Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 1991. Menning Dásamlegt að vera á sjónum þegar hægt er að mála í frítímanum - segir Elías Hjörleifsson sem heldur sína fyrstu einkasýningu í Hafnarborg Elías Hjörleifsson, listmálari og sjómaður, fyrir framan eilt verka sinna. DV-mynd GVA Ekki er Elías Hjörleifsson þekktur listmálari hér á landi þótt hann hafi verið að mála meira eða minna i rúm þrjátíu ár, enda er sýning hans í Hafnarborg í Hafnarfirði fyrsta einkasýning hans. Ástæðan er fyrst og fremst sú að Elías bjó í tuttugu og sjö ár í Danmörku þar sem hann starfaði sem matsveinn og málaði þess á milli. Tók hann þátt í mörgum samsýningum og var með einkasýn- ingar. Elías er aö mestu sjálfmennt- aöur í listinni en sótti námskeið í teikningu og grafik i Kaupmanna- höfn auk þess sem hann fór í náms- feröir til ýmissa Evrópulanda meðan hann bjó í Danmörku. Á sýningunni í Hafnarborg sýnir hann eingöngu málverk sem hann hefur málað hér heima síðastliðin tvö ár eða eftir að hann flutti heim. Eru þau unnin að mestu í olíu. í stuttu spjalli var hann fyrst spurður hvers vegna hann hefði sest að í Danmörku. „Ég fór út til að læra matreiðslu og hafði aldrei ætlað mér annað en að koma heim að loknu námi. Ég var byrjaður aö mála hér heima og þá nær eingöngu landslagsmálverk og fljótlega byrjaði ég að mála eftir að ég kom út. í fyrstu hélt ég áfram að mála íslenskt landslag, þá eingöngu eftir myndum, en það gekk ekki eins og gefur að skilja og fór ég því að mála fígúratíft og gekk síöan í gegn- um marga þætti í myndlist. Þegar ég var búin að vera í flmmtán ár úti tók ég þátt í samsýningu hér heima, kom með „collage" eða klippimyndir. Þetta var um sama leyti og ég flutti frá Kaupmannahöfn til suðurhluta Danmerkur við landamæri Þýska- lands. Þar hafði ég góða aðstöðu til að mála en vann þó aðeins að málara- listinni að hluta og var alls ekki eins mikill kraftur í mér og nú eftir að ég er kominn heim. fjarveru var eins og ég hefði aldrei farið og fannst mér ekki koma annað til greina en að taka upp þráöinn þar sem frá var horfið og fór að mála landslagsmyndir og um leið fór ég að vinna meira með olíuliti. Eins og sjá má nota ég töluvert konur í myndirnar og þetta eru nær undan- tekningarlaust andlit sem ég man eftir frá því ég var ungur. - Lifir þú af myndlistinni? „Nei, á milli þess sem-ég mála er ég á sjónum að elda ofan í sjómenn. Yfirleitt hef ég haft ágæta aðstöðu um borð og málað flestar minni myndirnar á sjónum milli þess sem ég kokka og notast þá yfirleitt.við vatnsliti, olíukrít og akrýlmálningu. Það má segja að ég hafi haft mína eigin vinnustofu um borð á þeim tog- urum sem ég hef verið á og sjálfsagt hefði ég ekki þolað við á sjónum ef ég hefði ekki getað málað í leiðinni. Mér finnst það alveg dásamlegt að fara á sjóinn í kannski langan túr vitandi það að ég get notað frístund- irnar til að mála.“ - En í landi, hvar málar þú? „Ég bý á Hellu og kann sérstaklega vel við mig í sveitinni. Þar hef ég vinnustofu en geri mér ferðir þaðan austur í óspillta náttúruna og teikna skyssur og vinn svo í olíu í vinnustof- unni. Margar af stærri myndunum á sýningunni eru unnar upp úr því stórkostlega landslagi sem verður á vegi manns í gönguferðum. - Hvað tekur við eftir þessa sýn- ingu? „Ég vona að sjálfsögðu að þessi fyrsta einkasýning mín hér á landi takist vel en svo tekur brauðstritið við. Ég fer örugglega aftur á*sjóinn einhvern tíma og held að sjálfsögðu áfram að mála.“ -HK Fyrirgefning syndanna, ný skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Ólafsson: Ævi- og f erðasaga Is- lendings í útlöndum Landslagsmálverk máluð í olíu - Ég sé á málverkunum á sýning- unni að þú hefur aftur snúið þér að landslagi. „Það er nú svo skrýtið að þegar ég steig fyrst fæti hér á land eftir langa ÍÍNITECH1 Litsj ónvarpstæki 20" m/Qarst. kr. 29.950,- stgr. 5 ára ábyrgd á myndlampa VÖNDUÐ VERSLUN HUÉMCQ FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 I Fyrirgefning syndanna heitir ný skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sem kemur út hjá Vöku-Helgafelli í haust. Áður hafa komið út eftir hann smásagnasafnið Níu lyklar (1986) og skáldsagan Markaðstorg guðanna (1988) sem báðar seldust vel. En hvers konar bók er það sem Ólafur Jóhann sendir nú frá sér eftir þriggja ára hlé? Við leituðum til út- gefanda hans, Ólafs Ragnarssonar, til þess að fá fregnir af því. „Fyrirgefning syndanna er ’í senn eins konar ævisaga aldraðs íslend- ings og ferðasaga um tuttugustu öld- ina frá árum síðari heimsstyrjaldar- innar til nútímans. Á yfirborðinu heldur söguþráður lesandanum fóngnum en þegar betur er að gætt leynist aragrúi óvæntra atriða undir yflrborðinu," sagði Ólafur. Hann sagði aö raunverulegt upphaf sög- unnar væri á íslandi 1935 þegar aðal- persónan, Pétur Pétursson, væri að leggja upp í ferðalag. Frá þvi hann stigi á skipsfjöl væru örlögin ráðin. „Ferill Péturs birtist lesandanum í minningarleiftrum frá liðinni tíö sem mynda loks eina heild,“ sagði Ólafur. DV fékk leyfi til að birta upphafs- Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og framkvæmdastjóri hjá Sony. línur bókarinnar. Þær varpa nokkru (jósi á Pétur Pétursson og skapgerö hans en þar segir Pétur: „Syndir mínar verða ekki fyrir- gefnar, enda bið ég ekki um fyrir- gefningu og fyrirgef ekkert sjálfur. Ég hef engu að tapa; ekkert verður tekið frá mér sem ekki hefur þegar gengið mér úr greipum. Allt er hé- gómi og augu okkar grá fyrir skýi sjá aðeins brot hinnar miklu mynd- ar; við segjum: ljósið er indælt og ljúft er fyrir augun að horfa á sólina, en höllumst því næst aftur í mjúkri sessu með te í bolla, bíðum sólseturs og vitum að næturnar verða langar þegar sumarið er liðið.. En hveijar eru syndir Péturs? Hvað gerðist á styijaldarárunum í Danmörku sem liggur honum svo þungt á hjarta? Að hve miklu leyti mótast líf Péturs af sekt hans? Þess- um spumingum verður ekki svarað með ööru en að lesa bókina. Ólafur Ragnarsson sagði að í Fyrir- gefningu syndanna birtust sterkar andstæður: Líf og dauði, ást og hat- ur, glæpur og refsing. Hann sagði aö Ólafur Jóhann hefði margsagt að góðar bækur ættu að vera skemmti- legar aflestrar fyrir allan almenning en jafnframt ættu þær að vera áhugaverðar fyrir þá sem hefðu áhuga á bókmenntum. -HK Þrjár Ijóða- bækurÞórarins Eldjárns í vor kom út Ijóðabók eftir Þór- arin Eldjám, Hin háfleyga mold- varpa, og hafði hann þá ekki sent frá sér ljóðabók í nokkur ár. Þór- arinn er aftur á ferðinni í haust /og nú með tvær ljóðabækur. Önn- ur heitir Óðfluga og er ætluð bömum. Sigrún Eldjárn systir hans myndskreytir þá bók. Þriðja ljóðabók Þórarins í ár nefnist Ort. Jóhann Páll Valdimarsson hjá Forlaginu og útgefandi Þórar- ins sagði að munurinn á Hinni háfleygu moldvörpu og Ort væri að í fyrrnefhdu ljóðabókinni hefði verið um óbundin ljóð að ræða en í Ort væru háttbundin Ijóð. Minningar- vakaumGeir Kristjánsson Eins og kunnugt er lést skáldið og þýðandinn Geir Kristjánsson fyrir stuttu. Geir þótti miklum hæfileikum búinn 'þótt ekki liggi mikið eftir hann. Rétt fyrir lát hans kom út bók með Ijóöaþýð- ingum eftir hann og heitir hún Dimmur söngúr úr stefi. Til að minnast Geirs hafa nokkrir vina hans efnt til minningarvöku sem verður 26. október í Listasafhi Siguijóns. Þar mun Þorgeir Þor- geirsson segja frá ævi Geirs og Vilborg Dagbjartsdóttir, Baldvin Halldórsson, Arnór Benjamíns- son og Karl Guðmundsson lesa upp úr verkum hans. Heimilda-og stuttmyndahátíð kvikmynda- gerðarmanna í næsta 'mánuði verður haldið upp á tuttugu og fimm ára af- mæli Félags kvikmyndagerðar- manna með hátíðarhöldum sem hlotið hafa nafnið Leysingar. Er um að ræða heimilda- og stutt- myndahátíð í Háskólabiói. Þar verða sýndar myndir frá Norður- löndum, Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Eystrasaltslöndun- um. Jafnframt verður sýnt úrval af íslenskum heimilda- og stutt- myndum. Þeir sem vilja koma myndum sínum á framfæri eru beðnir um að skila þeim á VHS- eintaki á skrifstofu Félags kvik- myndageröarmanna og er skila- frestur til 25. október. Myndirnar verða að vera 16 eða 35 mm og mun hlutlaus dómnefnd velja úr innsendum myndum til sýningar. Ljóðatónleika- röð í Gerðubergi aðhefjast Undanfarin þijú ár hefur veríð ljóðatónleikaröð í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Fjórða starfsárið er hafið og verða fyrstu tónleikarnir um næstu helgi. Á þeim munu ungar söngkonur, Ema Guðmundsdóttir og Sigríö- ur Jónsdóttir, heQa upp raust sina en í fótspor þeirra fylgja tón- leikar meö Önnu Júlíönu Sveins- dóttur, Sverri Guðjónssyni og Slgnýju Sæmundsdóttur. Há- punkturinn á tónleikaröðinni eru tónleikar Kristins Sigmundsson- ar í mars en vegna anna erlendis verða aðeins einir tónleikar með honum og Ijóst er að aöeins áskrifendur að tónleikunum komast á þá. Undirleikari á öllum tónleikum vetrarins verður Jón- as Ingimundarson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.