Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 1991. Símar 13303 -10245 V Komið og njótið góðro veitinga í ^ þægilegu og afsloppondi umhverfi. ^ Munið sérstöðu okkar til að taka * á móti litlum hópum til hvers ^ konar veislu- og fundarhalda. J Verið velkomin. y Starfsfðik Torfunnar. NÝTT ÚTLIT - BETRI STAÐUR v vvvvvvvv *v LINGUAPHONE Tungumálanámskeið Lærið sjálf á skömmum tfma nýtt tungumál IMÁMSKEIÐIÐINNIHELDUR: 6 snældur Myndskreytta kennslubók Handbók • Námsvísi Orðabók VERÐ AÐEINS KR. 10.997,- S * K * I * F • A • N LAUGAVEGI 96 SÍMI 600934 Útlönd Elisabet Taylor gengur í það heilaga 1 áttunda sinn: Grét þegar hún sagði já Elísabet Taylor virðist aldrei hafa verið ánægðari en eftir að hún hafði játast byggingaverkamannmum Larry Fortensky. Þetta er í áttunda sinn sem Taylor gengur upp aö altarinu en Larry er að kvænast í þriðja sinn. Símamynd Reuter Leikkonan Elísabet Taylor brast í grát þegar hún gekk í það heilaga í áttunda sinn um helgina. Að þessu sinni giftist hún byggingaverka- manninum Larry Fortensky með mikilli viðhöfn. Heimildir herma að brúökaupið hafi kostað milljónir dollara en það var haldið á þúgarði poppsöngvarans Michaels Jackson í Kaliforníu. Jack- son hefur um árabil verið mikill að- dáandi Taylor. Brúðarkjóll Taylor kostaöi að sögn 30 þúsund dollara. Það svarar til um 1,8 milljóna íslenskra króna. Kjóllinn er gulur með hvítum rósum og löng- Glaumur var mikill í brúðkaupsveisl- unni. Bent Clausen fagnaði þvi að hafa lifað brúökaupið af með þvi að klæðast bol sem á stóö: „Ég lifði af áttunda brúðkaup Taylor". Símamynd Reuter um hvítum borðum. Larry er 39 ára gamall en Taylor á skammt í sextugt. Miklir kærleikar virtust vera meö þeim við brúðkaup- ið. Hann huggaði konu sína þegar tilfinningar augnabliksins virtust ætla að bera hana ofurliði. Larry er nú að kvænast í þriðja sinn. Um 200 gestum var boðið til athafn- arinnar. Þar á meðal voru Gerald Ford, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Betty, kona hans. Betty rekur með- ferðarstofnun þar sem Taylor hefur dvalið langdvölum á síðari árum. í veislunni voru einnig Gregory Peck, Liza Minnelli og Eddie Murphy. Michael Jackson var aö sjálfsögöu á staðnum og virtist áberandi taugaóstyrkur. Fjölmiðlar sýna hon- um mikinn áhuga og virtist sumum sem nærvera hans skyggöi á sjálft brúðkaupið. Því er haldið fram að Jackson vildi helst ganga sjálfur að eiga Taylor. Stórstjarnan bar sig þó hetjulega. Reuter ADJUSTABLE "E" er stillanlegur höggdeyfir með sverum stimpli. Hentar sérlega vel fyrir stóra jeppa og VAN-bíla. 91-81 47 88 SKEIFUNNI 5A. Heimilis- og hljómtækjaverslanir eru á Gulu línunni «««Guia 62-62-62 Hringdu fyrst í Gulu línuna áður en þú leitar annað <im Clausen, aðalskipuleggjandi Erotica 2000, og Karina Bahner upplýsingafulltrúi voru ánægð með viðtökur Caupmannahafnarbúa sem flykktust á kynlífssýninguna um helgina. Aðsóknarmet á kynlífs- sýningu í Kaupmannahöfn Rúmlega sextíu þúsund gestir höfðu borgað sig inn á kynlífssýning- una Erotica 2000 í sýningarsölum Forrnn í Kaupmannahöfn þegar dyr- unum var lokað síðdegis í gær. Að sögn sýningarhaldara er þetta að- sóknarmet á þriggja daga sýningu í Forum. Þegar sýningunni var lokað hafði höfðu gestir kosið ungfrú og herra Erotica. Hin heppnu voru hin 23 ára gamla Lene Zigler frá Kaupmanna- höfh og hinn 18 ára gamli Kim Sör- ensen frá Haslev. Vegna undirtekta almennings hafa skipuleggjendur Erotica 2000 nú í hyggju að halda aðra slíka hátíð í Ósló á næsta ári og fara síðan til Stokkhólms árið 1993. Aftur veröur svo haldiö til Kaupmannahafnar árið 1994. Á sýningunni var opnað safn eró- tískra muna og meiningin er að finna stað í Kaupmannahöfn þar sem slíkir munir verða sýndir að staðaidri. „Danmörk var fyrsta landið sem leyfði klám og þess vegna er eðlilegt að fyrsta erótíska safnið verði í Dan- mörku. í Amsterdam er eitt safn en það sýnir bara klám en við viijum ekkert slíkt í Kaupmannahöfn," sagöi Karina Bahner, upplýsingafull- trúi sýningarinnar. Hún sagði að meðal gestanna hefðu verið mörg pör sem kysstust og knúsuðu hvort annað á ferö sinni um hinn erótíska heim. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.