Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1991, Blaðsíða 31
43
MÁNUDAGUR 14, OKTÓBER 1991.
Skák
Jón L. Árnason
Ehlvest fór illa að ráði sínu gegn Khalif-
man í lokaumferð heimsbikarmóts Flug-
leiða á laugardag. Eftir aöeins 21 leik
varð hann að leggja niður vopn. Þessi
staða kom upp í skák þeirra eftir 18. leik
hvíts. Khalifman hafði svart og átti leik:
1
A A
m á A
m
A A
A A
4}
ABCDEFGH
18. - Db5!Ógnar illilega á skálínunni tl
a6 - hótunin er 19. - Ba6 og máta. Eftir
19. a4 Dc4 blasa sömu vandamál við.19.
Bd2 Ba6 20. 0-0-0 Da4!NÚ er fátt til
varnar. Svartur hótar 21. - Hc8 22.
Kbl Bd3+ og Da7 fellur. Eftir 21.
Bxb4 Hxb4 gafst Ehlvest upp.
Bridge
Isak Sigurðsson
Örn Arnþór.sson í bikarsveit Ásgríms
Sigurbjömssonar tók áhættu sem tókst í
þessu spili í úrslitaleiknum við Landsbréf
um íslandsbankabikarinn. Sagnir gengu
þannig, norður gjafari og NS á hættu:
♦ ÁD10964
¥ --
♦ Á97
4» D873
♦ 7
¥ G10983
♦ G4
+ ÁKG106
N
V A
S
* 82
V KD7542
♦ 852
+ 92
* KG53
¥ Á6
♦ KD1063
+ 54
Norður Austur Suður Vestur
Jón B. Guðl. Aðalst. Örn
1« 3» 4» 6»
Pass Pass 64 Dobl
P/h
Örn Arnþórsson hélt á spilum vesturs
og átti að taka ákvöröun um sögn eftir
hindrun Guðlaugs á þremur hjörtum. Til
að tryggja sig á að fá rétt útspil er fimm
laufa sögnin sú sem fyrst blasir viö, en
hún hefur hugsanlega ekki nægjanlegt
hindrunargildi. Öm hefur eflaust haft í
huga aö NS fengju sem minnstar upplýs-
ingar um spilin og ákvað þvi að taka
áhættu með því að sleppa því að nefna
lauflitinn og stökkva beint í 6 hjörtu.
Pass noröurs er slemmuáskorun en dobl-
ið var síðan skýr ábendmg til Guðlaugs
um að sókn í hjartalitnum væri ekki
vænleg til árangurs. Guðlaugur átti um
tvö útspil að ræða, tígul eða lauf. Til allr-
ar hamingju fann Guölaugur laufaútspil-
ið og spilið fór einn niður. Ef til vill þjón-
ar það sama tilgangi fy rir vömina ef vest-
ur stekkur beint í sex iauf, til aö hindra
sem mest og benda á útspiliö. Þá er norð-
ur í vanda staddur hvort hann á að passa
til að gefa slemmuáskorun eða dobla því
hann veit ekki nema suður sé með lauf-
fyrirstöðu.
Krossgáta
7 z 4 J !
g J mmm
)D rr 1 r mmm n - .
tmmm IV J í
ib" j h
w TT
z/ i pr
Lárétt: 1 snuðra, 6 þyngd, 8 fiskur, 9
tunga, 10 verkfæri, 11 skrafa, 13 deyja,
15 innyfli, 17 gufu, 18 eftirmæh, 21 bylgj-
an, 22 lík.
Lóðrétt: 1 þykkni, 2 brúkaöi, 3 sýll, 4
skit, 5 angur, 6 leyfist, 7 gleði, 12 stíf, 13
liðuga, 14 hægfara, 16 sár, 19 átt, 20 gelt.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 putti, 6 vá, 7 emja, 8 lét, 10 nía,
12 flóa, 14 öshr, 16 MR, 17 Ra, 18 dreif,
19 grun, 21 Um, 23 umráð, 24 dá.
Lóðrétt: 1 pen, 2 um, 3 tjaldur, 4 tafir, 5
ill, 6 vé, 9 tarf, 11 ísar, 13 ómild, 14 örgu,
15 reið, 20 ná, 22 má.
Það er eitt sem við erum sammála um, það er
að við erum ekki sammála um neitt.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Kefiavík:- Lögreglan sími 15500,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími
11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsiö
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
ísaQörður: Slökkvilið sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna
í Reykjavík 11. til 17. október, aö báðum
dögum meðtöldum, verður í Lyfiabúð-
inni Iðunni. Auk þess verður varsla í
Garðsapóteki kl. 18 til 22 virka daga og
kl. 9 til 22 á laugardag.
Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn-
ar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opiö mánudaga til fimmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opið fóstudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og til skiptis annan hvem helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opiö frá kl. 9-19
virka daga, aöra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema iaugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokaö laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræöingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjarnames, sími 11000,
Hafnarijörður, sími 51100,
Keflavik, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögiun og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi-
móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími
620064.
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Simi 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um heigar, sími 51100.
Kefiavik: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartími
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18,
aörir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 Og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15-16.30
Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og, 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspitalinn: AUa virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30-16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Laugardaga og sunnudaga kl.
15-17.
Vísir fyrir 50 árum
Mánudagur 14. október.
Rússar hörfa til nýrra stöðva.
Wyasma á valdi Þjóðverja. Báðir.aðilar draga
að sér mikið varalið.
____________Spakmæli_______________
Baráttuna við illsku manna eigum við
ekki að heyja með því að dæma aðra
heldur með því að dæma okkur sjálf.
Albert Schweitzer
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst
alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og
um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs-
ingar í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavikur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Geröubgrgi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-fóstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaöir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga kl. 11-16.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið um helgar kl. 14-17.
Kaffistofan opin á sama tíma.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. .13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn íslands er opið alla daga
nema mánudaga 14-18.
J. Hinriksson, Maritime Museum,
Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél-
smiðjumunasafnið er opiö frá kl. 13.-17
þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn íslands. Opiö alla daga
nema mánudaga 11-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamarnes, sími 686230.
Akureyri, sími 24414.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 27311,
Seltjarnarnes, sími 615766. —
Vatnsveitubilanir:
Reykjavík sími 621180.
Seltjamarnes, sími 27311.
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, simi 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfjörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn. j '
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aöstoð borgarstofnana.
Tilkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Leigjendasamtökin Hafnarstræti 15,
Rvik., sími 23266.
Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími
91-676111 allan sólarhringinn.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 15. október
Vatnsberinn (20. jan. 18. febr.):
Forðastu að taka þátt í kjaftagangi hversu spennandi sem þaö
kann að vera. Þú færð hrós fyrir hvernig þér tekst til í ákveðnu
máli. Happatölur eru 11,18 og 36.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Gættu þess vandlega að kjafta ekki frá leyndarmálum. Alveg
óvænt hefur þú heppnina með þér í ákveðnu máli.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Þér gengur allt í haginn. Nýttu þér samstarfsvilja og þakklæti
fólks í kringum þig. Reyndu að sóa ekki tíma þínum í vitleysu.
Nautið (20. apríl-20. mai):
Þú tekur mikla áhættu með þvi að standa fastur fyrir, hvika
hvergi og neita öðrum um aðstoð. Happatölur eru 5, 21 og 30.
Tvíburarnir (21. mai-21. júní):
Það getur verið erfitt að brúa kynslóðabilið. Nýttu tækifæri til
þess að blanda saman viðskipum og skemmtun í kvöld.
Krabbinn (22. júní-22. júlí);
Þú mátt búast við mikilli áskorun í dag. Þú hefur í mörg horn
að líta og mikið að gera og átt þvi sennilega ekki auðvelt með að
slaka á. Láttu vandamál annarra þvi eiga sig.
Ljónið (23. júli-22. ágúst):
Vertu viðbúinn truflunum sem gætu reynt á þolinmæði þína. Þú
gætir þó hagnast og rétt við fjármála stöðu þína með útsjónarsemi.
Meyjan (23. ágúst-22. scpt.):
Kunningi þinn hefur mikil áhrif á þig og fyrirætlanir þínar. Hið
talaða mál hefur meiri þýðingu heldur en þaö ritaða.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Allar fyrirætlanir þínar ættu að ganga eins og í sögu. Hól sem
þú færð úr óvæntri átt gleður þig.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Þú mátt reikna með ýmsu óvæntu í dag. Einhver gæti reynt á
hæfni þína í erfiðri stöðu og gefur þér stóran plús ef þú stendur
þig-
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Þú átt mjör auðvelt með að umgangast fólk á öllum aldri. Ræddu
þó ekki persónuleg málefni þín við ókunnuga og alls ekki ef um
framtíðadrauma þína er að ræða.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Þú gætir verið of öruggur með sjálfan þig og metnaðarfullur í
ákveðnu máh. Forðastu um fram allt að taka að þér verk sem
þú hefur ekki þekkingu á.