Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1991, Síða 52
F R ÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
.
Frjálst, óháð dagblað
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991.
íþróttahöll í Kópavogi:
Glapræði
nema framlag
ríkisins hækki
- segir Gunnar Birgisson
„Ef framlagið frá ríkinu til bygg-
ingar íþróttahallarinnar verður ekki
hækkað er glapræði fyrir skattborg-
ara Kópavogs og Kópavogsbúa al-
mennt að fara út í bygginguna," sagði
Gunnar Birgisson, forseti bæjar-
stjórnar Kópavogs, í samtali við DV.
Örlög íþróttahallarinnar í Kópa-
vogi, sem fyrirhugað hefur verið að
reisa fyrir heimsmeistaramótið í
handknattleik 1995, verða endanlega
ákveðin næstu daga. Samkvæmt
heimildum DV bendir flest í stöðunni
eins og hún er nú til að hætt verði
við bygginguna.
í gærmorgun áttu fulltrúar fjár-
málaráðuneytis og menntamála-
ráðuneytis fund meö fulltrúum
Kópavogsbæjar, þar á meðal bæjar-
stjóra, um málið. Staðan breyttist
ekki á þeim fundi. í kjölfarið var
ákveðið að halda tvo fundi í dag þar
sem fjármála- og menntamálaráð-
herra, ásamt ráðuneytismönnum,
ætluðu að hitta Kópavogsmenn ann-
ars vegar og fulltrúa handknattleiks-
sambandsins hins vegar. Þeim fund-
um hefur verið frestað fram yfir
helgi.
Á bæjarráðsfundi í Kópavogi skipt-
ust menn í tvö horn í málinu. Minni-
hlutinn vill drífa þessa byggingu af
og sækja um meira fé frá ríkinu þeg-
ar bygging hallarinnar væri hafin.
Þegar hún væri farin af stað ætti að
fá méiri peninga hjá ríkinu.
Hjá HSI vilja menn leita allra leiða
áður en bygging hallarinnar verður
gefin upp á bátinn. Kópavogsmenn
virðast hafa „flautað hana út af‘ en
á mánudag munu HSÍ-menn eiga
fund með Markúsi Erni Antonssyni
þar sem upphafleg hugmynd um
handboltahöllina, að hún skuli rísa
iReykjavík,verðuráborðum. -hlh
Laugardaga 10-17
Sunnudaga 14—17
TMHUSGÖGN
SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822
LOKI
Hvernig ætli ástandið sé í
fermingarveislunum?
Falsaði nöf n ættingja á
16 víxla og 6 skuldabréf
Hæstiréttur liefur dæmt 38 ára enda og framseljenda, ábyrgðar- einkafyrirtækis hennar, heildsöl- væri ekki unnt að hafa refsingu
konu í 20 mánaða fangelsi fyrir að manna eða ábekinga. Átta nöfn unnar Líflínunnar. Bú konunnar hennar, 20 mánaða fangelsi, skil-
hafa falsað nöfn skyldmenna sinna voru notuð. Fólkíð fékk ekki vitn- var tekið til gjaldþrotaskipta árið orðsbundna. Skilorðsbundni hluti
og tengdafólks á 16 víxla og 6 eskju um falsanir nafna sinna fyrr 1989. dómsins frá 1988, íimm mánuðir,
skuldabréf aö nafnvirði tæplega 6 en ýmis gögn, sem það kannaðist Árið 1975 gekkst konan undir var tekinn upp og dæmdur með í
milljóna króna. Konan var einnig ekki við, fóru að berast frá bönkum dómsátt vegna fjársvika. í desemb- þessu máli. Ingibjörg Benedikts-
dæmd fyrir fjársvik með þvi að og öðrum aðilum. Konan hélt því er 1985 var hún dæmd í fjögurra dóttir kvað upp dóminn í Sakadómi
hafa gefið út tvo innistæðulausa fram við yfirheyrslur hjá RLR að mánaða skilorðsbundið fangelsi Reykjavíkur.
tékka fyrir samtals 400 þúsund hún hefði haft viðeigandi leyfi frá fyrir skjalafals. 1988 var konan í Hæstarétti kváöu upp dóminn
krónur. Hæstiréttur staðfesti dóm sinu fólki. Fyrir héraðsdómi dró dæmd í átta mánaða fangelsi, þar hæstaréttardómararnir Guðrún
Sakadóms Reykjavíkur. hún þær fullyrðingar til baka. af flmm mánuði skilorðsbundið, Erlendsdóttii-, Bjarni K. Bjarnason,
Falsanimar áttu sér stað á árun- Andvirði víxlanna og skuldabréf- fyrir fjársvik. Gunnar M. Guðmundsson, Harald-
um 1987 og 1988 - allar án vitundar anna var meðal annars notað í í dómi Sakadóms kom fram að ur Henrysson og Guðmundur Ingvi
skyldmennanna - foreldra, systk- þágu konunnar persónulega og til þar sem brot konunnar hefðu verið Sigurðsson hæstaréttarlögmaður.
ina, mágs og mágkvenna. Nöfn rekstrar fyrirtækis hennar og eig- „mörg og stórfelld" og hún heföi -ÓTT
fólksins voru ýmist sem nöfn útgef- inmanns hennar, Þyrils hf„ og ekki að fullu bætt fyrir brot sín
Nú eru ekki nema tæpir tveir mánuðir til jóla og jólasveinarnir eru mættir í gluggann hjá íslenskum heimilisiðnaði
í Hafnarstræti. Eftirvæntingin leynir sér ekki í svip ungu barnanna sem hafa það fram yfir þá fullorðnu að vera
þegar farin að hlakka til hátíðanna. DV-mynd BG
ÁTVR:
Aðstoðarversl-
unarstjjöri í
gæsluvarðhald
Sakadómur Reykjavíkur hefur úr-
skurðað aðstoðarverslunarstjóra
ÁTVR við Lindargötu í gæsluvarð-
hald til 8. nóvember vegna meints
fjárdráttar. Ekki var fariö fram á
úrskurð um gæsluvarðhald yfir
verslunarstjóranum sem er faðir
hins. Að sögn Arnars Guðmundsson-
ar hjá RLR mun rannsókn málsins
halda áfram af fullum krafti næstu
daga. -ÓTT
Fundur í sjó-
mannadeilu
Undirmenn á farskipum og vinnu-
veitendur funduðu með ríkissátta-
semjara í gær. Fundurinn stóð fram
á kvöld. Verkfall er boðað 8. nóvemb-
er og mun ná til allra hafna á land-
inu. Lítið mun hafa þokast í sam-
komulagsátt. -kaa
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Norðanhvassviðri en lægir á mánudaginn
Veðurstofan spáir norðarihvassviðri á morgun, einkum vestanlands, en heldur hægara fyrir austan. Skýjað verður og snjókoma fyrir
norðan en úrkomulítið sunnanlands. Á mánudag gengur veðrið niður, fyrst vestanlands. Heiðskírt verður fyrir sunnan og vestan en búast
má við éljum áfram norðaustanlands.