Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Qupperneq 7
ropr «í)Hl/rKVAl4 P H’lOAflíf AOTTA T LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991. 7 Fréttir Hagfræðistofnun Háskóla íslands: Skortur á samkeppni hækkar verð á landbúnaðarvörum - hækkunin frá árinu 1969 um 15 til 20 prósent umfram aðrar vörur Verð á landbúnaðarvörum hefur hækkað 15 til 20 prósent umfram annað á undanfömum tveimur ára- tugum. Verð á fiski hefur hækkað meira eða um 60 til 79 prósent um- fram annað. Þá hefur verð á innlend- um vöram, sem ekki hafa verið í samkeppni við erlendar vörur, hækkað um 30 til 35 prósent umfram annað á tímabilinu, segir í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands vann nýverið fyrir viðskipta- ráðuneytið. í skýrslunni er greint frá könnun stofnunarinnar á verðmyndun mat- væla á íslandi á árunum 1968 til 1989. Könnunin náði til þeirra neysluvara sem mynda framfærslugrunninn og var þeim skipt í 12 flokka. Skoðaðar voru verðbreytingar í hverjum flokki og bornar saman við verðþróun í hinum ellefu flokkunum. Skýrsluna unnu þeir Guðmundur Ólafsson hag- fræðingur og Ásgeir Valdimarsson, hagfræðingur stofnunarinnar. Að sögn Ásgeirs bendir könnunin til þess að lítil samkeppni, innlend og erlend, leiði til hærra vöruverðs. Komi það hvað skýrast fram í land- búnaðarvörunum. Bendir hann á að innlendar vörur, sem eiga í sam- keppni við innflutning, hafi lækkað í verði á tímabilinu. Sama eigi við um innfluttar vörur sem eigi í sam- keppni. Þær hafi lækkað um 10 til 15 prósent á tímabilinu sem könnun- in tók tU. Að hluta megi þó rekja skýringuna til tollalækkana. í skýrslu Hagfræðistofnunar er sú ályktun dregin að þar sem virk sam- keppni er milli innflutnings og inn- lendrar framleiðslu hafi hlutfallsleg verðlækkun átt sér stað á innlendum og innfluttum vörum. Varðandi fisk- inn hefur hins vegar samkeppnin milli útflutnings og innanlands- Fiskiþing: Hagræðingar- sjóður verði lagður niður Miklar deilur áttu sér stað á Fiski- þingi um hvað gera skuli við Hag- ræðingarsjóð. Hann á kvóta upp á um 500 milljónir sem til stendur að bjóða upp og nota peningana til haf- rannsókna. Fjárhagsnefnd þingsins gat ekki komið sér saman um eina tillögu og bárust þrjár misvísandi til- lögur frá nefndinni. Ein þar sem lagt var til að sjóðurinn verði lagður nið- ur. Punktur basta. Önnur tillagan var um að Fiskiþing féllist ekki á að sjóðurinn rynni til Hafrannsóknastofnunar enda biðu hans brýn verkefni samkvæmt lög- um. Þar er átt við úreldingu skipa. Þriðja tillagan var á þá leið að sjóð- urinn hefði það afmarkaða verkefni að kaupa upp gjaldþrota sjávarút- vegsfyrirtæki þar sem að minnsta kosti 50 prósent íbúanna hefðu lífs- viðurværi af sjávarútvegi. Sjóðurinn fái það hlutverk að endurskipuleggja slík fyrirtæki. Á þinginu var fyrsta tillagan sam- þykkt og hinar því ekki bomar undir atkvæði. Það var fulltrúi Landssambands íslenskra útvegsmanna sem bar fram tillöguna sem samþykkt var. Rök-. studdi hann tillögu sína með því að ef samþykkt yrði að sjávarútvegur- inn styrkti starfsemi Hafrannsókna- stofnunar kæmi ýmislegt fleira á eft- ir. Nefndi hann meðal annars rekst- ur Siglingamálastofnunar og fleiri slíkra stofnana. -S.dór markaðar leitt til hlutfallslegrar verðhækkunar hér á landi. Þá leiðir verðsamanburður í ljós að stöðug- leiki í verðhlutföllum og verðmynd- un er minni hér á landi en í Noregi, Dánmörku og Englandi. Þess má geta að Hagfræðistofnun vinnur nú að athugun á áhrifum við- skiptahindrana á landbúnaðarvör- um á afkomu heimilanna. Verkefnið tekur til allra Norðurlandanna og er unnið fyrir Norðurlandaráð. Að sögn Kristjáns Jóhannssonar verkefnis- stjóra mun verkinu ljúka í byrjun næstaárs. -kaa Þú átt það skilið... Það hefur alltaf verið okkur kappsmál að geta boðið viðskiptavinum okkar fyrsta flokks vörur á sem lægsta verði, og það hefur okkur tekist. Við þökkum það öllum þeim fjölda viðskiptavina sem verslað hafa við Japis í gegnum árin og þeirri viðurkenningu sem vörur okkar hafa fengið. Með beinum innflutningi frá Japan höfum við stuðlað að enn lægra vöruverði. Stöndum saman í baráttunni fyrir lægra vöruverði - við eigum það öll skilið. Panasonic VHS MOVIE Nýja Panasonic NV-Gl videotökuvélin færir þig nær raunveruleikanum hvað varðar myndgæði og verð. Hún er einföld í notkun, með fullkomnum sjálfvirkum fókus, vegur aðeins 900 grömm og er aðeins 3 lux. Komið og kynnist þessari nýju og frábæru vél því sjón er jú sögu ríkari. JAPISS BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMI 62 52 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.