Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Blaðsíða 32
 F R 62 ÉTTASKOTIÐ • 25 • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Rítstjóm - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 21. NÖVEMBER 1991. Alþýðusambandið: Fundaðmeð „ ráðherrum Fulltrúar Alþýöusambands íslands gengu á fund ráöherra í morgun til viöræðna um þau atriöi sem verka- lýöshreyfmgin vill aö ríkisstjórnin komi nærri í þeim kjaraviðræðum aöila vinnumarkaöarins sem nú eru hafnar. Davíö Oddsson forsætisráðherra sagði of snemmt að segja nokkuð til um hvaö ríkisstjórnin gæti boðið í viðræöunum. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráöherra sagði að sér litist vel á þá kröfu verkalýðshreyfingarinnar að allur þorskur og ýsa yrðu unnin hér heima. -S.dór Gyrtiniðurum sigviðskóla Maður með gleraugu, sem talinn er vera 30-35 ára, sýndi ungum stúlk- um á sér kynfærin við tvo skóla snemma í gærkvöldi. Talið er líklegt að sami maður hafi einnig verið á ferðinni við sömu iðju skammt frá skautasvellinu í Laugardal á mánu- dag. -** Lögreglunni var tilkynnt um mann við Austurbæjarskóla á sjöunda tím- anum í gærkvöldi. Diskótek var í skólanum og voru 11 ára stúlkur á lóðinni þegar maðurinn birtist þeim og sýndi á sér kynfærin. Við svo búið hvarf hann á brott. Nokkru síð- ar var tilkynnt um mann með svip- aðri lýsingu við ísaksskóla. Þar gyrti maðurinn niður um sig á skólalóð- inni fyrir framan tvær 8 ára stúlkur og eina 10 ára. Ekki hafðist uppi á manninum í gærkvöldi. Lögreglan telur fullvíst að um sama mann hafi verið að ræða í bæði skiptin. Hann er talinn vera 30-35 ára, með gleraugu og var í gulbrún- umjakka. -ÓTT Lúsafaraldur Mjög hefur orðiö vart við lús 'í nokkrum grunnskólum höfuðborg- arsvæðisins undanfarnar vikur. Heimir Bjarnason, héraðslæknir í Reykjavík, segir lús koma upp næst- um á hverju hausti, þegar skólabörn koma saman á nýjan leik. Væri mis- jafnt hve mikið hún breiddist út. Fólk tengir lús gjarnan óþrifum. Heimir sagöi lús þrífast prýðilega á þrifnu fólki en það fyndi hins vegar fljótt fyrir henni. Hjúkrunarfólk skólanna leiðbeinir nemendum og -"■■•foreldram um meðferð við lús og í apótekum fást viðeigandi vörur til aðberjaáþessumófögnuði. -hlh LOKI Menn eru baraþjóðlegir í grunnskólunum! Hlutafélag til að kaupa og reka Ríkisskip: Ekkert hindrar stof nun félags - segir Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður Eyjólfur Konráð Jónsson alþing- ismaður segir að svo mikill hugur hafiveriöímönnumáfundiStarfs- mannafélags Ríkisskipa á Hótel Sögu í gær, en ; þar; var : Kyjólftir framsögumaður, að ekkert ; geti komiö í veg fyrir að Ríkisskiputn verði breytt í öflugt almennings- hlutafélag. : „Þetta ahuenningsfélag veröur til. Þegar menn cru svona sam- hentir þá getur ekkert komiö i veg fyrir það," segir Eyjólfur. Urn þaö hvorl hann lelji rými á markaðanum fyrir Ríkisskip en fé- lagið hefur veríð rekið með tapi, segir Eyjólfur að það sé örugglega rúm fyrir þrjú öflug skipafélög á íslandi. „Það gladdi mig að fá að tala á fundinum. Þetta hefur verið mér hugsjónamál í þrjátiu ár. Ég hef garnan af að sjá hugsjónir rætast.“ Á fundinum í gær var stofnuð níu manna undirbúningsnefnd til að undirbúa stofnun hlutafélags um Rikisskip. Eigið fé, eignir umfram skuldir, Rikisskipa var; á milli 400 og 500 millj ónir króna um síðustu áramót. -JGH Liklega telja svanirnir á Tjörninni sig hafna yfir gæsirnar, frænkur sínar. I það minnsta hafa þeir lengi notið forréttinda hjá skáldunum, sem lofað hafa svanasöng á heiði, og í byggðum vilja þeir fá bestu bitana af brauði barnanna. DV-mynd GVA Veðriðámorgun: Hitiyfir frostmarki Á morgun verður hæg, austlæg átt. Rigning eða súld öðru hverju um mikinn hluta landsins en síst þó í innsveitum norðanlands. Hiti yfirleitt yfir frostmarki, hlýjast suðaustanlands. Frekari rannsókn: ÁTVRmálið afturtil RLR Ríkissaksóknari hefur farið fram á að Rannsóknarlögregla ríkisins rannsaki frekar fjárdráttarmáliö sem tengist ÁTVR við Lindargötu. RLR sendi málið til ríkissaksókn- ara eftir að aðstoðarverslunarstjóri ÁTVR hafði setið 6 daga í gæsluvarð- haldi en hefur nú fengið máliö aftur eftir umsögn ríkissaksóknara. Maðurinn játaði íjárdrátt á hluta af um 20 milljón króna rýrnun. Eng- ir fjármunir eða eignir tengdar flár- drættinum komu fram við rannsókn málsins. -ÓTT Örlítil vaxtalækkun Landsbanki, íslandsbanki og Sparisjóðirnir lækka vexti örlítið í dag. Landsbankinn og íslandsbanki um 1 prósent að jafnaði en Sparisjóð- irnir um 0,5 prósent. Þess skal tekið fram að íslands- banki lækkar ekki í dag vexti á al- mehnum skuldabréfalánum sem eru hvaö algengasta útlánaformið hjá bönkunum. Hann lækkar hins vegar 1. desember. Meðalvextir almennra skulda- bréfalána hjá bönkunum er núna um 17,9 prósent. Á sama tíma er verð- bólgan mjög lítil og í kringum núllið. -JGH Mjólkurdeilan: Máliðáhreyfingu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er hugsanlegt að þetta sé upp- hafið að lausn þessarar deilu,“ sagði Hjörtur Eiríksson, framkvæmda- stjóri Vinnumálasambands sam- vinnufélaga, í gærkvöldi en þá sátu atvinnurekendur yfir hugmyndum sem þeir höfðu fengið frá viðsemj- endum sínum í mjólkurdeilunni fyrir norðan. Sáttafundur hófst að nýju í morgun og þá ætluðu vinnuveitend- ur að lýsa áliti sínu á tillögunum. Iðjufélagar, sem starfa hjá mjólk- ursamlögunum á Akureyri og Húsa- vík, vilja fá starfsnámskeið metin til launa og að sögn Ármanns Helgason- ar er verið að tala um rúmlega 3.000 krónur eða 6% meðaltalshækkun. Loðnuveiðin í nótt: Sáralítil veiði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Loðnuskipin níu sem voru á mið- unum norður af Sléttu í nótt fengu ekki mikinn afla og sem fyrr er loðn- an erfið, er dreifð, liggur djúpt. Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 TM-HÚSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822 TVOFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.