Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991. LífsstOl Meðal þess sem kannað er á neytendasiðu DV er verð á hvitu greipi og rauðum eplum. DV-mynd Hanna DV kannar grænmetismarkaöinn: Hækkun meðalverðs flestra tegunda - græn vínber lækka í veröi Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verö á grænmeti í eftirtöldum verslunum: Bónusi í Kópavogi, Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, Hag- kaupi í Kringlunni, Kjötstöðinni í Glæsibæ og Miklagaröi við Sund. Bónusbúðinar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til þess að fá samanburö þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verð. Fjarðarkaup hefur undanfar- inn mánuð verið með sértilboð á nokkrum tegundum grænmetis sem gildir einungis á fimmtudögum. Það á við um tómata, kínakál, gúrkur og græn vínber í þessari könnun. Meðalverð á tómötum fer örlítið upp á við í þessari könnun ef miðað er við síðustu könnun. Meðalverðið hækkar um 6 af hundraði og er 214 krónur. Þeir voru ódýrastir í Fjarð- arkaupi, á 85, en síðan koma Bónus, 87, og í hnapp Kjötstöðin, 298, Hag- kaup og Mikligarður, 299. Munur á hæsta og lægsta verði á tómötum er 252%. Meðalverð á gúrkum tekur kipp upp á við um 19% og er nú 150. Gúrk- ur voru á lægsta veröinu í Bónusi, 35, en á eftir fylgja Fjarðarkaup, 45, Mikligarður, 195, Kjötstöðin, 198, og Hagkaup, 279. Munur á hæsta og lægsta verði er mikill eða 697%. Neytendur Meðalverð sveppa fer einnig hækk- andi en hækkunin nemur 21%. Meö- alverðið er nú 463 en lægsta verðið var að finna í Bónusi þar sem kílóið var á 174. í röð á eftir koma Kjötstöð- in, 516, Mikligarður og Hagkaup, 539, og Fjaröarkaup, 545. Munur á hæsta og lægsta verði á sveppum er 213%. Meðalverð grænna vínberja lækk- ar um 10 af hundraði og er nú 212 krónur. Græn vínber voru á hag- stæðasta verðinu í Bónusi, 44, en síð- an koma Fjarðarkaup, 55, Hagkaup, 239, Mikligaröur, 325, og Kjötstöðin, 396. Munur á hæsta og lægsta verði er 800% en þessi háa tala stafar af verðsamkeppni Bónuss og Fjarðar- kaups. í þessari viku var gerð verðkönnun á rauðri papriku en ekki er til saman- burðarverð. Meðalverö hennar reyndist vera 491 króna. Lægst var verðið í Bónusi, 369, Hagkaup kom næst með 494, Mikligarður 495, Fjarðarkaup 499 og Kjötstöðin 599. Munur á hæsta og lægsta verði á rauðri papriku er 62%. Verðstríð hefur verið i gangi und- anfarnar vikur á kartöflum en nú hregöur svo við að Bónus er eina verslunin með mjög lágt verð. Vegna þess hækkar meðalverðið um 40% milli vikna og er nú 73 krónur. Lægsta verðið er í Bónusi, 4,50 fyrir kílóið, en á eftir fylgja Kjötstöðin, 75.50, Fjarðarkaup, 93,50, og Hagkaup og Mikligarður eru með sama verð, 94.50. Munur á hæsta og lægsta verði er ómarktækur eða 2.000%. Neytendasíða DV kannaöi að þessu sinni meðalverð á hvítu greipi og rauðum eplum. Meðalverð á rauöum eplum er 162 krónur kílóið. Þau voru á lægsta verðinu í Bónusi, á 139, en á eftir komu Fjaröarkaup, 148, Hag- kaup, 158, Mikligarður, 169, og Kjöt- stöðin, 198. Munur á hæsta og lægsta verði á rauðum eplum er 42%. Meðalverð á hvítum greipávexti er 138 en lægsta verðið var að finna í Bónusi, 107. í röð á eftir koma Mikli- garður, 116, Hagkaup, 119, Fjarðar- kapp, 134, og Kjötstöðin, 214. Munur á hæsta og lægsta veröi 'er 100%. í könnuninni á kínakáli, sem er nú gerö aöra vikuna í röð, kemur í ljós að meðalverðið hækkar um 4 af hundraði milli vikna, úr 90 í 94 krón- ur. Kínakálið var á hagstæðasta verðinu í Fjarðarkaupi, 75, en siöan koma Bónus, 82, Hagkaup, 84, Mikli- garöur, 99, og Kjötstöðin, 132. Munur á hæsta og lægsta verði á kínakáli er 76 af hundraði. -ÍS Sértilboð og afsláttur: Grillsósur og spaghettisósur í Bónusverslunum eru 2 kg af Falke hveiti á tilboösverðinu 59 krónur, 1 lítri af dönskum epla- eða appelsínusafa á 75 krónur, eldhús- rúllur frá Ducel, 4 saman, á 158 kón- ur og Tapir WC rúllur, 16 rúllur í pakka, á 319 krónur. Á tilboðstorginu í Fjarðarkaupi var hægt að gera góö kaup í tannburstum frá Aqua Fresh, þeir voru á 134 krón- ur, eða tannkremi frá sama framleið- anda og kostar það 188, hver 100 ml staukur. Sömuleiðis er örbylgjupopp frá Golden Valley, 3 pk. saman, á 123, Krakus jarðarberja-, hindberja- eða rifsberjasulta, 454 g, á 49. Kók- og Pepsidrykkina vinsælu var hægt að fá á 158 kr 2 1. í Hagkaupi í Krínglunni var 1 'A 1 af RC Cola seldur á 109 krónur, Dep sjampó og hárnæring, 2x562 ml, á 359, Hunt’s grillsósur, 7 tegundir, voru á 147 krónur hver 500 g flaska og Paul Newman spaghettisósa með sveppum, 907 g, á 165. Kjötstöðin í Glæsibæ er ein af fyrstu verslunum sem selur slátur í haust en 5 slátur í kassa kosta 2869. Svínahnakki meö beini er á sértil- boði, 790 krónur hvert kg, london lamb á 789 krónur kílóið og verslun- in var að taka upp margar tegundir af Polly kartöflusnakki sem er á til- boðsverði og auk þess 30% fituminna en venjulegar flögur. Mikligarður við Sund er með þriggja korna Myllubrauðin á sértil- boðsverði, 98 krónur stykkið, korn- flögur frá Deeside, 500 g, á 149, Branderup danska grauta í fernum á 159 og kókómjólkina vinsælu handa skólabörnunum, 18 fernur, 'A 1 hver, á 698. -is 110 90 50 Kartöflur FMAMJJAS +40% Bónus 94,50 4^50 Gúrkur FMAMJJAS ^-cJfiöEÍbrn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.