Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Síða 16
FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991. FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991. DV Iþróttir ísland leikur um 5. sætið á heimsmeistaramóti pilta: Munaði í raun bara sekúndum - sagði Gunnar Einarsson eftir jafntefli, 19-19, við Þjóðverja „Þaö er svekkjandi að missa af því að leika um verðlaunasæti á mótinu, því það munaði í raun bara sekúnd- um að það tækist. En ef maður lítur ískalt á árangurinn þá er hann við- unandi, við tryggðum okkur sæti í næstu heimsmeistarakeppni og er- um meðal sex bestu þjóða í heimi, sem allar geta unnið hver aðra,“ sagði Gunnar Einarsson, þjálfari ís- lenska 21 árs landsliðsins í hand- knattleik, í samtali við DV í gær- kvöldi. ísland og Þýskaland gerðu jafn- tefli, 19-19, í lokaumferð milliriðla heimsmeistaramótsins í Grikklandi í gær. ísland var 1-2 mörkum yfir mest allan tímann, 10-9 í hálfleik, en Þjóðverjar jöfnuðu, 18-18, og siðan aftur nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Sigurður Bjarnason skoraði mest, 6/2 mörk. Gunnar Andrésson gerði 3, Gústaf Bjarnason 3, Einar G. Sig- urðsson 3, Páll Þórólfsson 2, Dagur Sigurðsson 1 og Patrekur Jóhannes- son 1. Gunnar var mjög ánægður með •frammistöðu Dags, en annars hefðu allir skilað sínu í keppninni. Magnús Sigurðsson gat ekki leikið með íslenska liðinu í gær vegna meiðsla í öxl. Hallgrímur Jónasson stóð sig ágætlega í markinu og varði 14 skot. Eftir á kom í ljós að úrslitin hefðu engu breytt því Svíar tóku sig til og burstuðu Sovétmenn, 30-22, eftir 16-7 í hálfleik. Það verða því Svíar og Júgóslavar sem leika um gull- verðlaunin, Sovétmenn og Spánverj- ar um bronsið, og íslendingar mæta Rúmenum í kvöld í leik um 5. sætið. Næsta keppni að lík- indum hérálandi Alþjóða handknattleikssambandið gaf í gær sterklega í skyn að næsta keppni 21 árs liða yrði haldin á ís- landi árið 1993 en ísland og Ítalía bítast um að fá að halda hana. Geflð var út að ef ísland yrði meðal sex efstu í þessari keppni, myndi leikur- inn um 7. sætið skipta máli. „Þetta er hálfgerð viðurkenning á því að viö fáum keppnina og það myndi skipta miklu máli fyrir ís- lenskan handbolta. Það er ódýrt að halda svona keppni því þátttökuliðin bera allan sinn kostnað sjálf,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ís- lenska A-landsliðsins, sem er með 21 árs liðinu í Aþenu. -VS Sigurður Jónsson ekki 1 náðinni hjá Arsenal: Sagði Graham að fara i rass og róf u æfir með varaliðinu fyrir náð og miskunn. Stefnir á meginlandið eða Akranes Sigurður Sverisson, DV, Akranesi: Sigurður Jónsson, knattspyrnumað- ur hjá Arsenal, verður að láta sér nægja að æfa með varaliði félagsins þessa dag- ana eftir að upp úr sauð í viðskiptum hans og George Graham, framkvæmda- stjóra Arsenal, fyrir þremur vikum. Síðan þá hafa þeir ekki talast við. Sagði honum að fara í rass og rófu „Þolinmæði mína þraut einfaldlega og Siguróur Jónsson hyggst reyna fyrir sér á meginlandi Evrópu en ég krafði hann um skýringar. Hann gaf snúa heim til Akraness í vor ef það gengur ekki. engar. Eg sagði honum þá að fara í rass og rófu og gekk burtu,“ sagði Sigurður í samtali viö DV. Atvik þetta gerðist á föstudegi fyrir leik Everton og Arsenal fyrir þremur vikum. Sigurður hafði verið vaÚnn í 14 manna hóp fyrir leikinn. Á æfmgunni þennan dag meiddist einn úr hópnum þannig að Sigurður taldi öruggt að hann yrði að minnsta kosti annar tveggja varamanna liðsins. George Graham tók hins vegar inn nýjan mann þannig að Sigurður var út úr myndinni. Það var meira en hann lét bjóða sér. „Eg fæ nú að æfa með varaliðinu fyr- ir náð og miskunn en það er ljóst á öllu að ég er ekki inni í myndinni hjá Gra- ham, allra síst eftir þessa uppákomu," sagði Sigurður. Komast að hjá öðru liði eða snúa heimleiðis Hann sagði í samtali við DV að um tvennt væri að velja fyrir sig. Annaö- hvort að reyna að komast að hjá öðru liði eða þá að snúa heimleiðis á ný. „Mér finnst miklu nær að reyna að komast eitthvað þangað sem þörf er fyrir mig. Það er andlega niðurdrepandi að búa við þessar aðstæður," sagði Sigurð- Reyna fyrir sér á meginlandinu Sigurður sagðist vera búinn að fá sig fullsaddan af knattspyrnunni í Eng- landi. Hann kynni vel við land og þjóð en sagðist mundu frekar reyna fyrir sér á meginlandinu ef kostur væri á því. Ef það gengi ekki upp kæmi hann til Akraness í vor. Samningur hans við Arsenal rynni þá út og ljóst væri aö félagið gæti ekki krafist neins fyrir hann úr því að þaö hefði ekki nein not fyrir krafta hans. Hverjir verða Islandsmeistarar? Höröur Hilmarsson: „Lengst al hef ég hallast að sigri Framara á is- landsmótinu en nú er ég þeirrar skoðunar að Víkingur vinni. Ég held að Víkingar klúðri ekki öðru tækifæri og á ég þá við jafnteflis- leikinn gegn KA um siðustu helgi. Bæði Fram og Vfkingur vinna sina leiki á morgun en Víkingur hefur það gott forskot i markatölu að það nægir þeini til sigurs. Einar Páll Tómasson: „Fram verð- ur islandsmeistari. Ég skýri það þannig að Vikingur nær aðeins jafntefli gegn Víði í Garði og Fram- arar klára leikinn gegn Eyjamönn- um með sigri en |»etta verðúr æsispennandi. Hörður Magnússon: „Eg hef ekki trú á neinu öðru en að Víkingar hampi íslandsbikarnum á morgun. \Ég held að Vikingar vinni auðveld- an sigur á Víðlsmönnum enda eru þeir með hálfvængbrotið lið og hafa ekki að neinu að keppa. Þó svo að Fram vinni ÍBV vinnur liðið aldrei með það miktum mun að það tryggi því tililinn. Ormarr Örlygsson: „Vikingur er með pálmann i höndunum og tel ég mestar likur á að líðið standi uppi sem sigurvegari en ég vona samt að Framr vinni. Bæði liðin eiga erfiða leiki á morgun og ég er svo sem ekki búinn að sjá Vik- ing vinna i Garðinum og sömuleið- is Fram vinna ÍBV en þetta verður spennandi og ræðst iíklega á loka- mínútunum á morgun. Úrslitin í einvígi Fram og Víkings ráðast á morgun: Víkingar f ara í Garðinn með vænlega stöðu - Framarar þurfa að þremur mörkum stærri sigur ef bæði lið vinna Unglingalandsliðið: Naumttap í London England sigraði ísland, 2-1, á Sel- hurst Park, heimavelli Crystal Palace í London í gærkvöldi, en þjóð- irnar mættust þar í Evrópukeppni unglingalandsliða í knattspyrnu. Með sigrinum tryggðu Englendingar sér efsta sætið í riðlinum en þar leika auk þessara tveggja þjóða Belgar og Walesbúar. Markvörður enska hðsins var rek- inn af velli á 60. mínútu þegar hann handlék boltann utan vítateigs. En Englendingar skoruðu strax á eftir, og aftur á 84. mínútu. Óskar Þor- valdsson gerði mark íslands tveimur mínútum fyrir leikslok þegar hann komst inn í sendingu til markvarðar. „Það var svekkjandi að tapa því íslenska liðið óð í færum, sérstaklega Helgi Sigurðsson. Menn höfðu á orði hér aö krafturinn hefði sigrað tækn- ina, forráðamenn enska liðsins voru gapandi hissa á styrkleika okkar stráka, og við erum mjög stoltir af þeim,“ sagði Helgi Þorvaldsson, far- arstjóri íslenska liösins, í samtali við DV í gærkvöldi. -VS Á morgun fæst úr því skorið hvaða lið verður íslandsmeistari í knatt- spyrnu árið 1991 en þá fer fram 18. og síöasta umferð 1. deildar. Tvö liö berj- ast um sigurlaunin. Meistararnir frá því í fyrra, lið Fram, og Víkingur. Fall- baráttunni er hins vegar lokið og kemur þaö í hlut Víðis og Stjörnunnar að falla í 2. deild. Staða Víkinga mun vænlegri Víkingur og Fram eru með jafnmörg stig á toppnum en markatala Víkinga er hins vegar mun betri og munar tveimur mörkum á liðunum, auk þess sem Víkingar hafa skorað mun fleiri mörk. í síðustu umferðinni sem leikin verður klukkan 14 á morgun leikur Víkingur gegn Víði í Garðinum og Fram tekur á móti ÍBV. Því má segja að Vík- ingar standi vel að vígi og möguleikar þeirra á íslandsmeistaratitlinum eru mun meiri en Framara. Vinni Víkingar eins marks sigur í Garðinum, þurfa Framarar að sigra Eyjamenn með fjórum mörkum til að verja meistaratitilinn. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá á morg- un. Valur tekur á móti FH að Hlíðar- enda, Stjarnan og Breiðablik leika í Hvort verður það Pétur Ormslev, fyrirliði Fram, eða Atli Helgason, fyrirliði Vík- ings, sem hampar íslandsbikarnum á morgun? Garðabæ og á Akureyri leikur KA gegn KR. Þessir leikir skipta kannski ekki miklu máli en keppnin stendur um 4. sætið og því veröur örugglega hart bar- ist um sigur í þessum leikjum. Staðan fyrir lokaumferðina er þannig: KA................17 6 Stjarnan..........17 4 Víðir.............17 2 Víkingur... Fram...... KR........ ÍBV....... Valur..... UBK....... FH........ .....17 11 .....17 10 .....17 8 .....17 .....17 ......17 .....17 5 33-20 34 3 26-15 34 5 32-15 28 7 28-33 24 8 22-23 23 6 25-27 23 7 25-24 22 Guðmundur eða Hörður markakóngur í ár Þá er mikil barátta um markakóngstit- ilinn. Guðmundur Steinsson úr Víkingi hefur skoraö 13 mörk en fast á hæla hans er markakóngur síðustu tveggja íslandsmóta, Hörður Magnússon úr FH, með 12 mörk. Vestmannaeyingur- inn Leifur Geir Hafsteinsson hefur einnig skorað 12 mörk en hann tekur út leikbann í leiknum gegn Fram á morgun og því er ljóst að slagurinn um gullskóinn stendur á milli Guðmundar og Harðar. Markahæstu leikmenn fyrir lokaumferðina eru þessir: Guðmundur Steinsson, Víkingi....13 Hörður Magnússon, FH............12 Leifur Hafsteinsson, ÍBV........12 Jón E. Ragnarsson, Fram.........-9 SteindórElíson.UBK...............9 AtliEðvaldsson.KR................9 Fylgir Þór ÍAuppM.deild? Síðasta umferð 2. deildar verður einnig leikin á morgun. Þar liggur fyrir aö ÍA hefur unnið deildina og leikur í 1. deild að ári og Haukar og Tindastóll verða að sætta sig við fall í 3. deild. Baráttan stendur hins vegar um 2. sætið og þar standa Þórsarar best að vígi. Norðan- menn hafa þriggja stiga forskot á Grind- víkinga og hafa auk þess hagstæðari markamun sem nemur sex mörkum. Á morgun leikur Þór gegn Fylki í Árbæ en Grindavík tekur á móti ÍR. ÍA fær Selfoss í heimsókn á Skagann, Haukar og Þróttur leika í Hafnarfirði og í Kefla- vík taka heimamenn á móti Tindastóli. -GH KR-ingar meistarar í 3. flokki KR-ingar urðu íslandsmeistarar í knattspyrnu 3. flokks þegar þeir sigr- uðu Val, 2-0, á Valbjarnarvelli sl. miðvikudag. Það þurfti tvo leiki hjá þessum liðum til að útkljá meistara en fyrri leikurinn endaði 1-1 eftir framlengingu. Valsmenn byrjuöu betur, en bæöi var lukkan ekki þeim hliðholl og svo varði markvörður KR-inga, Atli Knútsson, mjög vel. Vesturbæjarlið- ið kom smátt og smátt meir inn í leik- inn og KR-mark, eins og lá í loftinu. Fyrri hálfleikur varð nú samt sem áður markalaus. Strax í upphafi síðari hálfleiks náöi Nökkvi Gunnarsson forystu fyrir KR, fékk sendingu inn fyrir og spyrnti í bláhornið. Stuttu seinna kom annað mark KR-inga, Ásmund- ur Haraldsson hljóp Valsvörnina af sér og renndi boltanum framhjá Benedikt Ófeigssyni í marki Vals. Þarna var Valsvörnin víðs íjarri, en þeir urðu að sækja strákarnir og bitnaði það að sjálfsögðu á vörninni. Þetta er í 3. árið í röö sem KR verö- ur íslandsmeistari í 3. flokki karla. Haraldur Haraldsson hefur þjálfað flokkinn öll árin. -Hson KR veitti SPI harða keppni - en austurríska liðið sigraði að lokum, 74r-65, og samtals með 11 stigum KR-ingar féllu i gærkvöldi út úr Evr- ópukeppni bikarhafa í körfuknattleik þegar þeir töpuðu öðru sinni fyrir SPI Wien i Austurríki, 74-65. SPI vann fyrri leikinn á þriðjudagskvöldið, 89-87, og vann því samtals með 11 stiga mun, Það er raun betri árangur en búist var við af KR-ingum. SPI náði góðri forystu í fyrri hálfleik og leiddi með 15 stigum í hléi, 45-30. í síöari hálfleik söxuöu KR-ingar smám saman á forskotiö og þegar tvær mínút- ur voru eftir gat allt gerst, munurinn kominn niður í fjögur stig og sæti í 2. umferð orðinn möguleiki fyrir KR. En tvö dauðafæri fóru þá forgöröum og SPI jók forskotið í níu stig áður en yfir lauk. Stig KR: Hermann Hauksson 18, John Bear 15, Guðni Guðnason 10, Axel Nikulásson 9, Páll Kolbeinsson 8, Lárus Árnason 5. Hjá SPI voru Bandaríkjamennimir Dukes með 22 og Myers með 20 stigahæstir. „Okkur gekk illa í fyrri hálfleiknum, Austurríkismennirnir komu ákveðnir til leiks eftir að hafa vanmetiö okkur í fýrri leiknum. Við vorum seinheppn- ir í hálfleiknum og nýttum illa færin,“ sagöi Birgir Guðbjörnsson, þjálfari KR, í samtali við DV í gærkvöldi. „Seinni hálfleikurinn var góður, og þegar upp er staðið erum við alls ekki óhressir með árangurinn. Það er auð- vitað alltaf sárt að tapa, en SPI er sterkt lið á Evrópumælikvarða - skemmtilegt lið en ekld ósigrandi fyrir okkur." Mun meiri harka var í leiknum en þeimfyrriáþriðjudaginn. „Dómaram- ir leyfðu meira, og fannst okkur þó nóg um í fyrri leiknum. En þeir voru alls ekki hlutdrægir og ég kenni þeim eng- an veginn um úrslitin. Staðreyndin er hins vegar sú að það er of mikið mis- ræmi milli dómgæslunnar á íslandi og annars staðar í Evrópu. Heima er ekk- ert leyft en hér er spilað miklu fastar og mönnum hreinlega haldið í vöm- inni eins og í handbolta. Það þarf að laga dómgæsluna heima að því sem gerist annars staðar ef við eigum að ná árangri erlendis," sagði Birgir. Hann var mjög ánægður með varn- arleik sinna manna í gærkvöldi. „Lár- us og Páli léku mjög vel í vöminni og héldu hinum frábæra Dukes í skefium. Hann er aðeins 1,65 á hæð en mjög snjall og óútreiknanlegur. Þá sýndi Hermann mjög skemmtilega takta í sóknarleiknum," sagði Birgir Guð- björasson. -VS Bryndís Valsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Val í úrslitaleik Reykjavikurmótsins í gærkvöldi. Valsstúlkur Reykjavíkur- meistarar Valsstúlkur urðu í gærkvöldi Reykjavíkurmeistarar í knatt- spyrnu, sigruðu KR, 5-2. Leikurinn var þriðji leikur lið- anna og úrslitaleikur. Þetta var einnig í þriðja sinn sem leikurinn var settur á en tvívegis þurfti að fresta honum vegna þess að dóm- arar létu ekki sjá sig! Valsstúlkur höfðu undirtökin allan leikinn og var sigur þeirra sanngjarn. Bryndís Valsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Val, Kristín Arnþórsdóttir eitt og Arn- ey Magnúsdóttir eitt. Valdís Rögnvaldsdóttir og Helena Ólafs- dóttir skoruðu mörk KR. -ih Njarðvík vann Hauka Njarðvíkingar sigruðu Hauka í Hafnarfirði, 92-103, í Reykjanes- mótinu í körfuknattleik í gær- kvöldi. Rondey Robinson og Teit- ur Örlygsson gerðu 24 stig hvor fyrir Njarðvík en ívar Ásgríms- son 22 og Jón Örn Guðmundsson 21 fyrir Hauka. Njarðvík mætir Grindavík í íþróttahúsinu í Njarðvík í kvöld klukkan 20. -ÆMK/VS fþróttir Sport- stúfar Frjálsíþróttadeild ÍR gengst fyrir haust- skokki í Laugardaln- um á laugardaginn. Hlaupið hefst við frjálsíþrótta- völlinn klukkan 13 og er hlaupið um Laugardalinn alls 5 kíló- metra. Keppt er í aldursflokkum sem hér segir: 12 ára og yngri. 13-39 ára. 40-49 ára. 50-59 ára og 60 ára og eldri. Ýmis útdráttar- verðlaun verða veitt aö hlaupi loknu og fyrsti keppandi í hverj- um aldursflokki fær verðlauna- pening. Skráning fer fram í sum- arhúsinu við frjálsíþróttavöllinn frá klukkan 12 og er þátttökugjald krónur 500. Juventus og AC Milan í beinni útsendingu á Stöð 2 Stöð 2 sýnir á sunnu- daginn í beinni útsend- ingu stórleik Juventus og AC Milan í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu. Þessi tvö lið eru á toppnum á Ítalíu eft- ir tvær umferðir, eru með fiögur stig og þeir eru margir þeirrar skoðunar að Juventus og AC Milan muni berjast meistaratign- ina. Margir frægir kappar leika með Uðinum í AC Milan liðinu leika Hollendingarnir þrír Marco Van Basten, Frank Rikjard og Ruud Gullit og í Juventus eru menn á borð við Roberto Baggio, Salvatore Schillachi og mark- vörðurinn Stefano Tacconi. Út- sending Stöðvar 2 frá leiknum hefst laust fyrir klukkan 14. Arsenal kaupir norskan landsliðsmann George Graham framkvæmda- stjóri Arsenal tók upp budduna í gær og gekk frá kaupum á norska landsliðsmanninum Paul Lyder- sen fyrir 500 þúsund sterlings- pund. Lydersen er varnarmaður og leikur með Start í norsku 1. deildinni. Arsenal hefur byrjað keppnistímabilið illa og því ákvað Graham að reyna að styrkja liðið og efla varnarleikinn sem hefur ekki verið upp á marga fiska. Lyderson kemur þó ekki til Ars- enal fyrr en um miðjan október- mánuð því fyrst mun hann klára keppnistímabilið með norska lið- inu. Lydersen er 26 ára gamall og hefur leikið 10 landsleiki. Harford aftur til Luton Meira úr ensku knatt- spyrnunni. Luton sem er á botni 1. deildar- innar hefur keypt Mick Harford frá Derby á 325 þúsund pund. Harford lék með Luton áður en hann gekk til liðs viö Derby fyrir 18 mánuðum. Luton hefur gengið illa að skora og því á að reyna að skerpa sókn- arleikinn með kaupunum á Har- ford sem er 32 ára sóknarmaður. Stuðningsmenn Fram ætla að halda hópinn Stuðningsmenn Framara hafa ekki gefið upp alla von um að vinna íslandsbikarinn eins og þeir svo eftirminnilega á Laugar- dalsvellinum í fyrra með sigri á Val, 3-2. Stuöningsmenn Fram ætla að halda hópinn í stúkunni og hvetja sína menn og þeir ætla að fara upp í stúkuna inn um annan' og þriðja innganginn. íþróttir helgarinnar eru á bls. 23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.