Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Blaðsíða 17
MÁNUDÁGUR 14. GKTÓBER 1991 17 DV Fréttir DV-mynd Örn Fólk og lé í Stíflurétt í Fljótum - talandi dæmi um þjónustu Umboðs- og söluaðilar eru á Gulu línunni tuu 62-62-62 Hringdu fyrst í Gulu línuna áður en þú leitar annað Fé kemur vænt af fjalli Öm Þóraiinsson, DV, Fljótum; Sauðfé kemur mjög vel útlítandi af fjalli í Fljótum í haust. Menn eru sammmála um að vænleiki fjárins sé með allra mesta móti enda var sumarið með eindæmum gott. Feðgarnir á Reykjarhóli í Austur- Fljótum, þeir Númi Jónsson og sonur hans Jón, slátruðu fyrir skömmu 80 lömbum og reyndist meðalvigt þess- ara lamba vera 19,8 kíló. Þrátt fyrir svona mikinn þunga féllu tiltölulega fáir skrokkar fyrir fitu af þessum vænu lömbum. Þess má geta að féð á Reykjarhóli var keypt í Kirkjubóls- hreppi á Ströndum fyrir tveimur árum. Á fleiri bæjum hefur fallþungi dilka verið mjög góður, víðast á bil- inu 16,5-18,0 kíló. Fé hefur íjölgað í Fljótum síðustu þrjú ár eftir niðurskurð vegna riðu- veiki. í haust verður slátrað hðlega tvö þúsund dilkum úr sveitinni. Háskólinn á Akureyri: Kennaradeild næsta ár? Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: Forráðamenn Háskólans á Akur- eyri hafa ákveðið að leggja til við menntamálaráðherra að stofnuð verði kennaradeild við skólann og kennsla hefjist næsta haust. í skýrslu, sem unnin hefur verið, segir að ýmis rök mæli með stofnun deildarinnar við skólann á Akureyri. Gert er ráð fyrir að 30-40 nemendur muni stunda nám við kennaradeild- ina og gert er ráð fyrir fjögurra ára námi.' HAPPDRÆTTI HJARTAVERNDAR Við treystum á stuðning þinn ... í þína þágu Hveragerði stendur undir nafni Hin árlega hreinsun á borholum Hitaveitu Hveragerðis hefur staðið yfir að undanförnu en holurnar eru fimm. Það má með sanni segja að Hveragerði hafi staðið undir nafni síðustu daga - krafturinn úr iðrum jarðar er griðarlegur og hávaðinn mikill. En Hvergerðingar þekkja þetta vel, taka þvi með jafnaðargeði og gæta sín á heitri gufunni. Myndin er tekin af starfsmönnum i vinnu sinni við hreinsunina. DV-mynd Sigrún Lovisa MtDavid öklaspelkur Frjáls hreyfíng með fullum stuðningi McDavid öklaspelkur eru nettar og einfaldar í notkun. Þú getur notað þær hvort sem þú ert í skóm eða ekki. Ef þú notar þær inni i skóm þú fer lítið fyrir þeim. Þú getur valið um mismikinn stuðning frú öklaspelkunum og þær eru léttar á fæti. Öklaspelkurnar eru á góðu verði og þær má þvo. Rúnar Kristinsson er einn af fjölmörgum íþróttamönnum sem notar öklaspelkur frá okkur. McDavid öklaspelkur, fljótlegrí en íþróttatape! nicDavid GISLI FERD !>”SON HF Lækjargötu 6, sími 20937, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.