Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991. Fréttir Mjólkursamningarnir á Norðurlandi: Kauphækkanir koma á móti hagræðingu - segir Ami Benediktsson, formaður Vinnumálasambands samvinnufélaganna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það verður komið á kaupauka- kerfi í mjólkurbúunum en það er ekki ákveðiö hvaða kerfi það verð- ur, hvort það verður bónuskerfi, premíukerfi eða eitthvað annað en það verður ekki um hreint akkorð að ræða. Það verður skoðað næstu daga hvaö verður ofan á í þessu efni,“ segir Ámi Benediktsson, formaður Vinnumálasambands samvinnufélaganna, um sam- komulag það sem náðist í mjólkur- deilunni svokölluðu á Norðurlandi. Eins og fram kom í DV náðist samkomulag á sunnudagskvöld og kom því ekki til verkfalls ófaglærðs starfsfólks í mjólkurbúunum. í samkomulaginu segir m.a. að kom- ið skuli á kaupaukakerfi en helsta krafa starfsfólksins var að það fengi metið til launa að hafa sótt starfsnámskeiö. í samkomulaginu var ekki endanlega ákveðið hvaða kaupaukakerfi verður notað en það verður gert næstu daga eins og Árni sagði hér að framan. „Það kerfi sem verður notað á að hafa það í för með sér að laun hækka eftir því sem framleiöni eykst. Það getur þýtt að tæki nýtist betur, framleiðslan taki minni tíma en áöur og það getur hugsanlega haft í för með sér að fólki fækkar eitthvað. Þetta þýðir því hærri laun til fólksins sem við náum með ha- græðingu." - Eruð þið vinnuveitendur ánægðir með þessa niðurstöðu? „Þeir samningar sem við erum að reyna að gera núna vprða á þeim nótum að um leið og kaup hækkar þá næst fram sá sparnaður í rekstri fyrirtækjanna sem mætir þeim kauphækkunum. Við erum tilbún- ir að hækka laun ef það kostar fyr- irtækin ekki meira en áður, eða jafnvel minna, að launahækkunum sé hægt að meta með hagræðinga- raðgerðum. Við ætlum okkur ekki að hleypa verðbólgunni af stað aft- ur. Þetta verður rauði þráðurinn í þeim kjarasamningum sem fram- undan eru. Þetta tókst okkur fyrir norðan og ég er býsna ánægður með það sam- komulag sem þar náðist, þetta er í samræmi við það sem við getum og fólkið nær um leið fram launa- hækkunum sem það fer fram á,“ sagði Ámi. Að loknum leikskóladegi á Drafnarborg. Eftir leik og amstur dagsins biða börnin þess að verða sótt. Þau eru ánægð og glöö, reynslu dagsins rikari. í huga þeirra er hver dagur sem ævintýri og áður en varir er nýr dagur runninn upp. Sú spurning brennur þegar á vörum þeirra hvort veður sé í drullumall eða sleðaferö. DV-mynd KAA Skattskuldir íslendings 6-7 milljónir Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef mun verða sldlað inn framtölum um rekstur íslendings innan mjög fárra daga og ég tel því allar líkur á að þetta mál leysist," segir Jón Kr. Sólnes, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, en íslendingur, málgagn flokksins, er nú í skiptameðferð hjá bæjarfógeta- embættinu. Samkvæmt upplýsingum Eyþórs Þorbergssonar, fulltrúa bæjarfógeta, hefur Islendingur hf., útgáfufélag blaðsins, frest til 19. desember til að koma málum blaðsins á hreint en á því hvíla nú um 7 milljóna króna kröfur. Um er aö ræða opinber gjöld sem voru áætluð á blaðið vegna þess að ekki var skilað inn skattskýrslum. íslendingur hefur ekki komiö út reglulega í nokkur ár en blaðið var áður vikublaö. Síöustu árin hefur blaðið einungis komið út fyrir jól og kosningar. Jón Kr. Sólnes sagði sér mikið kappsmál að málið leystist með öðrum hætti en að félagið yrði gjaldþrota. Hvað varðar frekari út- komu blaösins sagði hann að þau mál hefðu ekki verið ákveðin en sennilega kæmi blaðið a.m.k. ekki út fyrir jólin núna. í dag mælir Dagfari__ ______________ Kratarnir heppnir Allaballar héldu landsfund um helgina og aldrei þessu vant ríkti mikill einhugur á fundinum. Eitt- hvað var að vísu rifist um Evr- ópska efnahagssvæðið og það hvort flokkurinn væri áfram sósíaliskur, en svoleiðis grundvaUaratriði skipti litlu máli á fundum þar sem einhugur ríkir um flokkinn og for- ystuna og flokkurinn er í stórsókn. Þaö sem réð eiginlega mestu um eininguna var yfirlýsing Ólafs Ragnar Grímssonar, formanns Al- þýðubandalagsins, þegar hann sagði í setningarræðunni: „Jafnaö- armannaflokkur íslands er hér.“ Þetta þóttu mikil og gleðileg tíö- indi, enda haíði enginn sem var í salnum haft hugmynd um aö Jafn- aðarmannaflokkurinn væri mætt- ur, hvað þá að þeir sjálfir tilheyrðu honum. Hingað til hefur Alþýðu- bandalagið verið sósíaliskur flokk- ur, róttækur vinstri flokkur, og bæði allaballar og aðrir hafa gengiö út frá því sem vísu aö Jafnaðar- mannaflokkur íslands væri Al- þýðuflokkurinn, enda heitir Al- þýðuflokkurinn Jafnaðarmanna- flokkur. Þar aö auki hafa kjósend- ur kosið Alþýðuflokkinn og kratana af því þeir hafa sjálfir hald- ið að með því að vera kratar ættu þeir að kjósa krata. Og hinir sem ekki eru kratar hafa kosið aðra flokka og þar á meðal allabaUar, sem einmitt hafa verið í Alþýðu- bandalaginu af því þeir eru alla- ballar en ekki kratar eða eitthvað allt annað. Þegar Ólafur Ragnar gaf út yfir- lýsinguna um að Jafnaðarmanna- flokkurinn væri mættur og allir þar inni væru kratar en ekki kommar og ekki allaballar og ekki róttækir var klappað gífurlega og hrópað af fögnuði og eftir þetta var enginn ágreiningur um Ólaf Ragn- ar og enginn ágreiningur um stefn- una, nema það sem sneri að grund- vallaratriðum og er bara tittlinga- skítur miðað við allt sem menn voru sammála um. Jón Baldvin Hannibalsson er for- maður Alþýðuílokksins og þeirra samtaka sem ganga opinberlega undir nafninu Jafnaðarmanna- flokkur íslands. Samt var hann ekki mættur á þessum landsfundi og getúr svo sem verið að þaö hafi gleymst að boða hann. Alla vega fór Jón Baldvin í fýlu og var aö senda hinum nýja Jafnaðarmannaflokki tóninn, sem maður skilur sosum vel, ef Jón Baldvin hefur farið flokkavillt og formaður í vitlausum Jafnaðarmannaflokki og kannske er Alþýðuflokkurinn alls ekki Jafnaðarmannaflokkur og þetta hafi allt verið á misskilningi byggt. Það er hins vegar misskilningur hjá Jóni Baldvin að bregöast illa við. Hann á að gleðjast yfir því að Ólafur Ragnar segist vera krati og vera formaður í Jafnaðarmanna- flokki íslands. Dagfari sá ekki bet- ur í síðustu skoðanakönnun en kratar séu afar lágt skrifaðir hjá þjóðinni og sá flokkur sem gengur imdir nafninu Alþýðuflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkur íslands hafi ekki nema 8% fylgi meðal kjós- enda. Þetta kemur sér vel fyrir Jón Baldvin og aðra þá sem hafa veriö að kalla sig krata. Þeir eiga aö nota tækifærið og taka Ólaf Ragnar á orðinu og viðurkenna að komm- amir og allabaUamir séu kratar en þeir sjálfir, sem hafa haldið að þeir væri kratar, séu aUs ekki þess- ir kratar sem þjóöin er að hafna. Kratamir í gamla Jafnaðar- mannaflokknum, sem núna er ómark af því að Jafnaðarmanna- flokkurinn var í rauninni á lands- fundi um helgina hjá Alþýðu- bandalaginu, eiga að halda lands- fund sem fyrst og segja: „Alþýðu- bandalagið er hér.“ Þannig geta þeir snúið dæminu við og ef það er uppsveifla á Alþýðubandalaginu í skoðanakönnunum þá tilheyrir sú uppsveifla í rauninni Alþýðu- flokknum en ekki Alþýðubanda- laginu, því Alþýðubandalagið er allt annar flokkur en það hefur sagt að það sé. Kratar geta hrósað happi yfir því að Jafnaðarmannaflokkurinn er kominn með nýtt heimilisfang. Þeir geta gefið skoðanakönnunum langt nef og bent fólki á að ef kratar era óvinsæhr þá era það allt aðrir menn og allt annar flokkur sem taki við þeim óvinsældum. Alþýðu- flokkurinn má vel viö það una að vera ekki Jafnaöarmannaflokkur undir þessum kringumstæðum og þakka fyrir að einhveijir era nógu vitlausir til að þykjast vera kratar þegar kratar era ekki lengur til skiptanna. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.