Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1991, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991. Spumingin Ertu farin(n) að huga að jólunum? Jóhann Einar Björnsson: Já, svoldiö. Anna Björg Björnsdóttir: Já, já, en ég trúi samt ekki á jólasveina. Brynjar Þór Þorsteinsson verslunar- maður: Já, það er ekki hægt að kom- ast hjá því þegar maður vinnur í Kringlunni. Hér er allt að komast á fullt. Steinn Ármann Magnússon leikari: Nei, ég er svona náungi sem geymi þetta allt fram á 'síðustu stundu. Ég geri mestöll mín jólainnkaup á Þor- láksmessu. Jenný Berglind Rúnarsdóttir nemi: Nei, ég byrja að spá í þau tveimur dögum áður. Sigvaldi Þórisson, starfsm. Flug- leiða, og Kristinn Sigvaldason: Já, auðvitað er maður farinn að huga að jólunum. Lesendur Flýtum okkur hægt, íslendingar Helgi Geirsson skrifar: íslendingar eiga nána samleið með Evrópu. Menning okkar og hefð er evrópsk, kynstofn okkar er evrópsk- ur og við megum vera hreyknir af því. - Hvort allt þetta séu forsendur þess að íslendingar gefi evrópskum þjóðum aðild að íslenskri lögsögu eða þeir gefi þeim eða öðrum hlutdeild að forræði íslendinga á íslandi er svo allt annað mál. Ég sé ekkert rangt við það að taka þátt í viðræðum við Evrópuþjóöir, rétt eins og aðrar þjóðir heims, um viðskipti, samvinnu eða jafnvel bandalög. Haldi menn hins vegar að íslenskir aðilar eða stofnanir hafi umboð og rétt til að semja við útlend- inga um afsal sjálfstæðis í hendur þeirra þá er það sorglegur misskiln- ingur. Menn tala spekingslega um að það sé ekki raunverulega veriö að tala um skerðingu á sjálfstæði og ákvörðunarrétti íslendinga heldur sé um að ræða að lög, sem sett séu af núðstjórn Evrópuríkja, skuh ná til íslands og vera ofar okkar lögum. - Geta slíkir blekkingameistarar gert sér vonir um að íslenskur almenn- ingur kyngi þannig rökleysu? Það er gert mikið úr því að Evrópu- þjóðirnar æth ekki að greiða sjálfum sér tolla af fiskinum sem við seljum þeim. Síðan á að ná þeim stórkost- lega áfanga að útlendingar eiga að fá veiðiheimildir í íslenskri veiðhög- sögu sem er nú þegar, eins og hvert mannsbarn veit, ofveidd af okkur sjálfum. Þá eiga íslenskir sjómenn e.t.v. að fá að veiða einhverjar fisk- „... gert mikið úr þvi að Evrópuþjóðirnar ætli ekki að greiða sjálfum sér tolla af fiskinum sem við seljum þeim.“ tegundir á ördauðum og stórmen- guðum fiskimiðum þessara sömu þjóða! - Það er erfitt að átta sig á hvort maður eigi að brosa eða klökkna. Vissulega væri þetta aht fyndið spaug ef ekki væri um svo alvarlegt mál að ræða. Samtímis hræðilegri ofíjölgun mankynsins, sem er nægileg ógnun ein sér, kann að verða erfitt að fæða það og afla því ómengaðs drykkjar- vatns. Það er því e.t.v. stutt í að ekki verði eingöngu rifist um fiskinn okk- ar heldur verði sóst eftir drykkjar- vatninu hér, þ.e.a.s. ef við verðum svo skynsöm að varðveita, ekki að- eins fiskimiðin, heldur líka landið, vötnin, árnar og jöklana. Til þess að heilögum hagsmunum íslendinga allra tíma sé gætt þá þarf þjóðhollustu, hugrekki, þrek og framtíðarhugsjón. - Viö verðum að tryggja þjóðerni vort, frelsi og sjálf- stæði og þá um leið einkarétt okkar á íslandi. Þakkir til Dagrenningar á Hvolsvelli Frá hópi fólks í fjallaferðum: Við vhdum fá að leiðrétta þann misskilning að við séum vanþakklát hjálparsveitinni Dagrenningu frá Hvolsvelli. - Það er hins vegar rétt að við báðum um hennar aðstoð hvað varðar bensín og eins að hún leið- beindi okkur símleiðis um framhald leiðar sem við vorum á og sparaði okkur tíma við að leita að henni. - Fyrir þetta erum við að sjálfsögðu mjög þakklát. Þá erum við komin að kjarna máls- ins. í viðtali, sem var tekið við Ingi- berg Jóhannsson og sýnt var í sjón- varpsfréttum mánudaginn 12. nóv- ember sl„ komst hann fremur hla að orði er hann sagði að það hefði mátt athuga hvort hjálparsveitarmenn væru einhvers staðar lausir að leika sér. Meö þessum orðum var að sjálf- sögðu ekki átt við aö hjálparsveitar- menn gerðu ekkert annað en að leika sér, heldur það hvort þeir væru laus- ir til að koma til okkar eða hvort þeir væru uppteknir við eitthvert annað verk. Og sú áhersla sem var lögð á það að við hefðum ekki verið orðin bensínlaus, heldur aðeins tví- sýnt um það. Hópurinn hefði ekki verið villtur, og það hefði aldrei nein hætta verið á ferðum, var aðeins th að leiðrétta þann misskiling sem virtist vera kominn upp um ástand hópsins en ekki th að gera lítið úr aðstoð hjálparsveitarmanna. Það má geta þess að þegar þarna var komið sögu hafði Ingibergur ver- ið á ferðalagi ýmist gangandi eða í bh sínum í einar 54 klukkustundir, þar af var 4 stunda svefn. Við vhjum því leyfa okkur að halda það þreytu fremur en hlan hug í garð hjálpar- sveita sem orsakaði þessi mismæli. Við viljum að lokum ítreka þakkir okkar th þeirra Dagrenningarmanna fyrir það hversu skjótt þeir brugðust við og um léið minna á að við trúum því ekki að nokkur láti sér detta í hug að einhver fari að leggja leggja leið sína á þessum árstíma um það svæði sem við fórum á slyddujepp- um, matarlítil og án aukabirgða af bensíni. - Bestu kveðjur. Börnin tfram yfir Bónus? Foreldri á Seltjarnarnesi skrifar: Eru bömin okkar minna virði en nokkurra króna spamaður á mat- vömm? Spurt er eftir að hafa lesið bréf frá „Nesbúa" í DV hinn 14. þ.m. Þar er því haldið fram að engin slysa- hætta sé af því að afhenda verslun- inni Bónus verslunaraðstöðu í skemmu við hhð skóla með 450 böm- um og bamaheimili með 150 börnum. - Hvhík himinhrópandi heimska! Allir vita að stórmörkuðum fylgir gífurleg bifréiðaumferð og á þeim stað þar sem Bónus vhl fá að versla - og aldrei hefur verið gert ráð fyrir verslun í skipulagi - þar eru bókstaf- lega engin bílastæöi. Það er 100% rangt, sem haft er eft- ir Nesfréttum, að bæjarstjórn Sel- tjarnarness sé búin að samþykkja aö Bónus fái að versla í áðumefndri skemmu. Bréfritari hefur kynnt sér að engin slík samþykkt hefur verið gerö í bæjarstjórn - og vonandi verð- ur það aldrei. Sá reyndi og víðsýni maður, Magn- ús Erlendsson, sem um langt árabil gegndi af milli prýði forystustörfum í bæjarmálum Seltjamarnesbæjar, á miklar þakkir skihð fyrir aðvörunar- orð sín varðandi þetta mál. í Nes- „Engin hætta á ferðum?" fréttum segir hann að nokkurra króna sparnaður í matarinnkaupum geti aldrei komiö í stað hfs barna okkar. - Hér er mælt af skynsemi. Því á bæjarstjórinn, Sigurgeir Sig- urðsson, heiður skilinn fyrir að berj- ast á móti Bónus-verslun á þeim stað sem rætt hefur verið um. Nöpuryrði „Nesbúa“ á hendur bæjarstjóra falla því í grýttan jarðveg. Bæjarstjórinn hefur setið í forystu Seltjamames- bæjar lengur en nokkur annar bæj- arstjóri í öðm bæjarfélagi á landinu öhu. - Slikt gera ekki aðrir en þeir sem hafa góða afrekaskrá. Hvað við- víkur hins vegar Bónus-verslun í gömlu ísbjarnarskemmunum þá er krafan skýlaus: Börnin okkar fram yfir Bónus. ÓttaststríðíEvrópu Magnús Jónasson skrifar: Fátt er það sem fólk í Evrópu óttast nú meir en að þar blossi upp stríð á nýjan leik. Þótt stríðs- aðgerðírnar í Júgóslavíu séu langt frá okkur eru þjóðir Evrópu mjög kvíðnar framhaldinu og vita sem er að Evrópuher er ekki tilbúinn að skakka leikinn ef þarna verður ekki lát á. - Það er fuh ástæða fyrir okkur íslend- inga að gefa þróun mála þarna alvarlega gaum. Við eigum hka hagsmuna að gæta í Evrópu. Ekki sist núna þegar viö hugum að nánara samstarfi. Lýsandiviðtal viðGyfifa Lúðvíg Eggertsson skrifar: Gylfi Þ. Gíslason telst með merkari stjórnmálamönnum ís- lenskra á síðari áratngum. Fáir hafa þó viljað trúa því að hann sé eða hafi nokkru sinni verið jafnaðarmaður. - Faðir hans var rammur íhaldsmaður. Þó kann tengjlafaðir hans að hafa sveigt hann eitthvað til vinstri um tíma. í sjónvarpsviðtah við Gylfa 17. þ.m. fékkst staðfesting á þessu. Hann kvaðst vera markaðs- hyggjumaður. Samkeppnin væri lausnarorðið. Hann hvatti alþýðu- flokksmenn í ríkisstjóm lögeggjan th þess að sýna hinum samstarfs- flokknum fulla hohustu. - Sonur Gylfa, Þorvaldur, boðar nú frjáls- hyggju af miklu kappi. - Sjaldan fellur ephð langt frá eikinni. Lesbólc Nlorgun- blaðsins Magga skrifar: Ég tek undir orð Ásmimdar í DV 14. nóv. - Skelfing finnst mér Lesbók Morgunblaðsins vera orð- in eitthvað leiðinleg. Þar var hægt að lesa þar mannleg og skemmti- leg viötöl og pistla og detta mér þá fyrst í hug viðtöl sem okkar góðkunna söngkona, Ehý Vh- hjálms, átti þar nokkrum sinnum. Reyndar átti hún viðtal í sunnu- dagsblaði Mbl. fyrir nokkru og þakka ég fyrir það. Einnig em rabbdálkamir oft skemmthegir. Er t.d ekki nokkur leið að skipta frá þessum eihfu málverkaum- fjöllunum Lesbókarinnar yfir í eitthvað annað þess háttar? - Ég vona að svo sé, því ég veit að ég tala einnig fyrir munn margra. Ekki til starfa í lögreglunni! Þórarinn Bjömsson skrifar: Ég á ekki nógu sterk orð yfir ummæh lögreglustjóra um dóm þann sem starfsmaður hans, lög- regluþjónn, fékk fyrir líkams- meiðingar sem hann framdi á ungum manni á Bergþóm- götu/Frakkastíg. - Lögreglustjóri segir að hann þurfi aö skoða þetta mál vel og hvort umgetinn lög- regluþjónn fái starfið aftur. Kannski lögreglustjóri taki hann th starfaá meðan dómurinn stendur yfir? Ég hefði haldið að lögreglustjóri þyrfti ekki aö ræða þetta við aðra innan sinna dyra. Það kemur varla th greina að setja þennan mann aftur til starfa í lögreglunni. Það ætti lögreglu- stjóri að geta sagt sér sjálfur. Læknireðalækn- ismenntaður? Regína Thorarensen skrifar: Mér brá er ég keypti þessi venjulegu meöul sem ég hef haft að staðaldri i mörg ár. Ég kaupi þau á þriggja mánaða fresti. Ég hef undanfarin ár þurft að borga 1800-2000 kr. fyrir skammtinn. Núna greiði ég hins vegar tæpar 5000 krónur. Eg spyr nú-af þessu thefni: Þyrfti ekki heilbrigðisráð- herra að vera læknir eða læknis- menntaöur maður til þess aö geta flahað um þessi mál og sýnt ábyrgð í svona miklu starfi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.