Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Blaðsíða 4
4 ronr Q'acrM'XtT’ATA o ann*mi/nn( r LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991. Fréttir SigurðurB. Stefánsson: Skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar eru í molum háirframá mittnæstaár Sigurður B. Stefánsson, hag- fræðingur og framkvæmdastjóri VÍB hf., spáir því í nýjasta frétta- bréfi VÍB aö raunvextir verði áfram háir hérlendis. Sigurður segir orðrétt: „Veru- leg óvissa ríkir um vexti og hluta- bréfaverð á innlendum markaði á árinu 1992. Tvennt virðist þó nokkurn veginn ljóst. Annað er að raunvextir koma tii með að haldast háir, til dæmis svipaðir og þeir eru núna, a.m.k. framan af árinu. Hitt er að hækkun á verði hlutabréfa vegna byrjunarskeiðs markaðarins hefur nú að fullu verið tekin út og líklega vel það.“ í grein Sigurðar kemur fram aö raunvextir eru nú um 1,7 prósent hærri en haustiö 1990. „Laust eft- ir mitt ár 1990 hófst mikil hækk- un raunvaxta á innlendum verð- bréfamarkaði. Meðalávöxtun á Verðbréfaþingi íslands var þá innan við 7 prósent yfir verð- bólgu en hefur síðan hækkað um 1,5 til 1,7 prósent í um 8,5 pró- sent“ -JGH Getraunapott- arnir hækka Samstarf Islenskra getrauna og AB Tipstjánst í Svíþjóð hefst væntanlega 16. nóvember næst- komandi. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra skrifaði í gær undir reglugerðarbreytingu sem heimilar íslenskum getraunum að starfa með AB Tipstjánst í vetur. Það hefur tekið nokkurn tíma að berja slíka reglugerö saman og sameína þannig hags- muni getraunafyrirtækjanna og tipparanna. Gjörbreyting verður á aðstæð- um íslenskra tippara. Leikjunum fjölgar úr tólf í þrettán og verð hverrar raöar lækkar úr 20 krón- um í 10 krónur. Vinningum flölg- ar úr þremur í fjóra. Þá hækkar vinningshlutfallið úr 40% í 46%. í vetur hafa vinningar verið lágir hér en ef miðað er viö vinn- inga í Svíþjóð frá nóvember 1990 til april 1991 var meðaltal vinn- inga 136 milljónir króna. -E.J. Verði ekkert að gert liðast ASI í sundur - segir Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestflarða „Þaö hefur verið unnið að skipu- lagsmálum Alþýðusambands íslands síðan árið 1958 eða í 33 ár. Það hefur ekkert komið út úr því nema stofnun sérsambandanna svo sem Sjómanna- sambandsins, Landssambands iðn- verkafólks, Verkamannasambands- ins og svo framvegis. Bara stofnun sérsambanda og ekkert annað. Síðan var reynt að koma fjóröungssam- böndunum út en það tókst ekki. Það var mjög tekist á um það hvort þama ættu að vera starfsgreinasambönd þar sem vinnustaðurinn væri uppi- staða. Það er að segja allt fólk á sama vinnustað væri í sama verkalýðsfé- lagi. Sú hugmynd þótti mér góð og gæti staðist ennþá. Um þetta hefur verið deilt í öll þessi ár. Á þessum tíma hafa komið fram ótal hugmynd- ir en engin þeirra fengiö hljóm- grunn,“ segir Pétur Sigurðsson, for- seti Alþýðusambands Vestfjarða. Pétur segir að framtíð Alþýðusam- bands íslands sé í hættu. Hann telur að skipulagsmálin, verði ekkert í þeim gert, geti orðið til þess að Al- þýðusambandið eins og það er nú, liðist í sundur. Ekki ef það snertir þá sjálfa „Á síðasta þingi ASÍ var skipað i skipulagsnefnd. Nefndin hóf störf af krafti og vildi gera eitthvað raun- hæft enda tími til kominn. Það kom strax í ljós að menn eru tilbúnir til að koma með tillögur um allt nema það sem snertir þá sjálfa. En um leið og farið er aö ræða stóru málin, svo sem eins og það sem kallað er landa- mæri félaganna, það er hverjir eigi að tilheyra þessu eða hinu félaginu, þá lokast aUir. Þetta gerir það að verkum að það veröur engin framþróun í Alþýðu- sambandinu. í raun þyrfti Alþýðu- sambandið að vera samband allra launamanna í landinu. Þar er ég að tala um Farmanna- og fiskimanna- Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestfjarða, óttast um framtið Alþýðusambands íslands. sambandið, BSRB, BHMR og raunar öll samtök sem standa utan ASÍ í dag. Ég tel það músarholusjónarmið aö binda sig við það sem var þegar ASÍ var stofnað árið 1916. Eiginlega má segja að síðan þá hafi engin fram- þróun orðið önnur en sú að við höf- um verið að koma á laggirnar bákn- um til að stjórna. Þar er sjálft Al- þýðusambandið inni á Grensásvegi, landssamböndin staðsett víðsvegar um Reykjavík meö mismunandi stór apparöt til að vinna. Þau eru að vinna sömu vinnu og unnin er niöri í fjórðungssamböndunum og í félög- unum sjálfum. Allt er þetta í órafjar- lægð frá fólkinu sjálfu á vinnustað þess. Tengslin að rofna Það sem ég er einna hræddastur við er að tengslin við félögin séu að rofna, þrátt fyrir allan þann gifurlega kostnað sem fylgir þessu mikla bákni. Þetta bákn er farið að stjórna meira og minna í krafti skatta sem lagðir eru á verkalýðsfélögin í land- inu. Núorðið fer stór hluti af tekjum verkalýðsfélaganna í skatta til AI- þýðusambandsins, landssamband- anna og fjórðungssambandanna. Því eru nú æ fleiri og forystumenn félag- anna farnir að gera upp við sig og spyrja hvar félögin fái mestu þjón- ustuna fyrir þann skatt sem greiddur er. Ég held því fram, af reynslu minni hér fyrir vestan, að fjóröungssam- böndin séu þau samtök sem félögin þurfa. Við erum í mestu nálægðinni og því í nánastri snertingu við þau. Hjá okkur fá félögin þá þjónustu sem þau leita eftir. í þessu efni staðnæm- ast menn við það að fara ekki yflr lækinn til að sækja vatnið. Það má einnig benda á að fjórðungssam- böndin, landssamböndin og Alþýðu- sambandið eru að mestu að vinna sömu verkin, eru að hæra í sömu skálinni. Auk þess eru dæmi um aö ákveðnir árekstrar komi upp, þarna í milli. Þess eru dæmi aö einstakling- ar leiti beint til Alþýðusambandsins með mál sem eru í berhögg við það sem við erum að gera hér heima. Síðan er málið afgreitt frá ASÍ án þess að láta okkur vita.“ Milljón í skatt Varðandi skatt verkalýðsfélaganna til þessa mikla bákns tók Pétur dæmi af verkalýðsfélaginu Baldri á ísafirði. Þaö er 500 manna félag sem greiðir 1 milljón króna í skatt. Um það bil þriðjungur af því fer til ASÍ, þriðjungur til Verkamannasam- bandsins og þriöjungur til Alþýðu- sambands Vestfjaröa. Það eru 2.500 félagar í Alþýðusambandi Vest- íjarða, og þar sem skatturinn er greiddur eftir félagatölu, eru það 5 milljónir á ári sem fara til báknsins frá verkalýðsfélögunum á Vestfjörð- um. Og nú er verið að hækka skatta til Verkamannasambandsins. Á næsta ári munu verkalýðsfélögin vestra því greiða 6-7 milljónir króna í skatt. „Ef við nú greiddum allan þennan skatt til Alþýöusambands Vestfjarða í stað VMSÍ og ASÍ þá gætum við sett upp skrifstofu fyrir Suðurfírðina á Patreksfirði, Tálknafirði eða Bíldudal, hvar sem menn vildu stað- setja hana, auk skrifstofunnar á ísafirði. Þess vegna eru menn um allt land að spyrja sig hvort það sé þess virði að vera í Alþýðusambandinu eða landssamböndunum. Enn er það ótt- inn við að tvístra sem kemur í veg fyrir aö menn geri alvöru úr þessu. Skipulagsbreytingar þola enga bið Ég held að skipulagið ætti að vera þannig að félögin, einingarnar sjálf- ar, væru aðilar aö fjórðungssam- böndunum. Þau aftur aðilar að landssamböndunum og landssam- böndin aðilar að Alþýðusamband- inu. Við þetta myndi báknið minnka til muna og verða skilvirkari. Síðan vil ég að öll samtök launafólks, hvaða nafni sem þau nefnast, verði aðilar að ASÍ. Þannig er skipulagið á Norð- urlöndunum og gefst vel. Nú er þaö svo, eins og allir vita, að félögin sjálf fara meö samnings- réttinn. Því spyrja menn, þarf ekki sú þjónusta, sem báknið veitir, að vera mjög mikil til að réttlæta þessar háu skattgreiðslur. Einnig má benda á að við erum í æ ríkari mæli að fá háskólamenntað fólk til að stjórna verkalýðshreyfingunni. Þaö gengur ekki til lengdar. Stjórnendur hreýf- ingarinnar eiga að koma úr grasrót- inni sjálfri. Síöan geta þeir fengið sér háskólamenntað fólk sér til aðstoðar. Ef við setjum alla stjórnunina á einn stað undir stjórn háskólamanna er búið að rjúfa tengslin við fólkiö í fé- lögunum sjálfum. Ég hef hér nefnt nokkur dæmi um vandamál sem ekki verður komist hjá að taka á ef Al- þýðusambandið á ekki að liðast í sundur," sagði Pétur Sigurðsson. -S.dór 170 farþegar með Samvinnuferðum-Landsýn frá Akureyri til Dublin biðu spenntir á flugvellinum nyrðra i gærmorgun. Þoka hamlaði flugi og var ekki haldið af stað fyrr en siðdegis. Þær heyrðust ræða það, nokkrar kon- ur, að „einn dagur væri tapaður en það yrði e.t.v. hægt að vínna þetta upp þar sem hægt væri að versla á sunnudag". Myndin af feröalöngunum var tekin er þeir voru að „tékka inn léttar ferðatöskur" á Akureyrarflugvelli í gærmorgun en þeir eru væntanlegir til landsins annað kvöld. DV-mynd gk Langtímaveðurspá fram í miðjan nóvember: Heldur svalara en í meðalári Sitt lítið af hverju gæti langtíma- veðurspá bandarísku veðurstofúnn- ar (NOAA), sem gildir fram í miðjan nóvember, heitið. Samkvæmt þeim veðurmönnum vestra verður heldur svalara en í meðalári fram í miðjan nóvember en úrkoma verður hins vegar eins og í meðalári. Þannig skiptast á skin og skúrir. í fyrradag var þessi líka dásemdarheiöríkja en í gær gránaði með éljagangi. Sem fyrr vekjum við athygli á því að áreiðanleiki veðurspáa hrað- minnkar því lengra sem spátímabilið er. -hlh Langtímaspá um veður á N-Atlantshafi til 15. nóv. Byggt á gögnum NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) Spáin sýnir frávik frá medalhita og meöalúrkomu á spásyæOinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.