Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Page 11
FOSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991. 11 Útlönd Díana hef ur ekkert vit á peningum Spencer jarl, faðir Díönu Breta- prinsessu, segir að hún komi afar sjaldan í heimsókn á æskuheimih sitt. Þess utan hafi hún hverfandi lít- ið vit á peningum. Svo hörð orð hafa ekki gengið milli þeirra feðgina um árabil en síðustu daga hafa deilur blossað upp milli þeirra vegna þess að jarlinn ætlar að selja nokkra af dýrgripum ættarinnar til að afla sér lausafjár. Bresk blöð hafa sagt ítarlega frá deilum í fjölskyldu prinsessunnar. Þar hefur m.a. komið fram að Díana og systkini hennar eru mjög ósátt við söluna á ættargripunum og kenna stjúpu sinni, síöari konu jarlsins, um eyðslusemi. Því verði fjölskyldan nú að sjá á bak gripum sem sumir hafa fylgt ættinni mann fram af manni um aldir. Nú hefur Spencer jarl svarað fyrir sig fullum hálsi. Hann segir að Díana ætti ekki að hafa mörg orð um heim- ilishald i Althorp House þar sem hún ólst upp því hún komi aldrei á æsku- heimili sitt. Þá segir hann að hann hafi fá ráð að sækja til Díönu um fjár- mál sín því hún hafi ekkert vit' á peningum. Komið hefur fram að Raine, síöari kona jarlsins, en hún er dóttir skáld- konunnar Barböru Cartland, ætli að endurskipulegga allt innanhúss í Althorp House. Þetta hefur farið fyr- ir brjóstið á Díönu. Hún hefur talað við stjúpmóður sína í síma um mál- ið. Enginn veit hvað þeim hefur farið á milli annað en víst er að Díana er á móti öllum ráðagerðum Raine. Spencer jarl segir að hann hafi á undanfórnum árum látið mikið fé af hendi rakna til Díönu. Þessa peninga hefur hún látið ganga til sona sinna, Vilhjálms og Hinriks. í blaðaviðtölum hefur Spencer sagt að Díana hafi aldrei metið að verð- leikum það sem hann hafi gert fyrir hana. „Börn eru oft vanþakklát," er haft eftir jarlinum. „Þau þakka ekki einu sinni fyrir vasapeningana sem þau fá. Diana hefur aldrei haft vit á peningum." Reuter Díana Bretaprinsessa hefur iátið gjafir föður síns ganga til sona sinna. Hérfylgir hún Vilhjálmi i skól- ann. Símamynd Reuter Masur gerir mikla lukku Þýski hljómsveitarstjórinn Kurt Masur vakti gífurlega hrifningu við- staddra þegar hann þreytti frumraun sína sem aðalstjórnandi Fílharmón- íuhljómsveitar New York á miðviku- dag. Áheyrendur risu á fætur í tón- leikalok og klöppuðu stanslaust í tiu mínútur áður en þeir slepptu meist- aranum. „Ég bjóst ekki við svona hlýjum viðtökum," sagði Masur í viðtali eftir tónleikana. „Eg vona að ég hafi átt þetta skilið." Tónleikunum var sjón- varpað um gjörvöll Bandaríkin. Masur tekur við hljómsveitinni af Zubin Metha sem var mjög umdeild- ur og samdi oft á tíðum illa við tón- Ustarmennina. Stjórnendur hljóm- sveitarinnar sögðu að þeir hefðu val- ið Masur sem var í tuttugu ár hjá Gewandhaushljómsveitinni í Leipzig vegna þess hve hann væri rólegur ogþægileguríumgengni. Reuter DUNDURUTSALA - FRABÆRT VERÐ Aspen 599 krumpug. Fjólubl., S-M-L-XL. Verð kr. 3.280,- Keflavík krumug. Madonna krumpug. Sinnepsg/fjólubl. S-M-L-XL. Grátt/grænt. Fjólubl/sinnepsg. S-M-L-XL. S-M-L-XL. Verð kr. 3.280,- Verð kr. 2.880,- Anna Gult/hvítt/bleikt. S-M-L-XL. Verð kr. 2.880,- Pony Gult. M-L-XL-XXL. Verð kr. 2.660,- of Iceland VERSLUN SKIPHOLTI 37 SÍMAR 31515 Linda Helsingborg Joggingefni. Bleikt. S-M-L-XL. M-L-XL. Verð kr. 1.960,- Verð kr. 2,660,- Mexico Lilla/grænt. S-M-L-XL, Verð kr. 2.880,- Super M-L. Verð kr. 3.280,- ATH.: EINNIG BARNAGALLAR OPIÐ VIRKA DAGA 10-18, LAUGARDAGA 10-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.