Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991. Skák Allt getur gerst á haustmóti TR: Helgi Áss, Héðinn og Lárus berjast um sigurinn - stórfengleg baráttuskák K-anna í Tilburg Að loknum sjö umferðum af ell- efu á haustmóti Taflfélags Reykja- víkur var enginn kepjpenda í A- flokki taplaus og Helgi Ass Grétars- son raunar sá eini sem aðeins hafði tapað einni skák. Hann stóð best að vígi er biðskákir voru ótefldar. Hafði 5 vinninga en Lárus Jóhann- esson og Héðinn Steingrímsson höfðu 4 v. en áttu báðir betri stööu í biðskákum við Róbert Harðarson. Áttunda umferð var tefld í gær- kvöldi en sú níunda verður tefld á morgun, sunnudag, og hefst kl. 14 í Faxafeni 12. Næstir þeim þremeningum í A- flokki komu Róbert með 3,5 v. og biðskákirnar tvær, Þráinn Vigfús- son með 3,5 v. og eina biðskák, Þröstur Ámason með 3,5 v., Þor- valdur Logason með 3 v., Dan Hansson og Magnús Örn Úlfarsson með 2,5 v. og biðskák, Sigurður Daði Sigfússon með 2,5 v. og Arin- bjöm Gunnarsson og Bjöm Freyr Björnsson með 2 v. í B-flokki var Sigurbjöm Árna- son efstur þrátt fyrir tap í sjöundu umferð, með 4,5 v. en næstir komu Óðinn Gunnarsson, Ragnar Fjalar Sævarsson og Ægir Páll Friðberts- son með 4 v. Hlíðar Þór Hreinsson og Bragi Þorfinnsson voru efstir í C-flokki með 5 v. og biðskák og í D-flokki, þar sem tefla 32 skákmenn 11 um- ferðir eftir Monrad-kerfi, hafði Lár- us Knútsson 5,5 v., Leó Þór Þórar- insson 5 v. og Bergsteinn Einarsson og Haraldur Sigþórsson 4,5 v. og biðskák. Hér er fjörleg skák úr A-flokki, sem setti strik í reikning Héðins Steingrímssonar, íslandsmeistar- ans frá í fyrra. Skákin er tefld í 5. umferð. Sigurður Daði hafði þá tap- að þremur skákum í röð og fannst greinilega nóg komið af svo góðu. Hvítt: Sigurður Daði Sigfússon Svart: Héðinn Steingrímsson Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 RfB 2. e3 g6 3. Bd3 Bg7 4. f4 Gijótgarðsvöm er gjaman tefld á svart en þessi uppstilling peðanna hefur átt minni vinsældum að fagna á hvitt, Jóhann Þórir Jóns- son, ritsjóri tífnaritsins Skákar, er einn helstu hugmyndasmiða. Nú fetar Sigurður Daði í fótspor meist- arans. 4. - d6 5. Rf3 (W) 6. 0-0 Rc6 7. c3 e5 8. fxe5 dxe5 9. Bc2 a5 Hér er 9. - Re8!? ásamt framrás f-peðsins mögulegt. 10. Rbd2 Rg4 11. Rb3 f5 12. h3 Rf6 13. Rc5 De7? Nauðsynlegt er 13. - e4 með tví- sýnni stöðu. 14. Ba4! Sterkur leikur, sem setur svartan í mikinn vanda. Sýnilega er 14. - e4 15. Bxc6 bxc6 16. Re5 hvítum í hag og 14. - exd4 15. exd4 einnig. Biskupsleikurinn snjalh setur viö- bótarþrýsting á miðborðið og knýr svartan til aðgerða. Að auki býr meira undir, eins og brátt kemur í ljós. 14. - Re4 1 Xé i 1 m ii 4 i © & 1 A A% A A A A A i;/ A i: S jfc A B C yy.'.: D E 2<á? F G H 15. Rxb7! Hf6 Eftir 15. - Bxb7 16. Db3+ Kh8 17. Dxb7 lendir svartur í basli því að riddarinn á c6 á engan góöan reit. 16. fxe5 He6 Betra er 16. - Rxe5 17. Dd5+ RÍ7 en textaleikurinn felur í sér ótukta- lega gildru sem hvítur sneiðir þó hjá. 17. Bxc6 Hxc6 18. Rd8! Nú var 18. Dd5+ freistandi því að 18. - He6 19. Rd8 c6 20. Rxc6 gef- ur vinningsstöðu og 18. - De6 19. Dd8 + Bf8 20. Rd4 virðist einnig lofa góðu. En með því að rekja síðara afbrigðið áfram kemur í ljós að ekki er allt með felldu. Eftir 20. - Dd7! er riddarinn á b7 fallinn eftir 21. Dxd7 Bxd7 22. Rxc6 Bxc6 og 21. Rxc6 Dxc6 22. Rxa5 strandar á lag- legu stefi: 22. - Db5! 23. Rb3 Dxfl + 24. Kxfl Ba6 + og næst 25. - Hxd8. 18. - Hca6 19. Dd5+ Kf8 20. Rd4 Bd7 21. R8c6 Bxc6 22. Rxc6 Dc5 23. Dxc5 Rxc5 24. Rd4 Ke7 Þar eð 24. - Bxe5 er svarað með 25. Rxf5! gxf5 26. Hxf5+ Bf6 27. Hxc5 o.s.frv. neyðist svartur til að tefla endataflið með tveimur peð- um minna. 25. b3 Re4 26. Ba3+ c5 27. Rf3 Bh6 28. Hfel Hd8 29. g4 a4? 30. g5! Bf8 31. b4 Hd3 32. bxc5 Ke6 33. Hadl Hxc3 34. Bb4 Hc4 35. Hd4 Hc2? Afleikur. Eftir 35. - Hxd4 36. exd4 Kd5 er staðan vissulega ekki góð en ekki öll nótt úti. 36. Hxe4! Hxa2 37. Hc4 Hb2 38. Bc3 Hc2 39. c6 Ha8 40. c7 Hc8 41. Hdl Og svartur gafst upp. Baráttuskák K-anna í Tilburg Á mánudag verður síðasta um- ferð tefld á stórmótinu í Tilburg í Hollandi. Þá mætast Karpov og Kasparov í annað sinn en tefldar eru tvöfaldar umferðir á mótinu. Fyrri skák þessara snjöllustu skák- manna heims var magnþrungin á öllum stigum og var ekki að sjá að þeir væru að tefla saman í 158. sinn! í byrjuninni kom Kasparov fram með athyglisverða nýjung, um- ræðuefni fræðinga næstu mánuði. Miötaflið iöaði af flækjum eftir djarfmannalega taflmennsku heimsmeistarans og sannarlega óvenjuleg staða kom fram: Kasp- arov hafði hrók en Karpov þrjá létta menn - biskup og tvo riddara. Svo fór að allir aðrir menn, að peð- um meðtöldum, hurfu út af borð- inu og þá var fram komin enda- taflsstaöa, sem ekki mun fyrr hafa sést í stórmeistaraskákum, þótt Reuben Fine geti um slíkar stöður í endataflsbók sinni frá 1941. Kasparov þurfti að gæta að sér en jafntefli voru þó líklegustu úr- shtin enda þurfti hann aðeins að gefa hrókinn fyrir biskupinn til að tryggja það - ekki er unnt að máta með tveimur riddurum einum síns liðs. Þeir þæfðu skákina áfram í 50 leiki án þess að peöi hefði verið leikið, eða maður drepinn en í stað þess að krefjast jafnteflis, fórnaði Kasparov síðasta manni sínum og varð patt - skákin jafntefli. Eflaust hafa margir gaman af því að renna yfir þessa skák en hún er löng og athugasemdir því af skornum skammti. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf8 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. Rd2 a5 10. Hbl Rd7 11. a3 f5 12. b4 Kh8 13. f3 Rg8 14. Dc2 Rgf6 15. Rb5 axb4 16. axb4 Rh5 17. g3 Rdf6 18. c5 Bd7!? Leikaðferð hvíts, sem hefst með 13. leik - í stað 13. Dc2, eöa upp- skipta á f5, er vel kunn eftir skák Polugajevskys við Judit Polgar í einvígi í Aruba fyrr á árinu, sem tefldist áfram 18. - fxe419. fxe4 Bh3 20. Hf2 og nú lék Judit 20. - Rg4, sem nægði ekki til tafljöfnunar. Svartur hefur einnig reynt 20. - Dd7, t.d. í skákunum Epishín - Nijboer, Groningen 1990, eða Ftacnik - Wang Zili í Sydney í sum- ar. Kasparov hefur djarfa áætlun í huga. 19. Hb3! 19. - Rxg3!! 20. hxg3 Rh5 Riddarafórnin hleypir svo sann- arlega lífi í tuskumar. Ef nú 21. Kh2, eða 21. Kf2 f4 nær svartur sterku frumkvæði en 21. Hf2!? er leikur sem taka þyrfti til athugun- ar. Karpov hyggst hins vegar færa sér í nyt að drottningarhrókurinn getur gripið inn í atburðarásina. Var kannski mögulegt að fórna riddaranum strax í 18. leik? 21. f4!? exf4 22. c6 bxc6 23. dxc6 Rxg3! 24. Hxg3 25. cxd7 g2! 26. Hf3 Dxd7 27. Bb2 fxe4 28. Hxf8+ Hxf8 29. Bxg7 + Dxg7 30. Dxe4 Hvítur hefur bægt atlögunni frá og á nú liðsyfirburði. En aðeins eitt peð er eftir í safninu og vinn- ingur gæti því orðið mjög torsóttur. 30. - Df6 31. Rf3 Df4 32. De7 Hf7 33. De6 Hf6 34. De8+ Hf8 35. De7 Hf7 36. De6 Hf6 37. Db3 g5! 38. Rxc7 g4(?) E.t.v. hefur heimsmeistarinn Skák Jón L. Árnason misreiknað sig stuttu fyrir tíma- mörkin. Eftir 38. - Dcl + 39. Kxg2 Dxc7 hlýtur hann að halda jöfnu án erfiðleika. 39. Rd5 Dcl+ 40. Ddl Dxdl+ 41. Bxdl Hf5 42. Re3 Hf4 43. Rel Hxb4 Síðasta peð hvíts er failið. Svart- ur gerir nú best með því að gefa peð sín með góöu. Tveir riddarar nægja í mörgum tilvikum til vinn- ings ef mótherjinn á eftir peð, sem hindrar pattstöður. 44. Bxg4 h5 45. Bf3 d5 46. R3xg2 h4 47. Rd3 Ha4 48. Rgf4 Kf7 49. Kg2 Kf6 50. Bxd5 Ha5 51. Bc6 Ha6 52. Bb7 Ha3 53. Be4 Ha4 54. Bd5 Ha5 55. Bc6 Ha6 56. Bf3 Kg5 57. Bb7 Hal 58. Bc8 Ha4 59. Kf3 Hc4 60. Bd7 Kf6 61. Kg4 í þessari stööu fór skákin í biö og áfram tefldist: 61. - Hd4 62. Bc6 Hd8 63. Kxh4 Hg8 64. Be4 Hgl 65. Rh5+ Ke6 66. Rg3 Kf6 67. Kg4 Hal 68. Bd5 Ha5 69. Bf3 Hal 70. Kf4 Ke6 71. Rc5+ Kd6 72. Rge4+ Ke7 73. Ke5 Hfl 74. Bg4 Hgl 75. Be6 Hel 76. Bc8 Hcl 77. Kd4 Hdl+ 78. Rd3 Kf7 79. Ke3 Hal 80. Kf4 Ke7 81. Rb4 Hcl 82. Rd5+ Kf7 83. Bd7 Hfl+ 84. Ke5 Hal 85. Rg5+ Kg6 86. Rf3 Kg7 87. Bg4 Kg6 88. Rf4 + Kg7 89. Rd4 Hel+ 90. Kf5 Hcl 91. Be2 Hel 92. Bh5 Hal 93. Rfe6+ Kh6 94. Be8 Ha8 95. Bc6 Hal 96. Kf6 Kh7 97. Rg5+ Kh8 98. Rde6 Ha6 99. Be8 Ha8100. Bh5 Hal 101. Bg6 Hfl+ 102. Ke7 Hal 103. Rf7+ Kg8 104. Rh6+ Kh8105. Rf5 Ha7+ 106. Kf6 Hal 107. Re3 Hel 108. Rd5 Hgl 109. Bf5 Hfl 110. Rdf4 Hal 111. Rg6+ Kg8 112. Re7+ Kh8 113. Rg5 Ha6+ 114. Kf7 Hf6+! Og jafntefli samið. -JLÁ Ráðgjafi - e.t.v. hJutastarf - Ráðgjafi óskast á einkastofu fyrir hárigræðslu. Við óskum eftir einstaklingi sem tekur starfið alvarlega, er ábyrgðarfullur og er dönskumælandi. Æskilegur aldur umsækjenda er 28-45 ár. Einnig er æskilegt að umsækjandi hafi eigin bíl og sé frá hárskera- eða hárgreiðslustétt. Þetta ahugaverða og fjölbreytta starf veitir nýjum starfskrafti möguleika á góð- um launum og tækifæri á ánægjulegum og gefandi starfsframa. Við höfum starfað lengi og haft í meðferð marga íslenska viðskiptavini. Starfsþjálfun fer fram hjá okkur. Umsóknir sendist til: 1 O Skanhár- Bredgade 12,1. \ /11/* 6000 Kolding. Simi 75-50-89-00 Lj H t> Att.: Nina Taaning _ Yðar hár í okkar höndum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.