Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991.
21
Sviðsljós
Fyrrum eiginkona
Claptons bamshafandi
Móðir Conors Clapton litla, sera
hrapaði til bana frá 53. hæð í háhýsi
í New York síðastliðinn vetur, á nú
von á barni.
Móðirin, Lori del Santo, á von á
barninu með ríkum ítala, Silvio
Sardi. Hann er sagður mjög ólíkur
Eric Clapton, gítarleikaranum
íræga, því honum þykir gott að hafa
það notalegt heima á kvöldin.
Lori segir að fyrst eftir að Conor
litli dó hafi hún haldið að hún væri
að missa vitið. Hún hefur gengið til
sálfræðings og finnst hún nógu sterk
núna til að eignast annað barn.
Eric Clapton hefur fyrst nýlega tjáð
sig um sonarmissinn. Hann segist
hafa dvalið á hóteh rétt hjá þeim stað
þar sem slysið varð þegar Lori
hringdi í hann og æpti að Conor
væri dáinn. Hann sagðist hafa sagt
henni að vera ekki með þessa vit-
leysu. Hann hefði samt þotið af stað
til hennar en ekki skilið að um al-
vöru væri að ræða fyrr en hann hefði
séð sjúkrabílinn og lögreglubílana.
Eric kveðst einnig hafa þurft að
ganga til sálfræðings og mest vegna
þess að honum fannst hann ekki
syrgja nóg. Hann segist hafa verið
hræddur vegna viðbragða sinna.
Lori sé itölsk og alin upp við það að
láta í ljósi tilfinningar sínar. Hann
hafi hins vegar verið alinn upp við
það að leyna tilfinningum sínum.
Eric segist samgleðjast Lori og
kveðst reiðuþúinn til að rétta henni
hjálparhönd þurfi hún þess með.
Lori del Santo og Eric Clapton.
Með Monroe
áheilanum
í nýrri bók um Madonnu kemur
fram að söngkonan hafi verið svo
ákveðin i því að verða ný Marilyn
Monroe aö hún hafi meira að
segja farið að vera með John F.
Kennedy yngri.
En þegar hann fór með Ma-
donnu heim til móður sinnar fór
Jackie Kennedy ekki leynt með
andúð sína á sambandinu. Þess
vegna undraði heldur engan að
sambandið skyldi fara jafnfljótt
út um þúfur og það byrjaði.
Stefanía.
Stefaníu gert
að greiða
skaðabætur
Stefanía prinsessa er sögð hafa
pantað kvöldmat fyrir átján
manns í Liege í Belgíu en lét svo
ekki sjá sig. Eigandi veitingastaö-
arins var búinn að kæla kampa-
vínið, laga fimm rétti og vísa öðr-
um gestum frá.
Hann fór í mál við prinsessuna
og fékk á fjórða hundrað þúsund
krónur í skaðabætur. Peningam-
ir voru teknir af tekjum sem Ste-
fanía fékk við tónleikahald í bæn-
um. Það gekk nokkurn veginn
upp því aðeins fimm hundruð
manns komu til að hlusta á söng
prinsessunnar.
Panasonic
► 6 Power Lovels
► 30 minute timer
► 0.7 cu. ft. Capacity
► Build-in kit availablc
SJSO DlM. COHlRÓt
Panasonic örbylgjuofn NN5250
Nettur og öflugur, 21 lítra, 800 w, með snúningsdiski
6 mismunandi hitastillingar, 30 mínútna tímastillir.
Ef þig vantar dugmikla vinnukrafta á heimilið þá hefur Panasonic lausnina
Panasonic ryksuga og Panasonic örbylgjuofn, sannkallaðir dugnaðarforkar.
Panasonic ryksuga MCE89
Öflug og meðfæranleg, með inndraganlegri snúru,
stillanlegum sogkrafti og geymslu fyrir fylgihluti í vélinni sjálfri
JAPIS
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
SÍMI 62 52 00
iliili
Eigum einnig ódýrari og einfaldari ryksugu Panasonic MCE61 á kr. 7.980.-