Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Qupperneq 44
56
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991.
Menning
Háskólabíó - Hvíti víkingurinn: ★★
Ást, trú og
dauði til foma
Hvíti víkingurinn er þriöja víkingamynd Hrafns
Gunnlaugssonar og lokakaflinn í þessari lotu sem staö-
ið hefur í sjö ár. Þegar Hrafn geröi Hrafninn flýgur
var hann nánast óþekkt stærö. Sú kvikmynd bar hróö-
ur hans víöa og varö til þess aö hann varð fyrsti ís-
lenski kvikmyndaleikstjórinn sem skapaði sér nafn á
erlendri grund. Hrafn fylgdi þessari velgengni eftir
með í skugga hrafnsins sem olli nokkrum vonbrigöum
en var þó sýnd víöa um heim viö ágætar undirtektir.
í þijú ár er Hrafn búinn aö vera meö Hvíta víkinginn
í smíðum. Hrafn hefur haft það fé milli handanna sem
kvikmyndaleikstjóra hér á norðurhjara dreymir um
og Hvíti víkingurinn ber þess svo sannarlega merki
aö ekki er kastað höndum til neins hlutar. Kvikmynd-
in virkar sterk í mörgum einstökum atriðum en
spennu vantar og handritið er frekar innihaldsrýrt.
Hrafn Gunnlaugsson hefur sínar sterku hliðar sem
kvikmyndageröarmaður og einnig sínar veiku hliöar.
Skilin eru skörp í Hvíta víkingnum sem er dýrasta
kvikmyndin sem íslendingar hafa tekiö þátt í að gera.
Styrkleiki Hrafns felst í öruggri og kraftmikilli leik-
stjóm. Þá er persónusköpun fornmanna hans betri en
flestra annarra. Veikleiki Hrafns liggur í að hann er
ekki mikill sögumaöur og saga ungu elskendanna nær
aldrei að vera áhrifamikil. í raun skipti það litlu máli
í lokin hvort örlög þeirra yröu á sama veg og Rómeó
og Júlíu eða þau næðu saman. Það verður samt að
taka fram að Hvíti víkingurinn er einnig fimm tíma
sjónvarpssería og það getur verið að hið mannlega
komi betur fram í lengdri útgáfu. En eins og Hviti
víkingurinn kemur hér fyrir sjónir vantar margt upp
á að um góða kvikmynd sé að ræða og veldur myndin
nokkmm vonbrigðum þegar á heildina er litiö.
Trúarstríð er umgjörðin
Hvíti víkingurinn er misgóð kvikmynd. Til að mynda
eru atburðirnir í Noregi í byrjun myndarinnar slak-
asti hluti myndarinnar. En um leið og komið er til
íslands er eins og Hrafn sé kominn á heimavöll og
myndin verður mun meira ógnvekjandi og skarpari
og þá fyrst fær maður áhuga á þvi sem er að gerast
þótt alltaf vanti spennu í söguþráðinn.
í Hvíta víkingnum er áhersla lögð á tvennt. Askur
og Embla eru boðberar ástar og hreinleika, staðfestu
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
Maria Bonnevie og Gottskálkur Dagur Sigurðarson
leika unga elskendur í Hvita vikingnum.
og tryggðar. Þau standa saman í því trúarstríði sem
er umgjörðin utan um sögu þeirra. Askur og Embla
ólust upp í heiðni en Ólafur Tryggvason Noregskon-
ungur neyðir Ask til að taka kristna trú og sendir
hann til íslands til að kristna þá heiðnu þjóð. Fyrri för
hans verður hin mesta sneypuför en í síðari förinni
er það aðeins föður hans, Þorgeiri Ljósvetningagoða,
að þakka að hann heldur lífi. Á meðan íslandsför Asks
stendur heldur Ólafur Emblu fanginni og ætlar henni
drottningarhlutverk sér viö hlið en vill ekki gera hana
að drottningu án vilja hennar.
í Hvíta víkingnum tekur Hrafn hvorki afstöðu með
kristinni trú né ásatrúnni. Illmennin eru Ólafur kon-
ungur, sem er kristinn, og einstakir ættingjar Asks á
íslandi sem eru heiðnir. I raun er heldur ekki verið
að deila á eitt eða neitt heldur sögð forn saga og þar
sem á þessum tímum var trúað á alls konar kukl fylg-
ir það með í sögunni, sem sögð er, en á ósannfærandi
hátt.
Góður leikur
Hrafn er góður leikarastjórnandi og kemur það best
fram í leik Gottskálks Dags Sigurðarsonar og Mariu
Bonnevie. Þetta eru óreyndir leikarar en ná góðum
tökum á hlutverkum sínum þótt um engan stjömuleik
sé aö ræða. Það sem hjálpar þeim mikið er einmitt
ungur aldur þeirra og stundum viðvaningsleg viðbrögð
sem passa ágætlega við. Það er ekki hægt annað en
að trúa á sakleysi þeirra og heiðarleik og í þeim báðum
felast leikaraefni.
Egill Ólafsson og Helgi Skúlason era okkar bestu
kvikmyndaleikarar og leikur þeirra stendur upp úr.
Þeir hafa ekki ósvipaðan leikmáta, eru kröftugir og
raddmiklir, og þótt ekki sé verið að halia á Helga þá
á Egill stjörnuleik í hlutverki hins slæga konungs sem
notfærir sér trúna til að koma áformum sínum fram.
Aðrir leikarar koma ágætlega frá sinu en eru samt
misgóðir. Sérstök ástæða er að minnast á góöan leik
Bríetar Héðinsdóttur í hálfgerðu nornahiutverki.
Kvikmyndalega séð er margt vel gert í Hvíta víkingn-
um. Bak við kvikmyndavélina er hinn sænski Tony
Forsberg sem sjaldan bregst og búningar Karls Júlíus-
sonar eru sem fyrr sannfærandi. Þá er tónlist Hans-
Eriks Philip sérlega vel heppnuð. Þessi atriði hjálpa
til að gera Hvíta víkinginn eftirminnilegan en eru
ekki nóg til að gera hana að góðri kvikmynd.
HVÍTI VÍKINGURINN
Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson.
Framleiðandi: Dag Alveberg.
Saga: Hrafn Gunnlaugsson.
Handrit: Hrafn Gunnlaugsson og Jonathan Rumbold.
Kvikmyndatökumaóur: Tony Forsberg.
Tónlist: Hans-Erik Philip.
Klipping: Sylvia Ingemarsson.
Hljóð: Jan Lindvik.
Búningar: Karl Júliusson.
Aðalhlutverk: Gottskálk Dagur Sigurðarson, Maria Bonnevie,
Egill Ólafsson, Thomas Norström og Helgi Skúlason.
Andlát
Þór Þormar, Grýtubakka 6, andaðist
í Landakotsspítala 30. október.
Friðrikka Kristín Benónýsdóttir,
Hvassaleiti 24, lést í Borgarspítalan-
um 31. október.
Sigurlaug Svanlaugsdóttir andaðist
að morgni 31. október.
Guðbjörg Jónsdóttir, Dalbraut 27,
lést í Landspítalanurn 30. október.
Óskar Long Jónsson frá Arnarstöð-
um, Núpasveit, Norður-Þingeyjar-
sýslu, er látinn. Hann bjó í Dan-
mörku og verður jarðsettur þar.
Siguijón Jóhannsson verkamaður,
Mikladalsvegi 2, Patreksfirði, andaö-
ist í sjúkrahúsinu á Patreksfirði að
kvöldi 30. október.
ísak Eyleifsson fisksali, Lyngbrekku
12, Kópavogi, lést 31. október.
Tilkyimingar
Sölusýning - kaffisala
Sölusýning og kaffisala verður haldin í
Lækjarási, Stjömugróf 7, laugardaginn
2. nóvember milli kl. 14-17.
Missið ekki af Gleðispilinu
Það eru aðeins þrjár sýningar eftir á
Gleðispilinu eftir Kjartan Ragnarsson
sem sýnt hefur verið á stóra sviði Þjóð-
leikhússins. Gleðiðspilið er nýjasta verk
Kjartans og fjallar um fyrsta leikrita-
skáld íslendinga, Sigurð Pétursson, og
vin hans Geir Vídalín biskup. Þriðja síð-
asta sýning verður í kvöld, 2. nóvember,
næstsiðasta sýning verður fimmtudaginn
7. nóvember og allra síðasta sýning
sunnudaginn 10. nóvember.
Kvenfélagið Freyja
félagsvist verður spiluð að Digranesvegi
12, Kópavogi, sunnudaginn 3. nóvember
kl. 15.
Skaftfellingafélagið
Spilað verður sunnudaginn 3. nóvember
kl. 15 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178.
Allir velkomnir.
Félag eldri borgara
í dag, laugardag, kl. 15.30 verður fjöl-
skylduskemmtun í Laugardalshöll undir
kjörorðinu „Vinátta 91“. Á sunnudag
verður spiluð félagsvist í Risinu kl. 14 og
dansað í Goðheimum frá kl. 20.
Jólabasar Sólvangs
Hinn árlegi jólabasar Sólvangs í Hafnar-
firði verður í dag, laugardaginn 2. nóv-
ember, og hefst kl. 14 í anddyri Sólvangs.
Fallegar jólagjafir og margt fleira. Allt
handunnar vörur.
Kaffisala og hlutavelta
Kvenfélags Breiðholts
Að lokinni guðsþjónustu í Breiðholts-
kirkju í Mjódd kl. 14 á morgun, allraheil-
agramessu, verður kaffisala og hluta-
velta á vegum Kvenfélags Breiðholts í
fyrirhuguðum sal safnaðarheimilis kirkj-
unnar.
Umferðarkönnun í nágrenni
Varmahlíðar
Vegagerð ríkisins mun standa fyrir um-
ferðarkönnun í nágrenni Varmahlíðar
laugardaginn 2. nóvember nk. Markmið-
ið með könnuninni er að afla upplýsinga
um umferð milli þéttbýlisstaða á Norður-
landi vestra, Framkvæmd könnunarinn-
ar er með þeim hætti að allar bifreiðar,
sem koma að athugunarstað, eru stöðv-
aðar og bílstjórar spurðir nokkurra
spurninga. Vegagerðin vonast til að veg-
farendur, sem leiö eiga um nágrenni
Varmahlíðar, taki starfsmönnum vel og
biðst velvirðingar á töfum sem kunna að
hljótast af þessum sökum.
Málverkauppboð Galleri
Borgar
Gallerí Borg heldur málverkauppboð
sunnudaginn 3. nóvember nk. Uppboðiö
verður í Súlnasal Hótel Sögu og veröa
boðnar upp rúmlega áttatíu myndir.
Verkin verða sýnd i Gallerí Borg við
Austurvöll í dag og á sunnudag milli kl.
14-18. Auk verka ýmissa núlifandi lista-
manna verða boðnar vatnslitamyndir eft-
ir Nínu Tryggvadóttur, Þorv’ald Skúlason
og Gunnlaug Scheving, þrjár olíumyndir
eftir Júlíönnu Sveinsdóttur, Þórarin B.
Þorláksson, Gunnlaug Scheving, Finn
Jónsson, Kristján H. Magnússon og Jó-
hannes S. Kjarval. Þá verður boðin olíu-
mynd, blóm í vasa, eftir Jón Stefánsson
og sjávarlífsmynd eftir Snorra Arin-
bjarnar. Hægt er að gera forboð í myndir
fyrir þá sem ekki komast á uppboðið og
einnig er hægt að bjóða símleiðis eftir að
uppboðið hefst. Uppboðið hefst kl. 20.30
og verður í Súlnasal Hótel Sögu eins og
fyrr segir.
Vináttugangan ’91
í dag, 2. nóvember, kl. 13.30 verður Vina-
ganga í Grafarvogi. Mæting við Fjörgyn
kl. 13.15. Skátafélagið Vogabúar annast
skipulagningu göngunnar. Þetta er létt
fjölskylduganga kringum voginn og ef
fiöldi verður nægur er stefnt að því að
tengjast hönd í hönd kringum voginn.
Effir gönguna bjóða skátamir upp á kaffi
og appelsínusafa í félagsmiðstöðinni
Fjörgyn. Sigurður Helgason frá Björgun
mun kynna þar nýtt skipulag fyrirhug-
aðrar byggingar við Gullinbrú.
Fundir
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
heldur fund mánudaginn 4. nóvember kl.
20.30 1 félagsheimili Dómkirkjunnar.
Rætt verður um basarinn. Kaffiveitingar.
Kvenfélag Seljasóknar
Félagsfundur í kirkjumiðstöðinni þriðju-
daginn 5. nóvember kl. 20.30. Gestur
fundar Unnur Arngrímsdóttir.
Sigurður Kristjánsson
sýnir í Galierí 8
Á morgun opnar Sigurður Kristjánsson,
listmálari sýningu á myndverkum í Gall-
erí 8, Austurstrætí 8. Langflestar myndir
á sýningunni hafa aldrei verið sýndar
áður. Sýningin er opin kl. 10-18 til 16.
nóvember.
Sýning á Blönduósi
Hjördís Bergsdóttir, Dósla, heldur nú
málverkasýningu á Blönduósi og sýnir
14 verk. Hér er Dósla við eitt þeirra.
DV-mynd Magnús Ólafsson
Kynning á verkum Kjartans
Guðjónssonar í Foid
í dag, 2. nóvember, hefst kynning á verk-
um Kjartans Guðjónssonar í Fold, list-
munasölu, Austurstræti 3. Á kynning-
unni eru til sölu og sýnis liðlega tuttugu
myndir, olíumyndir, gvassmyndir og
krítarteikningar. Kjartan hefur dundað
sér við myndlist í meira en 40 ár og feng-
ist við kennslu í MHÍ i ein 25 ár án þess
að vera kennari heldur myndlistarmaður
sem fékkst við kennslu. Kynningin stend-
ur til sunnudagsins 10. nóvember og er
opið mánudaga til föstudaga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl.
14-18.