Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 1991.
Spumingin
Kaupir þú heimsenda
happdrættismiða?
Sigurpáll Sigurðsson nemi: Nei.
Birgir Þorsteinsson smiður: Helst
ekki. Mér finnst vera of mikið af
þessu.
Auður Kolbeinsdóttir sölukona: Nei,
ég vinn aldrei.
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir kaupm.:
Já, stundum. Sérstaklega ef það er
líknarstarfsemi.
Jóhanna Jóhannsdóttir verslunar-
eig.: Nei, ég hef bara ekki vanið mig
á þaö.
Hörður Arilíusson nemi: Nei, aldrei.
Ég vil fá að velja sjálfur.
Lesendur
„Þess vil ég geta hér aö samstarf það sem ég hef átt sem SVFÍ félagi við LHS hefur allajafnan verið gott.“
Neyðarkall
Hákon Aðalsteinsson, Egilsstöðum,
skrifar:
í DV þann 8. október sl. rak ég augun
í grein sem Guðbrandur Þorkell Guð-
brandsson skrifar. Mér fmnst þessi
grein mjög undarleg og skil ekki í
hvað tilgangi hún er skrifuð. Senni-
lega má virða Guðbrandi það til vor-
kunnar að hann hefur ekki fylgst
með störfum slysavarnafólks und-
anfarin ár og veit því ekki um þær
viðræður sem farið hafa fram á milli
SVFÍ, LFBS og LHS á þessum tíma
Það væri að bera í bakkafullan
lækinn að fara að rekja þá þróun
einu sinni enn en þrátt fyrir miklar
viðræður varð ekki af sameiningu
og því miður hafa forsvarsmenn
SVFÍ ekki fengið skýringu á því enn-
þá hvers vegna LHS og LFBS treysti
sér ekki til samstarfs. Vera má að
þegar LFBS og LHS báru saman fé-
lagafjölda og fjárhagsstöðu sína og
SVFI þá hafi þeir óttast að þeirra
deildir yrðu ekki nægilega áberandi
og valdahlutfoll innan þeirra vé-
banda mundu skerðast og lái þeim
hver sem vill. Hins vegar er enginn
að segja að þaö sé hið rétta að sam-
eina þessi félög. Samkeppni á alltaf
rétt á sér því hún hefur hvetjandi
áhrif á alla starfsemi. Þess vil ég geta
hér að samstarf það sem ég hef átt
sem SVFÍ-félagi við LHS hefur alla-
jafnan verið gott og þegar til útkalls
hefur komið hafa þessar björgunar-
sve.tir unniö sem einn maður og það
er aðalatriðið. Ég ætla þess vegna að
vona að raddir friðarspilla verði
þagðar í hel í fæðingu því nú þegar
er komið nóg af svo góðu.
Eitt er ég þó óánægður með í yfir-
lýsingum Landsbjargarmanna en
þaö er undirtitill samtakanna. Leik-
maður gæti haldið að Landsbjörg
væri flestar björgunarsveitir lands-
ins en svo er ekki, aðeins um 30%
björgunarsveita er í Landsbjörg, hin-
ar tilheyra SVFÍ.
Innan Landsbjargar eru mjög vel
þjálfaðar björgunarsveitir sem þurfa
ekki að láta auglýsa sig upp með því
að láta almenning halda að þær séu
í röðum SVFÍ. Þær geta örugglega
staöið einar undir sínu merki. Eins
finnst mér ósmekklegt þetta neyðar-
kall og mér liggur við að segja hótan-
ir frá Guðbrandi að Landsbjörg muni
ekki geta þrifist nema björgunarsveit-
ir SVFÍ gangi til samstarfs við hana.
Anna og útlitið
H.K. hringdi:
Ég vil fyrir hönd nokkurra kvenna
norður á landi, sem eru saman í
saumklúbb, koma því á framfæri við
Rás tvö að við teljum að þátturinn
„Anna og útlitið" hafi mjög slæm
áhrif á morgunþátt Eiríks Jónssonar.
Þáttur Eiríks er að okkar mati mjög
góður og viljum við helst ekki missa
af honum en eftir að þessi Anna fór
að koma með pistla sína í þáttinn um
útlit fólks finnst okkur hann hafa
hríöversnað.
Hún tekur fyrir þekkt fólk úti í
þjóðfélaginu, nefnir það með nafni
og rífur síðan klæðaburð þess niður.
Finnur því allt til foráttu en getur
ekki einu sinni gert þetta á almenni-
legri íslensku. Fyrir nokkru tók hún
fyrir Rúnar hljómlistarmann og
sagöi þá: „Hann er eins ósmartur og
nokkuð getur verið". Við spyrjum:
Hvað varðar okkur um það hvernig
fólk klæðir sig? Hvaöa rétt hefur hún
til að gagnrýna og níöa fólk á þennan
hátt. Ef hún vill tala um klæðnað þá
er hægðarleikur að tala almennt um
hann án þess að nafngreina fólk.
Við vinkonurnar fyrir norðan
hvetjum Eirík til að hætta að koma
með pistla þessarar konu en leyfa
fólki frekar að heyra oftar í Guðrúnu
Þóru matvælafræðingi.
Ríkisstjómin:
Skorið niður á röngum stöðum
Sigurpáll hringdi:
Ríkisstjórnin, með Davíð Oddsson í
forsæti, mundar nú kutann og reynir
að skera niður á sem flestum stöðum
og er þá engu hlíft. Sjúkt fólk, hvort
sem þaö þarf að leggjast á sjúkrahús
eða taka inn lyf, og nemendur fá
ekki síst að kenna á þessum aðgerð-
um ríkisstjórnarinnar.
Að mínu mati ættu þessir menn að
líta sér aðeins nær þegar þeir bregöa
hnífnum á loft. Þeir safna að sér að-
stoðarfólki og er svo komið að nokkr-
ir ráðherrar hafa feiri en einn og
fleiri en tvo sér til hjálpar. Jón Bald-
Hringið í síma
27022
milli kl. 14 og 16
-eða skrifið
ATH.: Nafn og sími verður
að fylgja bréfum
vin Hannibalsson utanríkismálaráð-
herra réð nýlega Jakob Frímann
Magnússon, sem einhvern menning-
arfulltrúa í London og býr þar með
til nýja stöðu sem þarf að dæla fé í.
„Stöðugt eru að koma (ram í dags-
Ijósið nýjar og nýjar kostnaðar-
hækkanir bæði vegna ráðhússins
og Perlunnar."
Var niðurskurðarhnífurinn niðri í
skúffu hjá Jóni þegar hann réð Jakob
eða þarf bara að skera niöur sums
staðar?
Stöðugt eru að koma fram í dags-
ljósið nýjar og nýjar kostnaðarhækk-
ami bæði vegna ráðhússins og Perl-
unnar, sem frekar hefði átt að kalla
Auðkúlu. Forsætirráðherra ber því
við að fyrstu tölurnar hafi bara verið
skot út i loftið, því hafi kostnaðar-
áætlunin ekki verið raunhæf. Hon-
um virðist ekki þykja það neitt tiltök-
mál þó kostnaður viö þessar tvær
byggingar fari milljarða fram úr
áætlun en kostnaður við sjúka ein-
staklinga vex honum mjög í augum
og leggur til, ásamt öðrum í ríkis-
stjóminni, að sjúkrahúsum verði
fækkað á landsbyggðinni.
Ég viðurkenni að það er nauðsyn-
legt að gera róttækar ráöstafanir í
fjármálum ríkisins en núverandi rík-
isstjómin ræðst á garðinn þar sem
hann er lægstur og tel ég þaö alranga
stefnu sem ekki mun leiða neitt nema
slæmt af sér.
Orðskrípiö
„HAPPÓ“
Jón S, Þorleifsson hringdi:
Mér fmnst það til mitóllar van-
sæmdar fyrir Háskóla íslands að
nota oröskrípið „Happó“ um hið
nýja happdrætti sem er á vegum
Happdrættis Háskóla íslands. Há-
skólinn er og á aö vera musteri
hinnar íslensku tungu og ég á erf-
itt með að trúa því að ekki sé að
finna betra orð fyrir slíkt happ-
drætti en það sem nú hefur orðiö
fyrir valinu. Á vegum Háskólans
er starfandi málfarsnefhd og þar
em menn meðal annars stöðugt
að velta fyrir sér nýyrðum. Þvi
spyr ég nú bara: Var ektó hægt
að fá þessa menn til að finna ný-
yrði sem hentar betur en þetta
orðskrípi? Ég ætla rétt að vona
að þeir fræðingar sem þar starfa
hafi ekki verið með í ráöum þegar
þetta orö var vaiið því þá fmnst
mér fotóð í flest skjól.
Rástvö
F.H. hringdi:
Mig langar að segja mitt álit á
Rítósútvarpinu, rás tvö. Ég er
mjög ánægð meö morgunþátt rás-
ar tvö og þá menn sem þar eru
við stómvölinn en það á ekki við
um alla sem vinna að síðdegis-
og kvölddagskrá rásarinnar. Mér
finnst Stefán Jón Hafstein ekki
sýna viðmælendum sínum nægi-
lega mikla þolinmæði þegar hann
er að tala við þá í Þjóðarsálinni.
Það er eins og hann sé að keppast
við að koma sem flestum'að í
hverjum þætti og reynir eftir
megni að slita samtölunum sem
fyrst. En síðan er hann allan þátt-
inn að auglýsa beint símanúmer
þáttarins og hveija fólk til að
hringja inn. Það þýðir ekkert að
vera með svona opinn þátt, þar
sem fólk er hvatt til að hringja,
ef stjórnendur mega svo ekki
vera að því að tala viö það.
Eins get ég ekki sagt aö ég sé
ánægð með Sigurður Pétur og
þátt hans. Ég hef tvisvar sinnum
reynt að fá senda afmæliskveðju
en ég hef hitt eitthvað illa á hann
því hann var hálfleiöinlegur við
mig í símann og mátti ekkert vera
að þvi að tala við mig.
Átökin í Júgó-
slavíu
Júgóslavi hringdi:
Mig langar að koma á framfæri
þakklæti til Gunnars Eyþórsson-
ar en ég tel aö grein, sem hann
skrifaði i DV þann 4. október,
hafi verið mjög góð og raunsæ.
Greinin ber vott um að hann
þektó nokkuð vel til þessara mála
og er ég sammála flestu sem þar
stendur.
Aftur á móti er ég mjög ósam-
mála grein sem Tryggvi Líndal
skrifaði sem svar við grein Gunn-
ars Eyþórssonar og birtist í DV
9. október sl. Hann leggur til að
Júgóslavar útkljái sin mál með
blóðsúthellingum. Að mínu mati
koma blóðsúthellingar engum til
góða. Ég skil ekki slíkan hugsuh-
arliátt. Það hryggir mig aö þjóð
min standi í slikum stríösátökum
og vona að þeim limii sem allra
fyrst.
Óvirðing við
krossinn
J.S.Þ. hrrngdi:
Ég vil koma því á framfæri að ég
er mjög ósáttur við að presturinn
í Grafarvogi er að grafa upp úr
sér genginn raftnagnsstaur sem
hann hyggst nota sem kross. Mér
finnst þetta óviröing viö kross-
martóð. Það á að raeöhöndla
krossa og krossmarkið meö lotn-
ingu og virðingu. Þessi rafmagns-
staur, sem presturinn ætlar að
fara aö nota sem kross, er einnig
í állt öðrum hlutföllum en kross
og þar af leiðandi er ektó hægt
að nota þetta sem kross. Það er
ósk mín að hætt verði við þetta
áform.