Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Qupperneq 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RViK.SiMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Skólagjöldin úr sögunni Þau tíðindi hafa gerst að margumrædd skólagjöld virðast ekki hafa meirihlutafylgi á Alþingi. Ríkisstjórn- in hefur lagt til að þessi gjöld verði heimiluð sem tekjur fyrir rekstur skólanna og átti að afla tvö hundruð og fimmtíu milljón króna með þeirri innheimtu. Nú hefur Össur Skarphéðinsson, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, tilkynnt að fjórir úr þingliði flokksins muni greiða atkvæði gegn slíkri tillögu komi hún fram við fjárlagaafgreiðsluna. Gengið er út frá því að stjórnarandstaðan sé andvíg skólagjöldunum og þá er ekki lengur meirihluti fyrir þessari tekjuöflun. Þetta eru góð tíðindi og farsæl niðurstaða í umdeildu máli. Össur hefur tekið fram að hér sé það ekki krónu- talan sem ráði afstöðu hans og þeirra sem lýst hafa andstöðu sinni, heldur það grundvallaratriði að gjald- taka fyrir skólagöngu, umfram það sem nú er gert, eigi ekki rétt á sér. Menntamálaráðherra hefur lýst yfir því að ef þetta reynist rétt sé málið úr sögunni. Hann muni ekki gera tillögu um skólagjöld ef ekki er meirihluti fyrir þeim innan þingsins. Athyglisvert er í þessu sambandi að ráðherrann lét þess getið að hugmyndin um skólagjöld- in sé frá Alþýðuflokknum komin. Þar með hefur Ólafur G. Einarsson staðfest að Sjálfstæðisflokknum sé ekki og hafi ekki verið neitt kappsmál að innleiða skólagjöld. Það er ánægjulegt til þess að vita, enda á stærsti flokk- ur þjóðarinnar að vera í það náinni snertingu við þjóðar- sálina að hann viti að grundvallarmannréttindin eru ekki féþúfa. Það er heldur ekki hundrað í hættunni þótt ríkissjóð- ur nái ekki þeirri upphæð sem skólagjöld áttu að færa honum. Það eru margar aðrar matarholur í rekstri hins opinbera sem liggja betur við höggi. Það er til að mynda mun geðfelldara að heyra að fjármálaráðherra ætlar að leggja til atlögu við ferða- og risnukostnað hjá hinu opinbera. Samkvæmt upplýsingum fj ármálaráðuneytisins nam kostnaður við ferðir, dagpeninga og risnu samtals sjö hundruð og fimmtíu milljónum króna á síðasta ári. Búist er við að samsvarandi tala nái einum milljarði á yfirstandandi ári. Ef það tekst að skera þessi útgjöld niður, þó ekki væri nema um fjórðung, eru þar komnar krónurnar sem stefnt var að með skólagjöldunum. Sú venja hefur tíðkast hjá ríkinu að þegar ráðherrar ferðast fá þeir greidda dagpeninga, án þess þó að þurfa að greiða hótelin sjálfir. Ríkissjóður er með öðrum orð- um látinn greiða ráðherrunum peninga til að greiða fyrir sig ferðakostnaðinn en síðan er ferðakostnaðurinn greiddur aftur þegar reikningarnir berast! Einhvern tímann datt það út úr Steingrími Hermannssyni að þetta væri ferðahvetjandi fyrirkomulag! Það eru orð að sönnu. Þegar ríkisstjórn hvetur þjóðina til að herða sultar- ólina er skynsamlegt að ganga á undan með góðu for- dæmi. Byrja á því að herða sína eigin sultaról. Það fell- ur í kramið og almenningur sættir sig fyrir vikið betur við þjónustugjöld og aðrar aðhaldsaðgerðir þegar ráð- herrarnir sjálfir eru ekki undanskildir. Allir skilja nauðsyn niðurskurðar hjá ríkinu. Flestir styðja jafnvel þær aðgerðir. Umsvif ríkisins mega að þarflausu minnka. En það verður að skera niður með þeim hætti að þjóðin geti orðið samstiga og sammála, ekki síst þegar rétta skal fjárhag ríkisins við með nýjum gjöldum og álögum. Skólagjöld eru ekki til þess fallin að fá almenningsálitið í lið með sér. Ellert B. Schram I'’ÖSTUpA(j'ipR 13. SEPTEMBER 1991. „Endalok þess tímaskeiós sem hófst 1914 eru nú i sjónmáli...“ Enginn veit hvað átt hef- ur f yrr en misst hef ur Hugmyndafræði kommúnism- ans hefur mótað 20. öldina meira en nokkurt annað pólitískt eða guð- fræöilegt afl, hún hefur skipt mönnum í tvo hópa, fylgismenn og andstæðinga. Það hafa verið tveir pólar í allri pólitík, austur- og vest- urpóll, og öll pólitísk umræða hefur snúist um það hvar einstakir hópar stóðu miðað við þessa póla. Málefnaleg umræða hefur víða horfið í skuggann svo áratugum skipti, allt miðaðist við þessar and- stæður, svart og hvítt, gott og illt. Hin djúpstæðu milliríkjavandamáL heimsins, og þá einkum Evrópu, hafa verið bæld niður. Baráttan milli þessara tveggja póla hefur haft algeran forgang. Núna allt í einu er annar póllinn horfinn. Það er aðeins einn póll eftir í þessari togstreitu. Kommúnisminn er end- anlega dauður og með honum hug- myndafræði sósíalismans. Eftir stendur aö aðeins eins kon- ar þjóðskipulag er eftirsóknarvert, aðeins almannatryggingar og hug- myndir um þjóðfélagslega ábyrgð þeirra sem meira mega sín lifir eft- ir af því sem sósíalistar hafa barist fyrir. Það er markaðskerflð sem blífur og með því sigur vesturpóls- ins. Frelsi og lýðræði eru stór orö. Ætla mætti að nú félli allt í ljúfa löð, öfl hins illa fengju makleg málagjöld í ágústbyltingunni. Nú er ekkert að óttast, eða hvað? Fyrri heimsstyrjöldin En eins og áður sagði voru hin djúpstæðu vandamál bæld niður í þessari hugmyndafræðilegu bar- áttu góðs og ills. Þeir tímar sem við lifum á hófust í raun meö heims- styrjöldinni 1914. Árin þar á undan má kalla framhald af 19. öldinni. Það var hildarleikurinn 1914 sem mótað hefur allt sem gerst hefur í Evrópu, allt þar til nú. Það var fyrri heimsstyrjöldin sem geröi rússnesku byltinguna mögu- lega, það voru Versalasamningamir 1919 sem gerðu síðari heimsstyrj- öldina óhjákvæmilega, það var síð- ari heimsstyrjöldin sem gerði kommúnistum kleift að þröngva kerfi sínu upp á Austur-Evrópu og gerði Sovétríkin að risaveldi. Það var baráttan gegn útþenslu komm- únismans sem var ástæða vígbún- aðarins, kjarnorkukapphlaupsins og alls hins. Öll innri vandamál, þau hin sömu og hleyptu heimsstyrjöld- inni af stað 1914, hafa legið í frysti í Evrópu vegna kalda stríðsins. Ógnarjafnvægi risaveldanna drap allt annað í dróma. Núna er Evrópa að koma upp úr þessum djúpfrysti og þá kemur í ljós að eðli þeirra vandamála, sem hleyptu stríðinu 1914 af stað, er enn óbreytt, þau hafa varðveist öll þessi ár og eru nú að koma undan vetri. Fyrri heimsstyrjöldin hófst með KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður búa um 130 þjóðir og þjóðarbrot, aðeins þrjár af þeim, Rússar, Hvít- rússar og Úkraínumenn eru slav- neskar, hinar af öllum hugsanleg- um toga. Aðeins innan Rússlands eru 16 sjálfstjórnarríki og yfir 80 þjóðir. Öllu þessu hefur verið hald- ið saman með hervaldi, lögreglu og harðstjórn. Kalda stríðið hefur ver- ið réttlæting alls. Sannleikurinn er sá aö Sovétmenn hafa allt frá 1941, þegar Þjóðverjar gerðu innrás sína, verið enn hræddari við árásarstríö að vestan eri vesturveldin við árás að austan. Meðan heimurinn skiptist milli þessara tveggja póla var allt í fóst- um skorðum, allir vissu hvar þeir stóðu. Þótt kaldhæðnislegt sé hefur vígbúnaðarkapphlaupið og ógnar- „Þótt kaldhæðnislegt sé hefur vígbún- aðarkapphlaupið og ógnarjafnvægi risaveldanna tryggt lengsta friðarskeið sem um getur 1 Evrópu. Aldrei áður hefur verið friður í Evrópu allri sam- fellt í 46 ár.“ stríðsyfirlýsingu Austurríkis gegn Serbíu hinn 1. ágúst 1914. Átyllan var morðið á erkihertoga Austur- ríkismanna í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, sem Austurríki hafði inn- limað, en Serbía gerði tilkall til. Serbía var þá sjálfstætt konungs- ríki en Króatía hluti af ungverska hluta Austurríkis-Ungverjalands. Áður höfðu geisað stríð á Balkan- skaga í mörg ár, milli Búlgara og Grikkja, Rúmena, Makedóníu- manna, Tyrkja, Albana, Serba, Montenegromanna o.fl. Ólgan í þessum fyrrverandi nýlendum Tyrkjasoldáns var bæld niður þá, henni var haldið niðri milli heims- styrjaldanna, kalda stríðið hélt henni í frosti. Tito hélt Júgóslavíu saman, að heita má upp á sitt ein- dæmi. Núna halda þessi deilumál áfram eins og ekkert hafi í skorist, nærri 80 árum síðar. Balkanskagi er aðeins sýnishorn af Evrópu. Óll Evrópa, allt austur að Úralíjöllum er samsafn sundur- leitra þjóða. Milli margra þeirra ríkir ævafornt hatur og tortryggni og hvergi meira en á mörkum tveggja heima, landamærum hins fyrrum tyrkneska heimsveldis og þess austurríska, á mörkum Króa- tíu og Serbíu. - Endalok kalda stríðsins eru bein ástæða fyrir því að þetta forna hatur blossar nú upp á ný. Það sama gæti illu heilli gerst víðar. Sovétríkin Sovétríkin eru ekki lengur til. Þar jafnvægi risaveldanna tryggt lengsta friöarskeið sem um getur í Evrópu. Aldrei áður hefur verið friður í Evrópu allri í samfellt 46 ár. Nú er það ekki aðeins sovéska kerfið sem er í upplausn, það er öll sú skipan heimsmála sem leitt hef- ur af þessari tvískiptingu og með- fylgjandi stöðugleika. Ætla mætti að nú stefndi allt í átt til lýðræðis, mannréttinda, frelsis og velmegunar. En sagan gefur vísbendingu um annað. Það eru of mörg mál óleyst sem legið hafa í láginni undir þessu oki risa- veldanna. Frelsi má túlka á marga vegu, líka til þess að gefa hvers kyns niðurbældu hatri og fordóm- um lausan tauminn. Þetta er ein ástæðan fyrir straumi gyðinga frá Sovétríkjunum til ísraels, svo dæmi sé tekið. Annað dæmi er stríð Armena og Asera. Fyrirsjáanlegt er að ýmsir minni- hlutahópar í hinum nýfrjálsu fyrr- um sovésku lýðveldum verða fyrir ofsóknum. Hér eru ekki hug- myndakerfi hins frjálsa markaðar eða kommúnisma að verki heldur hugarfar sem lifað hefur af öll árin i frosti kalda stríðsins og kúgun lögregluríkisins. Endalok þess tímaskeiðs sem hófst 1914 eru nú í sjónmáli og síð- asti kaflinn í því skeiði var kalda stríðið. Tveggja póla kerfið hafði sína kosti, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Gunnar Eyþórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.