Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1991, Síða 28
52
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER1991.
Meiming
Góður fagottleikur
Björn Th. Árnason fagottleikari og Hrefna U. Eg-
gertsdóttir píanóleikari héldu tónleika í Listasafni Sig-
urjóns í gærkvöldi. Á efnisskránni voru verk eftir
Gabriel Pierne, Francois Devienne, Helmut Neumann,
Louis Spohr og Alexandre Tansman.
Þessir höfundar eru ekki meöal þeirra sem oft hey-
rast á tónleikum en ekki er þar með sagt aö þeir standi
ekki fyrir sínu því að verkin sem flutt voru á tónleik-
unum voru flest ágætlega gerö. Minnir þaö á hve
strangt val sögunnar er. Aðeins verk örfárra þeirra
ágætustu ná langlífi, önnur verða gleymskunni aö
bráö.
Prelude de Concert eftir Pierné er vel gert verk í
rómantískum anda og rennur þægilega í gegn án þess
aö skilja nokkuö sérstakt eftir sig. Svipað má segja
um Sónötu Deviennes í g moll. Hún er í klassískum
stíl sem ljóst er að höfundur hefur haft fullkomið vald
á þótt ekki hafi hann persónuleika á við menn eins
og Haydn og Mozart. Drei Stucke eftir Neumann eru
tileinkuð Birni Árnasyni og var þetta frumflutningur
á íslandi. Verkið er í léttum dúr og hefur yfirbragð
sirkustónlistar þótt með alvarlegu ívafi sé. Adagio eft-
ir Spohr er fallega skrifað verk í hugljúfum anda.
Sónatína Tansmans er á hinn bóginn tilþrifasöm og
töluvert í hana lagt. Stíllinn er í meginatriðum ný-
klassískur þótt þar kenni ýmissa grasa.
Nokkurs óstyrks gætti í leik þeirra Björns og Hrefnu
framan af en það hvarf er á leið og óx þeim sífellt
ásmegin við hvert verkefni og voru þau síðuslu leikin
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
með töluverðum tilþrifum. Björn hefur sérlega falleg-
an tón og var leikur hans oft mjög blæbrigöaríkur og
þegar best lét þrunginn tilfinningu eins og t.d. í hægu
þáttunum í Devienne og Spohr. í Tansman sýndi hann
tæknilega fimi og kraft sem hreif áheyrendur með.
Píanóleikur Hrefnu var yfirleitt ágætur, nokkuð óná-
kvæmur í hljóðfalh framan af en það lagaðist er á leið.
Eiríkur Þorvaldsson frá Völlum,
Þistilfirði, lést á dvalarheimilinu
Hlíð 30. ágúst sl. Jarðsett verður frá
Akureyrarkirkju fóstudaginn 6. sept-
ember kl. 13.30.
Valur Kristinh Jónsson, framreiðslu-
maður, Ásvallagötu 61, verður jarð-
sunginn frá Bústaöakirkju fimmtu-
daginn 5. september kl. 13.30.
Safnaðarstarf
Háteigskirkja: Kvöldbænir og fyrirbæn-
ir í dag kl. 18.
Neskirkja: Bænamessakl. 18.20. Sr. Guö-
mundur Óskar Ólafsson.
Tilkyimingar
Félagsstarf aldraðra,
Gerðubergi
Vegna vinnu viö húsnæði breytist'dag-
skrá tímabundið. Fimmtudaginn 5. sept.:
hádegishressing og spiiamennska, kaffi
kl. 15. Föstudagur 6. sept.: Fyrir hádegi -
fótsnyrting og hárgreiösla, kl. 12 hádegis-
hressing, spilamennska, kaííi kl. 15. Nán-
ari upplýsingar í síma 79020.
Suður-amerísk sveifla
á Púlsinum
Franski bandeoneónleikarinn Olivier
Manoúray heldur tónleika á Púlsinum
við Vitastíg í kvöld, 4. septémber. Hann
hefur margsinnis leikið áður hér á landi
og þá ekki síst tangó, enda hljóðfæri hans,
bandeoneón, lykilhljóðfærið í argentísk-
um tangó. Aö þessu sinni verða það þó
bóleró og samba sem hæst ber á efnis-
skránni, auk ýmissa stefja úr latíndjassi,
eftir Dizzy Gillespie og fleiri. Þeir sem
spila hina suður-amerísku tónlist með
Olivier Manouray eru píanóleikarinn
Kjartan Valdimarsson, kontrabassaleik-
arinn Tómas R. Einarsson og trommu-
leikarinn Einar Valur Scheving. Tónleik-
arnir hefjast kl. 22.
Tónleikar
Árlegur konsert
Harðar Torfasonar
Samningar hafa tekist á milli Harðar
Torfa og Borgarleikhússins um konsert-
hald. Hér eftir mun Hörður halda sinn
árlega konsert fyrsta fóstudagskvöld í
september í stóra sal Borgarleikhússins
og verður sá fyrsti fóstudaginn 6. sept-
ember kl. 21. Fyrrihluta konsertsins
verður Hörður einn á sviði og flytur göm-
ul og ný lög og ljóð en eftir hlé mun hann
fá til sín tvo gítarleikara. Þar er fyrstan
að nefna hinn velkunna Tregahljóm-
sveitarmann Guðmund Pétursson og
einnig mun Haraldur Reynisson slá
strengi og radda með Herði. Lýsingu ann-
ast Lárus Bjömsson og hljóðmaöur verð-
ur Baldur Már Amgrímsson. Þess má
geta að Hörður og félagar hans munu
flytja nokkur lög af væntanlegum geisla-
diski og snældu sem áætlað er að komi
út í haust. Ástæða er til að benda fólki á
að konsertinn verður ekki endurtekinn.
Miðasala er í Borgarleikhúsinu. Miöa-
pantanir í síma 680680.
AncUát
Helga Sigurðardóttir, fyrrv. póst-
varðstjóri, Seyðisfirði, lést í Land-
spítalanum 2. september.
Magnús ísleifsson skipstjóri frá Nýja
húsi, Vestmannaeyjum, búsettur á
Kirkjuvegi 11, Keflavík, andaðist í
sjúkrahúsinu í Keflavík 3. septemb-
er.
Petrína Kristín Jakobsson, Fossöldu
5, Hellu, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands
á Selfossi þann 2. september sl.
Ragnhild Blöndal, Charlottenlund,
Danmörku, er látin.
Sigrún Aðalheiður Kærnested, Háa-
leitisbraut 23, lést í Landspítalanum
að kvöldi 1. september.
Sólborg Gunnarsdóttir frá Reyðar-
firði, til heimilis á Einarsnesi 29,
Reykjavík, andaðist í Landspítalan-
um 2. september.
Jarðarfarir
Hjónaband
Au ðbrekku 14,sími64-21 -41
Ágústa Jónsdóttir áður Hagamel 19,
sem lést 27. ágúst sl., verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 5. september kl. 13.30.
Tryggvi Guðjónsson, Hjarðarholti 10,
Akranesi, verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju föstudaginn 6. sept-
ember kl. 14.
Þann 20. júli voru gefin saman í hjóna-
band í Garðakirkju af séra Braga Frið-
rikssyni Hildur Ólafsdóttir og Andri H.
Sigurjónsson. Heimili þeirra er í Noregi.
Ljósmyndari Jóhannes Long.
Pétur Teitsson frá Bergsstöðum á
Vatnsnesi lést 24. ágúst. Hann var
fæddur í Skarði í Vatnsnesi 31. mars
1895, sonur hjónanna Ingibjargar
Teitsdóttur og Teits Halldórssonar.
Eftirlifandi eiginkona hans er Vil-
borg Árnadóttir. Þau hjónin eignuð-
ust þrjú börn. Einnig ól Pétur upp 5
börn Vilborgar frá fyrra hjónabandi.
Útför Péturs verður gerð frá
Hvammstangakirkju í dag kl. 14.
Þann 20. júlí voru gefin saman i hjóna-
band í Bessastaðakirkju af séra Bjarna
Þór Bjamasyni Berglind Gylfadóttir og
Helgi Eiríksson. Þau eru til heimilis að
Strandgötu 79, Hafnarfirði.
Mynd Hafnarfirði.
Þann 20. júlí voru gefin saman í hjóna-
band í kirkju Óháða safnaðarins af séra
Þórsteini Ragnarssyni Svanhildur
Kristjánsdóttir og Ólafur Ari Jónsson.
Þau eru til heimilis aö Skipholti 28.
Mynd Hafnarfirði.
Myndgáta
■VWr
"■'X?
©/20 X
Myndgátan hér að ofan
lýsir athöfn.
Lausn gátu nr. 119:
Barsmíðar
Landsliðsmennirnir Ólafur Kristjánsson, FH, Arnar Grétarsson og Valur
Valsson, Breiðabliki, Einar Páll Tómasson, Val, og Atli Eðvaldsson, KR,
virtust hlakka til að taka á móti Dönum á morgun. DV-mynd Hanna
Andinn í góðu lagi
Undirbúningur fyrir landsleiki er
ekki eingöngu bundinn viö æfingar
á knattspyrnuvöllum. Ekki er síður
mikilvægt að rækta samheldni og
samhug leikmanna. Því hefur það
verið siður hjá landsliðsmönnum ís-
lands í knattspyrnu að hittast í Keilu-
salnum í Öskjuhlíð til að þeyta kúl-
um af annarri gerð, annaðhvort í
knattborðsleik eða keilu daginn fyrir
leik. Það var greinilegt að andinn var
í góðu lagi hjá landsliðsmönnunum
þegar ljósmyndari DV lagöi leiö sína
í Öskjuhlíðina í gær.
Námskeið
Námskeið um fjöruna og
lífríki hennar
í nágrenni höfuðborgarinnar er aö finna
afar fjölbreyttar fjörur. Útfiri er mikið
þegar vel stendur á sjávarföllum en
breytileiki fjaranna markast af staðhátt-
um, t.d. hvort þær eru opnar fyrir brimi
eða ekki. Dagana 7. og 8. september mun
Hið íslenska náttúrufræðifélag gangast
fyrir stuttu námskeiði til kynningar á lifi
og lífsskilyrðum í mismunandi fjörum.
Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu verður
prófessor Agnar Ingólfsson, en hann hef-
ur fengist viö víðtækar rannsóknir á fjör-
um um allt land. Námskeiðið stendur frá
kl. 9-15 á laugardag og sunnudag. Þátt-
takendum skal bent á aö vera vel búnir
til fótanna, helst í stígvélum. Gagnlegt
er að hafa meðferðis bæklinginn Fjöru-
líf, sem Ferðafélag íslands hefur gefið út
og fæst hjá öllum bóksölum. Fyrirlestr-
arnir verða haldnir í stofu G-6 í húsi Líf-
fræöiskorar Háskólans að Grensásvegi
12 í Reykjavík. Athygh skai vakin á því
að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Þeir sem hafa áhuga á námskeiðinu geta
skráö sig með því að hringja á skrifstoíu
HÍN, sími 624757. Skrifstofan er opin á
þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9-12.
Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir hvorn dag.
Námskeið í orgelleik
Dagana 5.-7. september verður haldið
námskeið í Háteigskirkju sem nefnist
„Wolfgang Amadeus Mozart og orgelstíli
hans tíma“. Námskeiðið felur í sér tvo
fyrirlestra, tvenna orgeltónleika og
kennslu í orgelleik. Organistar, fyrirles-
arar og leiðbeinendur verða þau Dr. Kar-
en De Pastel og Dr. Orthulf Prunner.
Öllum er heimilt að hlusta á tónleikana
og fyrirlestrana. Námskeiðið hefst
fimmtudagskvöldiö 5. sept. kl. 20.30 á fyr-
irlestrinum „Sónötuformið hjá W.A.
Mozart" (Dr. Karen De Pastel). Föstudag-
inn 6. sept. kl. 20.30 orgeltónleikar (Ort-
hulf Prunner) „W.A. Mozart og Vínar-
klassískur orgelstíll“. Laugardaginn 7.
sept. Kl. 11 fyrirlestur (Orthulf Prunner)
„Um orgelverk W.A. Mozarts og Vínar-
klassískan orgelstíl." Kl. 20.30 orgeltón-
leikar (Karen De Patel) „W.A. Mozart og
samtíðarmenn hans í fimm löndum".