Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Side 5
5
MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 1991.
dv Fréttir
Fjölskylda á Eskiíirði:
Fékk einbýlishús
vegna fötlunar
móðurinnar
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði:
Eskifjarðarbær og öryrkjabanda-
lagið aíhentu Guðrúnu Ragnarsdótt-
ur og Kristjáni Sigurðarsyni og börn-
um þeirra fyrir skömmu nýtt og
glæsilegt 130 m2 einbýlishús að
Strandgötu 72, Eskifirði. Húsið er
hannað með þarfir hreyfihamlaðra í
huga en Guðrún þarf að nota hjóla-
stól vegna sjúkdóms.
Jón Ingi Einarsson, starfandi bæj-
arstjóri, afhenti nýju húsráðendun-
um húsið að viðstöddum eskfirskum
bæjarstjórnarmönnum, Önnu Ingv-
arsdóttur frá öryrkjabandalaginu og
þeim sem unnu við smíði hússins.
Trévangur hf. á Reyðarfirði tók
verkið að sér sl. haust. Heildarupp-
hæð verksamnings var 11,9 millj. kr.
en með verðbótum fór upphæðin í
13 milljónir. Þá er eftir að taka tillit
til hönnunar, eftirlits og veitugjalda,
þannig að áætlað lokaverð gæti orðið
nálægt 14 milljónum að sögn Sveins
Björnssonar hjá Trévangi.
Húsið hönnuðu Vilhjálmur Hjálm-
arsson arkitekt og Vífill Oddsson frá
Teiknistofunni Óðinstorgi, Reykja-
vík, en Andrés Elísson rafiðnfræð-
ingur sá um rafmagnsmálin.
Guðrún, Kristján og börn þeirra, Benjamin Þór og María Lind, við nýja
heimilið. DV-mynd Emil
Mikil vinna á Tálknaíiröi:
Fólk frá 6
þjóðlöndum í
frystihúsinu
Lúðvíg Thorberg, DV, Tálknafirði:
Næg atvinna er í Tálknafirði enda
þekkist atvinnuleysisskráning hér
aðeins sem hugtak. Hjá Hraðfrysti-
húsi Tálknafjarðar hf. starfa 38
manns við fiskvinnsluna sjálfa og er
sá hópur frá sex þjóðlöndum: 25 ís-
lendingar - þar af 10 í hálfsdagsvinnu
- 4 Danir, 3 frá Afríku, einn Svíi, einn
Ameríkani og 4 Pólverjar. Af íslend-
ingum eru 4 aðkomumenn.
Talsvert framboð virðist vera af
útlendingum í fiskvinnslustörf, t.d.
mun kona sem kvaðst heita María
hafa hringt nokkrum sinnum í sum-
ar og boðið verkstjóra frystihússins
pólskt fólk í vinnu. Hann afþakkaði.
Pólsku konurnar fiórar sem vinna í
húsinu komu hingáð sl. vor frá Ólafs-
vík. Eftir því sem næst verður kom-
ist þurftu þær að borga aðila í Pól-
landi 300 dollara hver í þóknun til
að fá atvinnu á íslandi.
Hraðfrystihúsið á og gerir út togar-
ann Tálknfirðing og hefur afli hans
að undanfórnu verið í slöku meðal-
lagi. Á honum eru 6-7 Tálknfirðingar
og 8-9 aðkomumenn. Hjá HT starfa
auk áðurtalinna framkvæmdastjóri,
skrifstofustjóri, tveir hálfsdagsskrif-
stofumenn, tveir verkstjórar, bíl-
stjóri, reddari, tveir vélstjórar og við-
gerðarmaður. Alls vinna hjá fyrir-
tækinu 65 manns.
Enn riða í Skagafirði:
Líkurániður-
skurðiá5bæjum
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Erfiðlega gengur að kveða niður
riðuna í Skagafirði. Nýlega fannst
riða í einni kind frá Melstað í Ós-
landshlíð. Loftur Guðmundsson,
bóndi á Melstað, kveðst farga fé sínu
nú í haust og mjög líklega fara ná-
grannarnir á Óslandi að dæmi hans
en fé bæjanna gengur saman.
Hjörðin á Melstað telur 150 fiár og
fiárstofninn á Óslandi er um 180.
Fram til þessa hefur riða ekki komið
upp í torfunni í Hlíðinni. Þar eru auk
fyrrnefndra bæja Brekkukot, Kross
og Marbæli. í athugun er að skera
niður á öllu þessu svæði en á því eru
tæplega 600 fiár.
Fé af þessum bæjum gengur á
sömu afrétt og einnig hjarðir bænda
í Deildardal. Ekki er nema eitt og
hálft ár síðan riða fannst seinast í fé
í Óslandshlið. Var það á Hlíðarenda.
Það verður leikur einn ef þú ekur
LANCER
MEÐ SÍTENGT ALDRIF 4x4
Meiri veghæð: Felgur 14" - Hjólbarðar 175/70
Meiri orka: 1800 cm3 hreyfill með fjölinnsprautun
Þriggja ára ábyrgð - Verð kr. 1.286.400
e
HEKLA
LAUGAVEG1174
SÍMI695500
HVARFAKUTUR
MINNI MENGUN
A
MITSUBISHI
MOTORS