Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAgyR 43. SRPTEMBER 1991. Viðtalið Ég hef mikinn áhugaáfólki Nafn: Guörún Guðmunds- dóftir. Starf: framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Aidur: 46 ár. „Starfið er enn i mótun og felst nú kannski í hvað ég geri sjálf úr því,“ sagði Guðrún Guð- mundsdóttir sem tók við stöðu framkvæmdastjóra Þjóðleik- hússins þann 1. september síð- astliðinn. Guðrún er fyrsti framkvæmda- stjóri Þjóðleikhússins sem ráðinn er af þjóðleikhússtjóranum því að fyrirrennari hennar var ráö- inn af menntamálaráðherra. „En stariið snýst nú kannski i fyrsta lagi um fjármál, að vinna að því að það fjármagn sem leik- húsið hefur úr að spila nýtist sem best. Ég sé þó ekki um daglega fjármálastjóm, því að hér eríjár- málastjóri, en ég vinn samt að áætlunum og kostnaðareftirliti í samráði við hann og leikhús- stjóra," sagði Guörún. „í öðru lagi er starfsmannahald hluti af mínu starfi og kannski ekki sá minnsti. Leggst vel í mig Aðspurö sagði Guðrún að nýja starfið legðist mjög vel í sig. „Þetta er mjög fjölbreytt starf og lifandi og svo ótrúlega margt sem er þarna að gerast Það sem kom mér kannski mest á óvart var hversu fiölbreytt starfsemi fer fram í leikhúsi. Guðrún vann í bókhaldi í tíu ár, þar af sex ár í Ðanmörku, en fór þá í ÖldungadeildMH oglauk þaðan stúdentsprófi áriö 1977. „Sjíöan fór ég í viðskiptafræðina í Háskóla íslands og útskrifaöist þaðan árið 1981. Eftir það starfaöi ég sem kerfisfræðingur í rúmt ár uppi í Háskóla og fór síðan á Þjóð- viljann og var þar framkvæmda- stjóri í fimm ár. Síðan kenndi ég stærðfræöi og hagfræði í einn vetur við MK og síðan hef ég verið rekstrarstjóri Kópavogskaupstaðar síöustu þrjú árin. Þó menntun mín miðist við fyrirtækja- eða stofnanarekst- ur höfðar þaö meira til min að vinna að rekstri einhverrar menningarstofnunar heldur en að vinna á t.d. heildsölu. Ég held t.d. að það hljóti að vera mjög spennandi fólk hérna í Þjóð- Ieikhúsinu og mér finnst að hér sé verið að gera eitthvað sem skiptir máli,“ sagði Guðrún. Aðspurð um áhugamái var hún ekki í vandræðum með svariö. „í fýrsta lagi hef ég nú mikinn áhuga bara á fólki. Ég hef líka áhuga á þjóðfélagsmálum, að ferðast, lesa og fara í leikhús, og svo spila ég bridge reglulega.“ Guðrún er fædd og uppalin i Reykjavík, dóttir Guðmundar Jónssonar trésmiðs og Þuríöar Ingibjargar Stefánsdóttur sauma- konu. Hún á eina systur. Eiginmaður Guörúnar er Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, og eiga þau 19 ára gamla dóttur og 18 ára gamlan son. -ingo Fréttir Starfsmaður á gámastöð Sorpu: Brást illa við er tveir piltar hentu rusli - voru að hangsa, segir starfsmaðurinn Eldar Ástþórsson og Arnþór S. Sævarsson segja farir sinar ekki sléttar af heimsókn í eina af gámastöðum Sorpu. DV-mynd Hanna „Við áttum leið framhjá gámastöð Sorpu við Sléttuveg og ætluðum að henda sinn hvorri kókómjólkurfern- unni í gám. Viö sáum vörðinn þegar við hjóluðum inn á svæðið en héldum bara áfram og hentum fernunum í gáminn,“ sagði Eldar Ástþórsson en hann og vinur hans urðu fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í vikunni. „Þegar við höfðum hent fernunum í gáminn kemur vörðurinn og byrjar strax að öskra á okkur. Hann blótaði heilmikið og sagði okkur að hypja okkur á brott. Við höfðum ekki sagt orð en þegar vinur minn spurði hvers vegna hann væri að reka okkur hélt maðurinn bara áfram að öskra,“ sagði Eldar. Eldar sagði að vinur sinn hefði þá fariö út af svæðinu og að sjálfur hefði hann verið á leiðinni í burtu þegar starfsmaðurinn vatt sér að honum. „Hann tók heljarinnar fast í hand- legginn á mér, ég er enn aumur, og hélt mér. Ég veit ekki hvort hann ætlaði aö ráðast á mig en hann var kominn mjög nálægt mér. Ég sagði honum þá að hann gæti ekki ráðist á mig og þá sleppti hann takinu en hélt áfram að öskra á okk- ur, sagði að þetta væri ekki staður fyrir okkur ög að við skyldum hypja okkur. Við vorum farnir þaðan út innan fimm mínútna og við vorum ekkert að rífa kjaft. Það eina sem við spurð- um var hvers vegna hann væri að reka okkur. Hann hefur kannski vonda reynslu af unglingum, ég veit það ekki,“ sagði Eldar. Starfsmaðurinn, sem hér á í hlut, Ingimar Urban, lítur öðrum augum á málið: „Þeir voru ekki að henda neinu á meðan ég sá til þeirra og ég var bú- inn að horfa á þá hérna úr skúrnum í þónokkra stund. Þeir voru bara að þvælast hjá gámunum. Hér er alltaf fullt af börnum að þvælast inni á svæðinu og við erum að reyna að halda þessú í burtu því þau hafa ekkert hér að gera á reið- hjólum. Hér er bullandi umferð inn á plön- in allan daginn og ef þaö verður slys, hvað þá? Er þá ekki farið í blöðin og spurt af hverju við rekum börnin ekki út?“ sagði Ingimar. Aðspurður hvort drengirnir hefðu gert eitthvað af sér sagði Ingimar svo ekki vera. „Þeir gerðu ekkert af sér annað en það að vera að þvælast hér inni á svæðinu. Ég var bara búinn að fá nóg af börnum hér inni á svæöinu um morguninn, þetta er ekki opið svæði. Ég bara rak þá út. Ég tók í upp- handlegginn á öðrum og bað hann um að fara og þeir virtust ekki ætla að ansa því. Hafi ég meitt hann, ja ég veit það ekki, þetta eru orðnir bara einhverjir vesalingar í dag. Þó ég taki í upphandlegginn á drengn- um. Sá eitthvað á honum? Er hann með læknisvottorð?" Ingimar sagði aö þegar hann hefði reynt að fá drengina til að fara út af svæðinu hefðu þeir ekki ansað því neinu, eins og stráka væri vani í dag. „Þeir voru bara með stífni og sögðu að mér kæmi þetta ekki við. Þá tók ég í handlegginn á stráknum og bað hann að fara út af. Ef ég hefði átt að fara að strjúka honum og gera eitt- hvað fyrir hann til þess að fá hann til þess að fara út af þá nenni ég ekki að standa í því. Krakkar eiga bara að gegna.“ -ingo Hér er hægt að læra nánast hvað sem er - segir Steingrímur Gunnarsson, forstöðumaður Skóla sf. „Við byrjuðum 1985 og höfum verið að sleitulaust síðan en hér eru fiórir kennarar í svona hálfu starfi en þetta er nokkurs konar aukavinna hjá okkur. Viö sem kennum höfum öll háskólamenntun að baki svo og kennslureynslu. Hjá okkur er hægt aö læra nánast hvað sem er, bara að nefna það. Jafnvel hindu-mál ef því er að skipta. Þetta er skóh sem hefur ekki neinn ákveðinn ramma og ef við getum ekki kennt eitthvað sem beðið er um getum við, nánast undantek- ingarlaust, komiö viðkomandi í sam- band viö aöila sem getur leyst úr málinu," sagði Steingrímur Gunn- arsson, forstöðumaður Skóla sf., við DV. SkóU sf. er til húsa á Hallveigarstíg 8 en Steingrímur býr þar sjálfur á efstu hæðinni. Aöstaða skólans, sem forstöðumaðurinn kallar reyndar fræðsluþjónustu, er til húsa á tveim- ur neðstu hæðunum. Húsakynnin eru vistleg og ekki spillir fyrir að forláta arinn er í einni kennslustof- anna og logaði þar glatt þegar blaða- mann bar að garði. 30-40 manns sækja tíma að jafnaði í hverri viku og eru forráðamenn skólans nokkuð Hjá okkur er hægt að læra hindu- mál ef því er að skipta, segir Stein- grímur. DV-mynd Hanna sáttir með þá tölu og segjast jafn- framt hafa lítið gert í því að auglýsa starfsemina. Orðsporiö hafi spurst Út og það sé oft besta auglýsingin. „Við bjóðum upp á miklu meira en tungumálakennslu, hingað geta leit- að nemendur úr grunnskóla og há- skóla og allt þar á milli svo í raun- inni er þetta nokkurs konar námsað- stoð og einnig erum við lítillega í þýðingum. Nemendumir eru á öllum aldri og af báöum kynjum. T.d. er hér tæplega sjötug kona sem sækir tíma í spænsku og hefur gert svo í 4 ár. Annars leitar til okkar fólk úr ýmsum stéttum og þá ekki síst úr viðskiptalífinu. Ég get nefnt dæmi um mann sem ætlaði á ráöstefnu erlendis í sínu fagi og þar skorti ekki umræöuefniö þegar kom að spjalli á erlendri tungu um starfið en þegar viðkomandi átti að tala um daginn og veginn, vandaðist málið. Hann einfaldlega treysti sér ekki til þess og við gáfum honum ráðleggingar í þeim efnum,“ sagði Steingrímur. Hver tími kostar 1600 kr. og stend- ur yfir í eina klukkustund. Hámarks- fiöldi nemenda í hverri kennslu- stund er 4. Nemendur eru flestir af höfuðborgarsvæðinu en dæmi eru um aö fólk frá Selfossi og úr Borgar- nesi sæki tíma. -GRS Hrossakjöt tll Japans: Unnið úr 35 feitum hross- umáviku Þórhalliir Asmunds., DV, Sauöárkróki: Slátursamlag Skagfiröinga hef- ur náð samningum við japanska aðila um sölu á úrbeinuðu hrossakjöti í neytendapakkning- um. Reiknað er með að flutt veröi út um þrjú tonn á viku fram aö áramótum. Þetta er í fyrsta sinn sem Japanir kaupa þessa tegund hrossakjöts, - áður hefur einung- is tíðkast sala á svokölluðu pí- stólukjöti. „Það eina sem skyggir á þetta er að maöur er hræddur um að við fáum ekki nóg kjöt því við þurfum 35 feit hross í hverri viku frara að áramótum," sagði Gísli Halldórsson sláturhússtjóri. Siátursamlagiö er fyrst slátur- húsa til aö selja úrbeinað hrossa- kjöt til Japans. Gísli sagði að verðið væri mjög viöunandi, skilaverð til bónda verður 22 þús- und krónur fyrir hrossið og greitt innan mánaðar. Það var útflutningsdeild Söl- umiðstöövar hraðfrystihúsanna sem kom samningunum á. Um er að ræöa tvo aðila í Japan sem kaupa kjötið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.