Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991. Fréttir Skriður kominn á óformlegar viðræður um sameiningu fiskvinnslufyrirtækja í Vestmannaeyjum: Ganga Fiskiðjan og ís- félagið í eina sæng? Ómar Garðaisson, DV, Eyjum; Samdráttur í fiskveiöum, minni aílaheimimildir og útflutningur á ferskum fiski í gámum hefur þrengt að frystihúsunum í Vest- mannaeyjum eins og annars staðar á landinu. Er nú svo komiö að grípa verður til ráðstafana ef ekki á illa aö fara og er nú helst horft til sam- einingar í einhverri mynd. Vinnslustöðin, Hraðfrystistöðin, ísfélagiö og Fiskiðjan eru stærstu frystihúsin í Eyjum. Fyrr í haust fengu forráðamenn þessara fjög- urra frystihúsa heimsókn frá ís- landsbanka sem er aðalviðskipta- banki þeirra allra. Skilaboðin voru skýr, styrkja þarf reksturinn. Telja íslandsbankamenn nauðsynlegt að frystihúsin myndi sterkari eining- ar meö sameiningu í einhverri mynd. Samkvæmt heimildum DV er boltinn nú í höndum frystihúsa- manna. Hafa farið fram óformlegar viðræður milh þeirra en nú virðist kominn skriður á málin. Helst er horft til þess að Fiskiðjan og ísfé- lagið gangi í eina sæng. Margir endar eru enn lausir en ljóst er að spurningin er ekki hvort af sam- einingu verður, heldur hvenær og hvernig. Ekki er líklegt aö húsin fjögur renni saman í eitt heldur að í Vestmannaeyjum verði tvö eða þrjú stór frystihús. Magnús Kristinsson, stjómar- formaður ísfélags Vestmannaeyja hf„ sagði viö DV í gærkvöldi að engar viðræður hefðu átt sér stað síðustu daga. „Áður höfðu menn ræðst við, en hvað gerist í þessari viku á eftir að skýrast. Varðandi þetta upp- hlaup sem varð í kjölfar heimsókn- ar íslandsbanka er rétt að benda á aö ákveöin forsaga liggur að baki erfiðleika frystihúsa í Vestmanna- eyjum í dag. Hún er fyrst og fremst aflaleysi frá því í júlí í sumar og afla- og gæftaleysi í haust. Af þessu stafa þyngslin og ekkert óeðlilegt við það að íslandsbanki biðji menn að skoða sín mál. Kanna hvort hag- kvæmni er í sameiningu í ein- hverri mynd og það er einmitt það sem við erum að gera. Ég vil að það komi fram að ég er mjög ánægöur með aö menn frá íslandsbanka komu hingaö og ræddu við okkur augliti til auglitis um stöðu mála en gaspra ekki um þau á torgum úti,“ sagði Magnús. Bækistöðvar ísfélagsins og Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum. Sameinast þessi tvö fyrirtæki á næstunni? DV-myndir Ómar Guðjón Rögnvaldsson, stjórnar- formaður Fiskiðjunnar hf„ sagði í gærkvöldi að ekkert væri aö gerast í augnablikinu. Veriö væri að kanna ýmsa möguleika. Hann svaraði því játandi að hafa átt í viðræðum viö ísfélagið. „Við höf- um rætt við þá. Hver niðurstaöan verður skýrist á næstu dögum. Við viljum vinna þetta mál, hratt og vel,“ sagði Guðjón. Tækin, sem notuð eru til malarvinnslu nærri Fnjóská, eru i einni bendu eftir að klakastiflan „staflaði þeim sarnan". DV-mynd gk Tjón hjá Vegagerðinni á Akureyri: Klakastíf la í Fnjóská ruddi tækjum um koll Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; „Ég held ekki aö um stórtjón sé að ræða, ekki enn sem komið er a.m.k.,“ segir Guðmundur Svavarsson, um- dæmisstjóri Vegagerðar ríkisins á Norðurlandi eystra, um tjón sem varð á tækjum Vegageröar ríkisins nærri bænum Laufási í Kelduhverfi í Eyjafirði fyrir helgina. Um er að ræða tæki til malar- vinnslu, svokaliaðan malara og færi- bönd sem staðsett voru ekki fjarri Fnjóská. í snjókomunni í síðustu viku og þegar fór aö frysta hefur áin stíflast á þessum slóðum og þegar stíflan brast ruddist klakaburðurinn yfir tækin og þeytti þeim saman í eina hrúgu. Sem fyrr sagði virðist sem tækin hafi ekki skemmst mjög mikið en erfitt er að komast að þeim. Ain hef- ur nú rutt sér farveg þeim megin við tækin sem farið var aö þeim áður og verður hugsanlega einhver bið á að hægt verði að komast að þeim og kanna skemmdir nákvæmlega. Bæjarstjóm Vestmannaeyja: Vill þriggja mflna landhelgi við Eyjar Ómar Garðaxsscm, DV, Eyjum; Bæjarsljórn Vestmannaeyja sam- þykkti í síðustu viku aö leggja til viö sjávarútvegsráðuneytið að sett veröi þriggja mílna landhelgi við Vest- .mannaeyjar. Nái hún í kringum allar eýjar og sker að Surtsev undanskil- ínm. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, 9-0. Fyrr hafði bæjarstjóm leitað umsagnar hags- munaaðila um landhelgi við Eyjar og voru fjórir af sex sem lögðu til að þessi leið yrði valin. En aliir voru sammála um að tilgangslaust væri að loka fyrir veiðar við Eyjar meðan dragnótaveiðar eru leyÆar upp í íjöru eins og nú er. TUlaga bæjar- stjómar tekur líka þvi og vill banna veiöar meö dragnót inna þriggja mílna við suðurströndina. „Fella þarf úr gildi þann þann þátt fiskveiðileganna sem heimilar svo- kallaöa fjöruopnun fyrir botnvörpu- veiðum inn af Vestmannaeyjum á timabilinu 15. febrúar til 16. apríl ár hvert,“ segir í tillögunni og er til- gangurinn að koma í veg fyrir veiðar trofibáta uppi í kálgörðum eins viö- gengist hefur undanfarin ár. Reykjavík: Róleghelgi Óverýufátt fólk safnaöist saman í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Að sögn lögreglirvar ekki nema um 1.000 manns þar saman komið aðfaranótt laugardags. Fjórtán gistu fangageymslur lögreglunnar sem er óvenjufátt. Aðfaranótt laugardags voru 10 ökumenn teknir vegna gmns um ölvunarakstur og aðfaranótt sunnudags vom 5 teknir af sömu orsökum. -J.Mar Kópavogshælið: Reykingarsettu kerfiðafstað Brunaboði fór í gang á Kópa- vogshæli skömmu eftir hádegi í gær. Allt tiltækt lið slökkvihðsins fór á vettvang. Enginn eldur reyndist þó laus heldur höfðu nokkrir einstakling- ar ekki getað hamið nikótínlöng- un sína og fengið sér að reykja. Svo óheppilega vildi hins vegar tii að þeir höfðu tendrað í sígarettun- um undir réykskynjara með þeim afleiðingum aö eldvamarkerfi hælisinsfórafstað. -J.Mar Mjólkurverkfall Gylfi Kristjánsson, DV, Akoreyn: Iðjufélagar, sem starfa í mjólk- ursamlögunum á Akureyri og Húsavík, lögöu niöur störf á föstudag. í dag og á morgun er einnig vinnustöðvun -á þessum stöðum. Unniö af fullum krafti í Mjólk- ursamlagi KEA á Akureyri á laugardag en þá var mjólk keyrö í verslanir. Deila Iöjufélaga við vinnuveit- endur stendur um starfsnámskeið og hærri laun samfara því og hef- ur verið boðaö til verkfalls nk. mánudag hafi samningar ekki tekist. Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari hefur boðað deiluað- ila til fundar á miðvikudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.