Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991. Fréttir Viðgerðarkostnaður Þjóðleikhússins stefnir í tvo milljarða: Hef ur f immfaldast á rúmum þremur árum Upphaflega talað um 240 milljónir Þegar rætt var um nauðsyn þess að fara út í viðamiklar viðgerðir á Þjóðleikhúsinu haustið 1988 var tahð að veija þyrfti 240 milljónum til verksins. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 1989 var ákveðið að veita 75 milljónir til framkvæmdanna. Á núvirði gerir það tæpar 100 milljónir. Hetðu þessar frumáætlanir staðist hefði kostnað- urinn við viðgerðirnar orðið tæplega 400 milljónir að núvirði. Miðað við núverandi kostnaðaráætlun bygg- ingarnefndar upp á 1,8 til 2 milljarða er ljóst að áætlaður kostnaður við viðgerðirnar nánast fimmfaldast á rúmlega þremur árum. Byggingarnefnd sækir í fjárlög næstu ára Ekki er ætluð króna til fram- kvæmdanna í fjárlagafrumvarpi rík- isstjómarinnar fyrir næsta ár en þær hafa að mestu legið niðri síðan leik- húsið var tekið í notkun í mars síð- astliðnum, eftir árslokun. Á fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir 250 milljónum króna til viðbótar þeim 140 milljónum sem Qárlög heimiluðu í framkvæmdim- ar. Byggingarnefndin hefur lagt til við ríkisstjómina að á næsta ári verði veittar 100 milljónir í framkvæmd- irnar, 200 milljónir árið 1993, 300 milljónir 1994 og 400 milljónir 1995. Á þann hátt telur hún sig geta lokið endurbótum og viðgerðum á húsinu. Enn hefur ríkisstjómin enga afstöðu tekið til þessarar tillögu. Dæmigerö saga um opinbera framkvæmd Sagan á bak við endurbætumar og viðgerðimar á Þjóðleikhúsinu er að mörgu leyti skýrt dæmi um fram- gangsmáta hins opinbera við fram- kvæmdir sínar. Ráðist var út í verkið án þess að fyrir lægi raunhæf fram- kvæmda- og kostnaðaráætlun. Hönn- unarvinnan hefur að mestu farið fram á framkvæmdatímanum og ít- rekað hefur teikningurn verið breytt. Á sama hátt og við byggingu Perl- unnar, Ráðhússins og Leifstöðvar hefur skipulagsleysið kallað á auk- inn kostnaö og tafið framkvæmdir við Þjóðleikhúsið. Þá virðast stjóm- völd í raun aldrei hafa tekið ákvörð- un um hversu viðamiklar endurbæt- umar eigi að verða. Er það enn óljóst. Lög brotin, að mati Ríkisendurskoðunar í skýrslu, sem Ríkisendurskoðun sendi frá sér fyrir rúmu ári, gagn- rýndi hún harðlega vinnubrögðin við Þjóðleikhúsið. Þar er fullyrt að stjómvöld hafi ekki farið að lögum um skipan opinberra framkvæmda, enda hafi samstarfsnefnd á því sviði Kostnaðurinn vegna viögerða á Þjóðleikhúsinu stefnir í að verða fimmfalt meiri en fjárveitinganefnd Alþingis samþykkti upphaflega haustið 1988. Að sama skapi héfur umfang verskins aukist án þess að fjárveitingavaldið hafi lagt blessun sína yfir það. Upphafleg áætlun hljóðaði upp á 240 miiljónir eða um 400 milljónir framreiknaðar. Ekki er nema ár síðan byggingarnefnd hússins áætlaði heildarkostnaðinn verða 800 milljónir en í dag stefnir hann í 2 milljarða. ekki fengið framathuganir og áætl- anir til umfjöllunar í tíma. Þá hafi of skammur tími verið ætlaöur í undirbúning og hönnun á verkinu. Einnig gagnrýndi Ríkisendurskoðun að ráðist var í framkvæmdir þrátt fyrir að ekki hefði legið fyrir full- nægjandi áætlun um hönnun, nýt- ingu og kostnað. Stuttu eftir að ákvörðunin um við- gerð á Þjóðleikhúsinu var tekin reis upp mikill ágreiningur milli þáver- andi menntamálaráðherra, Svavars Gestssonar, og fiárveitinganefndar Alþingis um umfang og kostnað verksins. Ekkert varð því af fyrir- huguðum framkvæmdum sumarið 1989 og var þeim frestað um ár. Fjárveitingavaldinu gefið langt nef Enn blossuðu deilur upp milh menntamálaráðherra og fiárveit- inganefndar við afgreiðslu fiárlaga fyrir 1990. Krafa nefndarinnar var að leikhúsinu yrði lokað í tvö ár og framkvæmdunum lokið á þeim tíma. Áht nefndarinnar var að kostnaður- inn mætti ekki verða meiri en 540 milljónir eða um 650 mhljónir að núvirði. Fram kom í máli formanns hennar, Sighvats Björgvinssonar, að ekki kæmi th greina að ráðast í alls- heijarendurbætur, enda myndu þær kalla á 1,5 til 2 milljarða kostnað fyr- ir ríkissjóð. Að mati menntamálaráðherra var hins vegar ekki nóg að ráðast út í nauðsynlegar viðgerðir á húsinu. Þess í stað skyldi í raun byggja nýtt hús inni í gamla Þjóðleikhúsinu. Samkvæmt verkáætlun, sem kynnt var, skyldi fyrsti áfangi verksins kosta 540 milljónir. Þessari verkáætl- un hafnaði Sighvatur fyrir hönd fiár- veitinganefndar. Sagöi hann einn áfanga kaha á annan. í fiárlögum fyrir 1990 ákvað Alþingi aö verja 125 mhljónum th viðgerða. Hár hönnunarkostnaður sem salt í sárin Þó framkvæmdir við Þjóðleikhúsið hafi ekki veriö hafnar í desember 1989 var hönnunarkostnaðurinn þá þegar kominn upp í 90 milljónir eða tæplega 110 milljónir framreiknaðar. Að stærstum hluta rann þessi kostn- aður th húsameistara ríkisins. Að vonum var mönnum brugðið þegar þessi kostnaöur kom í ljós. Var hann sem salt í sárin í þeirri rimmu sem menntamálaráðherra átti í við fiár- veitingavaldið. Th að bhðka fiárveitingavaldið lét Svavar þau orð faha að sín vegna mætti leggja embætti húsameistara niður. Og í samtah við DV sagði ráð- herrann það ekki frá sér komið að í bígerð væri að ráðast í framkvæmdir upp á 1,5 th 2 milljarða. „Ég hef aö- eins verið með eina tillögu og hún er sú að það verði ráðist í viðgerðir á næsta ári fyrir 250 til 300 mhljónir króna,“ vom orð Svavars. Ámi Johnsen, þá varaformaður byggingamefndar, tók í svipaðan streng og menntamálaráöherra. Sagði hann það fráleitt að hehdar- kostnaðurinn við framkvæmdirnar gæti farið upp í 1,5 til 2 mihjarða. í samtali við DV í janúar 1990 sagði Árni að nær væri að tala um tölu nálægt mhljarði. Væri þá um að ræða framkvæmdir sem myndu ná til næstu aldamóta. Á núvirði væri sá mhljarður 1173 mhljónir. Borgarleikhúsglýjan jók kostnað um milljón á dag Ekki tókst þeim Svavari og Áma að sannfæra formann fiárveitinga- nefndar með þessum yfirlýsingum. í samtali við DV sagði -.Sighvatur Björgvinsson að í byggingarnefnd- inni væri fólk með borgarleikhús- glýju í augum. Sagði hann ljóst að h'ugmyndir nefndarinnar köhuðu á mun meiri peninga úr ríkissjóði en Fréttaljós Kristján Ari Arason þær 540 mhljónir sem nefndin hefði samþykkt. Eftir yrðu endurbætur á sviði, aðstaða fyrir leikara, ljósabún- að og nýtt hús fyrir sviðsmynd. „Þetta gátum við ekki samþykkt," sagði Sighvatur í janúar 1990. Mánuði síðar hótaði Sighvatur því fyrir hönd fiárveitinganefndar að hætt yrði við allar framkvæmdir við Þjóðleikhúsið héldi byggingamefnd hússins sig ekki við ákvarðanir Al- þingis. Sagði hann kostnaðaráætlan- ir hækka um mihjón krónur á dag og allt stefna í hehdarkostnað upp á 700 th 800 milljónir í stað þeirra 240 milljóna sem upphafleg áætlun hljóðaði upp á. Verktakar ringlaðir og allt í lausu lofti Mikh óvissa ríkti um framkvæmd- irnar í kjölfar þessara yfirlýsinga. í ársbyijun 1990 lét formaður Verk- takasambands íslands, Pálmi Krist- insson, þau orð falla í samtali við DV að það væri útilokað fyrir verk- taka að gera verksamning við ríkið um viðgerðir eða endurbætur á Þjóð- leikhúsinu. „Þarna er um það að ræða að allt er í lausu lofti um hve langan tíma verkið á að taka og hvað á aö gera.“ Samkvæmt fiárlögum 1990 vora ætlaðar 440 mihjónir til framkvæmd- anna. Miðað var við þá forsendu að á árinu 1991 færu 230 milljónir til að ljúka þeim viðgerðum og breytingum sem byggingarnefnd hafði þegar ákveðið. Við afgreiðslu fiárlaga fyrir árið 1991 ákvaö Alþingi aö veija ahs um 140 milljónum króna til framkæmd- anna. Þá þegar var orðið ljóst að hönnunarkostnaðurinn við verkiö var hátt í 300 milljónir og að hehdar- kostnaðurinn stefndi í 900 milljónir. Mikhl ágreiningur var þá risinn upp meðal framkvæmdaaðila og hafði til dæmis fyrrum verkefnisstjóri við framkvæmdimar, Gunnar St. Ólafs- son, sagt af sér. Verkefnisstjóri og húsameist- ari í hár saman í samtali við DV kvaðst Gunnar ekki hafa treyst sér til að halda utan um verkið og kostnaðinn vegna ágreinings við húsameistara ríkis- ins. Sagði hann húsameistara hafa verið að koma með nýjar, margar ónothæfar tillögur, þannig að ítrekað hefði þurft að breyta hönnun. Það hefði kahað á óheyrilegan kostnaðar- auka, auk þóknunar th embættis húsameistara. Þá sagði hann húsa- meistara hafa neitað að gera við sig heildarsamning um hönnunarkostn- að. Fyrir sig hefði ekki verið annað að gera en að neita að skrifa upp á reikninga húsameistarans. Kostnaðurinn áætlaður 800 milljónir fyrir ári Fyrir einungis ári kynnti bygging- arnefnd Þjóðleikhússins nýja verk- og kostnaðaráætlun. Var það þriðja áætlun nefndarinnar á árinu 1990. Samkvæmt henni var áætlað að heildarkostnaðurinn við endurreisn hússins yrði um 800 milljónir. Með þessari tölu var einungis átt við fyrsta áfanga hússins. Ljóst er hins vegar að sú tala er komin upp í 1,4 mhljarða þegar þetta er skrifað. -kaa Byggingarnefnd Þjóðleikhússins áætlar að minnst milljarð króna skorti til að hægt sé að ljúka að fuhu endurbótum og viðgerðum á húsinu. Nú þegar hafa framkvæmdirnar kostað ríkissjóð hátt í 800 mhljónir. Th að ljúka því verki, sem þegar er hafið, skortir hátt í 600 milljónir. Samtals mun fyrsti verkáfangi við- gerða og endurbóta við Þjóðleikhúsið kosta rikissjóð hátt á annan mihjarð króna. Eru þá eftir framkvæmdir upp á aht að 600 mhljónir við endurbætur í norðurhluta hússins. Undir þann verkþátt fellur svið leikhússins, ýmis tæknibúnaður, búningsaðstaða leikara og fleira. Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um þær framkvæmdir. ekki króna til framkvæmdanna í fjárlagafrrimvarpinu fyrir næsta ár VIÐGERÐARKOSTNAÐUR Á ÞJÓÐL EIKHÚSIN U 850 400 — framreiknaður til verðlags í dag— • milljor milljomr r.». 1989

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.