Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 1991.
3
Jöf nun og útlögn
stýrt með leysitækni
Sigrún Björgvmsdóttir, DV, Egilsstööum;
„Viö áætlum að jafna undirláfe,
framleiða 75 þúsund m3 af muldu
efni og keyra út 28 þúsund m:i af
burðarlagi fyrir áramót. Ennfremur
að leggja 10 þúsund lengdarmetra af
ídráttarrörum fyrir rafmagn vegna
ljósabúnaðar í flugbraut," sagði
Tryggvi Jónsson, verkfræðingur hjá
Krafttaki sf., en nú er nýlega hafin
vinna við lokaáfanga við nýja flug-
völlinn á Egilsstöðum.
Það er Kraftverk sf. og A/S Vei-
dekket í Noregi sem annast munu
þessar framkvæmdir. Vélar til að
vinna efni svo og malbikunarstöð
komu frá Norgegi. Burðarlagsefni er
sprengt og malað úr svonefndum
Selhöfða skammt norðan Fellabæjar.
Flutningur á efni verður boðinn út.
Tryggvi sagði að þeir myndu síðan
hefjast handa að nýju um miðjan
apríl á næsta ári. Þá verður lokið við
að keyra út burðarlagi en öll útlögn
og jöfnun á því verður leysistýrð.
Einnig verður og malbikunarstöðin
sett upp en til að hægt sé að gera sér
grein fyrir stærð hennar skal þess
getið að hún framleiðir 90 tonn á klst.
Það þarf líka ekki svo lítið af mal-
biki. Flugbrautin er 2000 m löng og
á miðju hennar er 10 sm þykkt mal-
bik en 5 sm á vængjum sitt hvorum
megin. Verklok eru um miðjan októ-
ber á .næsta ári að sögn Tryggva.
Kostnaðaráætlun er 313 milljónir.
Milli 15-20 menn munu starfa á veg-
um þessara tveggja fyrirtækja þar
af allt að níu Norðmenn.
Selhöfði, þar sem sprengingar
verða daglegt brauð næstu mánuð-
ina, er örskammt frá þjóðvegi 1 svo
stöðva verður umferð meðan sprengt
er. Þá verða og gefin hljóðmerki í
hvert sinn sem sprenging er í aðsigi.
Austfirskir verktakar eru nú að
ljúka öðrum áfanga við flugvallar-
gerðina og þessa dagana er unnið við
jarðvegsskipti í væntanlegu flug-
hlaði. Núverandi flugbraut liggur
austan við flugturninn en nýi völlur-
inn, sem hefur nokkuð aðra stefnu,
kemur vestan hennar. Þannig verða
fyrrum bílastæði að flughlaði, en
bílastæði færast austur fyrir flug-
stööina.
L 252. B 205
139.640,00
Tegund: Lundby 6 sæta leðurhornsófinn slær allt út í
verði og þægindum.
Úrvals leður á slitflötum og
10 LEÐURLITIR
EKKIMISSAAF ÞESSU
QÓÐ QREIÐSLUKJÖR
BÍLDSHÖFÐA 20-1X2 REYKJAVfK - Sf MI91-681199 - FAX 91-673511
Fréttir
HORNSOFI SEM QEFUR
KEPPINAUTUM OKKAR
HÖFUÐVERK
Bjöm Bjarnason, formaður þyrlunefndar:
Vill öf lugt samstarf við
varnarliðið við björgun
Unnið að jarðvegsskiptum í væntanlegu flughlaði.
DV-mynd Sigrún
Lokaáfangi hafinn við Egilsstaðaflugvöll:
„Það er mín persónulega skoðun
að íslendingar eigi að hafa öflugt
samstarf við varnarhðið á sviði
björgunarmála. Nefndin hefur hins
vegar enn ekki lokið störfum þannig
að það er ótímabært að greina frá
niðurstöðum hennar,“ segir Björn
Bjarnason alþingismaður.
Björn er formaður svokallaðrar
þyrlunefndar á vegum Alþingis sem
kanna á valkosti varðandi kaup á
nýrri þyrlu til Landhelgisgæslunnar.
Hún mun fljótlega skila niðurstöð-
um. Björn vildi ekkert tjá sig um
vinnu nefndarinnar. Aðspurður vildi
hann ekki heldur tjá sig um hvort til
athugunar væri að hætta við þyrlu-
kaup í ljósi þess að á vegum varnar-
sé ekkert þvl til fyrirstöðu, segir upplysingafulltrui hersms
liösins eru að koma flmm fullkomnar
björgunarþyrlur til landsins.
„Björgunarsvéit bandaríska flug-
hersins á Keflavíkurflugvelli hefur
fyrst og fremst það hlutverk að
bjarga flugmönnum sem hafa verið
skotnir niður á vígvelli. Hún þjónar
öllum NATO-herjum en þar fyrir ut-
an aðstoðar hún aðra þegar þörf er
á, svo sem Landhelgisgæsluna og
Slysavarnafélagið. Fyrir slíka aðstoð
tekur hún enga peninga," segir Frið-
þór Eydal, -upplýsingafulltrúi varn-
arliðsins.
Varnarliðiö er nú að skipta út þeim
fjórum björgunarþyrlum sem það
hefur yfir að ráða fyrir nýjar og full-
komnar Sikorsky-þyrlur. Ein er
komin og þrjár eru væntanlegar á
næstunni. Sú fimmta kemur væntan-
lega eftir eitt til tvö ár og er hugsuö
sem varaþyrla. Verð hverrar þyrlu
mun vera um milljón dollarar, eða
hátt í 500 milljónir króna.
Friðþór segist ekki vita til þess að
bandaríski herinn hafi tekið að sér
með formlegum hætti björgunarstörf
fyrir önnur ríki en útilokaði það þó
ekki. Til staöar væri þó samningur
viö Landhelgisgæsluna varðandi að-
stoö þegar sérstaklega stæði á. Að-
spurður sagðist hann sjálfur ekkert
sjá því til fyrirstöðu að varnarliðið
annaðist allt björgunarflug með þyrl-
um hér á landi.
„Það er hins vegar spurning fyrir
íslendinga hvort þeir geti alfarið
treyst á herinn i þessit sanibandi. Það
reynir náttúrlega hver og einn að
vera sjálfum sér nógur i þessuni efn-
um. Ef til stríös kæmi myndi herim.
fyrst og fremst liugsa um sína." segir
Friðþór.
-ka;t