Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Page 18
18
MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 1991.
Menning
Tvær sýningar á verkum Sigurðar Guðmundssonar og afhjúpun skúlptúrverks:
Tækifæri til að kynnast list eins
þekktasta myndlistarmanns okkar
- glæsileg bók um list Sigurðar og feril hans komin út
Þaö eru sjálfsagt margir sem veröa
undrandi þegar þeir sjá hina vönd-
uðu og viðamiklu bók um Sigurð
Guðmundsson myndlistarmann.
Ástæðan er að Sigurður telst varla
hér heima meðal þekktustu mynd-
listarmanna okkar. En í evrópskri
myndlist og sérstaklega þeirri hol-
lensku, þar sem hann hefur búið í
tuttugu ár, er hann stórt nafn.
Sjálfsagt hefur engin bók um ís-
lenskan myndlistarmann verið jafn-
mikil aö vöxtum og ríkuleg að inn-
haldi. Bókin er í stóru broti og prýdd
miklum fjölda mynda og er gefin út
af Máli og menningu hér á Islandi í
samvinnu við hollenska útgáfufyrir-
tækiö. Mun bókin einnig koma út í
Hollandi, Þýskalandi og Svíþjóð. í
bókinni er fjallað um listamanninn
og allur hans ferill krufinn, þá eru
einnig greinar eftir listamanninn
sjálfan ásamt einkar skemmtilegum
og fræðandi bréfaskriftum milli Sig-
urðar og myndlistarkonunnar Mar-
lene Dumas. Aðalsteinn Ingólfsson
hefur þýtt bókina á íslensku og í ís-
lensku útgáfunni er einnig stutt sam-
tal við Sigurð sem Aðalsteinn hefur
tekiö.
Skúlptúr afhjúpaður
í Gerðubergi
Meðal annars er í tilefni útkomu
bókarinnar búið að setja upp tvær
sýningar í Reykjavík á verkum eftir
Sigurð. í Listasafni íslands er yfir-
htssýning á ljósmyndum Sigurðar,
sem flestar eru frá sjöunda og átt-
unda áratugnum, ásamt skúlptúr-
verkinu Hið mikla ljóð sem er frá
árinu 1981 og er í eigu Stedelijksafns-
ins í Amsterdam. Nefnist sýningin
Natúra Rómantíka. í Nýhöfn eru svo
sýnd nýrri verk eftir Sigurð. Þess
má svo geta að í dag verður aíhjúpað
í Gerðubergi nýtt verk eftir hann.
Sigurður Guðmundsson fæddist 20.
september 1942. Hann varð eins og
jafnaldrar hans í myndlistinni á sjö-
unda áratugnum fyrir áhrifum frá
fluxus list og arte povera og var einn
af virkustu þátttakendum SÚM-
hópsins í Reykjavík og er ekki að efa
að mörgum er í fersku minni verk
sem hann sýndi þá, enda nokkur
þeirra umdeild. Á sjöunda áratugn-
um, eftir að hann settist að í Amster-
dam, þróaði hann eins konar ljós-
myndagjöminga eða sviðsetningar,
eins og hann kallar þær sjálfur, þar
sem hann leikur aðalhlutverkið og
eru það þessi verk sem eru á sýning-
unni í Listasafni íslands.
Sigurður hóf að vinna með ljós-
myndir þegar á sjöunda áratugnum
og gerði síðan ekki slík verk eftir
1980 nema eitt, Encore, sem hann
gerði á þessu ári og prýðir það sýn-
inguna í Listasafninu. Hluti af því
verki er á kápu bókarinnar um Sig-
urö sem heitir einfaldlega Sigurður
Guðmundsson.
Ljósmyndaverk Sigurðar eru öll
hugmyndafræðilegs eðlis og vinnur
hann þar iðulega með ákveðna texta.
Þessi verk hans eru í raun myndræn
ljóð þar sem verkin voru „útfærð
með ljósmyndum er voru nátengdar
þeim huglæga skáldskap sem finna
má í íslenskri ljóðagerð. Verkin voru
téngd hversdagslegum skírskotun-
um og hugsanatengslum sem voru
hlutgerð á afar einfaldan og ljóðræn-
an hátt. Þegar tímabili ljósmyndanna
var lokið fór Sigurður aö nálgast
mjög skúlptúrinn og ekki kom á
óvart að ijósmyndir hans yrðu að
sjálfstæðum rýmisverkum. Þess
vegna er á sýningunni fyrsta veru-
lega skúlptúrverk hans til að sýna
atferlistengsl við framhaldið.
Eins og áður segir er Sigurður
Guðmundsson ekki mjög þekktur
meðal almennings í landinu en nú
er kjörið tækifæri til að kynnast
myndlist hans og ekki síður kynnast
lesendur bókarinnar verkum hans,
en í bókinni er hátt á þriðja hundraö
mynda. Þess má að lokum geta að
verk eftir Sigurð eru í eigu allra
helstu safna í Evrópu, svo sem Stede-
lijksafnsins í Amsterdam og
Pompidousafnsins í París.
-HK
Vetrarstarf Sinfóníuhljómsveitar íslands að heflast:
Upptökur á geisladiska, plötu-
klúbbur og fjölbreytt tónleikaröð
„Með því að skipa tónleikunum í þrjá flokka, gul- mikilla vinsælda og höfða því til breiðs áheyrenda-
ar, rauðar og grænar tónleíkaraðir, vonumst við til hóps. Á tónleikunum 14. nóvember verða til aö
að gera tónleikana aðgengilegri. Til að mynda reikn- mynda flutt lög úr Porgy og Bess eftir George Gersw-
um viö með aö rauð og gul tónleikaröð sé meira fyr- in og verk eftir Scott Jophn. Söngvarar veröa hinir
ir þá sem lengra eru komnir í hlustun á sígilda tón- þeldökku söngvarar Ebony Opera og Kór íslensku
list, en græna tónleikaröðin höfði meira til þeirra óperunnar. 30. janúar verða hinir árlegu Vínartón-
sem eru að stlga sin fyrstu spor í hlustun á sígilda leikar og 7. maí verður meðal annars hinn vinsæli
tónlist," sagöi Runólfur Birgir Leifsson, fram- píanókonsert nr. 1 eftir Tsjajkovskíj fluttur.
kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands, þegar
hann kynnti vetrardagskrá hljómsveitarinnar. Jólatónleikar tileinkaðir ári söngsins
Sjálfsagt eiga einstaka tónleikar eftir að vekja meiri
athygli en aðrir, má þar nefna Mozart tónleikana 5.
desember þar sem flutt verður Júpiter sinfónían og
Sálumessa og tónleikana 12. desember sem eru jóla-
tónleikar fyrir alla flölskylduna. Verða þeir unnir í
samvinnu við tönmenntakennara og helgaðir ári
söngsins. Eyrirhugað er að 120-140 börn myndir kór
á sviðinu og áheyrendur, foreldrar og börn taki virk-
an þátt í flutningi verkanna. Þá iná geta tónleika 2.
apríl þar sem flutt verða verk eftir Sergei Rachmani-
Modest Mussorgsky. Á Sinfóniuhljómsveit ís- noff, Gustav Mahler og Gunnar Þórðarson. Já, það
tvennum tónleikum gulu lands mun ó tónleikum kom að því að Gunnar, sem er eitt allra afkastamesta
raðarinnar verða ein- 2. apríl leika Noctume og vinsælasta tónskáld léttrar tónlistar, semdi fyrir
göngu hljómsveitarverk 8001 er hljómsveitar- Sínfóníuna. VerkiöeftirhannheitirNoctumeogsem-
en á sex tónleikum einnig veri< eftir Gunnar Þóró- m- hann það með fiðluleikaranum Szymon Kuran.
einleikarar. arson Szymon Kuran. Margt fíeira er á dagskrá hjá Sinfóníuhljómsveit-
Það sem greinir rauðu tónleikaröðina frá öðrum inni. Má þar nefna plötuklúbb áskrifenda en f sumar
röðura er að þar er lögð megináhersla á einleiks- gerðu Sinfóníuhljómsveitin og Japís með sér samn-
verk.íveturverðurboðiöuppáperlurtónbókmennt- ing um stofnun og starfrækslu plötuklúbbs fyrir
anna í einleiksverkum fyrir flðlu, selló, píanó, óbó áskrifendur að tónleikum hljómsveitarinnar. Þeir
og söng. Þá eru önnur viöfangsefni í tónleikarööinni munu njóta margháttaðra fríöinda við kaup á geisla-
ekki minna áhugaverð. Þar verða flutt verk eftir ís- disku, snældum og plötum. Þá heldur samstarfiö við
lensk tónskáld, þá Áskel Másson og Finn Torfa Stef- . Chandos útgáfufyrirtækið áfram. Pyrsti geisladisk-
ánsson, verksemekkihafaheyrstáður.Einnigverð- urinn er væntanlegur fljótlega og verður honum
ur flutt slgild tónlist eftir Dvorák, Ravel, Debussy, dreift í verslanir í rúmum þriátíu löndum og eru
Béla Bartók, Berlioz og Tsjajkovskíj. forráðamenn fyrirtækisins þeirra skoðunar að
Einieikarar eru allir þekktir í heimi tónlistarinnar hljómsveitin standi erlendum hljómsveitum fyllilega
og er þaö kannski einmitt frægö þeirra sem gerir á sporði varðandi gæpi og fagmennsku.
þaö að verkum aö aðeins dýrara er á rauöu tónleika- Sinfóníuhljómsveit íslands verður óbreytt að stærð
röðina en hinar tvær. íslensku listamennirair eru í vetur en Runólfur Birgir Leifsson sagöi að æskilegt
Sigrún Eðvaldsdóttir sem leikur á tónleikum 24. væri aö stækka hana en leyfi hefði enn ekki fengist
október og Kristinn Sigmundsson sem syngur meö til þess, þó kæmi til greina að stækka hana f ein-
ómsveitínni 19. mars. staka verkum sem krefjast fjölmennari hljómsveitar.
grænu tónleikaröðinni eru tónverk sem njóta -HK
uuæu ei ao segja ao jjoí-
breytni gæti í tónleikavali
hljómsveitarinnar í vetur
og ættu allir að geta fundiö
eitthvað viö sitt hæfi. í
gulrí tónleikaröö verður
lögð megináhersla á
stærri hljómsveitarverk,
meðal annars eftir Béla
Bartók, Beethoven og
Norræna húsið:
Grænlandsmánuður
Októbermánuður er Grænlands-
mánuður í Norræna húsinu. Um helg-
ina voru haldnir fyrirlestrar og vísna-
söngvarinn Rasmus Lyberth hélt
tvenna tónleika. Auk sýninga sem eru
í Norræna húsinu verður boðið upp á
dagskrá um helgar.
Meðal þess sem er eftirtektarvert er
koma Silamiut leikhússins sem hefur
á að skipa eina atvinnuleikhóp í Græn-
landi. Mun leikhúsið sýna tvö verk,
Tupila og Uaajeerneq. Leikhúshópur-
inn Silamiut var stofnaður 1884 í Nu-
uk.
Auk þess að standa fyrir leiksýning-
um vinnur Silamiut að því að koma á
légg grænlenskum leiklistarskóla og
fá pólitíska viðurkenningu á leikhús-
lögum. Mikilvægasta takmark Silam-
iut er að efla skilning á Inúíta-menn-
ingu og veruleika íbúa Grænlands,
einnig vinnur hópurinn að því að auka
samvinnu allra Inúít-listamanna.
Báðir leikimir, sem Silamiut sýnir,
eru byggðir á gamalh hefö. Uaajemeq
merkir grímu-sjónleikur. Mannfræö-
ingar álíta að slíkir leikir hafi komið
fram fyrir 3000 árum, séu upprunnir í
Alaska og hafi verið iðkaðir meöal Inú-
íta í Norður-Kanada og á Grænlandi.
Nú er leikurinn aðeins leikinn á Aust-
ur-Grænlandi. Skiptist leikurinn í
þrennt, Skrípalæti, þar sem menn
gretta sig og gera sig eins ljóta og þeir
mögulega geta. Helgisiöir frjóseminn-
ar, þar sem fólk skiptir um kynhlut-
verk, karlmenn leika konur og öfugt.
í þriðja hlutanum er börnum kennt
eðh hræðslunnar.
Sýningin Tupillak er nútímalegur
dans án talaðs máls. Tupilak er
óheillavera, búin til af galdramönnum
í þeim eina tilgangi að drepa. Það er
ekki auðvelt að búa til Tupilak, því ef
fómarlambið hefur sterkan hjálpar-
anda eða kraft snýr Tupilak aftur til
skapara síns og drepur hann og eyðir
þar með sjálfum sér. í sýningunni er
fylgst með Tupilak, atferli hennar og
baráttu við fórnarlambið.
Sjálfsagt reka margir upp stór augu
þegar talað er um grænlenska kvik-
myndagerð, enda er hún ekki einu
sinni farin að slíta barnsskónum. Þrjár
grænlenskar myndir verða sýndar
sunnudaginn 27. október og eru allar
með íslenskum texta.
Saattut er kvikmynd fyrir börn í
þremur þáttum og segir frá veiði-
mannasamfélagi Saattut. Hver þáttur
er rúmar tuttugu mínútur.
Kalaalht Nunaat - Grænland er
heimildamynd um Grænland. Hvar er
Grænland? Hversu margir búa þar og
hvað gera íbú-
arnir? Búa
Grænlendingar í
snjóhúsum?
Þannig hljóða
spurningar sem
heimastjómin í
Grænlandi fær
ahs staðar að úr
heiminum. í
myndinni er leit-
ast við að svara
Silamiut-leikhóp- þessum spum-
urinn sýnir leiki ingum. Myndin
sem byggðir eru á er rúmar tuttugu
gamalli hefð. mínútur.
Inoghuit - þjóðin við nafla heimsins
er eina myndin sem er í fuhri lengd.
Er hér um að ræða heimhdarmynd um
hvernig veiðimannaþjóð hfir á 20. öld
þegar gripið er inn í thveru hennar af
utanaðkomandi. Myndin er gerð í sam-
vinnu viö Sænsku kvikmyndastofnun-
ina og sænska sjónvarpið með styrk
frá Norræna menningarsjóðnum og
grænlensku heimastjórninni.
-HK