Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991. 15 Hvað skal með fiskimjöls- verksmiðju? Síðustu dægur hafa risið harðar deilur á milh stjórnar og mengun- arvarna Hollustuverndar ríkisins vegna fiskimjölsverksmiðju sem til stendur að flytja frá Hvaleyrarholti í Hafnarfirði yfir í Örfirisey í Reykjavík. Lagst gegn staðsetningu Mengunarvörnum Hollustu- verndarinnar var falið að semja greinargerð um umhverfis- og mengunaráhrif verksmiðjunnar í Örfirisey svo unnt yrði að leggja mat á umsókn Faxamjöls hf. um hina nýju staðsetningu. Mengunar- varnir brugðu hart við og sömdu greinargerðir: þá fyrstu í júní, því næst í júlí og loks í október sem allar voru lagðar fyrir hlutaðeig- andi aðila. Greinargerðirnar eiga það allar sameiginlegt að í þeim er lagst gegn staðsetningu fiskimjöls- verksmiðju í Örfirisey með þeim rökum að slík verksmiðja muni óhjákvæmilega valda óþægindum fyrir nærhggjandi íbúabyggö. Meðal annars er bent á að þrátt fyrir fullkominn mengunarvarna- búnað sé ekki hægt að tryggja að ekki verði lyktarmengun frá verk- smiðjunni enda hafa borist veru- legar kvartanir vegna starfsemi hennar á Hvaleyrarholti. Til þess að hindra lyktarmengun „þarf að eyða nær öllum lyktarefnum. Slík lykteyðing er nær útilokuð við framleiðsluskilyrði" segir í yngstu greinargerðinni. Þar er einnig bent á að verksmiðjan í Hafnarfirði sé KjáUaiinn Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs illa staðsett frá umhverfis- og mengunarvarnasjónarmiðurn. Stutt sé í íbúabyggð og matvæla- iðnað en þær aðstæður eru raunar enn óhagstæðari í Örfirisey þar sem fram fer umfangsmikill og háþróaður matvælaiðnaður- sem nútildags er ekki tahnn eiga heima í nágrenni við loftmengandi fram- leiðslu. Dregin til baka Við Örfirisey eru ríkjandi aust- lægar og norðlægar áttir sem þýöir að útblásturinn frá verksmiðjunni myndi beinast í átt að vesturbæ og miðbæ á sumrin þegar norðlægar áttir eru ríkjandi en yfir matvæla- vinnsluna í Örfirisey og á Granda um vetrartímann þegar austlæg átt er ríkjandi. Fyrir vikið leysir það ekki umhverfis- eða mengunar- vanda að flytja verksmiðjuna frá Hafnarfirði í Örfirisey. Þá benda mengunarvarnir á að verksmiðjur sem vinna fiskúrgang - eins og þessi verksmiðja - séu ekki háöar staðsetningu við höfn ólíkt verk- smiðjum sem vinna loðnu og bræðslufisk. Allt eru þetta þarfar upplýsingar sem mér vitanlega hefur ekki veriö mótmælt. Engu að síður sá stjórn Hollustuverndarinnar ástæðu til þess að draga greinargerð mengun- „I dag mun borgarstjórn taka afstöðu til þeirrar tillögu Nýs vettvangs að end- urskoða landnotkun 1 Geldinganesi með það að markmiði að gera nesið að athafnasvæði 1 stað íbúabyggðar.“ IPULAG 1990-2QW v Geldinganes \ / ——ss vssði Ibúðaþyggð / Leiruvogur Eiðsvíkj \ Nýhöfn ^XRANDVEGUB - <^BþRGARHÍqLT Qm k. Sorpbóggun V’tiiir Kleppsvík „Eitt vænlegasta athafnasvæðið innan borgarmarkanna er Geldinganes- ið ... “ segir Ólína m.a. í greininni. arvarna til baka - á þeirri forsendu að hún væri leiðandi og gæti haft áhrif á afstöðu til verksmiðjunnar. Gallinn er nefnilega sá að fram- kvæmdastjórn Hollustuverndar hafði fyrir nokkru gert einhvers konar samþykkt um málsmeðferð - sem stangaðist á við innihald greinargerðar mengunarvarna, eins og Hermann Sveinbjörnsson, stjórnarformaður Hollustuvernd- ar, upplýsti í fréttum fyrir skömmu. Nú sitja starfsmenn mengunarvama lamaðir - eftir að faglegt áht þeirra hefur verið að engu gert og þeir sem eiga að taka afstöðu til málsins - á grundvelh gagna sem hafa verið gerð ógild - vita ekki sitt rjúkandi ráð. Lítið svigrúm íbúasamtök vesturbæjar hafa brugðist hart við hugmyndum um staðsetningu verksmiðjunnar í Ör- firisey enda er stór hluti íbúa- byggðar í mið- og vesturbæ í innan við þúsund metra fjarlægð frá verksmiðjunni ef af verður. Er- lendis er lágmarksfjarlægö frá slíkri starfsemi áætluð 500-1000 metrar. Það virðist því liggja í aug- um uppi að staðsetning verksmiðj- unnar í Örfirisey nýtur ekki hylli sem stendur - enda má með rökum segja aö hún yrði varanlegt klúöur. Vandinn er hins vegar sá að í Reykjavík hefur verið þrengt veru- lega að athafnasvæðum borgarinn- ar svo landrými th atvinnustarf- semi er af skornum skammti. Á núgildandi aðalskipulagi er lítið svigrúm fyrir slíka starfsemi - enda þótt nútímakröfur miði að því að færa verksmiðjustarfsemi með hávaða- og loftmengun sem fjærst íbúabyggð. Eitt vænlegasta at- hafnasvæðið innan borgarmarka er Geldinganesið sem er bæði rúmgott og liggur á góðum stað með tilliti til vindáttar, fjarlægöar frá íbúabyggð og síðast en ekki síst með hliðsjón af framtíðarsamgöng- um um land og sjó. Á Geldinganesi hefur hins vegar verið gert ráð fyr- ir íbúabyggð á núgildandi aðal- skipulagi. í dag mun borgarstjórn taka af- stöðu til þeirrar tillögu Nýs vett- vangs að endurskoða landnotkun í Geldinganesi með það að markmiði að gera nesið að athafnasvæði í stað íbúabyggðar. Verði á tillöguna falhst hefur ekki aðeins fengist lausn á vanda Faxamjöls hf. heldur einnig framtíðar atvinnustarfsemi innan borgarmarkanna. Þetta er möguleiki sem full ástæða væri fyrir borgaryfirvöld að athuga bet- ur. Ólína Þorvarðardóttir Bannað, lokað, bundið „Hnignun bændastéttarinnar með fyrirsjáanlegum lokum sauðfjárræktar er eitt dæmi um „árangur" byggðastefnunnar." Það hefur verið metnaður ís- lenskra stjómmálamanna að halda á lofti svokallaðri byggðastefnu. Þó forðast þeir að skilgreina kjarna hennar, ef einhver er, en leika fremur á einfóld, fljótt á htið fógur markmið, eins og, jafnvægi í byggð landsins". Hnignun bændastéttarinnar með fyrirsjáanlegum lokum sauðfjár- ræktar er eitt dæmi um „árangur" byggðastefnunnar. Þrátt fyrir við- varanir voru niöurgreiðslur snemma teknar upp í landbúnaði með tilheyrandi falskri verðmynd- un og útilokun samkeppni. Tengsl framleiðenda og neytenda rofnuðu, stöðnun og félagsleg niðurlæging fylgdu. Undirgefni við ofursterkt, alls- ráðandi ríkisvald, tyftun þeirra sem víkja frá hnunni og sjálfsí- mynd uppgjafar og vanmáttar hef- ur síðan einkennt bændur. Heimsmynd heimaln- inganna Viöhald byggðar þykir öllum sjálfsagt en enginn er tilbúinn til að skýra hvers vegna. Þó segjast menn auðvitað ekki ætlast til að hverjum dal sé haldiö í byggð en skirrast aftur við að skilgreina hvar mörkin eiga að liggja. Ætlast er til að menn hokri án þjónustu og öryggis sem tahn eru ómissandi í nútíma vestrænum samfélögum og þeir eru reyndar skattaðir til að standa undir. Þeir kenna öllum öðrum en sjálfum sér um að arður af vinnu þeirra lendi annars staðar en hjá þeim. Kja]]aiiim Jón Hjálmar Sveinsson landbúnaðarverkamaður Áhöld eru um hvort við, sem myndum þennan sífeht innhverf- ari þjóðfélagshóp, landsbyggðar- menn, erum að þessu af misskihnni ættjarðarást eða kjarkleysi við að slíta naflastrenginn við úfnar víkur og vindbarin nes sem við ímyndum okkur að ekki bara heimurinn heldur einnig mennsk tilvera snú- ist um. Félagi Napóleon Á þennan undarlega hugarheim spila stjórnmálamenn sem fremur láta forpokun ljöldans leiða sig heldur en að sýna forystuhæfheika með því að innleiða ferskar hug- myndir sem örugglega yrðu mjög óvinsælar í fyrstu og krefðust rök- ræðu. Samkeppni í verslun og þjónustu þykir sjálfsögð á höfuðborgarsvæð- inu, neytandinn er herra markað- arins. Eðlhegt er tahð að einn græði á hæfileika til að bjóða betur og annar fari á hausinn vegna ráð- leysis. En meðal bænda er bannað að skara fram úr, allir skyldu jafn- aumir, markaðslögmáhn eru þeim argasta fásinna. Póhtík, ætt og hefð skal meðal þeirra ráða hver hefur betur, ekki frumkvæði, útsjónar- semi og fagle'gur metnaður. Á meðan fjöldi fólks á þéttbýlis- stöðum úti á landi heldur sauðfé, sér og sínum til ánægju og búsí- lags, hafa erindrekar bændasam- taka gengið um meðal bænda á lög- býlum og beðið þá að gefa upp full- virðisrétt til kindakjötsfrani- leiðslu. Rökin eru; þú ert of gam- all, þú hefur aukatekjur af öðru, bændur sem bara eru með fé þarfn- ast kvótans þíns. Lítiö hefur orðið um svör þegar spurt hefur verið á móti hvort ald- ur svipti mann sjálfkrafa atvinnu- rétti, hvort mönnum skuh refsað fyrir það frumkvæði að afla sér aukatekna og hvaða umboð bændasamtökin hafi th tekjustýr- ingar félagsmanna, hvort verð- launa skuh þá sem ekki hafa rænu á öðru en rollum. Varla mun finnast annað stéttarfélag sem ger- ir út fólk til þess að fá félagsmenn til að hætta í faginu. Kviksetning í „ástkærri fósturmold“ Ósveigjanlegt slátrunar- og af- urðasölukerfi hindrar lækkun af- urðaverðs. Bóndi, sem vildi útbúa slátrunaraðstöðu í auðu húsnæði á jörð sinni, slátra sínum dilkum í samvinnu við annan, flytja á mark- að sjálfur, semja um sölu th veit- ingahúsa og verslana sjálfur, standa eða faha í samkeppni eftir gæðum og verði vöru sinnar, allt eftir úttekt og undir heilbrigðiseft- irliti - honum er með lögum og reglum bannað þetta. Fagni svo þessi uppreisnargjarni sjálfseignarbóndi tilkomu EES, auglýsi jörð Sína th sölu í Der Spi- egel og hyggist kaupa sér hús í Portúgal þá leyfist honum ekki heldur að selja jörðina þeim sem gæti og vhdi kaupa á meira en hungurlús, þýskum iðnrekanda í leit að sumarbústað. Það á nefni- lega að setja íslensk lög, í trássi við anda og bókstaf EES, sem banna honum það. Hann getur sem sé hvorki farið né verið. - Byggða- stefnan setur innantóm tákn og dauða hluti ofar tækifærum lifandi manna til athafna, þroska og reisn- ar. Jón Hjálmar Sveinsson „Fagni svo þessi uppreisnargjarni sjálfseignarbóndi tilkomu EES, auglýsi jörö sína til sölu í Der Spiegel og hygg- ist kaupa sér hús í Portúgal þá leyfist honum ekki heldur aö selja jörðina..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.