Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Qupperneq 6
6'
MÁNUÐAGUR 1'4.' OKTÓBER '1991.
Fréttir_______________________________________________
Stórfundur EFTA og EB í Lúxemborg:
Ráðherrar munu f unda
sinn í hverju herberginu
- viðræðumar í skeytaformi á milli fundarsala
Eftir viku veröur gerð lokatilraun-
in í Lúxemborg til að ná samkomu-
lagi í samningaviðræðum EFTA og
Evrópubandalagsins um evrópskt
efnahagssvæði. Mjög tvísýnt er um
samkomulag.
Fundurinn í Lúxemborg verður
sameiginlegur fundur utanríkisráð-
herra EFTA og Efnahagsbandalags-
ins. Opinberlega kallast hann sam-
eiginlegur en í praxís veröa ráðherr-
ar EFTA í einum fundarsal og ráð-
herrar Evrópubandalagsins í öðrum.
Tillögur, sem ganga á milli, verða
skriflegar, í eins konar skeytastíl.
Þetta er gert til að sagan endurtaki
sig ekki frá fundinum í Lúxemborg
í júm þegar aðeins nokkrar klukku-
stundir liðu frá lokum fundarins þar
til menn voru farnir að rífast um
niðurstöðu hans, sem var munnleg.
Nú skulu orð vera skrifleg og standa.
Finnar og Hollendingar
verða saman í lokuðum sal
Jafnframt er líklegt að Finnar, sem
hafa formennsku EFTA-ríkja, og
Hollendingar, formennskuþjóðin í
Evrópubandalaginu, fundi sérstak-
lega. Jafnvel að þær komist að sam-
komulagi sem þær síðan bera undir
samstarfsþjóðir sínar.
íslendingar og Portúgalar gætu
blandast inn í þessar viðræður. ís-
lendingar gegna varformennsku í
EFTA og Portúgalar í Evrópubanda-
Peningamarkaður
INNLÁIMSVEXTIR (%) hæst
innlAn ÚVERÐTRYGGÐ
Sparisjóðsbækur óbundnar 4-7 Landsbanki
Sparireikningar
3ja mánaða uppsögn 5,5-6,5 Sparisjóðirnir
6 mánaöa uppsögn 6,5-7,5 Sparisjóðirnir
Tékkareikningar, almennir 1 Allir
Sértékkareikningar 4-7 Landsbanki
ViSITÖLUBUNONIR REIKNINGAR
6 mánaöa uppsögn 3-3,75 Sparisjóðirnir
1 5-24 mánaða 7-7,75 Sparisjóðirnir
Orlofsreikningar 5,5 Allir
Gengisbundnir reikningar í SDR 6,5-8 Landsbanki
Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsbanki
ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Búnaðarbanki
Óverðtryggð kjör, hreyfðir 8-11 Landsbanki
SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innantímabils)
Visitölubundnir reikningar 4-8 Landsbanki
Gengisbundir reikningar 4-8 Landsbanki
BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki
Óverðtryggð kjör 15-16 Búnaðarbanki
INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR
Bandaríkjadalir 3,75-4,1 Sparisjóðirnir
Sterlingspund 8,25-8,8 Sparisjóðirnir
Þýsk mörk 7,5-7,8 Sparisjóðirnir
Danskar krónur 7,75-8 Sparisjóðirnir
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
OTLAN ÓVERÐTRYGGÐ -
Almennir víxlar (forvextir) 17,5-21 Sparisjóðirnir
Viðskiptavíxlar (fQrvextir)1 kaupgengi
Almenn skuldabréf 18-22 Sparisjóðirnir
Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdráttur) 21 -24 Sparisjóðirnir
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ » ■■■.■.
Skuldabréf 9,75 10,25 Búnaðarbanki
AFURÐALÁN
Islenskar krónur 17,5-21,25 Sparisjóðirnir
SDR 9-9,5 Islandsbanki, Landsbanki
Bandaríkjadalir 7,25-8,0 Sparisjóðirnir
Sterlingspund 12-1 2,75 Landsbanki
Þýsk mörk 11 Allir
Húsnœöislán 4,9
Lifeyrissjóöslán 5 9
Dráttarvextir 30,0
MEÐALVEXTIR
Almenn skuldabróf september 21,6
Verðtryggð lán septembcr 10,0
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala október 3194 stig
Lánskjaravísitala september 3185 stig
Byggingavísitala október 598 stig
Byggingavísitala október 1^7 stig
Framfærsluvísitala september 1 58,1 stig
Húsaleiguvísitala 1,9% hækkun 1. október
VERÐBRÉFASJÓDIR HLUTABRÉF
Gengi bréfa verðbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Einingabréf 1 5,955 Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40
Einingabréf 2 3,180 Ármannsfell hf. 2,33 2,45
Einingabréf 3 3,910 Eimskip 5,70 5,95
Skammtímabréf 1,986 Flugleiöir 2,05 2,25
Kjarabréf 5,579 Hampiðjan 1,80 1,90
Markbréf 2,992 Haraldur Böðvarsson 2,95 3,10
Tekjubréf 2,116 Hlutabréfasjóður VlB 1,01 1,06
Skyndibréf 1,734 Hlutabréfasjóðurinn 1,64 1,72
Sjóðsbréf 1 2,853 Islandsbanki hf. 1,66 1,74
Sjóðsbréf 2 1,932 Eignfél. Alþýöub. 1,68 1,76
Sjóðsbréf 3 1,973 Eignfél. Iðnaðarb. 2,45 2,55
Sjóðsbréf 4 1,729 Eignfél. Verslb. 1,75 1,83
Sjóðsbréf 5 1,179 Grandi hf. 2,75 2,85
Vaxtarbréf 2,0106 Olíufélagið hf. 5,10 5,40
Valbréf 1,8849 Olls 2,05 2,15
islandsbréf 1,244 Skeljungur hf. 5,65 5,95
Fjórðungsbréf 1,129 Skagstrendingur hf. 4,80 5,05
Þingbréf 1,241 Sæplast 7,33 7,65
öndvegisbréf 1,223 Tollvörugeymslan hf. 1,04 * 1,09
Sýslubréf 1,261 Útgerðarfélag Ak. 4,70 4,90
Reiðubréf 1,209 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42
Almenni hlutabréfasj. 1,12 1,17
Auölindarbréf 1,03 1,08
islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20
Síldarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40
laginu. Ekki er ólíklegt að þessar
tvær þjóðir sitji líka fund Hollend-
inga og Finna.
Gagnslitlar viðræður
undanfarnar vikur
Gunnar Snorri Gunnarsson, skrif-
stofustjóri í utanríkisráðuneytinu,
segir að mjög erfitt sé að meta stöð-
una og líkur á samkomulagi á fund-
inum í Lúxemborg. Þær viðræöur
sem átt hafa sér staða á milli aðal-
samningamanna að undanfórnu hafi
verið gagnslitlar og borið merki þess
að samningamenn hafi ekki haft
umboð til að semja.
Hann segir að þetta hafi því meira
verið þreifingar að undanfórnu um
einstök mál og hvernig menn væru
stemmdir fyrir þeim. „í næstu viku
munu embættismenn halda áfram
að ræða saman og kanna nánar
hvernig samkomulagið gæti orðið í
framkvæmd og litið út. Hið eiginlega
pólitíska samþykki og hvaða mögu-
leikar eru í dæminu skýrist ekki fyrr
en á fundinum í Lúxemborg."
Samkomulag um Alpana
Að mati Gunnars er núna meiri
bjartsýni ríkjandi um að samkomu-
lag varðandi samgöngur og flutn-
ingastarfsemi Evrópubandalagsins
um Alpana, ríki Sviss og Austurrík-
is. Þetta hefur verið einn helsti
ásteytingarsteinninn í viðræðunum
og um hann hefur verið hávaðarifr-
ildi á milli bandalaganna tveggja.
Um fiskinn segir Gunnar að Evr-
ópubandalagiö hafi gengið svo langt
í yfirlýsingum um að gefa ekki eftir
fríverslun á öllum fiski og því séu
menn svartsýnir á að deilan um fisk-
inn leysist á fundinum.
Full fríverslun á fisk
frá EFTA mun tæplega nást
„Bandalagiö hefur lagt þunga
áherslu á að full fríverslun geti ekki
orðið varðandi tegundir eins og lax,
makríl og síld, tegundir sem banda-
lagið hefur talað mest um. Ég held
að varöandi þær fáist í hæsta lagi
einhveijir tollkvótar."
Loks má geta þess að Evrópu-
bandalagið er tilbúið til viðræðna viö
EFTA-ríkin eftir fundinn í Lúxem-
borg um frekari útfærslu á sam-
komulagi sem þar næðist. Hins vegar
liggur fyrir að EFTA-ríkin eru að
tapa á tíma í samningunum og fund-
urinn í Lúxemborg er lokapunktur-
inn, ætli þær að koma samkomulag-
inu í gegnum þjóðþing sín svo það
geti tekið gildi 1. janúar 1993.
-JGH
Valdís Ólafsdóttir og Gunngeir Friðriksson ganga út úr Fríkirkjunni á laugar
daginn þar sem þau voru gefin saman. DV-mynd BC
Valdís og Gunngeir
giftu sig í Fríkirkjunni
Valdís Ólafsdóttir og Gunngeir
Friðriksson, sem lesendur DV kann-
ast orðið vel við, giftu sig á laugar-
daginn í Fríkirkjunni. Það var séra
Valgeir Ástráðsson sem gaf þau sam-
an. Eftir giftinguna var borðað með
nánustu ættingjum í heimahúsi og
nóttinni eytt í svítu á Hótel Loftleið-
um.
Eins og kunnugt er fengu þau
fyrstu brúðargjöfina frá DV og var
um að ræða 250.000 kr. til að kaupa
hluti fyrir gegnum smáauglýsingar
DV. í kjölfarið fylgdu fleiri gjafir,
meðal annars frystikista og málning
á íbúðina þeirra sem Shppstöðin í
Reykjavík gaf þeim. Þá gáfu Flugleið-
ir þeim brúðkaupsferð til Amster-
dam og verður farið í hana 25. októb-
er og dvalið í fjórar nætur á lúxus-
hóteli.
í spjalli við DV sagði Gunngeir að
tíminn frá því þau fengu kvartmillj-
ónina hefði verið hreint ótrúlegur og
í raun hefði umstangið verið miklu
meira en hann hefði búist við. Gunn-
geir kvað þau hafa ætlað að flytja í
íbúð sína á Ljósvallagötu 30 strax á
brúkaupsdaginn en þar sem ekki var
alveg búið að standsetja hana seink-
ar flutningnum í nokkra daga.
Aðspurður hvort þeim hefði þótt
óþægilegt að vera jafnmikið í sviðs-
ljósinu og raunin varð á sagði Gunn-
geir að hann hefði varla tekið eftir
því. „Það var svo mikið að gerast hjá
okkur þetta tímabil. Ég hafði þó að-
eins áhyggjur af þessu í byijun, aðal-
lega hvernig vinir og kunningjar
tækju þessu en það var óþarfi, allir
tóku þess vel og höfðu gaman af. Það
var meira gert úr þessu heldur en
við bjuggumst við. Áuglýsingar í út-
varpi og á plagötum í strætóskýlum
komu manni á óvart en í heild var
þetta allt saman mjög ánægjulegt.
-HK
Sandkom dv
Klukknatuminn
l.'indsmenn
b.afacitmasi
nýjan útvarps-
stjóra.séra.
Heimi Sicins-
son,semtók
viðembætti
fyriruokkrum
doí'um Viðþað i
tækifæri sagði
presturinn og útvarpsstjórinn meðai
annars: „Ríkisútvarpið er sú íslands-
klukka sem „kallar oss heim til sín"
frá ystu eyjum og efstu dölum og
h vaðanæva þar á milli. Undanfarin
ár hefur klukkan mikla eignast dæt-
ur, sumar ungar en bráðgjörvar, rás
2 og landshlutastöðvamar. Sjónvai-p-
ið er elsta dóttirin, full vaxta nú og
ber bj arta my nd og sty rkan róm inn
á islensk heimili upp til hópa. Þannig
er íslandsklukka Ríkisútvarpsins
orðínaðkiukknaturni.. .“-Vérbíð-
um þess i oíVæni að útvarpsstjórinn
ávarpi oss um áramótin.
Áfengis-
varnanefhd
Ákureyrarbæj-;
ar, sem hfjóm-
listarmaðurinn
IngimarEydal
stýrir afmikl- ■;; >
um myndar-
skap, var að
iúndaádögun-
um og afgreiddi á þeim fundi nokkrar
umsóknir um vínveitingaleyfi. Af-
greiðsla nefndarinnar var, ,hefð-
bundin" þannigað „nefndin mælir
ekkí gegn veitingu ieyfisins", eins og
venjan er að orða það. í 5. lið fundar-
geröar nefndarinnar vekur ritari
hennar hins vegar athy gli á því að
fjárfesta þurfi í fundargerðabók. Sú
gamia sé oröin útskrifuð enda hafi
allar túhdargerðir nefndarinnar síð-
an 30. apríl 1948 vériö skrifaðár i bók-
ina. Ingimar Eydal lagðí til á fúndin-
um að ritari annaðist innkaup á nýrri
bók og mælti enginn á móti því. Þau
stórtíðindi hafa því gerst að Áfengis-
varnanefnd Akureyrar hefur eignast
nýja fundargerðabók.
púkó
Xnímrtahinu
injábapp
drættiHáskóla
íslands,
..IlapixV. hefur
fariðfyrir
brjóstiðá
mörgum.
: GunnarBerg.
semgetúrúr
Gagn og gaman á Akureyri, segir í
blaði sínu að sig minni að kennarar
sínir hafi lagt á það ríka áherslu
hversuorðin„gaggó“, „strætó“,
„sveitó“, „púkó“ ogfleirií þeímdúr
væruslæm íslenska en nú gangi Há-
skóli íslands í fararbroddi, ,ó-menn-
ingarinnar" þá hún haldi innreið sína
‘ áný. VísteraðGunnarBergerekki
einn um þá skoðun að það sæmi varla
æðstu menntastofnun landsins að
auglýsa happdrætti sitt á þennan
hátt, enda finnst mörgum nafnið
„Happó“ veraansi „púkó" þegarþað
kemur frá þeírri stofhun.
Happó er
Að afla sér
virðingar
...“ ~.... Þaðerárviss
aihurourþi'gar
störfum Al-
þiiuiiseiiiö
liuka jðleggm
þarfnúttvið ;
dagtújxissað
hægtséttðaf-
greiðaþaumál
semnauösyn-
legt er talið aö afgreíða. Viö þau tæki-
færi hugsa menn gjaman til þess
h vort þíngið liefði ekki getáð nýtt
tíma sinn betur svo ekki þurfi að
koraa til „maraþonfundanna" i þing-
lok. Þetta rifiast upp nú vegrta þess
að stjórnarandstaðan á Áiþíngi hélt
uppi málþófi þegar kjósa átti í út-
varpsráð nú í vikunni. Talsmenn
minnihluta þingmanna vildu sem
sagt fá úr þ ví skorið h vort þeir sem
kj ósa átti í ráðið hefðu traust
menntamálaráðherra til starfans.
Þar sem menntamálaráöherra var
ekkí á landinu og er ekki væntanleg-
ur fyrr en eftir tvær vikur vildu þeir
fá afgreiðslu frestað, og þeir höfðu
sittfram. Það er spuminghvort
málatiibúnaöur af þessu tagi er tii
þess að auka á viröingu Alþingis.
Umsjón: Gylfi Kristjánsson