Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Qupperneq 6
6 ....... Viðskipti ÍÖÖTWÖÁ'áUR1Í3.'SÉPTéNÍBÍÍR' 1991. Það þarf kauphöll með alvöru markaði, slrax - hrein og klár viðskipti eiga að ákveða gengi hlutabréfa en ekki einhverjir kraftakarlar Maður, sem keypti sér hlutabréf í Flugleiðum á síðasta ári fyrir um 200 þúsund krónur og ætlar að selja þessi bréf sín núna, til dæmis vegna þess að hann þarf aö greiða afborgun síð- ar í mánuðinum, getur ekki gengið inn í næsta verðbréfafyrirtæki og selt bréfin samstundis þótt hann slái verulega af þeim. Þessi maður fær svarið að Flug- leiöabréfin hans séu aðeins tekin í umboðssölu og að reynt skuli að finna kaupendur. Enginn viðskipta- vaki er með hlutabréf í Flugleiðum núna eftir offramboðiö. Þetta sýnir vel hvað íslenski hlutabréfamarkað- urinn er óvirkur og aö aldrei er brýnni þörf á kauphöll þar sem stunduð eru hlutabréfviðskipti með alvöru markaðshugsun. Markaðurinn ráði gengi bréfanna Kauphöll, sem rekin væri-af Verð- bréfaþingi íslands, tryggði að mark- aðurinn réði gengi hlutabréfa. Þar kæmi aldrei upp umræðuefnið ótrú- lega „hvort rétt sé“ að lækka gengi hlutabréfa eða ekki. Þar er þaö fram- boð og eftirspurn sem ræður verð- inu. Erlendis starfa kauphallir með þeim hætti að þau hlutabréf, sem Fréttaljós Jón G. Hauksson komast þar inn, hafa ákveðna við- skiptavaka sem skuldbinda sig til að kaupa hlutabréf og selja hverju sinni ef framboð og eftirspurn eru lítil til aö halda markaðnum uppi. Þessi við- skiptavaki ræður hins vegar á hvaða gengi hann kaupir eða selur bréfm. Á svona markaði gæti maðurinn í okkar dæmi, sem keypti Flugleiða- bréf fyrir 200 þúsund krónur á síð- asta ári, komið og selt bréfin. Það væri tryggt. Hins vegar þyrfti hann að slá verulega af bréfunum til að losna við þau. Hann gæti hins vegar losnað við bréfm. Það er fyrir mestu. Hann tekur á sig verðlækkunina vegna þess að hann þarf nauðsynlega að losa peninga til að greiða afborgun sína. Svona væri kerfið ef það væri kauphöll Hér á landi eru fjögur verðbréfa- fyrirtæki sem selja mest af hlutabréf- um. Þau eru VÍB, Kaupþing, Fjárfest- ingarfélagið og Landsb'-éf. Þau eru ekki með nákvæmlega sama verð á hlutabréfum í sama fyrirtækinu. í raun eru því starfandi hér fjórir hlutabréfamarkaðir. Væri kauphöll vaeri hér einn hlutabréfamarkaður. í nýlegri skýrslu Enskilda-fyrir- tækisins um íslenska hlutabréfa- markaðinn sagði að eitt brýnasta verkefnið væri að Verðbréfaþing ís- lands stofnaði kauphöll þannig að viðskiptakerfiö yrði „miðlægt“, eins og það var orðað. Miölægt þýðir hér að á einum tölvuskjá sjást allar upp- lýsingar um markaðinn eins og hann er á hverri mínútu. í Englandi getur maður, sem er á ferð í litlum bæ norður í Skotlandi og fær þá góðu hugmynd að kaupa hlutabréf, gengiö inn til næsta verð- bréfamiölara og fengið upplýsingar um markaðinn, hvað hver er að selja. Hann horfir á tölvuskjá, sem er með sömu upplýsingum og maðurinn með pípuhattinn, sem er í miðju fjár- málahverfi London, sér á sínum tölvuskjá. Maðurinn í Skotlandi kaupir hlutabréf hjá því verðbréfa- fyrirtæki sem býður bréfm á lægsta verði. Viðskiptin eiga sér þegar stað. Tölvan á Kópaskeri og í Austurstræti Þetta kerfi hér á landi þýddi að maður, sem væri á ferð á Kópaskeri, gæti gengið inn í næsta banka og keypt hlutabréf með sömu upplýs- ingar og fjármálaspekingur á ferð í Austurstræti. Hann fengi á tölvu- skjánum gengi hlutabréfanna eins og þau væru á þeirri mínútunni hjá Fjárfestingarfélaginu, Kaupþingi, Landsbréfum og VÍB. Hann keypti síðan hjá því fyrirtæki þar sem við- komandi hlutabréf væru ódýrust. Hann fengi einnig hlutlausar upp- lýsingar. Þannig þyrfti hann ekki að óttast að bankinn, sem hann færi í, drægi taum eins verðbréfaíyrirtæk- is. En sparisjóðirnir og Búnaðar- bankinn eiga Kaupþing. íslands- banki á Verðbréfamarkað íslands- banka og Landsbankinn á Lands- bréf. Auk þess er íslandsbanki stór eignaraðili að Fíárfestingarfélaginu. Orðalagið fræga: „Hvort þörf sé á lækkun“ Einhverjar ótrúiegustu umræður, sem átt hafa sér stað að undanfomu, eru pælingar manna á hlutabréfa- markaðnum um það hvort lækka þurfi gengi hlutabréfa í einstökum fyrirtækjum eða ekki. Sumir segja þörf á lækkun á meðan aðrir segjast ekki sjá neinar hagrænar forsendur fyrir lækkun. Á meðan situr sparifjáreigandi, sem keypt hefur hlutabréf, gjörsam- lega ruglaður. Það er orðalagið „hvort þörf sé á lækkun" og þessi dýrlega setning „að lækkun núna geti skaðað markaðinn“ sem kemur upp um það hve íslenski hlutabréfa- markaðurinn lýtur sáralitlum mark- aðslögmálum. Raunar mættu mark- aðsöfl líka vera virkari varðandi verðbréfamarkaðinn en nýlegt dæmi er um gengislækkun hjá verðbréfa- sjóöi í ágúst sem stafaði meðal ann- ars af vaxtahækkun ríkisstjórnar- innar í vor, eða nær tveimur mánuð- um áður. Handaflskenningar hafa hingað til verið bornar upp á stjómmálamenn hér á landi. Frægt var í síðustu ríkis- stjóm þegar Steingrímur Hermanns- son, þáverandi forsætisráðherra, lenti upp á kant við bankana fyrir aö hækka vexti á sama tíma og spáð væri að verðbólgan væri á niðurleið. Hann sagði að þeir ættu aö bíöa með að hækka vexti vegna þess að þeir fæm hvort sem er niður síðar. Nú má hins vegar sjá á prenti skoð- anir forráðamanna stórfyrirtækja og starfsmanna verðbréfafyrirtækja, sem flest eru í eigu bankanna, um að ástæðulaust sé að lækka gengi bréfanna vegna þess að ekki sé þörf fyrir lækkun, þetta sé tímabundið ástand og bréfin hækki aftur. Svo mörg vora þau orð. Hlutabréfamarkaður, sem er virk- ur, lækkar gengi hlutabréfa strax ef framboð eykst og hækkar það um leið ef eftirspurn eykst. Svo einfalt er það. Ekkert handafl og hvað þá frá mönnum úr bisnesslífmu. Það má nefnilega ekki gleyma því að stjórn- málamenn telja sig oft vera fulltrúa ákveðins hóps og sá hópur kann að vera á móti til dæmis vaxtahækkun- um. Það útskýrir aftur afstöðu margra stjórnmálamanna til hand- afls við stjórnun efnahagsmála. Hins vegar er erfiðara að átta sig á vilja óháðra manna innan viðskiptalífsins við að beita handafli gegn markaðs- öflunum. Hæg viðbrögð gagnvart auknu framboði Flugleiða- bréfa Ástæðan fyrir því að gengi hluta- bréfa í Flugleiðum hefur lækkað að undanfómu er sú að inn til verð- bréfafyrirtækjanna byriuðu að koma menn fyrir nokkrum vikum sem vildu selja bréfin. Þau voru keypt. Áfram komu menn inn og bréfin voru keypt. Á þessu tíma komu hins vegar ekki menn sem vildu kaupa Flugleiðabréf. Áfram komu menn inn sem vildu selja Flugleiðabréf og þau voru keypt. En loksins áttuðu verðbréfafyrir- tækin sig. Þau voru komin með birgðir af Flugleiðabréfum. Það var meira framboð en eftirspurn. Birgða- staöa verðbréfafyrirtækjanna af Flugleiðabréfum er mjög mismun- andi, sum eiga miklar birgðir önnur htlar sem engar. En nú voru góð ráð dýr. Næstu viðbrögö verðbréfafyrir- tækjanna voru einfaldlega að taka Flugleiðabréfin aðeins í umboðssölu. Þá er kominn kvóti á kaup hluta- bréfa í olíufélögunum þremur þar sem framboð þeirra hefur verið að aukast að undanförnu, meira ber á að sparifjáreigendur vilji fremur selja þau en eiga. í hlutabréfaviðskiptum er það framtíðin sem gildir Spariijáreigendur, sem hafa fylgst með hlutabréfamarkaðinum að und- anfömu, hafa fengið þær skýringar á verðfalli hlutabréfa að almenn neysla hafi aukist í þjóðfélaginu og sparnaður minnkað. Og hinn litli spamaöur fari núna meira í kaup á ríkistryggðum pappírum sem bera 8 til 10 prósent vexti, eins og ríkis- skuldabréfum og húsbréfum, en í kaup á hlutabréfum. Vissulega hafa vaxtahækkanir þau áhrif að hlutabréf lækka í verði. Engu að síður er það athyglisvert að enginn verðbréfamaöurinn hefur bætt þeirri skýringu við að einhverj- ir þeirra sem hafa selt hlutabréf að undanförnu hafi einfaldlega ekki lit- ist á framtíð fyrirtækjanna - og þess vegna selt hlutabréfm. Þetta er athyghsvert vegna þess að við kaup á hlutabréfum, sem eru í eðh sínu langtímaeign, skiptir fram- tíðarvon, framtíðarhagnaður, mestu máli um virði hlutabréfanna. Á hlutabréfamarkaði með raunhæfum markaðslögum yrði aldrei skipuð fortíðarvandanefnd. Það er horft fram á veginn. Hlutabréf í fyrirtækj- um, sem eru með hátt gengi vegna þess að fyrirtækiö hefur gengið vel og grætt fúlgur, geta skyndilega fallið í verði vegna þess að framtíðarvon, framtíðartekjur þess, verður allt í einu engin. Samkvæmt hagfræðinni er nefnilega það eitt skilgreint sem eign að það skili tekjum í framtíð- inni. Hvers vegna lækkar verðið ekki niður í suðupunktinn? Það hlýtur að vera mjög verðmæt spurning hvers vegna ekkert Verð- bréfafyrirtækjanna hefur ekki próf- að að lækka gengi hlutabréfa í Flug- leiðum niður í suðupunktinn, verðið sem bæði seljendur og kaupendur hlutabréfanna sætta sig við. Mest er um vert fyrir spariíjáreigandann, sem á hlutabréf, að markaðurinn sé virkur og að hann geti losnað við bréfin strax þótt hann verði að slá af veröinu. I umfjölluninni aö undanförnu hef- ur mátt sjá tölu um að markaðsvirði ahra hlutabréfa í Flugleiðum hafi fallið um 561 milljón króna að und- anfómu. Svona dæmi er fyrst og fremst reikningskúnst en lýsir ástandinu hins vegar vel. Þetta er sams konar dæmi og þegar birtar eru tölur um að verð á hús- eignum hafi lækkað vegna þess að fasteignaverð hafi ekki haldið í við verðbólguna. Flestir eiga hús sín áfram þrátt fyrir þessar fréttir og búa í þeim. Þeir sem selja verða hins veg- ar fyrir tapi hafi þeir keypt húseign- irnar áöur á hærra verði. Þau verðbréfafyrirtæki, sem nú eiga birgðir af hlutabréfum í Flug- leiðum vegna þess að þau skynjuðu ekki markaðinn nógu vel og keyptu hlutabréf inn á háu verði þegar eftir- spumin var komin niður, munu tapa á því að selja þessi sömu bréf núna á lægra verði. Líklegast er því að þau setji birgðimar í skúffur og bíði eftir verðhækkun. Hins vegar ætti ekkert að vera til fyrirstöðu núna, við breyttar markaðsaðstæöur, að þau kaupi inn ný Flugleiðabréf á lægra gengi og selji þau aftur á þvi lága gengi. Markaðurinn héldist þar með virkur og eitthvað sem heitir um- boðssala væri ekki til með jafnþekkt hlutabréf eins og Flugleiðabréf. Beðið eftir kauphöll Haldist umboðssalan áfram með Flugleiðabréf og maðurinn í okkar dæmi, sem keypti hlutabréf fyrir 200 þúsund í fyrra, getur ekki selt þau á næstunni, ekki einu sinni með því að slá af verðinu, er líklegt að hann verði tregur til hlutabréfakaupa á næstunni. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR INNLÁN ÓVERDTR. (%) hæst Sparisjóðsbækurób. Sparireikningar 5,5-7 Lb 3jamán. uppsógn 5,5-9 Sp 6mán. uppsögn 6,5-10 Sp Tékkareiknipgar, alm. 1-3 Sp Sértékkareikningar ViSITÖLUB. REIKN. 5,5-7 Lb.lb 6mán.uppsögn 3-3.75 Sp 15-24 mán. 7-7,75 Sp Orlofsreikningar 5.5 Allir Gengisb. reikningar i SDR6.5-8 Lb Gengisb. reikningarí ECU8.5-9 Lb ÓBUNDNIR SERKJARAR Visitölub. kjör, óhreyföir. 3,25-4 Bb óverðtr. kjör, hreyfðir SÉRST. VERÐBÆTUR (innan tímabils) 12-13,5 Lb.Sp Visitölubundnirreikn. 6-10,8 Bb Gengisbundir reikningar 6-10.8 Bb BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Visitölubundin kjör 6,25-7 Bb óverðtr. kjör 15-16 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 4.5-5 Lb Sterlingspund 9-9,6 SP Vestur-þýskmörk 7.5 9,25 Lb Danskar krónur 7,5-8,1 Sp ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLÁN ÓVERDTR. (%) lægst Almennirvíxlar(forv) 20,5-21 Allirnema LB Viðskiptavixlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 21 22 Sp.lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningaríyfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 23.75-24 Bb Skuldabréf , 9,75 10.25 Bb AFURÐALÁN Isl. krónur 18.25 20.5 Lb SDR 9.5-9.75 Ib.Sp Bandarikjadalir 7.8-8.5 Sp Sterlingspund 12.8-13.5 Sp Vestur-þýsk mork 10,5 10,75 Bb Húsnæðislán 4.9 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27.0 MEÐALVEXTIR Alm. skuldabréf júlí 18.9 Verðtr. lán júli VÍSITÖLUR 9.8 Lánskjaravisitala sept. 3185 stig Lánskjaravísitala ágúst 3158 stig Byggingavisitala sept. 596 stig Byggingavísitala sept. 186.4 stig Framfærsluvisitala sept 158.1 stig Húsaleiguvísitala 2,6% hækkun 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,916 Einingabréf 2 3.165 Einingabréf 3 3.881 Skammtimabréf 1,973 Kjarabréf 5.543 Markbréf 2.971 Tekjubréf 2.136 Skyndibréf 1.727 Sjóðsbréf 1 2.831 Sjóðsbréf 2 1.920 Sjóðsbréf 3 1,959 Sjóðsbréf 4 1.718 Sjóðsbréf 5 1,173 Vaxtarbréf 1.9992 Valbréf 1.8740 Islandsbréf 1,234 Fjórðungsbréf 1,140 Þingbréf 1.232 Öndvegisbréf 1.215 Sýslubréf 1,251 Reiðubréf 1.201 Heimsbréf 1.085 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6.10 6,40 Ármannsfell hf 2.33 2.45 Eimskip 5.70 5,95 Flugleiðir 2,05 2,25 Hampiðjan 1.80 1.90 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 1,09 Hlutabréfasjóðurinn 1,64 1.72 Islandsbanki hf. 1.66 1.74 Eignfél. Alþýðub. 1.68 1.76 Eignfél. Iðnaðarb. 2,45 2,55 Eignfél. Verslb. 1.75 1.83 Grandi hf 2.75 2.85 Olíufélagið hf. 5,10 5,40 Olis 2,05 2.15 Skeljungur hf. 5,65 5,95 Skagstrendingur hf. 4.80 5,05 Sæplast 7,33 7.65 Tollvörugeymslan hf. 1.01 1,06 Útgerðarfélag Ak. 4,70 4.90 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Almenni hlutabréfasj. 1.12 1.17 Auðlindarbréf 1.03 1.08 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Síldarvinnslan, Neskaup. 3.23 3,40 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, lb= Islandsbanki Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Sölugengi Flugleiðabréfa 2,75 2,65 2,55 2,45 2,35 2,25 Asinn er rofinn við 2,20 Nóv. '90 Jan '91 Mars '91 Apríl '91 Júní '91 Júlí '91 Sept. '91 Skráð sölugengi Flugleiðabréfa hefur lækkað að undanförnu. Hins vegar vilja verðbréfafyrirtækin ekki skrá kaupgengi og taka Flugleiðabréf ein- göngu í umboðssölu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.