Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1991, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1991. Meiming Fjölbreytt tónlistarútgáfa: Hljómplötuframleiðendur búast við aukinni sölu - í nóvember og desember er salan 75% af árssölunni Félag íslenskra hljómplötuútgef- enda hefur sent frá sér álitsgerð þar sem margt forvitnilegt kemur fram, meðal annars að í kjölfar átaksins íslenskt tónlistarsumar hefur sala á íslenskum hljómplötum, geisladisk- um og kassettum aukist verulega. í ágústlok var sala íslenskrar tónlistar íjórfalt meiri en á sama tíma árið áður. Það er orðið árvisst að íslenska útgáfan yfirtekur markaðinn í nóv- ember og desember en í þessum mánuðum er salan 75% af heildar- sölu íslenskrar tónlistar. Hljóm- plötuframleiðendúr eiga ekki von á að sala á jólamarkaðnum veröi fjór- fóld miðað við árið í fyrra eins og varð raunin á eftir íslenskt tónlistar- sumar. Hins vegar telja hljómplötu- framleiðendur að góðir möguleikar séu á verulegri söluaukningu ís- lenskrar tónlistar miðað við árið 1990. Almennt verð á íslenskum og er- lendum hljómplötum, kassettum og geisladiskum hefur lækkað frá árinu 1990. Nokkrar ástæður eru fyrir þessu en þyngst vægi hefur sú stað- reynd aö meðalverð á geisladiskum hefur lækkaö verulega með auknu framboði. Er nú hægt að fá innflutta geisladiska á verði frá kr. 490. Einnig hefur harðnandi samkeppni í smá- söluversluninni leitt af sér lækkun á nýjum geisladiskum. Miklar hlutfaUsbreytingar eru að verða á markaðshlutdeild hljóm- platna, kassettna og geisladiska. Vægi geisladisksins hefur stóraukist og hefur hann nú rúmlega 60% sölu- hlutfall á móti markaðshlutdeild hljómplötunnar og kassettunnar sem hvor um sig er með 20%. Algengt er því orðið að tónlist komi eingöngu út á geisladiski og kassettu. Má gera því skóna að fyrir þessi jól verði í síðasta sinn gefin út íslensk tónlist með gamla laginu hér á landi, það er á hijómplötum. Áætlaö er að heildarsala á íslandi hafi árið 1990 verið u.þ.b. 300-350 þúsund eintök. Þar af var sala ís- lensks efnis á því ári 75.000 eintök sem var 25% minni sala en árið þar á undan vegna stjómvaldsaðgerða um að afnema virðisaukaskatt af bókum sem er helsta samkeppnis- vara tónlistarinnar á jólamarkaðn- um. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir forráðamanna hljómplötuframleið- enda, höfunda og flytjenda til að fá virðisaukaskatt felldan niður af tónl- Utgáfutónleikar eru margir þessa dagana og er ekkert sparað til að gera tekin þegar Rafn Jónsson hélt velheppnaða tónleika i íslensku óperunni á ist hefur engin breyting orðið þar á og er íslensk tónúst eina list- og menningargreinin sem virðisauka- skattur er lagður á. Þetta hefur þó ekki komið í veg fyrir stórkostlega söluaukningu íslenskrar tónlistar á árinu 1991. Tveirstórir útgefendur Mikið verður um nýja íslenska tónlist á geisladiskum og plötum fyr- ir jólin. Tveir útgefendur, Steinar hf. og Skífan, eru stærstir. P.S. músík er nýtt fyrirtæki sem einnig gefur út plötur og sér Steinar hf. um dreif- ingu. Aðrar útgáfur em mjög smáar og yfirleitt em það flytjendur sjálfir sem era að gefa út plötur með eigin efni og fá svo þá tvo stóm til að dreifa fyrir sig afurðinni. Útgáfan er mjög í anda undanfar- inna ára, vinsælustu flytjendumir em flestir með plötu og þeir sem ekki era í baráttunni fyrir jólin vora með plötur í sumar. Em sumar þær sem þá voru gefnar út enn í fullum gangi. Ujá Skífunni koma út margar plöt- ur. Má þar til dæmis nefna nýja plötu með Geira Sæm, Jörö. Sléttuúlfamir fylgja eftir vinsældum sínum frá í fyrra með Undir bláum mána. Sá eini sanni Dengsi verður með jólaplötu og býður mörgum í jólaboð. Eftir áratugahvíld kemur Savamiatríóið fram á sjónarsviðið á ný með plötu sem er í anda þeirra mörgu platna sem komu út með þeim á sjöunda áratugnum og heitir hún Eins og þá. Platan með Sverri Stormsker þetta árið heitir Greatest (S)Hits, Tifa Tifa er fyrsta sólóplata Egils Ólafssonar, . ©s mzmKÁMM. ÍSKALT HAUSTTILBOÐ ÁTLAS /r Rúmmál Hæð Verð ÍSSKÁPAR Iftrar cm staðgreitt A1R 284 með innbyggðu frystihólfi 280/27 145 36.900 MR 243 með innbyggðu frystihólfi 240/27 122 31.900 VR 156 með innbyggðu frystihólfi 150/15 85 26.900 KÆLISKÁPAR RR 291 án frystihólfs 280 143 34.900 RR 247 án frystihólfs 240 120 29.900 RR 154 án frystihólfs 150 85 24.900 KÆLI- / FRYSTISKÁPAR RF 365 tviskiptur, frystir að ofan 300/60 160 44.900 MRF 289 tvískiptur, frystir að ofan 280/45 145 39.900 RF 181/80 tviskiptur, frystir að neðan 280/80 144 41.900 FRYSTISKÁPAR Í#<X50 VF-223 fimm hillur 220 145 39.900 VF 123 fjórar hillur 120 85 29.900 k J Nýkomin sending af Atlas kælitækjum á einstöku veröi! RÖNNING SUNDABORG 15 í*91 -685868 þá sem best úr garði. Mynd þessi er (immtudagskvöldió. DV-mynd S Rúnar Þór er einnig með nýtt efni í ár og hljómsveit sem kallar sig Sor- oricide er með plötu sem heitir Dauðarokk. Auk þess gefur Skífan út nótnabók með lögum eftir Jóhann G. Jóhannsson og fylgir geisladiskur með tónlistinni sem er leikin á píanó. Frá Steinum og P.S.músík kemur fjöldi titla og Steinar dreifir einnig fyrir marga aðila. Fer hér á eftir hluti af því efni sem Steinar gefur út og dreifir. Karl Örvarsson sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu, Eldfuglinn. Todmobile er með sína þriðju plötu, Opera nefnist hún. Sálin hans Jóns míns sendi ekki frá sér í fyrra en sendir nú frá sér plötu sem ber ein- faldlega nafn hljómsveitarinnar. De luxe heitir plata frá hljómsveitinni Ný dönsk. Stóm bömin leika sér er með þekktum barnasöngvum og em þeir fluttir af þekktum söngvurum. Tónleikaplata með Bubba heitir Ég er og er tekin upp kvöldstund eina í Púlsinum. Gaia er eins og flestir vita nafn á víkingaskipi nútimaps en það er einnig heiti á plötu Valgeirs Guð- jónssonar og er þar eingöngu um leikna tónlist að ræða. Satt og logið heitir nýjasta plata Eyjólfs Kristjáns- sonar. Leikarinn kunni, Valdimar Flygenring, sendir frá sér Kettlinga og blúsplatan Lucky One er með Kristjáni Kristjánssyni og félögum. Minningar er plata þar sem valin- kunnir söngvarar rifiá upp helstu dægurperlur síðari ára, Hörður Torfa sendir frá sér Kveðju, Ríó flyt- ur lög Gunnars Þórðarsonar á Land- iö fýkur burt og er þar barist gegn gróðureyðingu. Fortissimos er allt það besta frá Mezzoforte, endur- blandað, og Andartak er plata Rafns Jónssonar þar sem kemur fram með honum einvalalið söngvara oghljóð- færaleikara. í þessari upptalningu hefur aUs ekki verið minnst á nema hluta af þeim fiölda titla sem gefnir verða út og em komnir út og er óhætt að segja að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi í því mikla úrvali sem er á boð- stólum hþómplötuverslana. -HK Iðnóverði menningar- miðstöð Bandalag íslenskra listamanna hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á borgaryfirvöld og yf- irmenn menningarmála i landinu að nýta Iðnó áfram fyrir menn- ingarstarfsemi. Segir i ályktun- inni að hús lönaðarmannafélags Reykjavíkur (Iðnó) sé nú til sölu og sé að grotna niöur vegna þess að ekkert sé gert til þess að halda því við. Þar hafi verið blómleg starfsemi Leikfélags Reykjavíkur um margra áratuga skeið og er skorað á borgaryfirvöld að kaupa húsið og gera nauðsynlegar end- urbætur á þvi og fmna hagnýtt rekstrarform þar fyrir nýja menn- ingarmiðstöð í hjarta borgarinnar í samvinnu við listamenn. Tílvitiiunar- orðabók ísmíðum Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur ákveðið að gefa út tilvitn- unarorðabók. Mun hún heita Orð í tíma töluð. Ritstjóri er Tryggvi Gíslason skólameístari sem hefur um árabil unnið að undirbúningi bókarinnar. Bókin á aö geyma fleyg orð og tilvitnanir í sígildar íslenskar bókmenntir og þekkt rit en einnig verða þar erlendar til- vitnanir sem unnið hafa sér þegn- rétt í íslensku. Orð i tíma töluö verður um 1.000 blaðsíöur meö yfir 10.000 tilvitnunum og orðtök- um sem raðað er eftir atriðisorð- um með millivísunum. Auk þess verða skrár um höfunda, safnrit og einstök verk. Ljósmyndaský Tímaritið ský hefur hingað til verið vettvangur fyrir skáldskap en í fimmta tölublaðinu, sem ný- lega er komið út, beinast sjónir að ljósmyndum og birtar eru myndir eftir fimmtán íslenska Ijósmyndara, þekkta og óþekkta. Fyrirmyndir ljósmyndanna em mannlíf og landslag á íslandi og i Færeyjum en heftið er helgað minningu Williams Heinesen. Þeir sem eiga Jjósmyndír í Skýi era Davíð Þorsteinsson, Einar Falur Ingólfsson, Guðmundur Ingólfsson, Halldór Þ. Halldórs- son, Kristinn Ingvarsson, Krisfj- án G. Amgrimsson, Nökkvi El- íasson, Páll Stefánsson, Pétur Eiðsson, Ragnar AxeLsson, Sigur- geir Siguijónsson, Sigurþór Hali- bjömsson, Valgeir Sigurðsson, Vilmundur Kristjánsson og Þor- kell Þorkelsson. um Guðmund Ingólfsson Þegar Guðmundm Ingólfsson lést í ágúst síðastliðnum var stórt skarð höggvið í raðir islenskra djassleikara. Vinir hans í tónlist- inni viija minnast hans með tón- leikum í Súlnasal á sunnudaginn og þar verður svo sannarlega ffítt liö mætt til að taka sveifluna. Of langt mál er að telja upp hverjir þar koma fram en segja má að ijóminn af íslenskum djassleik- urum veröi til staðar auk sér- stakra gesta. Má þar nefna Bubba og Hauk Morthens, Megas, Björk Guðmundsdóttur, Andreu Gyifa- dóttur og Lindu Gísladóttur. Hfjómsveitimar, sem koma frarn, erameðal annars kvintett Gunn- ars Reynis, BltMcomþaníið ög Ami ísleifsson og djasssmiðja Austuriands. Allur ágóöi af tón- leikunum rennur í minningarsjóö Jazzvakningar en næsta verkefni hans er að gefa út minningardisk um Guömund Ingólfsson. ! =

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.