Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991. Fréttir Alvarlegur rhesus-sjúkdómur uppgötvaðist um miðja meðgöngu: Fór sex sinnum í blóð- skipti til Skotlands - nýbloðskiptatæknibjargaðifostrinu Þegar ung móðir aö norðan var gengin 23 vikur með kom í ljós að fóstrið var komið með rhesus-sjúk- dóm á alvarlegu stigi. Mun fóstrið hafa verið orðið mjög blóðlaust þegar móðirin var send á sjúkrahús í Glasgow í Skotlandi þar sem fram- kvæmd voru blóðskipti á fóstrinu. í allt voru framkvæmdar sex blóð- skiptaaðgerðir áöur en barníð fædd- ist og kostuðu þessar aðgeröir jafn- margar ferðir til og frá Glasgow. Læknar gátu ekki tjáð sig um þetta einstaka tilfelli en fullyrt er að án blóðskiptaaðgerðar geti konur, sem svo er ástatt um, ekki átt börn. Barnið, sem hér um ræðir, fæddist á Landspítalanum 2. september sið- astliðinn. Foreldrar þess eru Jó- hanna Elín Jónsdóttir og Hallur Hilmarsson frá Blönduósi. Síðari hluta meðgöngunnar uppgötvaðist rhesus-sjúkdómur hjá barninu og fór Jóhanna sex ferðir til Glasgow svo skipta mætti um blóð í því. Hélt hún til Glasgow á þriðjudegi þar sem blóðskiptin voru framkvæmd og kom heim aftur á laugardegi. Þessi hring- ur var endurtekinn fimm sinnum á hálfs mánaðar fresti en síðustu blóð- skiptin áttu sér stað skömmu fyrir fæðingu. Barninu mun heilsast eftir atvikum vei. Vakti athygli ytra Þessi meðferö og ferðalögin vöktu athygli ytra en umfjöllun um hana og mynd mun hafa birst í dagblaði í Glasgow. Eftir fæðingu var blóðskiptaað- gerðunum reyndar ekki lokið en þá voru framkvæmdar tvær blóðskipta- aðgerðir til að hreinsa alveg mótefn- in frá móðurinni úr blóði barnsins. Þær aðgeröir voru framkvæmdar á Landspítalanum. Ástæðan fyrir því að farið var með móðurina til Glasgow meðan barnið var ófætt var að hérlendis er nauð- synleg tækni til blóöskipta á fóstrum ekki fyrir hendi. Að sögn lækna koma tilfelli sem þessi upp á 5-7 ára fresti og því hefur orðiö úr að mæð- urnar hafa verið sendar utan. Nefnt var sem dæmi að á Bretlandi væru einungis þrjú sjúkrahús sem sinnt gætu blóðskiptum sem þessum. Blóðskiptin fara þannig fram að stungið er á naflaæðina og nýju blóði dælt í fóstrið. Áður fyrr var bóðinu hins vegar dælt í maga fóstursins og gafst sú aðferð þokkalega. Nýja aö- ferðin er þó mun öruggari og betri. Mótefni gegn blóði fóstursins Rhesus-sjúkdómi er lýst þannig í stuttu máli: Um 85 prósent allra manna eru með ákveðna sameind utan á rauðu blóðkornunum, rhes- us-sameind. 15 prósent manna hafa hana ekki, eru rhesus-neikvæðir. Meðan móöirin er ekki með þessa rhesus-sameind á blóðkornunum getur fóstrið það aftur á móti, hefur getað erft þann eiginleika frá föðurn- um. Blóð streymir milli móður og fósturs og þegar blóðkorn barnsins fara inn í blóð móðurinnar myndar hún ákveðið mótefni. Mótefnið frá móðurinni berst síðan í blóð fósturs- ins og fer að brjóta niður og skemma blóðkorn þess. Þannig myndar móð- irin mótefni gegn blóði eigin fósturs. Þó að útlitið hafi verið alvarlegt þegar sjúkdómurinn uppgötvaðist mun blóðskiptameðferðin hafa gengið afskaplega vel í þessu tilfelli. Reyndi þá ekki síst á Tryggingastofnun sem hjálpaði mikið tO að máhð leystist á semfarsælastanhátt. -hlh 50 þúsundasti gesturinn mætti í Regnbogann í gærkvöldi til að sjá myndina Dansar við úlfa. Var honum tekið með kostum og kynjum, fékk væna blómakörfu, sex bíómiða, áritað skjal frá Kevin Kostner, aðalleikara og leik- stjóra myndarinnar, og matarboð. Er þetta ein mest sótta erlenda kvikmyndin sem sýnd hefur verið hérlendis. Andri Þór Guðmundsson afhendir hér hinum heppna bíógesti, Brynhildi Þórsdóttur, glaðninginn. DV-mynd GVA Friörik Sophusson Q ármálaráðherra um íjárlagagerðina: Skólagjöldin inni „Allar hugmyndir einstakra ráð- herra og þingmanna um að eitthvað haíi breyst í fjárlag'ágerðinni frá rík- isstjórnarfundinum 3. september eru á þeirra ábyrgð. Undirbúningur frumvarpsins er nú i höndum fjár- málaráðherra sem auðvitaö leggur það fram á þingi,“ segir Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra. Á blaðamannafundi, sem Friðrik efndi til í gær vegna fjárlagagerðar- innar, neitaði hann alfarið að skýra frá einstökum ákvörðunum sem teknar hafa verið um einstaka liði hennar. Varðandi skólagjöldin sagði hann þó að ríkisstjórnin hefði ekki. breytt fyrri ákvörðun sinni um inn- heimtu þeirra. Komi hins vegar í ljós á síðari stigum að þaö þurfi að breyta þessari ákvöröun þá verði það ríkis- stjórnarinnar að breyta henni. Sjálf- ur segist hann þó ekki sjá neina ástæðu til þess. Á fundinum kom fram að á næsta ári er stefnt að því að rekstrarhalli ríkissjóös veröi undir 4 milljörðum króna og að lánsfjárþörfin verði um 4 milljarðar. Að teknu tilliti til auk- inna sértekna stofnana eiga ríkisút- gjöldin að lækka um þrjá milljarða. Gert er ráð fyrir auknum sértekjum og þjónustugjöldum upp á 2,8 millj- aröa. Þá gerir fjármálaráðherra ráð fyrir að beinar skatttekjur haldist óbreyttar að raungildi á næsta ári. „Nú, þegar iila árar og stíga þarf á bremsurnar, höfum við verið að velta því fyrir okkur hvort ekki sé rétt að láta þá axla auknar byrðar sem helst hafa efni á því. í því sam- bandi horfum við til þess hóps sem tekjuhærri er og fær endurgreiðslur. Við höfum reiknað út fjölda dæma. Eitt dæmið snerist um sjómannaaf- sláttinn." Friðrik segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort sjómanna- afslátturinnn verður felldur niður. Sérfræðingar ráðuneytisins hafi hins vegar kannað ýmis leiðir til að auð- velda ríkisstjórninni að ná til þeirra sem tekjulega geta tekið á sig meiri byrðar. Hann segir stefnt að því að minnka frádrátt þessara aðila um 1 milljarð. Sjómannafrádrátturinn sé hluti þess dæmis. Friðrik neitar því alfarið að skil- greina megi auknar sértekjur sem skattahækkun. Bendir hann á að við álagningu skatta sé miðað við ákveðna og almenna skattstofna, svo sem tekjur og eignir einstakhnga og fyrirtækja, þar sem greiðendur hafi ekkert um þaö að segja hvert pening- arnir renna. Þjónustugjöld séu hins vegar greidd af þeim sem þjónustuna nota. „Á þessu er gífurlegur mun- ur,“ segir hann. -kaa Samninganefnd ríkisins: Vill vinda ofan af lífeyrisskuld- bindingum - f]árvöntunum50mi]ljarðar „Fjárvöntunin í opinbera lífeyris- sjóðakerfmu er upp á eina 40-50 milljarða og er hún sífellt að aukast. Þetta takmarkar alla launagerð og aöra starfsemi ríkisins á næstu árum og áratugum. Það þarf ljúka þessu kerfi sem undið hefur upp á sig í áraraöir. í tillögum okkar er ekki fólgin nein breyting á núverandi rétt- indum starfsmanna ríkisins, engin skerðing. Ef um semst er alla vega búið að koma í veg fyrir að þessi fjár- vöntun haldi áfram að safnast upp. Tillaga okkar er liður í þeirri hugsun að samræma lífeyrisréttindi allra landsmanna," sagði Ágúst Einars- son, formaður samninganefndar rík- isins í samtali við DV. Samninganefnd ríkisins setur fram þá hugmynd í komandi kjarasamn- ingaviðræðum að eftir 1. janúar 1993 verði allir nýir starfsmenn ríkisins ráðnir með lífeyrisréttindi sem sam- svara þeim sem nú eru á hinum al- menna vinnumarkaði. Lífeyrissjóð- ur opinberra starfsmanna tryggir betri lífeyri en almennt gerist en fjár- vöntun vegna þeirra skuldbindinga hefur verið að aukast ár frá ári. „Ef þetta kerfi hættir að vinda upp á sig sem nemur nokkrum milljörð- um á ári þá er mikið unnið. Það kem- ur auðvitað aö því aö greiða þarf þessar lífeyrisskuldbindingar og það verður ekki gert nema með sköttum fólksins í landinu." Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagðist ekki hafa séð þessar hugmyndir annars staðar en í fjöl- miðlum og hún því ekki verið rædd sérstaklega. Hann sagðist vilja ræða lífey rissj óðakerfið en það væri varla tímabært í komandi samningavið- ræðum viöríkiogbæ. -hlh St. Jósefsspítali gerður að hjúkrunarheimili: Kemur eins og reiðarslag - segir framkvæmdastjóri spítalans „Við vissum ekkert af þessu fyrr en við vorum boðaðir á fund í ráöu- neytinu á þriðjudagsmorguninn og okkur tilkynnt þessi ákvörðun," sagði Árni Sverrisson, fram- kvæmdastjóri St. Jósefsspítala. Framkvæmdastjóri og hjúkrun- arforstjóri spítalans voru kölluð á fund aðstoðarmanns heilbriðisráð- herra og ráðuneytisstjóra ráðu- neytisins í vikunni og þeim til- kynnt að leggja ætti spítalann nið- ur og breyta honum í hjúkrunar- heimili fyrir aldraða. „Þetta tímabil er algjört svartnætti fyrir okkur og í fljótu bragði sjáum við ekki hvernig hægt er að fram- kvæma þessa hluti á þennan hátt. Það á bara að taka af okkur 120 milljónir í niðurskurð og svo er okkur sagt að reka hjúkrunar- heimili fyrir afganginn frá og með áramótum. Það hefur að vísu gengiö mikið á í niðurskurðaráformum ríkis- stjórnarinnar á síðustu vikum en mér finnst það merki um slæleg vinnubrögð að það er ekki hægt að sjá nein fagleg rök fyrir þessu. Ef við eigum að breyta þessu sjúkrahúsi í hjúkrunarheimili þurfum við náttúrlega að gera á því heilmiklar breytingar, jafnvel fyrir 20-30 milljónir króna. Það eitt segir heilmikið um hvað þessar til- lögur eru illa unnar, þetta er nán- ast óframkvæmanlegt," sagði Árni. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.