Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 2. NÖVEMBER 1991. Sérstæð sakamál Umferðin í London var mikil eins og jafnan á þessum tíma. Hún fór í taugarnar á mörgum en þó eink- um morðingjanum sem beið eftir því að komast áfram með líkin tvö sem hann var með í bílnum. Andlitin voru sem grímur Morgunumferðin í London þann 23. júlí í fyrra var síst minni en aðra daga. Bílaraðirnar voru lang- ar og í einni þeirra var bíll sem við fyrstu sýn vakti ekki mikla at- hygli. En hver sá sem hefði virt bílinn fyrir sér um stund hefði vafalítið tekið að undrast. Undir stýri sat maður sem var greinilega mjög óstyrkur. Hann sló fingrun- um án afláts í stýrið og sýndi flest einkenni kvíða og hræðslu. Auðvit- að hefði það ekki vakið sérstaka athygli hefði hann verið einn í bíln- um en það hefði hins vegar þótt stinga mjög í stúf við farþegana tvo. í framsætinu við hliðina á hon- um sat ljóshærð kona og í aftursæt- inu dökkhærö kona. Báðar störðu undarlega fram fyrir sig án þess að depla augunum eða hreyfa sig. Ástæðuna til þess þekkti aðeins maðurinn undir stýrinu. Konumar voru báðar látnar og höfðu veriö það í meira en sólarhring. í Hollowayhverfinu í norður- hluta London kom ökumaðurinn loks að bílastæðinu sem var áfangastaður hans. Þar lagði hann bílnum í skyndi og hvarf á brott. Bíllinn stóð þarna fram undir há- degi en þá tók vegfarandi eftir kon- unum tveimur hreyfmgarlausu. Hann gerði lögreglunni aðvart og þegar hún kom á vettvang varð þegar ljóst hvaö um var að vera. Skráningarnúmer bílsins var tekið og athugað hver væri eigandi hans. Hann reyndist vera í eigu Elaine Forsyth, þrjátíu og eins árs, ljós- hærðu konunnar í framsætinu. Dökkhærða konan í aftursætinu reyndist vera Patricia Morrison, tuttugu og átta ára. Sambýliskonur Elaine og Patricia höfðu unnið á sömu fasteignasölunni en þennan mánudagsmorgun komu þær ekki til vinnu af skiljanlegum ástæðum. Rannsóknarlögreglumennimir, sem fengu máhð til meðferðar, komust svo brátt að því að þær höföu deilt meö sér íbúð í húsi við Grenville Road í Holloway. Hvorugri konunni hafði verið misboðið kynferöislega. En þær höfðu greinilega orðið fyrir mörg- um og þungum höggum en siðan verið kyrktar. Líkskoðari komst svo að því aö þær hefðu verið myrt- ar einhvern tíma á laugardags- kvöldinu. Geoff Parratt rannsóknarlög- reglufulltrúi ræddi við foreldra kvennanna og þeir skýrðu svo frá að þær hefðu búið tvær saman í íbúðinni í húsinu við Grenville. Hvorug þeirra hefði átt unnusta eða fasta vini og ekki kom neitt fram sem benti til að þær ættu sér óvini. Þaö leit þvi ekki út fyrir að auðvelt yrði aö finna ástæðu til moröanna. Á laugardagskvöldinu höfðu báð- ar stúlkurnar ætlað á hljómleika með Madonnu á Wembleyleik- vanginum en ónotaðir aðgöngu- miöarnir fundust í íbúð þeirra. En þar fannst líka dálítið annað sem sýndi að stúlkumar höfðu ekki Elaine Forsyth. Patricia Morrison. Michael Shorey. Sandy Ratcliff. Farþegamir voru látnir komið fram af fullri hreinskilni við foreldra sína. Sameiginlegur vinur í íbúðinni með Elaine og Patriciu haíði búið þrjátíu og fimm ára þel- dökkur maður, Michael Shorey. Báðar höfðu stúlkurnar staðið í ástarsambandi við hann og því féll þegar í stað grunur á hann. En Shorey hafði fullkomna fjarvistar- sönnun á laugardagskvöldinu og fram á sunnudag. Hann kvaðst hafa verið hjá vin- konu sinni, Sandy Ratcliff, fertugri leikkonu sem lék á þeim tíma í sjónvarpsþáttunum „Eastenders". Hún staðfesti að Michael Shorey hefði komið til hennar snemma á laugardagskvöldinu og verið heima hjá henni alla nóttina, langt frá morðstaðnum. Parratt fulltrúi varð nú að horf- ast í augu við þann möguleika að óþekktur kvennamoröingi kynni að ganga laus í borginni. Hann gæti hafa hitt stúlkurnar tvær af tiMljun eða þær tekið hann upp í bíl Elaine. Vísbendingar koma í Ijós Parratt ákvað nú að gera ná- kvæma leit í íbúð þeirra Elaine og Patriciu. Hann hélt þangað meö lið tæknimanna og sú leit varð ekki árangurslaus. í ljós kom að gólfið í setustofunni hafði verið skúrað mjög vandlega. Ekki hafði þó tekist að þvo burt ferhymdan hvítan blett fyrir fram- an sófann. „Hér hefur greinilega verið teppi,“ sagði Parratt. „En hvers vegna er það ekki hérna lengur? Hver hefur fjarlægt það?“ Nákvæm skoðun á tröppunum úr ibúðinni, sem var í kjallara hússins, leiddi svo í ljós nokkra þræði úr teppi. Þeir sátu á nagla sem það hafði greinilega rekist í. Þá sást að hvert einasta þrep í tröppunum hafði verið skúraö. Þetta sannfærði Parratt um að hann væri kominn á rétt spor. Rannsóknarlögreglumennimir fóra nú aftur á fund Shoreys og báðu hann um að afhenda skóna sem hann hefði verið i á laugar- dagskvöldinu. Hann gerði það og þegar þeir vom skoðaðir kom í ljós lítill blóðblettur á hægri skónum. Parratt var ekki í neinum vafa um að rannsókn leiddi í ljós að blóðið væri úr annarri látnu stúlknanna. Kenning Parratts „Mín tilgáta er að Shorey hafi myrt báöar stúlkurnar í íbúðinni," sagði Parratt við samstarfsmenn sína. „Síðan hefur hann vafið horfna teppinu utan um likin og borið þau, annað í einu, út í bilinn. Hann hefur síðan skúrað gólfin og tröppurnar rækilega til að tryggja að hvergi fyndist neitt blóð. En honum hefur sést yfir blóðblettinn á skónum." Parratt þurfti hins vegar að flnna horfna teppið til að geta fært sönn- ur á kenningu sína og sömuleiðis aö geta hnekkt fjarvistarsönnun- inni sem byggðist á framburði leik- konunnar. Tveimur dögum síðar kom til fundar við Parratt ungur maður, Gary Rae. Hann kom með stóran og þungan plastpoka og sagði að Shorey hefði komið með hann til sín og beðið sig um að koma því sem í honum væri í hreinsun. Pok- ann hafði Rae fengið á sunnudegin- um en þegar Rae las um morðin fannst honum rétt að gefa sig fram við lögregluna og koma pokanum í hennar hendur. í honum reyndist vera teppið sem saknað var. Það var útatað í blóði og rannsókn sýndi nú að blóðið í teppinu var í tveimur blóðflokkum, þeim sömu og stúlknanna. Pjarvistar- sönnun hrakin Parratt hélt nú á fund Sandy Ratcliff og bar á hana að hún hefði ekki sagt satt til er hún sagði að Shorey hefði verið hjá henni á laug- ardagskvöldinu. Hún viðurkenndi þá að hann hefði ekki verið hjá sér en sakir þess sambands, sem verið hefði á milli þeirra, hefði hún viljað gefa honum fjarvistarsönnun. Michael Shorey var þegar í stað handtekinn og ákærður fyrir morð. Eftir þetta reyndist Parratt ekki erfitt að afla upplýsinga um hvaö gerst hefði þetta örlagaríka laugar- dagskvöld. Elaine Forsyth haföi lent í rifrildi við Shorey því hún hafði komist að því að hann stóð ekki bara í ástarsambandi við hana heldur einnig Patriciu. Er þau höfðu rifist um hríð fékk hún að vita að Shorey ætti líka Sandy Ratcliff fyrir vin- konu. Þá varð Elaine bálreið og krafðist þess að Shorey tæki fóggur sínar og færi úr íbúðinni fyrir fullt og allt. Enn hann vildi ekki fara. Rifrild- ið varð að átökum og Shorey sló Elaine svo harkalega að hún datt á teppið fyrir framan sófann. Þar kyrkti Shorey hana með band- spotta. Síðara morðið Þegar Shorey stóð yfir líkinu af Elaine og var að íhuga hvað hann ætti að taka til bragðs kom Patricia Morrison heim. Þegar hún sá hvernig komið var reyndi hún að flýja úr kjallaraíbúðinni en komst ekki lengra en í tröppurnar. Þar náði Shorey henni, skellti henni og kyrkti hana síðan með óhnni á handtösku hennar. Shorey lét síðan bæði líkin hggja í kjallaraíbúðinni fram á mánu- dagsmorgun. En helgina notaði hann til að fá Sandy Ratcliff til að gefa sér fjarvistarsönnun. Enginn sá hann bera líkin út í bflinn, vafm inn í blóðugt teppið. Því kom hann síðan til Raes og þótt Shorey hafi ekki fengist til að viðurkenna þaö telur Parratt fuU- trúi að ætlun hans hafi verið að flækja Rae í máhð á þann hátt að hann yrði grunaður og sakfelldur fyrir morðin. Er Shorey hafði komið líkunum í bíhnn skorðaöi hann þau af, ann- að í framsætinu og hitt í aftursæt- inu, en ók síðan með þau á bíla- stæðið sem fyrr er getið. Harður dómur Máhð þótti með þeim óhugnan- legri í London um aillangt skeið og þegar réttarhöldin yflr Michael Shorey hófust í Old Bailey saka- málaréttinum vöktu þau mikla at- hygh. Niðurstaða kviðdómenda var á þá leið að Shorey væri sekur um bæði morðin og var hann síðan dæmdur í ævilangt fangelsi. Gary Rae telur Shorey ekki leng- ur til vina sinna. Og Sandy Ratcliff er hætt að leika í „Eastenders". En hún heimsækir Shorey reglulega í fangelsið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.