Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Page 8
8 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991. MAJOR CHEVROLET Stærsta bílasala í New York býður allar gerðir nýrra og notaðra bíla til útflutnings. Yfir 3000 bílar á lager: jeppar-fólksbílar-pallbílar-sportbílar-vanbílar. Allir bílar í toppstandi - yfirfarnir á verkstæði okkar. Árgerðir '90-91 á lager, nýir eða lítið keyrðir bílar. Verðdæmi: 91 Astro Van, 8 farþega (nýr), $ 13.500 90 Chevy ferðabíll, $ 12.900 91 Caprice, $ 12.500 86 Jeep Cherokee Chief, $ 2.500 Hafðu samband við útflutningsdeild okkar á pnclíl I /íclpnQkl I Kannaðu möguleikana. S. 718-937-3700 - fax 718- RAUTT LJÓStift* RAUTT LJÓS! ** f || UMFEROAR V Stórkostleg verdlækkun á gróðurhúsum með gleri Stærðir Verð með vsk í m2 Aður Nú 4,9 38.000 28.500 6,6 49.000 37.000 7,5 56.000 42.000 9,8 77.000 62.000 13,8 128.000 102.000 SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • PÓSTHÓLF 880 • 121 REYKJAVlK • SÍMI 627222 GÚMMÍVINNUSTOFAN HF RÉTTARHÁLS 2 814008 & 814009 - SKIPHOUI35 *%31055 Matgæðingur vilainiiar_^ „Smjör- stöppu'ýsa Hilmar Örn Hilmarsson tónlist- ar- og galdramaöur þykir mikill snillingur í eldhúsinu og eldar allt- af þegar gestum er boðið í mat. Eiginkonan segist ekki treysta sér til þess þó hún sjái um matreiðsl- una hversdagslega. Hilmar Örn er á kafi í hljómplötuvinnu þessa dag- ana og gat ekki gefið sér mikinn tíma til viðtals en eiginkonan stað- festi að allt væri rétt sem Sigurður Helgi Guðjónsson, lögfræðingur og matgæðingur síðustu viku, sagði er hann skoraði á Hilmar. En Sig- urður sagði Hilmar mikið potta- skáld. „Ég hef aldrei séð hann líta í kokkabækur. Hann býr til upp- skriftir um leið og hann eldar,“ sagði hún. Hilmar eldar helst ekk- ert nema fisk og það er einmitt fisk- réttur sem hann býður upp á í þetta skiptið. Uppskriftin hljóðar svo: 3 meðalstór ýsuflök 1 laukur 1 banani 'A paprika 170 g smjör 4 egg madeira, hvítvín, eplasafi eða mysa salt pipar Hilmar Örn Hilmarsson, matgæð- ingur vikunnar, skorar á Tómas Tómasson tónlistarmann að verða matgæðingur næstu viku. tvær til þrjár uppáhaldskryddteg- undir viðkomandi Ýsan er roðflett og bein fjarlægð. Smyrjið innan fat sem passar utan um fiskinn og innan í ofninn og setj- ið fiskflökin þar í. Skerið laukinn niður, bananann og paprikuna og stappið saman við smjörið ásamt fjórum eggjarauðum (þið verðið að finna einhver not fyrir eggjahvítuna). Veljið síðan með nefmu tvær til þrjár uppáhaldskryddtegundir ykkar. Prófið að loka augunum og ímyndið ykkur kryddbragðið sam- an við fisk. Ef engu slær saman hristið þá tvo til þrjá slurka af hverju kryddi fyrir sig út í smjörstöppuna og setjið síðan eina teskeið af pipar og eina af salti sam- an við líka. Smyrjiö þessu ofan á flökin. Hellið madeira, hvítvíni, eplasafa eða mysu (allt eftir efnum og ástæðum) meðfram flökunum og lyftið þeim kannski örlítið svo það nái að leka undir. Magnið miðast við að vökvinn nái sirka upp að smjörblöndunni en fljóti ekki yfir. Setjið þetta í ofn á 250 gráðu still- ingu í um 30-35 mínútur. Berist fram með hrísgrjónum eða pöstu- skrúfum. Að lokum ætlar Hilmar Örn að skora á Tómas Tómasson tónlistar- mann að vera næsti matgæðingur og er ekki að efa að eitthvað frum- legt og skemmtilegt kemur frá þeim gamla Stuðmanni. -ELA Hinhliðin Málfríður 1 Granda er falleg - segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands Björn Grétar Sveinsson er ný- kjörinn formaður Verkamanna- sambands íslands og hefur því ver- ið talsvert í fréttum að undanfórnu. Björn Grétar mun hafa ærinn starfa á næstunni þar sem kjara- mál öll eru óleyst og verkafólk far- ið að bíða eftir að eitthvað gerist í þeim málum. Björn Grétar ætlar þó ekki að flytja frá heimaslóðum sem eru Höfn í Hornaflrði þó bar- áttan sé hafin og hann ferðast ekki í flugvélum. En það er Björn Grétar sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Björn Grétar Sveinsson. Fæðingardagur og ár: 19. janúar 1944. Maki: Guðfmna Björnsdóttir. Börn: Ég á þrjú böm - öll uppkom- in. Bifreið: Volvo 740, árgerð 1988. Starf: Formaður verkalýðsfélags- ins Jökuls á Höfn. Laun: 33 þúsund á viku. Áhugamál: Stangaveiði. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottóinu? Einhvern tima fékk ég þrjár tölur réttar en ég spila mjög sjaldan með. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vinna að félagsmálum er mér mjög að skapi. Einnig að sitja með stöng í hendi við góða veiðiá ásamt konunni minni en við erum óhemjuflskin. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fljúga. Ég neyddist til að fljúga einu sinni árið 1981 og aftur í fyrravor. Æth það sé ekki flug- hræðslan sem hamlar því. Ég er Björn Grétar Sveinsson. alltaf að híða eftir að Flugleiðir bjóði mér í flughræðslunámskeið því ég er alltaf að segja frá þessu. Uppáhaldsmatur: Það er gamla góða íslenska lambalærið. Uppáhaldsdrykkur: Egils appelsín. Hvaða iþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ég man ekki eftir neinum í svipinn. Uppáhaldstímarit: Vinnan. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Hún Málfríður, fiskvinnslukona í Granda, er mjög falleg. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Núna langar mig mest aö hitta Einar Odd en við þurfum að reyna að komast að einhverju sam- komulagi. Uppáhaldsleikari: Siggi Sigurjóns. Uppáhaldsleikkona: Vanessa Redgrave. Uppáhaldssöngvari: Mér flnnst Björgvin Halldórsson alltaf góður. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég held alltaf mest upp á Ólaf Ragnar Grímsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Þegar ég var ungur var það Andrés önd en ég er löngu hættur að lesa teiknimyndasögur. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég hef alltaf verið á móti veru erlendra hermanna hér á landi. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás tvö. Uppáhaldsútvarpsmaður: Sigurður G. Tómasson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Eg horfi nokkuð jafnt á báðar en aðallega horfi ég á fréttatíma. Ég er fréttasjúkur mað- ur. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ljóð- skáldið Sigmundur Ernir Rúnars- son. Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn. Ég fer aldrei út að skemmta mér. Uppáhaldsfélag i íþróttum? Sindri. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Bara að lifa af. Hvað gerðir þú í sumarfriinu? Við hjónin fórum með Norrænu til Danmerkur en ég hef tvisvar áður feröast með henni. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.