Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Page 12
12 FÖSTUÐAGUR 13. SEPTEMHEK 1991, Spumingin Ertþú búinn aðtaka fram vetrarfötin? Friða Ólöf Gunnarsdóttir af- greiðsludama: Já, ég er búin að kaupa nokkuð af vetrarflíkum. Esther Jónsdóttir, starfsstúlka hjá Tryggingastofnun: Já, en ég er þó ekki búin að kaupa mér nein föt. Svava Gunnarsdóttir húsmóðir: Nei, sumarið er ekki búið enn. Ágústa Daníelsdóttir, ljósmyndari og blaðamaður: Ég er í þeim vetrarföt- um sem ég nota í París því að ég bý þar. Þórdís Filipsdóttir nemi: Já, ég keypti mér buxur, húfu og vettlinga fyrir veturinn. Valgerður Arnardóttir nemi: Já, en aðeins búinn að kaupa einar buxur fyrir veturinn. Lesendur r>v Framtíð Islands og sameinuð Evrópa: Eigum við eða eigum við ekki? Evrópa með eða án íslands? - Öllum spurningum ósvarað. Gunnar Guðmundsson skrifar: Nú líður senn að því að upp verði teknar á ný viðræður með þátttöku okkar íslendinga um sameiginlegt efnahagssvæði Evrópu. Yfirlýsingar stjórnmálaflokka hér um að ekki verði sótt um aðild að svo stöddu eru afar lítils virði og segja nánast ekk- ert um það hvernig að þessum mál- um veröi staðið síðar. Og tíminn flýg- ur hraðar en menn átta sig á. Það er heldur engin fullmótuð stefna íslendinga sem segir eitt eða annað varðandi þau mál sem nú ber hæst í Evrópu. Sameiningu hennar og framtíð. Eigum við eða eigum við ekki að standa utan við allar viðræð- ur? Eigum við eða eigum við ekki að láta okkur skipta hvað verður um Evrópuríkin? Eigum við eða eigum við ekki að blanda okkur í mál þjóð- anna sem nú eru hvað verst sett eft- ir áratuga kúgun kommúnismans? Það er ekki að sjá að við íslendingar Sem þjóð höfum neinar áhyggjur yf- irleitt af því sem er að gerast í kring- um okkur. Viö erum hæstánægð ef við finnum fiskinum okkar farveg á dreifða markaði, tvist og bast um heimsbyggðina. Þá er öllu borgið og viö getum haldið áfram að flytja inn óþarfa bíla, óþarfa skip og óþarfa landbúnaðartæki. Er það svona ástand sem við ætlum að sætta okkur viö? Er einhver fram- tíð í þessu? Þurfum við ekki að glíma við spurningar eins og þær sem varða samstjórn Evrópuríkja í tolla- málum, í iðnaði og í landbúnaðar- Sirrý skrifar: Hún er orðin margvísleg sú þjón- usta sem borgin veitir öldruðum og öryrkjum. Borgin á miklar þakkir skildar fyrir. Þó langar mig til að minnast á eina tegund þjónustu sem mér fmnst fólk í mörgum tilfellum vera farið að misnota. Þar á ég við garðyrkjustörf, sem aldraðir fá unn- in, ódýra og mjög góða þjónustu, þar sem garðarnir eru teknir í gegh, slegnir og beðin snyrt og skorin fyrir aðeins 3000 krónur! Þetta finnst mér sanngjarnt verð og þjónusta fyrir eldra fólk sem oft Knattspyrnuáhugamaður skrifar Blöð úti á landi standa sig oft vel þegar frásagnir af ensku knattspyrn- unni eru annars vegar. Má með sanni segja að umfjöllun margra þeirra skjóti ýmsum stærri fjölmiðlum ref málum, á vinnumarkaði og fjár- magnsmarkaði (bankastarfsemi) og öllum atvinnurekstri í það heila tek- ið? Einnig í varnarmálum og utan- ríkismálum. Hver verður Evrópa framtíðarinnar? Með eða án íslend- inga? Þessum spurningum er ósvar- að. Og það sem verra er; viö höfum engin markmið sett okkur gagnvart EES önnur en þau að krefjast frelsis á fiskmörkuðum Evrópu. Hvort ísland ætlar að halda sig ut- an Evrópu í framtíðinni skiptir og tíðum skilar af sér frábærum görðum sem það hefur ræktað af kostgæfni í fjölda ára meðan það var og hét. Nú má segja að það sé fjöldinn all- ur, bæöi ungt fólk og annað á besta aldri, sem nýtur forréttinda að búa i húsum með þessu eldra fólki og fær því þessa hjálp fyrir lítið eða ekki neitt. Segjum t.d. í þríbýlishúsi á 1000 kr. á íbúð. En það sem verst er að í mörgum tilvikum skákar þetta fólk í því skjóli að þetta verði gert og hirö- ir því ekkert um að snerta við neinu í garðinum. Það er áreiðanlega öllum fyrir rass. Eftir leiki helgarinnar í Englandi fjalla flestir fjölmiðlar um þessa viðburði. Mér finnst hins vegar frásagnir norðanblaðanna ekki síðri en annarra fjölmiöla. Það er gott til þess aö vita að á landsbyggðinni miklu máli fyrir fólk, sérstaklega þá sem yngri eru. Sú þróun sem hér er nú haftn með samdrátt í framleiðslu og atvinnulífi en áframhaldandi kröfur um sömu lífsgæði og áður er ógnvekjandi. Fasta stefnu verður að móta um það hvorum megin við ætl- um að standa, Evrópumegin eða Ameríkumegin. Um annað er ekki að ræða. Báðir kostirnir hafa óvissu- þætti en afstöðuleysi leiðir til hör- munga og einangrunar, hnignandi mannlífs á íslandi. hollt að rækta garðinn sinn og mér finnst í hæsta máta ósanngjarnt að borgin sjái um hiröu á lóðum fyrir fullfrískt fólk. Ég vil því skora á það fólk sem nýtur þessara fríðinda að koma til móts við þessa hjálp og láta hendur standa fram úr ermum. Það er alls ekki fullnægjandi að garður sé sleg- inn tvisvar eða þrisvar yfir sumarið. Ég tala nú ekki um ef um þlómabeö er að ræða. Þau falla fljótt í órækt ef þeim er ekki sinnt. stendur umfjöllun um íþróttir ekki að baki þvi sem gerist t.d. á höfuð- borgarsvæðinu eða annars staöar á landinu. Sum blöðin taka heila síðu undir þennan málaflokk, og þar er öllum leikjum 1. deildar gerð ágæt skil. Ekki er bara um að ræöa þurrar upptalningar um markaskorara og áhorfendafjölda eins og alltof oft ein- kennir fréttir annarra, heldur er far- in sú leið að reyna að skýra frá gangi mála í einstökum leikjum og tekst það oftar en ekki með miklum ágæt- um. Ekki spillir heldur fyrir að frétt- ir um nokkra leiki í 2. deildinni fylgja, en með því eru norðanblöðin sum hver talsvert framar en margir aðrir fjölmiðlar hér á landi í umfjöll- un á þessum málaflokki. En sá les- endahópur sem áhuga hefur á þess- um fréttum er orðinn stór. Þrátt fyrir að knattspyrna í öðrum löndum eigi auknum vinsældum aö fagna hérlendis fer ekkert á milli mála að það er enska knattspyrnan sem er langvinsælust og því ber að gera henni skil í samræmi við það. Blöðin á landsbyggðinni virðast gera sér grein fyrir þessu og er það vel. Vonandi verður haldið áfram á sömu braut. Utflutingurá gámafiski Sjómaður skrifar: Mér finnst það sorglegt að ýms- ir aöilar geti stundað útflutning á gámafiski til Hull eða Grimsby og á sama tíma er verið að segja upp hundruðum manna og kvenna á Suöumesjum og loka frystihúsunum vegna hráefnis- skorts. Þetta finnst mér hrikalegt ástand. - Ég spyr; hvernig má það vera að leyft er aö flytja óunninn fisk, vinnuna úr landi og skapa atvinnuleysi á íslandi? Hver er svo vitlaus að leyfa slíkt? Ég krefst þess að þessi útflutn- ingur verði stöðvaður og skipað svo fyrir að allur fiskur veiddur hér við land sé unninn á íslandi. Þetta skapar aukin verðmæti fyr- ir þjóðarbúið og aukna vinnu hjá fiskverkafólki. Ég skora á sjávar- útvegsráðherra að láta banna nú þegar allan útflutning á gáma- fiski. Geri hann það þá er hann meiri maður fyrir vikið. liúerþað Kamtsjatka! Hallgrímur skrifar: Nú er íslensk sendinefnd sögð á leiðinni austur til Kyrrahafs- skagans Kamtsjatka til að ræða við þarlenda um fjárfestingar í orku og hugviti okkar. í nefnd- inni verða margir sendimenn, þ.á m. fyrrverandi forsætisráöherra, sem fer með fullu samþykki nú- verandi forsætisráðherra þar sem þeir voru báðir boðaðir til skrafs og ráðagerða. Þessa hugmynd gripum við eft- ir að sendinefnd frá Kamtsjatka var hér á ferð til að kynna sér eitt og annaö, sem þeim gæti komið að gagni. Þarna eru sögð gífurlega auðug fiskimið, og nú á víst að rannsaka samstarfsmögu- leika á þeim sviðum. - Ég hélt nú að við heföum fengið okkur fullsadda í bili af fjarlægum fiskimiðum viö Alaska. En viö erum aUtaf að hugsa um „eggin og körfuna". Hverþekkir Ijódid? Hulda Guðmundsdóttir skrifar: Ég skrifa til að leita eftir upp- lýsingum frá þeim sem til þekkja. Þannig er að mig langar til að fá til endurritunar kvæði sem ég kann ekki en læt fylgja hér meö eitt erindið ef það kynni að koma einhverjum á sporið. Hann Hjálmar í blómskreyttrí brekkunni stóð því brottfarar nálgaðist tíð. Hann ætlaði að fara á feðranna slóö. mót fjandmannahernum i stríð. Þetta var einhvern tíma þýtt úr norsku, og hefur birst á prenti hér, að því mér er tjáð. - Er ekki einhver glöggur maður eða kona, sem kann öll erindin 12? - Ef svo er, þá vinsamiega hafið samband við Huldu Guðmundsdóttur í síma 91-79590 eða 685980. Misjaffnar móttökurí skólunum Faðir skrifar: Ég hélt nú satt að segja að það væri liðin tíð aö nýneraendur í tjölbrautaskólunum fengju mót- tökur á borð viö vatnsídýfingar, klístur á andlit og fatnað og ann- aö sem er niðurlægjandi fyrir nemendur að sýna af sér. - Þetta var farið að ganga út í öfgar. Frá sumum skólunum hefur maður séð að nýnemendum er fágnað með blómum og kaffiveit- ingum. Annars staðar eimir enn eftir af þessari ónáttúru, td. í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti þar sem nemendur voru klístrað- íð í framan meö skyri og vatni. - En þeir eru kannski eitthvað á eftir í siðvæðingunni þar efra. „Enska knattspyrnan er langvinsælust." Misnotuð lóðaþjónusta borgarinnar Góð umfjöllun um ensku knattspyrnuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.