Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Blaðsíða 28
MÁNÚDÁGUR 14. OKTÓBER 1991. Sviðsljós Dans í Danmörku og Hollandi: Áhugamenn keppa um heims- meistaratitil Tveir nemendur Nýja dansskól- ans, þau Víðir Stefánsson og Fjóla Rún Þorleifsdóttir, eru á fórum utan til þess að taka þátt í þremur heims- meistarakeppnum áhugamanna í dansi. Fyrsta keppnin fer fram í Árhus í Danmörku núna á laugardaginn þar sem unglingar á aldrinum 16-18 ára keppa í latín-dönsum. Næsta heimsmeistarakeppni fer svo fram í Hollandi í nóvember þar sem keppt verður í tíu dönsum áhugamanna. Þriðja keppnin verður einnig í Hol- landi en þar taka þau þátt í keppni í svokölluðum „standard" dönsum áhugamanna. Þau Víðir og Fjóla hafa æft mjög stíft fyrir þessar keppnir og eru í góðu formi en samkeppnin er mjög hörð í keppnum sem þessum. Þau hafa æft mjög stift, enda i góðu formi. Víðir Stefánsson og Fjóla Rún Þorleifsdóttir taka þátt í þremur heims- meistarakeppnum í vetur. Uppboð stórstjama Leikarinn Gene Hackman hefur nú sýnt á sér aðra hlið en komið hefur í ljós aö hann er bara nokkuð góður málari. Hann hélt fyrir nokkru uppboð á málverkum frægs fólks í Hanson galleríinu í Los Angeles og á meðal verkanna voru myndir eftir hann sjálfan. AUar myndimar á sýningunni voru til sölu og á ágóðinn að renna til góðgeröarstarfsemi. Á meðal þeirra sem tóku þátt má nefna fræg nöfn eins og Lorettu Swift, Jane Seymour, Pierce Brosn- an, Peter Falk, Roger Moore, Ant- hony Quinn, Mickey Rooney og Sylvester Stallone. Flestallar myndirnar ruku út og vakti það furöu' hversu mikla myndhstarhæfileika sumir leikar- arnir hafa. Gene Hackman segist standa berskjaldaður gagnvart gagnrýnendum sem fjalla um myndirnar hans, leik- arahæfileikarnir komi þar að engu gagni. Hér er hann fyrir framan eina mynda sinna. Loretta Swift og Jane Seymour standa hér fyrir fram- an myndir sínar sem runnu út eins og heitar lummur. Glatt var á hjalla allan timann sem námskeiðið fór fram, hvort sem það var á meðan ræður voru fluttar eða í kaffitímum. Svanfriður Guðjónsdóttir, Brynja Guðjónsdóttir og Kolbrún Jónsdóttir tilbúnar í slaginn við bergrisana í íþróttahreyfingunni. Umbætur í kvenna- íþróttum Unnur Stefánsdóttir, formaöur nefndarinnar sem sá um nám- skeiðið, býr sig undir að halda ræðu. Innan íþróttasambands íslands, ÍSÍ, er starfandi nefnd sem vinnur að umbótum í kvennaíþróttum. Helgina 27.-29. september stóð nefndin fyrir námskeiði sem fjall- aði um stöðu kvenna í stjórnunar- störfum innan íþróttahreyfingar- innar. Þrettán konum víðs vegar af landinu var boðið að taka þátt í námskeiðinu sem var haldið í íþróttamiðstöð ÍSÍ á Laugarvatni. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Anne Johansson og Vanda Sigurgeirsdóttir. Anne hefur starf- aö sem sérstakur starfsmaður um jafnréttismál hjá sænska íþrótta- sambandinu og haldið sams konar námskeið á vegum þess. Meðal þess sem þátttakendur lærðu á námskeiðinu voru ræðu- mennska, framkoma og fundar- sköp auk þess sem stöðugt var hresst upp á sálina með verkefnum sem fjöUuðu um jákvæða sjálfsí- mynd. -ih Marlon Brando faöir í sjötta sinn Þar kom að þvi að eitthvaö já- með fjórum konum. kvætt geröist i lífi Marlon Brando, Nýja bamið kemur aldeilis til en hinn 67 ára leikari er að veröa með aö snúa lukkuhjólinu i lífi faðir í sjötta sinn. Marlons, því undanfarið hefur allt Sagteraðfyrrumráðskonahans, gengið á afturfótunum í einkalífi hin 33 ára gamla Christina Ruiz, kappans. eigi von á öðru bamí sínu með leik- Sonur hans Christian var dæmd- aranum næsta vor, en saman eiga ur fyrir að myrða kærasta systur þau tveggja ára gamla dóttur. sinnar, Cheyenne, íyrr á árinu og Marlon og Christina búa þó ekki nú er Cheyenne á geðsjúkrahúsi saman, hún býr í San Fernando- eftiraðhafagerttværsjálfsmoröst- dalnum í Kalifomíu en hann í Be- ilraunir. verlyHills. Til aö kóróna allt saraan lenti Brando hefur tvisvar gengið i tengdadóttir Marlons svo nýlega í heilagt hjónaband og á nú sex böm bílslysi og lést.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.