeins til útflutnings og þá aðal-
lega th Argentínu.
Olivier sagðist hafa keypt sitt fyrsta bande-
oneón í antikverslun fyrir þrettán árum og far-
ið að leika á það fyrst sér til gamans en nú
væri hann starfandi bandeoneónleikari og væri
með eigin kvartett í Frakklandi. Hann sagði að
í Frakklandi væru aöeins íjórir bandeoneón-
ieikarar starfandi og hinir þrír argentínskir.
Sjálfur hefði hann farið til Argentínu og leikið
þar. í París hefði hann leikiö mikið fyrir argent-
ínskt fólk sem hann kynntist vel og endurnýjað
kunningsskap sinn við það í Argentínu og lék
í leiðinni á hinum ýmsu klúbbum.
En eiga bandeoneón og djass samleið? „Já,
þaö tel ég,“ segir Manouray. „Þaö er að vísu
sjaldan gert en bandeoneón hljómar mitt á milli
munnhörpu og harmóníku og þau hljóðfæri
teljast alveg gild í djassi og ég tel tónsviö bande-
oneónsins hæfa djassi vel.“
Tónlistarunnendur geta í kvöld komist að eig-
in niðurstöðu því eins og áður segir munu
skemmtilegir hljómar bandeoneónsins hans
Oliviers Manouray hljóma í Púlsinum. -HK
Olivier Manouray leikur á bandeoneón i Púls-
inum. DV-mynd Hanna-