Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Page 15
MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 1991. 15 Þjónustugjöld í anda jafnaðarstef nu Ókeypis þjónusta er auðvitað ekki til: Spurningin er alltaf, hverjir eiga að greiða hana .. Hvar er maðurinn, sem auglýsti í prófkjöri Alþýðuflokksins, að hann aðhylltist markaðshyggju með mannúðlegu yfirbragði? Ég sé mér til mikillar furðu, aö vinur minn Össur Skarphéðinsson, búst- inn og brosleitur að vanda, and- mæhr nú þjónustugjöldum opin- berlega af miklum móð. Sannleik- urinn er hins vegar sá, að engir ættu frekar að fylgja þjónstugjöld- um en nútímalegir jafnaðarmenn, og það hélt ég, að Össur væri. Til þess eru tvær ástæður, sem ég ætla stuttlega að reifa í þessari grein. Markvissari velferðaraðstoð Fyrri ástæðan er sú, að velferðar- aðstoð verður miklu markvissari við þjónustugjöld en án þeirra. Þeg- ar ríkið býður fram ókeypis þjón- ustu er viðbúið, að ríkir sem fátæk- ir noti hana. Um leið og ríkið greið- ir niður þjónustuna við fátækt fólk - sem mörgum kann að þykja rétt- lætismál - greiðir það hana niður við ríkt fólk, en enginn getur mælt því bót. Þetta á sérstaklega við um skólagjöld í framhaldsskólum. Mig grunar, að foreldrar, sem senda börn sín í framhaldsskóla, séu al- mennt efnaðri en foreldrar, sem ekki senda börn sín í framhalds- skóla. Sé þessi grunur minn á rök- um reistur, þá jafngildir ókeypis nám í framhaldsskólum því, aö fé sé fært frá öllum skattgreiðendum, ríkum sem fátækum, til tiltölulega efnaðs fólks. Skólagjöld (jafnhhða styrkjum til fátækra og efnalítilla Kjallarinn Dr. Hannes Hölmsteinn Gissurarson lektor í stjórnmálafræði nemenda og almennri velferðarað- stoð) ættu því að vera krafa sannra jafnaðarmanna. Ókeypis þjónusta ekki til Ókeypis þjónusta er auðvitað ekki til: Spurningin er alltaf, hverj- ir eiga að greiða hana - þeir, sem fá hana, eða einhverjir aðrir. Ef menn greiða ekki sjálfir fyrir þá þjónustu, sem þeir fá, þá græða jafnan þeir efnamenn, sem slíkrar þjónustu njóta. Hvers vegna í ósköpunum er Össur Skarphéðins- son að gæta hagsmuna þess? Ekki getur það verið vegna þess, að hann er sjálfur sprenglærður doktor með þverslaufu og aðstoðarforstjóri tryggingafélags: Þetta hlýtur því aö vera eitthvert hugsunarleysi. Ef við viljum hjálpa því fólki, sem hjálpar er þurfi, þá eigum við vita- skuld að gera það án þess að hjálpa þeim, sem geta bjargað sér sjálfir. Við eigum að selja alla þjónustu á sannvirði, en hjálpa lítilmagnan- um með beinum peningagreiðsl- Setjum rétt verð á vöru og þjónu?tu Síðari ástæðan til þess, að nú- tímalegir jafnaðarmenn ættu að aðhyllast þjónustugjöld, er sú, aö þeir keppast nú við að lofsyngja hinn frjálsa markað. Þeir segjast loks hafa gert sér grein fyrir hinu mikilvæga hlutverki, sem verð- myndun gegnir í því að beina fjár- magni og fyrirhöfn manna í hag- kvæmustu farvegi og stilla sjálf- krafa saman strengi atvinnulífsins. Ef þjónusta er ekki seld á sann- virði, þá vita menn ekki, hvað hún kostar, og kunna þess vegna ekki aö spara hana, þar sem það á við. Menn sóa því jafnan, sem er ókeyp- is. Um þá niðurstööu hagfræðinnar er ekki lengur deilt, að hagkvæmt verður hagkerfið ekki, nema öll gæöi beri rétt verð, það er mark- aðsverð. Þess vegna ættu sannir jafnaðarmenn að segja: Setjum rétt verð á alla vöru og þjónustu og virkjum með því markaðsöflin, en hjálpum þeim, sem hjálpar eru þurfi, utan við markaðinn! Nútímaleg jafnaóarstefna Ég skora á Össur Skarphéðinsson að kasta út í hafsauga úreltum kenningum úr Alþýðubandalaginu og fylgja þess í stað óhræddur stefnu frjálsra viðskipta samfara markvissri velferðaraðstoð. Um hana ættu hófsamir fijálshyggju- menn og nútímalegir, raunsæir jafnaðarmenn að vera sammála. Hannes Hólmsteinn Gissurarson um. „Ef viö viljum hjálpa því fólki, sem hjálpar er þurfi, þá eigum við vitaskuld að gera það án þess að hjálpa þeim, sem geta bjargað sér sjálfir. “ Það er ólykt af málinu „Til matvælaiðnaðar séu gerðar vaxandi kröfur um heilnæmis- og holl- ustuhætti...“ Ymsar hugmyndir eru uppi um hvernig hefja má miðbæ Reykja- víkur til vegs og virðingar á nýjan leik. Þar hafa einstaklingar og sam- tök þeirra haft forystu en htið orð- ið úr framkvæmdum enn sem kom- ið er. Þó hefur verið ákveðið að breyta göngugötunni til reynslu við takmarkaða hrifningu borgarbúa samkvæmt könnun DV. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn munu sammála um nauðsyn þess að lífga upp á miðbæinn og óhætt að full- yröa aö borgarbúar almennt séu á sama máli. Svo ekki sé minnst á þá sem eru með rekstur á þessu svæði. Það kemur því sem þruma úr heiðskíru lofti þegar í ljós kemur að ætlunin er að setja á stað ólykt- arfabrikku í Örfirisey. Hún mun síöan spúa ólofti yfir miðbæinn, hluta vesturbæjar og allt út á Sel- tjarnarnes. Varla verður þetta mannlífi í miðbænum til fram- dráttar. Hér er átt við þá ætlan Faxamjöls hf. að flytja lyktarvandamál Hafn- firðinga tfi Reykjavíkur með því að færa fiskimjölsyerksmiöju frá Hvaleyrarbraut í Örfirisey. Að vísu er slík verksmiðja til staðar i Ör- firisey en vélar orönar úreltar og starfsemi htil sem engin á síðari árum. Við höfum þvi veriö blessun- arlega laus við ódauninn. En nú skal bætt úr því með því aö flytja inn ólykt frá Hafnarfirði. Lyktarmengun . óhjákvæmiieg Hohustuvemd ríkisins, mengun- arvamir, hefur gert tvær greinar- gerðir vegna þessa máls. Önnur er gefin út í júní á þessu ári og hin í júh. Lagst er gegn þvi að staðsetn- ing fiskimjölsverksmiðju í Örfiris- ey verði samþykkt. í greinargerðunum er bent á að fullkomnar mengunarvamir við KjaUarinn Sæmundur Guðvinsson blaðamaður lyktarmengun þessi sé mjög hvim- leið og óþægjleg. Fýlan mun berast víða I greinargerðum Hollustuvernd- ar kemur einnig fram að hérlendis eru engar reglur í gildi um fjarlægð fiskimjölsverksmiðju frá íbúðar- hverfum. í sænskum reglum er gert ráð fyrir að lágmarksfjarlægð fiskimjölsverksmiðja frá íbúðar- hverfum, skólum og sjúkrahúsum skuli vera 500-1000 metrar. Sé dregin þúsund metra fjarlægð- arlína frá Örfirisey í átt að bænum mun sú hna liggja um það bil á eft- irfarandi hátt: Um Ánanaust nálægt Holtsgötu - Landakot - Austurvöll - Stjómar- ráð - að Skúlagötu nálægt Klappar- stíg. Ríkjandi vindáttir við Örfiris- ekki heima í nágrenni við loft- mengandi framleiðslu. Mótmælum vísað á bug Auk þessa áhts HoUustuverndar hafa Vesturbæjarsamtökin, Sam- tök íbúa Grjótaþorps og Miðbæjar- samtökin mótmælt grútarbræðslu í Örfirisey. En það er talað fyrir daufum eyrum jafnt umhverfis- sem heilbrigðisráðherra. Granda- grúturinn virðist meira virði en áht fólksins sem býr og starfar á fyrirhuguðu skítalyktarsvæði og líðan þess. Og hve margir borg- arbúar kæra sig um að leggja leiö sína í bræðslufýlu miðbæjarins þegar búið er -að flytja hana frá Hafnarfirði? Fiskimjölsverksmiðjan á Kletti er nú að syngja sitt síðasta og reiknuðu þá flestir með að Reyk- víkingar væru endanlega lausir við þann ódaun sem fylgir slíkri starf- semi sem bræðslu á fiskvinnsluúr- gangi. Ef landsmenn á öðrum stöð- um vilja hafa slíka „peningalykt" í nösunum þá þeir um það. En varla lætur borgarstjórinn það spyrjast út aö hann taki þegjandi og hljóða- laust við illþefjandi mengunar- verksmiðju sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði vill ekki halda í. Auðvitað á strax að kveða niður allar áætlanir um ólyktarfram- leiðslu við miðbæ Reykjavíkur. Þetta er slík tímaskekkja að það er hreint meö ólíkindum aö málinu skuh haldið tfi streitu bak við tjöld- in. Það er gott að hafa fiskvinnsl- una við bæjarvegginn en úrgang- inn verður að brenna annars stað- ar þar sem aðstæður eru betri en í Örfirisey. Staðsetning fiskimjöls- verksmiðja við íbúðarbyggð í sjáv- arplássum víða um land er vanda- mál sem þarf að taka á innan tíð- ar. Því er þaö út í hött að fara að búa til slíkt vandamál í höfuðborg- inni. Sæmundur Guðvinsson „En varla lætur borgarstjórinn það spyrjast út að hann taki þegjandi og hljóðalaust við illþeQandi mengunar- verksmiðju sem bæjarstjórinn 1 Hafn- arfirði vill ekki halda í. “ fiskimjölsverksmiðjur útloki ekki mengun heldur dragi úr henni. Mengunarvarnabúnaður fyrir fiskimj ölsverksmiöj ur, sem komi í veg fyrir lyktarmengun, sé ekki til. Mengunarvamir við verksmiðjuna í Hafnarfirði séu af fullkominni gerð en samt berist verulegar kvartanir vegna ólyktar frá verk- smiðjunni. Lyktarefni frá fiskimjölsverk- smiðjum eru ekki talin skaðleg heflbrigðu fólki en þau geta valdið lungna- og ofnæmissjúkhngum miklum óþægindum, að því er fram kemur í greinargerðum Hollustu- verndar. Þar segir ennfremur að ey eru austlæg átt og norðlæg átt. í austlægri átt beinist útblásturinn út á sjó en gæti beinst í átt að Sel- tjarnarnesi. í norðlægri átt beinist útblásturinn í átt að vesturborg- inni. Þá bendir Hollustuvernd á að í næsta nágrenni fyrirhugaðrar verksmiðju í Örfirisey sé megnið af viðkvæmum og þróuðum mat- vælaiðnaði borgarinnar þar sem er fiskiðnaður. Tfi matvælaiðnaöar séu gerðar vaxandi kröfur um heil- næmis- og hollustuhætti og að framleiðslufyrirtækin séu staðsett í hefinæmu umhverfi. Telja verði að fullvinnsla sjávarafurða eigi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.