Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991. Viðskipti Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri á Akureyrinni: Við eigum að byrja hval veiðar strax á morgun - afar svartsýnn á framhald fiskveiða við landið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þaö er auðvitað slæmt að það þurfi sífellt að vera að minnka aflann ár frá ári, en eins og ástandið er í dag er ekkert tilefni til þess að auka veiðiheimildir og það er engin ástæða til bjartsýni. Ég er orðinn mjög svartsýnn á framhaldið," segir hinn kunni aflaskipstjóri Þorsteinn Vilhelmsson á Akureyririnni EA-10, um ástandið á fiskimiðunum við landið. Þorsteinn tekur ekki undir með þeim sem hafa krafist aukinna aflakvóta enda telur hann tvísýnt að skipunum takist að veiða það magn sem þeim hefur þegar verið úthlutað. „Mér flnnst að síðustu þrjú árin hafí þetta verið á niðurleið allan tím- ann en hvað hefur verið að gerast treysti ég mér alls ekki til að segja um, ég held að það viti hvorki fiski- fræðingar né við sem stjórnum skip- unum. Það er líka hugsanlegt að fisk- urinn sé til þrátt fyrir allt en hann gefi sig ekki til og við finnum hann ekki. En það er staðreynd að allar Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri á Akureyrinni: „Það er engin ástæða til bjartsýni." þessar friðunaraðgerðir, niður- skurður á kvóta og hvað þetta heitir aUt saman, hefur ekki skilað sér.“ - Telur þú að stækkandi hvalastofn- ar geti verið hluti skýringanna á þessu fiskleysi? „Það er einn hluturinn í þessu sem ekki er hægt að svara með vissu en þó sjá allir að það hlýtur að spila þarna inn í. Þótt ekki éti allir hvalir fisk þá lifa þéir á svifum og öðru í sjónum og allir sjá að þessar skepnur þurfa að éta og það ekkert smáræði. Það er talað um að hver hvalur borði mörg tonn á dag og það fólk sem berst fyrir alfriðun hvalanna eins og Magnús Skarphéðinsson og Guðrún Helgadóttir er bara landráðafólk sem á að flytja úr landi. Við eigum aö fara að veiða hvalina strax á morgun enda éta þeir fleiri hundruð þúsund tonn af fiski á ári.“ - En höfum við ekki Uka verið að veiða allt of mikið og hefði ekki verið betra að fara að ráðum fiskifræðinga undanfarin ár? „Það er spurning en ég get ekki Tímaritafyrirtækið SAM-útgáfan og Korpus sameinast frá og með ára- mótum. Fyrirtækin voru bæði stofn- uð árið 1974 og hafa því verið starf- rækt í 17 ár. Hið sameinaða fyrirtæki mun heita SAM-útgáfan/Korpus. Það verður til húsa í Ármúla 22 þar sem Korpus er núna til húsa. Fyrirhuguð eru aukin umsvif í út- gáfustarfsemi. Ætlunin er að ráðast í útgáfu vasabrotsbóka og auka út- gáfuþjónustu við félög og fyrirtæki. -JGH Tillaga Júlíusar Hafstein á borgarstjómarfundi: Borgin hætti að flytja út vatn „Reykjavíkurborg á að styðja við bakið á nýjum atvinnugreinum, einkum í markaðsrannsóknum og markaðskönnunum erlendis. En hún á ekki að vera rekstraraðili að slík- um fyrirtækjum. Þar meö er hún komin í samkeppni við önnur fyrir- tæki sem eru að vinna að sömu mál- um,“ sagöi Júlíus Hafstein borgar- fulltrúi við DV. , Júhus lagði það til við Markús Örn tt stjórnarfundi í síðustu viku að ekki yrði aukið hlutafé í íslenska vatnsfé- laginu hf. eins og staðið hefur til. Þvert á móti ætti borgin skilyrðis- laust að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Þeir aðilar, sem eiga íslenska vatns- félagið hf. ásamt borginni, eru Vífil- fell hf. og Hagkaup. „Ég vil taka það fram að borgin á aö styðja >við bakið á nýjum mögu- : leikum.;Það er til dæmis gert í ferða- þjðnustunni með almennum stuðn ingi og íjárframlögum til sérstakra verkefna. Júlíus sagði að stefna Sjálfstæðis- flokksins væri að fara út úr fyrir- tækjum, eins og til dæmis íslenska vatnsfélaginu. „Ég er bara að fram- fylgja þeirri hugsjón sem ég hef sjálf- ur. Ég mun fylgja þessu máh eftir og gera fyrirspurn um það síðar,“ sagði hann. -JSS IIHlll HIÍÍÍUiliJIIHIH llln svarað því. Ég get hins vegar fullyrt að það sem þeir vilja að verði veitt á næsta ári er alls ekki of lítið miðað við ástandið. Það kann vel að vera að ástndið væri betra í dag ef ráðum þeirra um veiðarnar hefði verið fylgt undanfarin ár, þetta veit enginn. Það getur hka verið að við séum í þessum málum að gera eitthvað annaö sem er rangt varðandi stjórnunina. Ég hef ekki verið tahnn svartsýnn en nú er ástandið þannig að það er ekki hægt annað en kvíða því sem er framundan. Sl. vetur var mjög slakur, sumarveiðin sem hefur verið mjög góð fer minnkandi og er á tak- markaðri svæðum. Of ef þetta ætlar að vera svona áfram, og það er stað- reynd að flskurinn er ekki til, þá býð ég ekki í ástandið. Þá verður ekki spurt að því hvort má veiða 350 þús- und tonn af þorski, þá þurfa menn að spyrja sig annarra spurninga,“ sagði Þorsteinn. Peningamarkaður Eigendur SAM-útgáfunnar/Korpus. Sigurður Bjarnason, Helgi Agnarsson, Þórarinn J. Magnússon og Sigurður Fossan Þorleifsson. SAM-útgáf an og Korpus sameinast INNLÁNSVEXTIR INNLÁN ÓVERÐTRYQQÐ Sparisjóðsbækur óbundnar Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 6 mánaða uppsögn Tékkareikningar, almennir Sértékkareikningar VISITÖLUBUNDNIR REIKNINGAR (%) 4-7 5.5- 6,5 6.5- 7,5 1 4-7 hæst Landsbanki Sparisjóðirnir Sparisjóðirnir Allir Landsbanki 6 mánaða uppsögn 3-3,75 Sparisjóðirnir 15-24 mánaða 7-7,75 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisbundnir reikningar í SDR 6,5-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsbanki ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Búnaðarbanki Óverðtryggð kjör, hreyfðir 8-11 Landsbanki S ÉRSTAKAR VERÐ BÆTU R (innantlmabíls) Vísitölubundnir reikningar 4-8 Landsbanki Gengisbundir reikningar 4-8 Landsbanki BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki Óverðtryggð kjör 15-16 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 3,75-4,1 Sparisjóðirnir Sterlingspund 8,25-8,8 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-7,8 Sparisjóðirnir Danskar krónur 7,75-8 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLAN OVERÐTRYGGÐ Almennir víxlar (forvextir) 17,5-21 Sparisjóðirnir Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf 18-22 Sparisjóðirnir Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 21 -24 Sparisjóðirnir ÚTIÁN VERÐTRYGGÐ Skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki AFURÐALÁN islenskar krónur 17,5-21,25 Sparisjóðirnir . SDR 9-9,5 Islandsbanki, Landsbanki Bandaríkjadalir 7,25-8,0 Sparisjóðirnir Sterlingspund 12-1 2,75 Landsbanki Þýsk mörk 11 Allir Húsnæölsián 4,3 Ufeyrissjóðslán 5 9 Dráttarvextir MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf september 21,6 Verðtryggð lán september 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala október Lánskjaravísitala september Byggingavísitala október Byggingavísitala október Framfærsluvísitala september Húsaleiguvísitala VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjööa 30,0 31 94 stig 31 85 stig 598 stig 1 87 stig 1 58,1 stig 1,9% hækkun 1. október HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 5,947 Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Einingabréf 2 3.T75 Ármannsfell hf. 2,33 2,45 Einingabréf 3 3,904 Eimskip 5,70 5,95 Skammtímabréf 1,984 Flugleiðir 2,05 2,25 Kjarabréf 5,566 Hampiðjan 1,80 1,90 Markbréf 2,984 Haraldur Böðvarsson 2,95 3,10 Tekjubréf 2,110 Hlutabréfasjóður VlB 1,01 1,06 Skyndibréf 1,732 Hlutabréfasjóðurinn 1,64 1,72 Sjóðsbréf 1 2,849 Islandsbanki hf. 1,66 1,74 Sjóðsbréf 2 1,929 Eignfél. Alþýðub. 1,68 1,76 Sjóðsbréf 3 1,970 Eignfél. Iðnaðarb. 2,45 2,55 Sjóðsbréf 4 1,726 Eignfél. Verslb. 1,75 1,83 Sjóðsbréf 5 1,178 Grandi hf. 2,75 2,85 Vaxtarbréf 2,0078 Olíufélagið hf. 5,10 5,40 Valbréf 1,8822 Olís 2,05 2,15 Islandsbréf 1,242 Skeljungur hf. 5,65 5,95 Fjórðungsbréf 1,147 Skagstrendingur hf. 4,80 5,05 Þingbréf 1,239^_ Sæplast 7,33 7,65 öndvegisbréf 1,221 Tollvörugeymslan hf. 1,04 1,09 Sýslubréf 1,259 Útgerðarfélag Ak. 4,70 4,90 Reiðubréf 1,207 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Almenni hlutabréfasj. 1,12 1,17 Auðlindarbréf 1,03 1,08 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Síldarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40 1 Við kaup á viðskiptavíxlum ög viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengk ; . * Nánari upplýsingar um peningamarkaóinn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.