Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1991, Side 32
MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 1991. Menriing Píanóleikur í Haf narborg Tónlistarlíflö er nú komiö í fullan gang eftir hvíld sumarsins og nokkuð hikandi haustvertíö. Allt bendir til að tónleikahald vetrarins veröi eins fjölskrúðugt og best verður á kosið og allir muni finna eitthvað við sitt hæfi. Ekki er allt tónleikahald eins mikið í sviðs- ljósinu og meðal þess sem lágt hefur farið er tónleika- röð sem Tónlistarskóli Hafnarfjarðar hefur haldið í samvinnu við Hafnarborg í Hafnaríirði. Þessir aðilar stóðu fyrir tónleikahaldi í allan fyrravetur og áætla að gera svo einnig í vetur. Á tónleikum þessum koma fram kennarar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar en auk þess eru gestir fengnir til eftir atvikum. Fyrirkomulag tónleikanna er óvenjulegt að því leyti að þeir eru haldnir jafnframt þeim myndlistarsýningum sem uppi eru í Hafnarborg hverju sinni, en húsið er eftirsótt undir sýningar myndlistarmanna eins og kunnugt er. Tónleikar í þessari röð eru haldnir fyrsta sunnudag í hverjum mánuði og í gær voru píanótónleikar þar sem Sigurður Marteinsson lék einleik. Sigurður hefur um árabil stundað nám á hljóðfæri sitt bæði hér heima og erlendis. Síðast dvaldist hann í Danmörku um nok- kurra ára skeið en kennir nú við Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar. Á efnisskránni voru Krómatísk fantasía og fúga í d-moll eftir Jóhann Sebastian Bach og Sónata í G-dúr Tónlist Finnur Torfi Stefánsson eftir Franz Schubert. Bæði þessi verk eru fullverðug viðfangsefni yfir hvaða píanóleikara sem er og fyrsta flokks tónlist. Sigurður hafði gott vald á þessum verk- um. Skýrleiki var góður í fantasíunni og fúgunni og engin óhófleg rúbató, þótt ásláttur hefði stundum mátt vera mýkri. Sigurður sýndi í Schubert að hann kann þegar hann vill að slá hina blíðari strengi og hljómaði margt fallega hjá honum í þessu verki. Meðan á tónleikunum stóð var í gangi málverkasýn- ing Péturs Friðriks og létu sumir gesta hans tilleiðast að tylla sér um stund og einbeita sér að tónlistinni. Aðrir létu hana leiða sig milli myndanna eins og til að ýta enn frekar undir hughrifin. Örfáum tókst ekki að gera sér þann dagamun að stöðva munnræpuna þá stuttu stund sem tónleikarnir stóðu og varð að því nokkur truflun. Að öðru leyti fóru tónleikarnir prýði- lega fram og virðist þetta tónleikaform eiga fullan rétt á sér. Bíóhöllin - Oscar: ★★ '/2 Stallone án of beldis Sylvester Stallone hefur löngum verið gagnrýndur fyrir að vera hæfileikalítill leikari sem væri lítið ann- að en skrokkurinn. Hann hefur í myndum sínum hing- að til oftast nær verið frekar spar á talað mál og illar tungur segja að það sé vegna þess hve Stallone sé illa máli farinn. En í myndinni Oscar hefur aldeilis orðið breyting á. Aldrei þessu vant lætur Stallone orðin tala í stað hnefanna. Og merkilegt nokk - hann gerir það bara nokkuð vel. Handritið að myndinni er byggt á leikriti Frakkans Claude Magniers sem hann skrifaöi árið 1960. Þetta er bráðskemmtilegur farsi sem gerist nánast allur á sama stað, heimili mafiubófans Angelo Snaps Provol- one (Sylvester Stallone). Provolone varð vellauðugur á ýmiss konar ólöglegri starfsemi og hefur safnast mikill auður. Myndin hefst á því að Provolone mætir við dánarbeð föður síns og í andarslitrunum tekur faðirinn loforð af syninum um að hætta allri ólöglegri starfsemi og gerast heiöarlegur þegn. Farsinn byggist síðan á tilraunum Provolones til að gerast heiðarlegur, sem reynist miklum erfiðleikum bundið. Inn í myndina blandast eiginkona Provolones Sofia (Ornella Muti), spillt dóttirin Lisa (Marisa To- mei), endurskoðandinn Anthony Rossano (Vincent Spano) og málfræðikennarinn dr. Poole (Tim Curry) sem gegnir því hlutverki að reyna að breyta ruddalegu málfari Angelos Provolone yfir í vandað málfar yfir- stéttarfólks í samræmi við breytta lífsháttu. Það veröur að segjast eins og er að þessi blanda heppnast ágætlega og verður meinfyndin á köflum. Stallone sýnir á sér áður óþekkta hlið, Tim Curry er bráðskemmtilegur í hlutverki sínu sem málfræðikenn- arinn en klæðskerar Provolones, Finucci og Finucci, Kvikmyndir ísak örn Sigurösson eiga þó einna bestu sprettina í myndinni. Þeir eru leiknir af Martin Ferrero og Harry Shearer. Leikstjóri myndarinnar er John Landis. Það var hann sem „uppgvötvaði" handritið og fannst Sylvester Stallone vera sem sniðinn í hlutverk Provolones. Stall- one þekktist boð Landis um hlutverkið enda passar það mjög vel fyrir þær tilraunir hans að breyta ímynd sinni. John Landis er þekktur fyrir margar gaman- mynda sinni. Meðal helstu mynda hans eru The Blues Brothers, Animal House, Trading Places, Coming to America, og Three Amigos. Hann hefur einnig leik- stýrt spennumyndum eins og Into the Night og The Twilight Zone. Gamanmyndin Oscar er ágætis viðbót fyrir þennan flölhæfa leikstjóra. Vert er að geta sérlega glæsilegrar sviðsetningar sem varpar ljósi á þann rómantíska blæ sem endurspeglar þetta tímabil. OSCAR Leikstjóri: John Landis Tónlist: Emer Bernstein Aóalhlutverk: Sylvester Stallone, Ornella Muti, Martin Ferr- ero, Harry Shearer, Marisa Tomei, Don Ameche. Andlát Brynjólfur Eirikur Ingólfsson, fyrr- verandi ráðuneytisstjóri, lést á Landakotsspítala 3. okt. Benedikt Bjarnason, Háaleitisbraut 39, lést á heimili dóttur sinnar þann 3. október. Elín Valdimarsdóttir Bender, áður Hringbraut 104, lést að Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 1. október. Kristinn Finnbogason framkvæmda- stjóri lést í Borgarspítalanum 4. okt- óber. María Kristjánsdóttir, Víðivöllum 8, Akureyri, lést 5. október. Geir Óskar Guðmundsson véltækni- fræðingur er látinn. Einar Þór Jónsson, Furugerði 1, lést í Landakotsspítala 5. október. Ingibjörg Kristinsdóttir frá Hlemmi- skeiði andaðist í Borgarspítalanum 4. október. Bjarni E. Bjarnason, Meðalholti 12, Reykjavík, lést 4. október. Jóhannes Hjálmarsson, Suðurgötu 70, Siglufirði, lést í Borgarspítalan- um þann 3. október. Jens Kr. Gestsson verður jarðsung- inn frá Áskirkju þriðjudaginn 8. okt- óber kl. 13.30. Magnús Hallsson húsasmiður, Soga- vegi 80, verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju þriðjudaginn 8. október kl. 15.00. Guðbjörg Bjarman, Smiðjuvegi 15, Kópavogi, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju 8. október kl. 13.30. Útför Rósu Steinunnar Guðnadótt- ur,Furugerði 1, verður gerð í dag kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Fundir Félag breiðfirskra kvenna heldur sinn fyrsta fund í Breiöfirðinga- búð í kvöld, 7. október, kl. 20.30. Spilað verður bingó. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í kvöld, 7. október, kl. 20.30 í safnaðar- heimib Dómkirkjimnar, Lækjargötu 14. Rætt verður um vetrarstarfið. Kaffiveit- ingar. Jarðarfarir A MITSUBISHI HQ myndbandstæki E12 3 hausar 30 daga 8 stöðva upptökuminni • Þráðlaus^l fjarstýring 0 Euro skart samtengi • Sjálf- virkur stöðvaleitari • PAL/NTSC afspilun • Klukka + teljari • Skipanir á skjá • Fullkomin kyrrmvnd. Sértilboð 39.950 fm stgr. E3 Aíborgunarskilmálar Myndgáta Myndgátan hér að ofan lýsir orðatiltæki. Lausn gátu nr. 147: Lykkjufall KR-konur halda fund þriðjudaginn 8. október kl. 20.30 í félagsheimili KR. Snyrtikynning frá versluninni Klöru. ITC deildin Ýr heldur fund í kvöld, 7. október, kl. 20.30 að Síðumúla 17. Upplýsingar gefa Ester s. 674730 og Kristín s. 34159. Félagsfundur JC Nes 2. félagsfundur JC Nes verður haldinn í kvöld, 7. október, kl. 20.30 að Austur- strönd 3, Seltjarnarnesi, 3. hæð. Tilkyimingar Félag eldri borgara Opiö hús í Risinu, Hverflsgötu 105, í dag kl. 14-17. Bridge og frjáls spilamennska. Spilakvöld í Þing- hól, Hamraborg Spiluð verður félagsvist í Þinghól, Hamraborg 11, í kvöld, 7. október, og hefst hún kl. 20.30. Allir velkomnir. Tapaðfundið Gleraugu og lyklakippa töpuðust á leiðinni Otrateigur - Gullteig- ur - Laugarnesskólalóð. Finnandi hafi samband í síma 34727. Pamína er týnd Pamína tapaðist frá heimili sínu, Hóla- forgi 4, á laugardagskvöld. Pamína er kettlingur, grá og hvít, með hvítt trýni, hvítan kvið og fætm* og ljós í rófunni. Hún er með bleika hálsól með tveimur litlum bjöllum. Finnandi hringi í síma 10624. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR DÚFNAVEISLAN eftir Halldór Laxness. 8. sýning miövikud. 9. okt. Brún kortgilda. Á ÉG HVERGI HEIMA? eftir Alexander Galin. Leikstjóri. Maria Kristjánsdótt- ir. Föstud. 11.okt. Föstud. 18. okt. Litla sviö: Þétting eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Leikmynd: Jón Þórisson. Búningar: Jón Þórisson og Aðalheiður Alfreðsdóttir. Lýsing: ögmundur Þór Jóhann- esson. Tónlist: Svelnbjörn I. Baldvins- son og Stefán S. Stefánsson. Leikstjóri: Halimar Sigurðsson. Leikarar: Ása Hlin Svavarsdótt- ir, Jón Júlíusson, Kristján Franklin Magnús, Pétur Einars- son, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigrún Waage, Soffia Jakobs- dóttir, Sverrir Örn Arnarson og Theodór Júiiusson. Frumsýning fimmtud. 10. októb- er. Uppselt. Föstud. 11. okt. Laugard. 12. okt. Sunnud. 13. okt. Kortagestir, ath. að panta þarf sérstaklega á sýningar á litla svlðlð. Miðasala opin alla daga frá ki. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í sima alla virka daga frá kl. 10-12. Simi 680680. Léithv^l man .Í9|f9jQ0Í10: Leikhúskortin, skemmtileg nýj- ung, aðeinskr. 1000. Gjafakortin okkar, vinsæl tækifærisgjöf. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur. Borgarleikhús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.