Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI (91 >27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð-Í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Auð bók Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sent frá sér hvíta bók. Réttnefni á henni er auð bók. í henni segir ekkert sem marktækt er eða fréttnæmt. Hún er samansafn fagurra fyrirheita, almennra yfirlýsinga og loðinna stefnu- marka. Allt það orðagjálfur hefur mátt lesa í stjórnmála- yfirlýsingum stjórnarflokkanna og kosningabækling- um. Loforðalistar í allar áttir. Þetta er þunnur þrettándi. Hvíta bókin heitir Velferð á varanlegum grunni. Sá grunur vaknar að ríkisstjórnarflokkarnir séu að gera tilraun til að líkja eftir viðreisnarbókinni sem ríkis- stjórn sömu flokka gaf út 1959 til 1960, þegar viðreisnar- stjórninni var hleypt af stokkunum. En þetta er léleg eftirlíking og verður að vandræðalegri skrítlu við þann samanburð. Viðreisnarstjórnin lagði línurnar, stokkaði upp og sagði tæpitungulaust hvað gera skyldi. Hún bylti efnahags- og atvinnumálum, hleypti frelsinu inn um gættina og hristi af sér klafa sem fram að því hafði þjak- að þjóðina. Viðreisnarstjórnin hafði skýra pólitík. Hún þurfti ekki að vefja stefnu sína inn í loðmullur. En hvað stendur í auðu bókinni? Ríkisstjórnin stefnir að, ríkisstjórnin mun standa vörð um, ríkisstjórnin legg- ur áherslu á. Það úir og grúir af góðum fyrirætlunum og „selvfólgilegheitum“ en það fer minna fvrir þeirri umbyltingu og þeim útskýringum sem segja til um það hvernig markmiðunum skuh náð. í tveim stærstu málunum, sjávarútvegs- og landbún- aðarmálum, eru engar bitastæðar yfirlýsingar aðrar en þær að „stjórn fiskveiða skuli miða að hóflegri og hag- kvæmari nýtingu fiskistofnanna og sanngjarnri skipt- ingu á arðinum af auðlindum sjávar.“ Hafa menn heyrt þetta áður? Um landbúnaðarmálin segir: „Ríkisstjórnin mun fyr- ir sitt leyti stuðla að því að framleiðsla, vinnsla og dreif- ing landbúnaðarafurða verði löguð að markaðsaðstæð- um og neysluvenjum. Stefna ríkisstjórnarinnar er að draga úr afskiptum hins opinbera af landbúnaðarfram- leiðslunni og lækka ríkisútgjöld og matvælaverð.“ Kunna þeir ekki annan betri? Það er kaldhæðnislegt þegar ríkisstjórnin lýsir yfir því að heildarútgjöld ríkissjóðs af landsframleiðslu fari hækkandi og hún vilji breyta þeirri þróun. Ekki sjást þess merki í fyrsta fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar. Hlutur ríkisins hefur aldrei verið hærri. Ríkisstjórnin ætlar að stuðla að markvissum umbót- um í húsnæðismálum. Þetta er sett á prent sama daginn og húsbréfakerfmu er ruglað til í fullkomnu ráðleysi. Ríkisstjórnin segist vilja fijálsa samkeppni í þágu neyt- enda. Þetta er á þrykk sett sama daginn og samgöngu- ráðherra synjar SAS flugfélaginu um að bjóða neytend- um hagstæðara flugfargjald í krafti samkeppninnar! Ríkisstjórnin hyggst auka aga og ráðdeild í opinber- um rekstri. Þetta er gefið út á sama tíma og allir ráðherr- arnir eru ýmist að fara eða koma úr dýrum utanlands- reisum með eiginkonur sínar upp á arminn. Allt á kostn- að agans og ráðdeildarinnar og almennings. Ríkisstjórnin verður að gera betur en að senda frá sér shk marklaus plögg. Sjálfstæðisflokknum og Al- þýðuflokknum er betur treystandi en öðrum flokkum til að koma skikki á þjóðarbúið og leiða þjóðina út úr krepputah og svartsýni. Ríkisstjórn þessara flokka hefur lag. Hún á að búa okkur undir nýja öld en það verður hún að gera með öðrum hætti en að gefa út auðar bæk- ur með engu innihaldi. Ellert B. Schram Stjórnvöld þurfa að kynna hversu mikilli vaxtalækkun þau hyggist ná fram, hvernig og á hve löngum tíma, Markaðslausn gegn hávöxtum Um skeiö hefur töluverð umræða verið um hátt raunvaxtastig og or- sakir þess. Þó vandinn hafi lítt ver- ið skilgreindur er almennt viður- kennt að umfangsmikil útgáfa rík- istryggðra verðbréfa og mikil lánsfjárþörf hins opinbera ásamt Utlum almennum sparnaðarvilja séu orsakir hárra raunvaxta. Lítill munur á 5 og 25 ára bréfum Að mínu mati er alvarlegasti hluti þess vanda sem við er að etja sú háa ávöxtunarkrafa sem beitt er í viðskiptum með ríkistryggð skuldabréf sem gefin eru út til langs tíma. Þannig gerir markað- urinn Utinn greinarmun á ríkis- skuldabréfum sem gefin eru út til 5 eða 10 ára og húsbréfum sem gef- in eru út til 25 ára. Ávöxtunarkrafa markaðarins er í báðum tilvikum um 9%. Þetta gefur tíl kynna að kaupend- ur og seljendur verðbréfa búist við áframhaldandi háum vöxtum um margra ára skeið. Þannig má rökstyðja að vænst sé mikils fram- boðs ríkistryggðra verðbréfa og mikillar lánsfjárþarfar hins opin- bera nokkuð mörg ár í viðbót. Aö mínu mati er þetta þó nánast óhugsandi. Hér er ég ekki að leggja mat á það hvort hið opinbera eigi í vandræðum með að koma því fé í lóg sem tekið er að láni, heldur hitt - afleiðingarnar. Ég leyfi mér að fullyrða að verði hið háa vaxta- stig langvinnt muni það leiða til enn frekari stöðnunar í atvinnu- þróun þar sem önnur starfsskilyrði útiloka að arðsemi flestra annarra fjárfestinga standist samanburð við hina háu raunvexti. Hátt vaxta- stig innanlands mun jafnframt leiða til vaxandi innstreymis er- lends fjármagns þótt gengisáhætta og lagahömlur virki gegn því í augnablikinu. Ótrúverðug efnahagsstefna En hvað heidur raunvaxtastigi svo háu? Af framangreindu virðist vart unnt að fuliyrða að það sé ein- ungis mikil lánsfjáreftirspum op- inberra aðila samhliða Utlum sparnaðarvilja. Kaupendur og selj- endur verðbréfa virðast meta að- stæður svo að verulegar líkur séu á háum raunvöxtum um langa hríð. Þetta mat á aðstæðum sýnir glöggt að stefna stjórnvalda í opin- berum fjármálum þykir ekki trú- verðug. Markaðslausn skynsamlegust Það er mitt mat, að eina skynsam- lega leiðin út úr þeim vanda sem við blasir í vaxtamálum, sé að markaðurinn gegni sem stærstu hlutverki. Það sem vantar er hins vegar trúverðug stefna í efnahags- KjáUarinn Yngvi Harðarson hagfræðingur málum. Trúverðug efnahagsstefna þarf að uppfylla að minnsta kosti tvö skilyrði: í fyrsta lagi, að al- menningur trúi því að stjórnvöld hafi raunverulegan áhuga á að ná markmiðum yfirlýstrar stefnu. í öðru lagi, að almenningur trúi því einnig að markmiðum yfirlýstrar stefnu verði náð. Lykilspurningarnar eru því tvær: Hafa stjórnvöld raunverulegan áhuga á lækkun raunvaxta? Og, ef við trúum því, teljum við þá að stjórnvöld valdi vandanum? Trygging gegn háum vöxtum Fyrsta skrefiö í átt að lægri vöxt- um er augljóst. Stjórnvöld þurfa að kynna hversu mikilli vaxta- lækkun þau hyggist ná fram, hvemig og á hve löngum tíma. Vandamálið felst þó að hluta í því að almenningur hefur enga trygg- ingu fyrir því að áformin verði að veruleika. Við þessu er einfalt svar. Stjórnvöld geta boðið slíka trygg- ingu. Þannig gæti t.d. Seðlabank- inn haldið uppboð á réttinum til að selja honum húsbréf eða ríkis- skuldabréf á gefnu gengi innan til- tekins tímabils. Hér hjálpar einfalt skýringardæmi: Stjórnvöld marka stefnu til nokkurra ára í opinber- um fjármálum og peningamálum. Stefnan er sett fram þannig að dregið sé úr opinberri lánsfjárþörf með það fyrir augum að lækka raunávöxtun 25 ára skuldabréfa úr 9% niður í 6% á einu ári. Stefnan er vel auglýst og strax í kjölfarið hefur Seðlabankinn regluleg upp- boð á réttinum til að selja bankan- um ríkistryggð langtímabréf með þeirri raunávöxtun sem hin opin- bera stefna gefur til kynna. í þessu dæmi er um að ræða 6% raun- ávöxtun 25 ára bréfa. Sá sem keypt hefur slík réttindi af Seðlabankan- um veit að hann mun ekki greiða hærri raunávöxtun en 6%. hver sem ávöxtunarkrafa markaðarins er á hverjum tíma. Ef stefna stjórn- valda hefur hins vegar heppnast vel þegar upp er staðið gæti raun- ávöxtun jafnvel verið lægri en 6% og í því tilviki er óþarft að nota réttinn til að selja Seðlabankanum. Af þessu má sjá að rétthafmn er tryggður fyrir því aö greiða hærri raunávöxtun en stefna stjómvalda gefur til kynna. Markaðslausnin Markaðsverð réttindanna, þ.e. uppboðsyerðið, ræðst af nokkrum þáttum. í þessu samhengi er helst að nefna hversu trúverðug stefna stjómvalda þykir sem og hversu langan tíma stjómvöld ætla sér til að ná settu markmiði. Sala slíkrar tryggingar yki eftir- spurn eftir húsbréfum og ríkis- skuldabréfum vegna tryggs mögu- leika á gengishagnaði. Þannig gætu sumir keypt skuldabréf í dag með háum aflollum og verið vissir um að geta selt þau síðar með htlum eða jafnvel engum affollum. Jafn- framt drægi úr framboði húsbréfa í bráð þar sem aukin trú ríkti á stefnu til vaxtalækkunar. Eigendur húsbréfa sem keypt hefðu ofan- greinda tryggingu gætu selt bréfin síðar með minni affollum en nú ríkja og þannig dregið úr raun- verulegum lántökukostnaði sínum. Þannig fælist raunverulegur hagur eigenda húsbréfa í því að seinka sölu þeirra. Afleiðingin af þessu tvennu, meiri eftirspurn eftir ríkistryggð- um bréfum og minna framboði þeirra, yrði því lækkandi ávöxtun- arkrafa og stefna stjórnvalda um lækkun raunvaxta gengi upp. Þetta er markaðslausn, en hver er stefna stjómvalda? Yngvi Harðarson „Ég leyfi mér að fullyrða að verði hið háa vaxtastig langvinnt muni það leiða til enn frekari stöðnunar í atvinnuþró- un þar sem önnur starfsskilyrði útiloka að arðsemi flestra annarra fjárfestinga standist samanburð við hina háu raun- vexti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.