Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun; ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Sáttatónn
Morgunblaðið birtir mikið viðtal við Davíð Oddsson
forsætisráðherra í sunnudagsblaði sínu. Það er sátta-
tónn í þessu viðtali. Davíð fer með löndum. Það hefur
ekki alltaf verið hans stíll. Forsætisráðherra hefur ein-
mitt verið þekktur fyrir að hafa sínar skoðanir og láta
þær tæpitungulaust í ljós. Hann hefur farið sínar leiðir
og komist upp með það. Einkum þegar hann var borgar-
stjóri Reykjavíkur.
Davíð Oddsson var ekki í friðarstelhngum þegar hann
bauð sig fram sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann
var heldur ekki að tvínóna við hlutina þegar hann
myndaði ríkisstjórnina. Og hann hélt áfram að blása til
orrustu í stórum málum og smáum eftir að hann tók
við sem forsætisráðherra. Hann hefur tekið stórt upp í
sig í vaxtamálum, Evrópumálum og byggðamálum. Það
er aðeins stutt síðan hann lét þau orð falla að hagkvæm-
ara gæti verið að hjálpa fólki til að flytja úr fámennum
byggðarlögum til að þétta byggðakjarna; hjálpa fólki til
að flytja heldur en að reka þá byggðastefnu sem ríkt
hefur hér á landi.
Þessi orð og margt annað sem ráðherrann hefur látið
sér um munn fara hefur vakið upp andstöðu og við-
brögð og þá ekki síst í hans eigin flokki. Það hafa mörg
járn staðið á forsætisráðherra þann stutta tíma sem
hann hefur setið við völd.
í Morgunblaðsviðtalinu kveður við annan tón. Að
vísu tekur ráðherrann af skarið um að gengisfelling sé
ekki á dagskrá og ekki heldur stór erlend lántaka til
að gefa atvinnulífmu vítamínsprautu. En að öðru leyti
fer hann með löndum í þessu viðtali. Það má merkja
að Davíð Oddsson er að læra af reynslunni. Hann er
að átta sig á að staða forsætisráðherra er ekki það sama
og staða borgarstjóra. Borgarstjóri er leiðtogi samhents
meirihluta. Forsætisráðherra í samsteypustjórn er
sáttasemjari. Sá er munurinn.
Davíð réttir sáttahönd til aðila vinnumarkaðarins,
sjávarútvegsins og byggðastefnumanna. Hann leggur
áherslu á að kreppan megi ekki bitna á launafólki, sér
í lagi ekki á láglaunafólki. Þar býður hann upp á sátt.
Davíð vill ekki tjá sig með eða móti veiðileyfagjaldi. Þar
vill hann bíða átekta. Davíð viU draga í land í byggða-
málum. Þar vill hann bera klæði á vopnin. Hann gerir
sér grein fyrir því að niðurskurður á fjárlögum og út-
gjöldum ríkissjóðs sé ekki einfalt verkefni. Það tekur
tíma, segir forsætisráðherra.
Það er nýr Davíð Oddsson sem birtist þjóðinni í þessu
viðtali. Svo má auðvitað um það deila hvort það sé betri
Davíð eða verri. Það er kostur að hafa stjórnmálafor-
ingja sem taka af skarið og vita hvað þeir vilja. Styrkur
Davíðs Oddssonar sem stjórnmálamanns hefur alla tíð
verið sá að hann hefur gengið hreint til verks. Sá Davíð
má ekki týnast.
En það er jafnframt þroskamerki að kunna að slá af
og taka tillit til annarra. Ekki síst þegar maðurinn er
leiðtogi þjóðarinnar og verður að sætta sjónarmið.
Allir gera sér grein fyrir að erfiðir tímar eru framund-
an. Ríkisstjórnin hefur ekki efni á að standa í iUdeilum
innbyrðis eða innan sinna eigin flokka. Hún hefur ekki
efni á stríði milli þéttbýhs og dreifbýlis, mihi sjávarút-
vegs og landverkafólks, milh vinnuveitenda og verka-
lýðs. Nú þarf þjóðin að standa saman og þá samstöðu
þarf ríkisstjórnin og forsætisráðherra að efla. Við vinn-
um okkur aldrei út úr erfiðleikunum með því að berja
hver á öðrum. Ellert B. Schram
„Varóandi nýtingu orkulindanna er engin ástæða til að örvænta."
Veikburða
atvinnustefna
x Með frestun Atlantsálsverkefnis-
ins hefur komið í ljós hversu veik-
burða atvinnustefna stjórnvalda
hefur verið undanfarin misseri.
Stjórnvöld hafa talið sér trú um að
þau ættu að taka frumkvæðið í at-
vinnuuppbyggingu landsmanna,
líkt og var hlutskipti stjómvalda í
Austur-Evrópu til skamms tima.
Og þaö með geigvænlegum erlend-
um lántökum til byggingar orku-
vera og gylliboðum til erlendra
stóriðjuhölda þar sem Blöndu-
virkjun, að verðmæti 14 milljarðar
króna, er notuð sem tálbeita og þar
sem arðsemiskrafa Landsvirkjun-
ar er einungis litið yfir 5% meöan
arðsemiskrafa Atlantsálsaðilanna
er á bilinu 15-20%.
Vel er hægt að skilja vonbrigði
margra með frestun þessa verkefn-
is því til skamms tíma njóta flestir
góðs af því, þ.e. meðan erlenda fjár-
magnið streymir inn í landiö og
umsvifm eru sem mest við 'bygg-
ingu ál- og orkuveranna.
Sé hins vegar litið til samnings-
tímabilsins alls, þ.e. 25 ára, er ekki
sjálfgefið að verkefnið skili þjóðar-
búinu tilskildum arði. Til þess að
svo verði verður álverðið að hald-
ast í 1.900 dollurum að meðaltali á
tímabilinu, kostnaður orkufram-
kvæmda ekki fara mikið fram úr
áætluðum byggingarkostnaði og
raunvextir að verða lægri en 6%.-
Mæiing hagvaxtar
Þótt talað hafi verið um mikinn
hagvöxt meðan á framkvæmdum
stendur er rétt að undirstrika að
sá hagvöxtur er að mestu fjár-
magnaöur með erlendum lánum
sem greiða verður síðar með vöxt-
um. Landsframleiðslan tekur hins
vegar hvorki tillit til þessara vaxta-
greiðslna né afborgana. Vöxtur
hennar segir því ekki alla sög-
una.
Séu árlegar vaxta- og arðgreiðsl-
ur af hinu 100 milljarða króna er-
lenda fjármagni, sem þarf til fram-
kvæmdanna, dregnar frá lands-
framleiöslunni fæst þjóðarfram-
leiðslan. Og séu árlegar afborganir
(afskriftir) einnig dregnar frá fást
nettó þjóðartekjur sem eru í raun-
inni það sem þjóðin ber úr býtum.
Landsframleiðslan eykst um 4-5%
en nettó þjóðartekjur miklum mun
minna.
Atvinnustefnan
Atvinnustefna stjórnvalda ætti
miklu frekar að taka mið af þyí sem
er að gerast í Evrópu, þ.e. aö
styrkja hiö almenna efnahagsum-
hverfi. Aö taka til hendinni varð-
andi s.s. skattkerfiö; að aðlaga það
skattkerfum samkeppnislandanna
og þannig styrkja samkeppnisstöðu
innlendra aðila. Að flýta fyrir
hvers konar frjálsum viðskiptum
KjaUariim
Jóhann Rúnar Björgvinsson
þjóðhagfræðingur
við aðrar þjóðir og auka þannig
samkeppnina og aðhaldið að inn-
lendum fyrirtækjum, bönkum og
tryggingarfélögum. Að draga úr
tortryggni gagnvart þeim erlend-
um aðilum sem áhuga hafa á aö
fjárfesta í atvinnulífi okkar og líta
frekar á þá sem vinveitta. Aö ná
niður raunvöxtum í hagkerfmu
með verulega minni útgáfu ríkis-
tryggðra skuldabréfa til að fjár-
magna húsnæðiskaup landsmanna
og bæta þannig rekstrarumhverfi
atvinnulífs og heimila.
Þá geta stjórnvöld með markviss-
ari vinnu, hreinskiptari og opin-
skárri umræðu um efnahagsmál
haft jákvæðari áhrif á efnahagsum-
hverfið og þannig aukið bjartsýni
og áhuga á atvinnuuppbyggingu.
Möguleikar okkar með nýgerðum
EES-samningum eru miklir og
krefjast mikillar undirbúnings-
vinnu bæði af hálfu atvinnulífs og
stjórnvalda.
Hagvöxtur
Á árunum 1986-87 jókst hagvöxt-
ur eöa landsframleiðslan um 17%,
eða um 54 milljarða króna á verð-
lagi þessa árs. Á árunum 1988-91
stóð landsframleiðslan hins vegar
nánast í staö eða dróst saman um
tæp 2%, eða um rúmlega 6 millj-
arða króna. Auðvitað er hægt að
skapa mikinn hagvöxt eins og á
árunum 1986-87 með því að taka á
land óskynsamiega mikinn afla og
auka þar að auki erlendar skuldir
um 23% að raungildi eins og þá.
En slíkt hefnir sín síðar eins og við
upplifum nú með minni veiði og
erlendum skuldagreiðslum.
En það er ekki hinn tilbúni hag-
vöxtur áranna 1986-87 sem vekur
athygli heldur stöðnunin sem ríkt
hefur á þessum áratug. Er hægt aö
búast við raunverulegum hagvexti
þegar þjóðin ráðstafar sparnaði
sínum með svo óskynsamlegum
hætti sem raun ber vitni? Gefur
tugmilljarða fjárfesting hins opin-
bera í ýmsum byggingum tilætlað-
an virðisauka eða ofljárfestingin í
sjávarútvegi, fiskeldi eða í íburðar-
miklu íbúðarhúsnæði? Dregur hún
jafnvel úr virðisauka annarra fjár-
festinga? Og hvað um einokunar-
stöðu banka- og tryggingarkerfis
með tilheyrandi yfirbyggingu? Er
nema von að hagvöxtur stafi ein-
ungis af auknu aflamagni úr sjó og
af erlendum lánum?
Niðurstaða
Varðandi nýtingu orkulindanna
er engin ástæða til að örvænta. Við
eigum að hugsa til langs tíma við
nýtingu þeirra og gera kröfu um
dágóðan arð, líkt og t.d. Norðmenn
varðandi olíuiindir sínar. Engin
ástæða er því til að ana áfram
vegna skammtímalægðar í efna-
hagslífmu og hafa ef til vill í staðinn
lítið upp úr orkulindum okkar.
Möguleikar okkar í atvinnuupp-
byggingu eru óþrjótandi. Fram
undan er mikil undirbúningsvinna
fyrir gildistöku EES-samninganna.
Fyrirtæki þurfa að aðlaga sig
breyttu efnahagsumhverfi, nýjum
kröfum og nýjum stöðlum. Styrkja
samkeppnisstöðuna og skoða
möguleika á framleiðslu nýrra af-
urða sem EES-samningar gefa færi
á, s.s. í fullvinnslu sjávarafuröa.
Þá er ferðaþjónustan í örum vexti,
sameining sveitarfélaga í stærri
atvinnu- og þjónustukjama á döf-
inni, vatnsframleiðsla lofar góöu
og svo framvegis.
Eitt er víst að þau fjölmörgu verk-
efni, sem fram undan eru, þurfa á
öllum okkar spamaði að halda og
einnig því erlenda fjármagni sem
hollt er að þjóðarbúið taki á sig svo
engin ástæða er til aö syrgja Atl-
antsálsverkefnið þegar.hugað er að
langtíma-hagsmunum þjóðarbús-
ins.
Jóhann Rúnar Björgvinsson
„Stjórnvöld hafa talið sér trú um að
þau ættu að taka frumkvæðið 1 at-
vinnuuppbyggingu landsmanna, líkt og
var hlutskipti stjórnvalda 1 Austur-
Evrópu til skamms tíma.“