Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Blaðsíða 8
JSIENSKA AUGIÝSINCASTOFAN HF 8 MÁNÚDAGUR 18. NÓVEMBER 1991. Utlönd SauQán blaða- mennfallniri Júgóslavíu Sautján blaðamenn af ýmsu þjóðerni eru nú fallnir í Júgóslav- íu frá því átökin hófust þar fyrir alvöru í sumar. Sautjándi maður- inn féll nú á laugardaginn. Hann var heimamaður og var í Vuko- var þegar sókn sambandshersins var hvað hörðust. Breski sjónvarpsmaðurinn Davis Carter liggur nú á sjúkra- húsi í Belgrad hættulega sár eftir að hafa orðið fyrir skoti leyni- skyttu. Að sögn lækna á sjúkra- húsinu er hann þungt haldinn en þó ekki í lífshættu lengiuv Carter vann fyrir sjónvarps- stöðina ITN og var í Vukovar þegar skotið var á hann. Ljós- myndari AP varð einnig fyrir skotum leyniskyttu í borginni en er á batavegi. ' Fyrir utan þá sautján sem eru fallnir er nokkurra saknað. Þar á meðal eru tveir sovéskir blaða- menn sem ekkert hefur spurst tii frá þvi í september. Flest bendir til aö þeir hafi látið lifið. Reuter Sambandsherinn tilbúinn í lokaslaginn um Vukovar: Síðustu Króatarnir málning Jotun lökk 1600 Irtatónar 3TU/j> m \r., HFS\> Geríð góð kaup á málningardögum Húsasmiðjunnar. HUSASMIÐJAN • u 1IL-JU IV >0 hJt'JL itur áliMimij ScOeúw SKK.wiz íScStffi Skútuvogi 16, Reykjavík i, Hafharfirði' Serbneskir tlóttamenn foröa sér úr húsarústum í Vukovar. Bærinn er nær algjörlega i rúst eftir þriggja mánaða umsátur júgóslavneska sambands- hersins. Símamynd Reuter Stríðið í Júgóslavlu veldur spennu í Danmörku: Hótanir um hryðjuverk ganga á milli inn- flytjenda frá Júgóslavíu Gizur Helgason, DV, Kaupmannahöfn: „Serbar og Króatar umgangast nú hvorir aðra með varkárni og enginn vafi leikur á því að þeir gruna hvorir aðra um græsku," er haft eftir Karst- en Fledelius, sem hefur verið form- aður Dansk-júgóslavneska félagsins frá árinu 1975. í Danmörku eru um 6 þúsund Serbar og 200 Króatar og hafa þeir lifaö í sátt og samlyndi í fjölmörg ár eöa allt fram að borgarastríðinu í Júgó- slavíu. Nú er striðið farið að hafa bein áhrif á samlyndi Júgóslavanna og hefur einn af fyrrverandi for- mönnum félags Júgóslava í bænum ^f§j»gið4jölda upphring- fém honum er hótad ö)!u fyrir árás í salarkynnum félagsins en þau eru bæði Króatar. Friðriksverksdeildin er hin fjöl- mennasta í Danmörku með um 700 félagsmenn. Síðar í þessum mánuði verður stofnuð sérdeild fyrir Króata í bænum í mótmælaskyni við aðalfé- lagið en þar hafa Serbar tögl og hagldir. Júgóslavarnir hér í Danmörku fylgjast auðvitað náið með því sem er aö gerast á þeirra fósturjörð óg vinna Serbar og Króatar að því að styðja landsmenn sína með fjárfram- lögum. Frammámenn meðal Júgó- slava hér í landi óttast að upp úr kunni að sjóða meðal þjóðarbrot- anpa og að öryggi þeirra sé þar með illu oe auk bess varð eiginkona háns Júgóslavneski sambandsherinn er reiðubúinn aö leggja til lokaatlögu gegn króatískum varöliöum sem eru innikróaðir á litlum bletti í hjarta bæjarins Vukovar. Ríkisstjórn Króatíu sagði í gær að varðliðarnir í Vukovar ætluðu að gefast upp fyrir sambandshernum sem hefur setið um bæinn í þrjá mánuði. Stjórnvöld höfðu áður lýst því yfir að þau mundu aldrei gefa bæinn upp á bátinn. Króatar urðu hins vegar að láta undan síga vegna látlausrar sóknar hersins og vegna ömurlegs aðbúnað- ar þeirra fjórtán þúsund íbúa bæjar- ins sem hírast matar- og vatnslausir í neðanjarðarbyrgjum. Þar á meðal eru tvö þúsund börn og um fimm hundruð særðir eftir loftárásir og stórskotahríö sambandshersins. Yfirvöld í Zagreb fóru fram á það viö herinn að hann ábyrgðist öryggi óbreyttra borgara gagnvart hefndar- aðgeröum serbneskra skæruliða og leyfði að þeir yrðu fluttir á brott. Þau fóru einnig fram á það að alþjóða Rauða krossinn og eftirlitsmenn Evrópubandalagsins skærust í leik- inn. Eftirlitsmenn EB sögðu að her- inn heföi fallist á nærveru þeirra frá deginum í dag. Friðarumleitanir í Vukovar hófust eftir að nýtt vopnahlé milli Króata annars vegar og serbneskra skæru- liða og sambandshersins hins vegar hófst á laugardag. En harður kjarni um 1500 króatískra varðliða virtist ætla að veita viðnám gegn falli Vuko- var. Þeir hörfuðu inn á víggirt svæði í miðbænum í gær undir miklum sprengjuárásum hersins. Herinn sendi bíla með hátalara inn i Vukovar þar sem þeir Króatar sem vildu gefast upp voru hvattir til þess. Herinn lofaði að fara með þá sem gæfust upp sem stríðsfanga. Yfirvofandi fall Vukovar er mikið reiðarslag fyrir Króata sem hafa misst um þriðjung iands síns í meira en fjögurra mánaða bardögum. Stjórnarerindrekar sögðu hins vegar að þetta gæti hraðað pólitískri lausn deilunnar þar sem Serbar hefðu náð einu helsta takmarki sínu. Reuter verjast í miðbænum - tvö þúsund börn og fimm hundruö særöir menn innilokaöir í bænum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.