Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1991, Síða 25
FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1991. 33 Afmæli Magnús Andrésson Magnús Andrésson sjómaður, Laugarbrekku 19, Húsavík, er sex- tugurídag. Starfsferill Magnús fæddist í Drangsnesi í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu og ólst þar upp. Hann fór ungur til sjós og hefur stundað sjómennsku síðan. í tuttugu og fjögur ár gerði hann út báta ásamt Þórði Ásgeirssyni sem þeir áttu saman en síöustu árin hef- ur hann átt og gert út eigin trillu. Fjölskylda Magnús kvæntist 23.12.1954 Þóru Sigurmundsdóttur frá Húsavík, húsmóður, en hún er dóttir Sigur- munds Halldórssonar, sjómanns á Húsavík, og konu hans, Kristínar Jónasdóttur húsmóður. Dóttir Magnúsar og Þóru er Krist- ín, f. 21.9.1954, húsmóðir á Húsavik, gift Erni Arngrímssyni sjómanni en þau eiga tvö börn, Magneu Dröfn, f. 4.7.1973, og Arngrím, f. 20.4.1978. Magnea er trúlofuð Sigurði Helga Ólafssyni frá Raufarhöfn, verka- manni, og eiga þau einn son, Ólaf Örn.f: 20.12.1990. Systkini Magnúsar voru Qórtán en ellefu þeirra eru á lífi. Systkini Magnúsar: Anna Guðmunda And- résdóttir, f. 1928, d. 1935; Stefanía Guðrún Andrésdóttir, f. 1930, hús- móðir á Hólmavík; Friðrik Andrés- son, f. 1934, múrarameistari í Reykjaík; Anna Guðmunda Andrés- dóttir, f. 1935, húsmóðir í Reykjavík; Marel Andrésson, f. 1937, starfsmað- ur á Keflavíkurflugvelli, búsettur í Sandgerði; Guðrún Andrésdóttir, f. 1939, húsmóðir í Reykjavík; Harald- ur Vignir Andrésson, f. 1940, drukknaði 1961; Herdís Ólína And- résdóttir, f. 1941, húsmóðir í Reykja- vík; Ingólfur Andrésson, f. 1944, b. á Bæ I í Kaldrananeshreppi; Efemía Guðbjörg Andrésdóttir, f. 1945, hús- móðir í Sandgerði; Hulda Andrés- dóttir, f. 1947, d. 1957; Bjarni Andrés- son, f. 1949, starfsmaður við fiskeldi og bæjarfulltrúi í Grindavík; Ríkey Andrésdóttir, f. 1951, húsmóðir á Akranesi; Hrefna Andrésdóttir, f. 1952, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar voru Andrés Magnússon, f. á Kleifum í Kaldrana- neshreppi 8.9.1906, d. 12.12.1979, sjómaður á Drangsnesi, og kona hans, Guðmundína Arndís Guð- mundsdóttir, f. aö Hafnarhólmi í Kaldrananeshreppi20.9.1911, d. 28.9.1978, húsfreyja. Ætt Andrés var sonur Magnúsar Andréssonar á Kleifum í Kaldbaks- vík, og konu hans, Efemiu Bóasdótt- ur. Guðmundína Arndís var dóttir Guðmundar, b. á Bassastöðum og Hafnarhólmi og síðar húsmanns í Drangsnesi, Torfasonar, í Asparvík Björnssonar. Móðir Guðmundar var Magnús Andrésson. Guðrún Ólafsdóttir. Móðir Arndísar og kona Guðmundar var Anna Jó- hannsdóttir frá Svanshóli Jónsson- ar. Magnús verður að heiman á af- mælisdaginn. María Stefanía Bjömsdóttir María Stefanía Björnsdóttir hús- móðir, Kastalagerði 1, Kópavogi, er sextugídag. Starfsferill María Stefanía fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla SigluQarðar 1948. Er hún gifti sig fluttu þau hjónin til Vestmannaeyja þar sem þau bjuggu í tólf ár en 1963 fluttu þau í Kópavoginn þar sem María Stefanía hefur búið síðan. Auk húsmóðurstarfanna hefur hún starfað á saumastofu Kópa- vogshælis í tíu ár. María Stefanía hefur verið félagi í Oddfellow-regl- unni í tíu ár. Fjölskylda María Stefanía giftist 16.6.1951 Hafsteini Júlíussyni, f. 8.6.1928, d. 15.2.1990, múrarameistara, en hann var sonur Júlíusar Jónssonar, múrarameistara í Vestmannaeyj- um, og Sigurveigar Björnsdóttur húsmóður. Börn Maríu Stefaníu og Júlíusar eru Sigurveig, f. 9.9.1951, þroska- þjálfi í Kópavogi, gift Bjarna Ragn- arssyni rekstrarstjóra og eiga þau tvö börn; Eiríksína, f. 20.6.1955, sjúkraþjálfari í Reykjavík, gift Ósk- ari Sverrissyni viðskiptafræðingi og eiga þau tvö börn; Guðný, f. 19.7. 1956, kennari í Kópavogi, gift Jó- hanni Sveinssyni viðskiptafræðingi og eiga þau tvö börn; Sigurður, f. 3.8.1959, byggingatæknifræðingur, kvæntur Svövu Viggósdóttur og eiga þau tvö börn; Júlíus, f. 1.1.1963, trésmiður, kvæntur Margréti Guð- mundsdóttur sjúkraliöa og eiga þau tvö börn; Þröstur, f. 20.1.1964, blikk- smiður, kvæntur Hrafnhildi Karls- dóttur fóstru og eiga þau tvö börn. Systkini Maríu Stefaníu: Sigurð- ur, f. 27.5.1917, d. 12.2.1944, búsettur í Sandgerði, var kvæntur Rósu Magnúsdóttur og eignuðust þau þrjúbörn; ÁsbjörgUna, f. 19.5.1919, d. 4.9.1972, búsett í Reykjavík, var gift Katli Ólafssy ni og eignuðust þau fjögurbörn; Halldóra, f. 5.7.1921, húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Boga Jóhannssyni og eiga þau sex börn; Sveinn Pétur, f. 27.6.1924, sjó- maður á Siglufirði, kvæntur Hans- ínu Jónatansdóttur og eiga þau eitt barn; Ásgrímur, f. 22.2.1927, sjómað- ur á Siglufirði, kvæntur Guðbjörgu Friðriksdóttur og eiga þau fimm börn; Þorsteinn, f. 30.5.1929, skip- stjóri á Ólafsfirði, kvæntur Hólm- fríði Magnúsdóttur og eiga þau íjög- ur börn; Björn, f. 9.8.1930, verslun- arstjóri í Reykjavík, kvæntur Önnu Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn; Svava, f. 10.11.1932, verslun- armaður í Reykjavík, gift Hrafnkatli Guðjónssyni og eiga þau þrjú börn; Sigríður, f. 17.8.1934, skrifstofustjóri í Kópavogi, var gift Garðari Júlíus- syni sem lést 26.8.1988 en sambýlis- maður Sigríðar er Bárður Auðuns- son. Foreldrar Maríu Stefaníu voru Björn Sigurðsson frá Héðinsfirði, f. María Stefanía Björnsdóttir. 14.11.1892, d. 30.8.1974, skipstjóri á Siglufirði, og kona hans, Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, f. 11.4.1897, d. 18.9.1960, húsmóðir á Siglufirði. María Stefanía tekur á móti gest- um að Skipholti 70 á afmælisdaginn milli klukkan 17 og 19. Andlát Gunngeir Pétursson Gunngeir Pétursson, skrifstofu- stjóri hjá byggingafulltrúanum í Reykjavík, Alfheimum 68, Reykja- vík, lést fimmtudaginn 5.9. sl. en útfór hans verður gerö frá Foss- vogskirkju í dag, föstudaginn 13.9., klukkan 13.30. Starfsferill Gunngeir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR1941 og stundaði nám í verkfræði við HÍ í tvo vetur. Gunngeir hóf störf hjá bygginga- fuUtrúa Reykjavíkurborgar 1945, var fulltrúi þar 1945-47 og hefur verið skrifstofustjóri hjá bygginga- fulltrúafrál955. Hann var stundakennari við Iðn- skólann í Reykjavík 1944^49, kenn- ari við Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar 1947-55, stundakennari við VÍ 1956-75 og við Meistaraskólann í Reykjavík 1969-83. Þá samdi hann unglingapróf í reikingi og var próf- dómari í fjölda ára og samdi, ásamt Kristni Gíslasyni, kennslubók í reikningi sem út kom 1963. Gunngeir var einn af stofnendum Bridgefélags Reykjavíkur, ritari þess í mörg ár og formaður í eitt ár. Hann keppti með landsliði íslands í bridge í Kaupmannahöfn 1948 og í Dublin 1952 Fjölskylda Gunngeir kvæntist 12.10.1946 Sig- urrós Guðbjörgu Eyjólfsdóttur, f. 23.8.1922, húsmóður, en hún er dótt- ir Eyjólfs Guðbrandssonar, verka- manns í Reykjavík, og konu hans, Herdísar Sigurðardóttur húsmóður. Börn Gunngeirs og Sigurrósar Guðbjargar eru Herdís Björg, f. 26.9. 1947, húsmóðir, sem rekur heild- verslun ásamt manni sínum, Frið- rik Björnssyni, en þau eru búsett í Reykjavík og eiga þau þrjú börn; Viðar, f. 27.9.1949, guðfræðingur, kennari og b. að Ásum í Gnúpverja- hreppi, kvæntur Höllu Guðmunds- dóttur leikkonu og eiga þau þrjú börn. Gunngeir átti ellefu alsystkini. Tíu þeirra komust á legg en fjögur þeirra lifa í dag. Alsystkini hans: Hildur, f. 12.10.1907, d. 26.12.1907; Viðar, f. 24.11.1908, d. 8.2.1988, tann- læknir í Reykjavík; Zophonías, f. 17.5.1910, d. 27.12.1984, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins; Hrafnhildur, f. 5.2.1912, d. 13.8.1966, lengi þerna hjá Eimskip; Aki, f. 22.9. 1913, d. 10.9.1970, deildarstjóri á Hagstofunni; Sturla, f. 6.9.1915, lengi starfsmaður Rafmagnsveitu ríkisins; Jakobína Sigurveig, f. 9.2. 1917, húsmóðir í Reykjavík; Skarp- héðinn, f. 11.10.1918, d. 5.7.1974, prófastur á Höfn í Hornafirði; Pétur Vatnar, f. 11.9.1922, d. 3.2.1927; Helga Guðrún, f. 17.11.1925, starfs- maður við Happdrætti HÍ; Jarþrúð- ur, f. 27.8.1927. Þá átti Gunngeir þrjú hálfsystkini samfeðra sem nú eru látin. Þau voru Jóhanna Soffia, f. 2.11.1904, d. 13.6. 1970; Ingólfur, f. 21.12.1906, d. 9.6. 1985, lengi verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins; Svanlaug, f. 27.12.1910, d. 3.2.1991, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Gunngeirs voru Pétur Zophoníasson, f. 31.5.1879, d. 1946, ættfræðingur, ritstjóri ogfulltrúi á Hagstofu íslands, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, f. 6.2.1886, d. 12.11.1936, húsmóðir. Ætt Bróðir Péturs var Páll, alþingis- maður og búnaðarmálastjóri, faðir Hannesar bankastjóra og Páls yfir- dýralæknis. Pétur var sonur Zop- honíasar, prófasts í Viðvík, Hall- dórssonar, b. á Brekku í Svarfaðar- dal, Rögnvaldssonar. Móðir Péturs var Jóhanna Sofía, systir Jarþrúö- ar, konu Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjalavarðar en hálfsystir Jó- hönnu var Þóra, kona Jóns Magnús- sonar forsætisráðherra. Jóhanna var dóttir Jóns, alþingismanns og háyfirdómara, bróður Péturs bisk- ups. Jón var sonur Péturs, prófasts á Víðivöllum, Péturssonar og Þóru Brynjólfsdóttur gullsmiðs Halldórs- sonar, biskups á Hólum, Brynjólfs- Gunngeir Pétursson. sonar. Móðir Jóhönnu Sofiu var Jóhanna Sofía Bogadóttir, b. á Stað- arfelli, Benediktssonar. Guðriin, móðir Gunngeirs, var dóttir Jóns, b. og smiðs á Ásmundar- stöðum á Melrakkasléttu, Árnason- ar, hreppstjóra í Keldunesi, Árna- sonar. Móðir Jóns var Anna Guðrún Stefánsdóttir Skaptasonar, prests á Skeggjastöðum, Skaptasonar. Móðir Guðrúnar var Hildur hin fróða Jónsdóttir, b. á Skinnalóni á Mel- rakkasléttu, Sigurðssonar og Þor- bjargar Stefánssonar en móðir þess Stefáns var Þorbjörg Stefánsdóttir Scheving, prests á Prestshólum, Lárussonar, klausturhaldara Scheving. Til hamingju með daginn 85 ára Olga Elíasdóttir, Suðurgötu 12, Keflavík. 80ára Steinunn Antonsdóttir, Hvanneyrarbraut 30, Siglufiröi. 75 ára Hulda R. Jessen, Grenimel6, Reykjavik. 70 ára Ingibjörg Eiríksdóttir, Grjóti, Þverárhlíðarhreppi. Elísabet Róbertsdóttir, Heiðarbraut2, Gerðahreppi. Sigurður Skúlason, Þingholtsstræti 25, Reykjavík. Ólafur Eiríksson, Gijóti, Þverárhlíðarhreppi. 60 ára Eimar Viglundsson, Reykjafold 22, Reykjavík Reynir Gunnarsson, Ekru, Reyðarfjarðarhreppi. Helga Kristrún Jónsdóttir, Neðstabergi 13, Reykjavik. Sigurfinnur Arason, Sólvallagötu 48 B, Reykjavík. 50 ára Sigurður Bj örgvin Viggósson, Grýtubakka 14, Reykjavík. Sigrún Jónina Jensdóttir, Hörgatúni 25, Garðabæ. Eysteinn Jónsson, Hringbraut 85, Reykjavík. 40 ára Elínborg V. Jónsdóttir, Háaleitisbraut 95, Reykjavík. Edda Ingibjörg Tryggvadóttir, Markarflöt28, Garðabæ. Jón Kristbergsson, Rjúpufelli 29, Reykjavík. Gísli Agnar Bjarnason, Bjarkahlið 4, Egilsstöðum. Elin Sigmarsdóttir, Furugrund 76, Kópavogi. Þorsteinn Jakobsson, Bankastræti7, Skagaströnd. Jón Hjálmarsson, Lyngbraut6,Garöi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.