Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Síða 10
10
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 1991.
Útlönd
DóMozartúr
eitrun?
Breskur læknir skýröi frá þvi á
laugardag að Mozart hefði hugs-
anlega dáið vegna eituráhrifa frá
kvikasilfri og antímoni sem
læknar gáfu honum við depurð
og hita.
Dr. Ian James sagði á fundi
lækna í London að tónskáldið
heföi að því er virtist dáið úr
lungnabólgu og nýrnabilun og
læknar hefðu líklega geflð bonum
kvikasilfur og antímon.
Núer viðurkennt að kvikasilfur
er eitur fyrir nýrun. Og á tímum
Mozarts var antímon oft blandað
arseniki.
Menn hafa löngum velt vöngum
yfir dauða Mozarts og ein kenn-
ing er sú að Salieri, keppinautur
hans, hafl eitrað fyrir hann.
Löggur í maga-
minnkun
Lögregluþjónar á Filippseyjum,
sem eru með ummálsmeiri maga
en brjóstkassa, verða sendir í
endurhæflngu og þeir sem
svindia á málinu verða reknir.
Cesar Nazareno, lögreglustjóri
eyjanna, sagði í gær aö hafist yrði
handa að mæla magaummálið
strax í næstu viku. Mælingarnar
eru liöur í agaherferð lögreglu-
stjórans.
„Ef magi lögregluþjónanna
verður enn ummálsmeirí en
brjóstkassinn eftir sex mánuði
verður gengiö fram hjá þeim við
stöðuhækkanir og þeir verða
sendir í endurhæfingu til að leið-
rétta máiin,“ sagði hann.
Lofarfleiri
konum
Frambjóðandi í þingkosning-
unum á Tyrklandi hefur lofað því
að karlmenn fái að kvænast fleiri
en einni konu ef þeir greiði hon-
um atkvæði sitt.
„Við munum binda enda á ein-
kvæni og breyta lögunum til að
heimila íjölkvæni," sagði Ibra-
him Halil Celik, frambjóðandi
Velferðarflokksins. Kosningarn-
arfarafram20.október. Reuter
(NintendoQ
SJÓNVMPSLEIKTÆKIÐ
SEM SLÆR ALLT í GEGN
9.950,- stgr.
(NintendoQ
BLAÐIÐ
250 kr.
B Afborgunarskilmálar [g)
VÖNDUÐ VERSLUN
Kynferðisleg áreitni dómaraefnisins enn 1 sviðsljósinu:
Fjögur vitni styðja Anitu
Fjórar manneskjur, sem þekkja
Anitu Hill, fyrrum aðstoðarkonu
Clarence Thomas, hæstaréttardóm-
araefnis í Bandaríkjunum, sögðu í
gær að hún hefði sagt þeim að dóm-
arinn hefði áreitt hana kynferðislega
þegar þau unnu saman fyrir einum
áratug.
„Hún sagði mér að yfirmaður
hennar sýndi henni kýnferðislega
áreitni. Sá yfirmaður var Clarence
Thomas,“ sagði Susan Hoerchner í
vitnaleiðslum fyrir dómsmálanefnd
öldungadeildar bandaríska þingsins.
Þar lýsti hún símtali frá Hill skömmu
eftir aö hún varð aðstoðarkona
Thomas árið 1981.
„Anita sagði að Clarence Thomas
hefði hvaö eftir annað boöið henni
út. Hún sagði mér að hún hefði að
sjálfsögðu hafnað því. Hún sagði að
hann vildi ekki taka afsvar hennar
gott og gilt,“ sagði Hoerchner sem
er dómari í Kalifomíu.
Framburður þriggja annarra vitna,
þeirra Joels Pauls, Ellen Wells og
Johns Carrs, var á sömu lund.
Thomas hefur mótmælt þessum
ásökunum harðlega og kallar vitna-
leiðslumar í öldungadeildinni „há-
tækniaftöku".
Anita Hill gekkst undir lygamæhs-
próf í gær og þar kom ekkert fram
Susan Hoerchner, dómari og vinkona Anitu Hill, sagði fyrir öldungadeild
bandaríska þingsins í gær að Hill hefði kvartað undan kynferðislegri áreitni
Clarence Thomas dómaraefnis fyrir tíu árum. Simamynd Reuter
sem benti til þess að hún væri að fram að næstum tvisvar sinnum
segja ósatt. fleiri trúa orðum dómaraefnisins en
I nýrri skoðanakönnun, sem gerð Anitu Hfll. Skoðanakönnimin var
hefur verið í Bandaríkjunum, kemur gerðálaugardag. Reuter
Biskupfjöl-
þreifinn við
f imm konur
LoweU Mays, fyrram biskup í
Wisconsin í Bandaríkjunum, hef-
ur sagt af sér öllum embættum á
vegum kirkju sinnar eftír aö
fimm konur höfðu lagt fram
kæru á hendur honum vegna
kynferðislegrar áreitni. Maður-
inn hafði áður sagt af sér biskups-
embætti vegna aðdróttana í þessa
sömu veru.
Mays tilheyrir lútersk-evangel-
ísku kirkjunni í Bandaríkjunum.
Trúbræður hans ætluðu að ræða
klögumálin á hendur honum en
hann sagði af sér áður en til þess
kom. Eftir sem áður á biskupinn
fyrrverandi yfir höföi sér opin-
bera dómsrannsókn vegna kæru
kvennanna.
Skip Columb-
usar lögð upp
ívesturferð
Skip Columbusar eru farin frá
Spáni i nýja Ameríkuferð.
Símamynd Reuter
Eftirlíkingar skipanna þriggja,
sem sægarpurinn Columbus
hafði með sér í fýrstu ferðinni til
Ameríku, eru nú á leið vestur um
haf ffá bænum Huelva á Spáni.
Nú eru liðin 499 ár frá því að
Columbus lagði upp í frægðárför
sina. Áætlað er að skipin verði
komin á leiðarenda á næsta ári
þegar þess verður minnst aö
fimm aldir eru frá fundi Amer-
íku. Þá er ferð Leifs heppna að
sjálfsögðu ekki talin með.
Skipin voru kvödd með mikilli
viðhöfn þegar þau lögðu upp.
Tuttugu og einu fallbyssuskoti
var hleypt af. Leiðangursstjóri er
maður að nafni Santiago Bolivar
og segist hann þess fullviss að
skipin komist heil á leiöarenda.
Dularfull
morðálög-
regluþjónum
Lögreglan í Hanover í Þýska-
landi óttast að tveir menn úr lög-
regluliði hennar hafi verið myrtir
af félögum í áður ókunnum sam-
tökum. Lögreglumennirnir voru
kallaðir út til aö sinna klögumáli
nú um helgina en síðan hefur
ekkert til þeirra spurst.
Bifreið þeirra fannst brunmnn
til ösku en áður hafði sjáanlega
verið skotið á hana. Þá hefur
fundist blóð úr mönnum á staðn-
um. Lögreglunni hefur borist til-
kynning frá samtökum, sem kalla
sig Baráttusamtök fyrir upplausn
lögregluríkisins, um að þau beri
ábyrgð á dauða mannanna.
í tilkynningunni sagði að líkun-
um heföi verið hent í mýri ekki
fjani morðstaðnura en þau hafa
ekki fundist þrátt fyrir ítarlega
leit. Lögreglan veit ekki til aö
samtökin hafi áður látið til sín
taka og er ekki viss um hvort þau
eruyfirleitttil. Reuter
Díana prisessa heimsækir eyðnisjúka á breskum sjúkrahúsum reglulega. Hér ræðir hún við Sally Miles, 26 ára
gamla konu sem á skammt ólifað vegna sjúkdómsins. Símamynd Reuter
Hóta Díonu vegna
átaks gegn eyðni
- Bretar vilja ekki að verðandi drottning umgangist eyðnisjúka
Blöð í Englandi hafa greint frá því
að Díana prinsessa fái reglulega hot-
unarbréf vegna samúðarinnar sem
hún sýnir eyönisjúklingum. í kon-
ungshöllinni fást þó engar upplýs-
ingar um þetta en taliö er aö prins-
essunni hafi verið hótað illu, jafnvel
lífláti, hætti hún ekki að heimsækja
eyðnisjúklinga.
Díana hefur nú um nokkurra ára
skeið farið reglulega á sjúkrahús þar
sem eyðnisjúkir bíða dauðans. Hún
hefur einnig stutt átak gegn út-
breiðslu eyðni á Bretlandseyjum
dyggilega. Þessi áhugi hennar á sjúk-
dómnum hefur alltaf sætt mikilli
gagnrýni meðal Breta, enda telja fjöl-
margir þeirra að það sæmi ekki
prinsessu og verðandi Bretadrottn-
ingu að umgangast fólk sem liggur
fyrir dauðanum vegna kynsjúkdóms.
Þá hefur það einnig þótt ámælis-
vert að Díana hefur jafnvel valið sér
vini úr hópi eyðnisjúklinga. Sumir
telja að stöðugar heimsóknir til
sjúklinganna geti leitt til þess að
prinsessan smitist sjálf. Þykir Bret-
um illt til þess að vita ef verðandi
drottning þeirra smitast af eyðni.
Reuter