Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991. Spumingin Tekurðumarká skoðanakönnunum? Böðvar Gunnarsson verkamaður: Já, alveg óhikað. Björgvin Einarsson: Nei, ég tek lítið mark á þeim. Víóletta Heiðbrá Hauksdóttir nemi: Jú, stundum. Ragnar Þór Ólafsson sjómaður: Já, að vissu leyti geri ég það. Jóhann Svanur nemi: Bæði og. Ég veit það ekki. Olgeir Örlygsson nemi: Eiginlega [ekki. _______________________ Lesendur Verökönnun Neytendafélags Noröflaröar: Kommúnisminn á íslandi ekki dauður: Látum ekki Ólafur Jóhannsson skrifar Það er af sem áður var í Alþýðu- bandalaginu. Þar var tíðast boðuð sameignarstefna, sósíalismi og hatur á einstaklingsframtaki. Nú boðar formaður Alþýðubandalagsins nýja stefnu, allt að því frjálshyggju og bendir á framtak Davíðs. Ekki Dav- íðs „hinn ógurlega" eins og sumir kalla forsætisráðherra fyrir það eitt að vilja taka á málunum og uppræta sjóðafár og niðurgreidda vexti til gjaldþrota fyrirtækja. - Heldur Dav- íðs Scheving sem hefur tekist að flytja út íslenskt bergvatn fyrir bein- harðan gjaldeyri. En þótt formaður Alþýðubanda- lagsins boði breyttar áherslur í flokki sínum og tjái sig fjálglega af sinni alkunnu mælsku um mildi jafnaðar- mennskunnar, þá er þar ekki allt sem sýnist. í flokki hans eru fjöl- margir sem enn vilja ekki trúa þvi að tími sameignar og sósíalisma sé fyrir bí á íslandi. í sjónvarpsfréttum frá setningu landsfundar Alþýðu- bandalagsins mátti sjá á svip sumra þekktra frammámanna flokksins að formaðurinn boðaði ekki þeirra fagnaðarerindi. Það er því ekki laust við að mál- flutpingi Ólafs formanns megi líkja við orð hrópandans í eyðimörkinni. Allir vita að þótt hann hefði nú snú- ið við blaðinu og séð að eina úrræðið er að segja skilið við fortíðina er við Frá nýafstöðnum fundi Alþýðubandalagsins. ramman reip aö draga innan hans flokks. Draumur Ólafs formanns um sameiningu jafnaðarmanna er ekki í sjónmáli á meðan hann á óvildar- og öfundarmenn í eigin flokki. Framsóknarflokkurinn og Kvennalistinn eru líka varaskeifur fyrir óánægða alþýðubandalags- menn, sem munar ekki um að sveifla sér yfir' þegar þeim finnst Ólafur formaður vera farinn að tala líkt og upp úr svefni. Þangað flýr óánægju- liðið sem tregar sameignaráhrifin og sem brýst nú úm á hæl og hnakka til að sundra hverri viðleitni til að gera þjóðfélagið að öðru og meira en þriðja heims þjóðfélagi. Þótt kommúnisminn sé dauður í Sovétríkjunum og alls staðar sé reynt aö koma honum sex fet niður lifir hann góðu lífi í hugum margra áhrifamanna hér á landi. Við íslend- ingar eigum aðeins eina von til að komast út úr yflrstandandi fortíöar- vanda. Hún er fólgin í því að láta ekki blekkjast af ábyrgðarlausum slagorðum pólitískra spellvirkja í flokkunum sem eru nú utan stjórnar. blekkjast Er hægt að treysta henni? Pétur Óskarsson skrifar: Ég get ekki látið hjá líða að svara nokkrum rakalausum staðhæfmg- um, jafnvel hreinum ósannindum, í frétt af verðkönnun Neytendafélags Norðfjarðar. Það sem vekur fyrst furðu mína er að enginn er skrifaður fyrir fréttinni. En það er svo sem ekki nýtt varðandi málefni Neskaup- staðar. Hugleysið þar er slíkt að fólk þorir ekki að viðra skoðanir sínar undir nafni - utan örfáir aðilar. Ég verð að líta svo á að ritstjóri vikublaðsins Austuriands sé ábyrg- ur fyrir fréttinni en það var einmitt þar sem fréttin birtist þann 13. nóv. sl. Það skal tekið fram að ritstjóri nefnds blaðs er einnig formaður Neytendafélags Norðflarðar. Það næsta sem vakti furöu mína er að þess er getið í fréttinni að verðkönn- unin hafi veri gerð í þremur verslun- um. Þetta er ekki sannleikanum samkvæmt, þar sem ofanritðum er kunnugt um að könnunin var gerð í 4 verslunum í bænum, þ.e. í Mela- búðinni, KF Fram, Víkurmarkaðin- um og Karma hf., sem er bónusversl- un í Neskaupstað. Einungis voru birtar kannanir úr þremur verslunum á Austurlandi, og því hlýtur sú spurning að vakna, hvers vegna verðkönnun úr Karna hf. var ekki birt? - Einnig vakti at- hygli mína og furöu þau dæmalausu ósmekklegheit aö geta þess að 1,5 1 af Coca Cola kosti 170 kr. í Víkur- markaðinum, og merkt við 170 kr. með stjörnu - sem táknar að skýring er neðanmáls og þar stendur að Vík- urmarkaöurinn býður Coca Cola aö- eins í 2 lítra flöskum. - Hvernig er þá hægt að segja neytendum að 1,5 lítri kosti 170 kr. ef hann er ekki til? Varðandi svona hlutdrægar verð- kannanir og fréttaflutning í kjölfarið hlýtur sú spurning að vakna hvort t.d. aðalsamtök neytenda í Reykjavík væru tilbúin aö verja svona frétta- flutning í framtíðinni? Eða geta neyt- endur átt von á því aö svona brengl- aðar kannanir verði ekki birtar og þess gætt þar með að hægt sé að treysta jafn virtum samtökum og neytendasamtök virðast vera. Óréttlátur hæstaréttardómur Hallgrímur skrifar: Nýlega gekk dómur í Hæstarétti yfir leigubílstjóra um að greiða Líf- eyrissjóði leigubílstjóra iðgjöld til sjóðsins, allt frá árinu 1982. Mér finnst þetta óréttlátur dómur. Lög og reglur sem ekki höfða til almennrar skynsemi fólks veröa aldrei ásættan- leg í þjóðfélögum. - Um þau mun ávallt standa styrr. Þrátt fyrir almenna óánægju laun- þega með lífeyrissjóði og greiðslur til þeirra tekur Hæstiréttur ekkert mið af slíku. Hann dregur taum lífeyris- sjóðanna sem sannanlega eru iila séðir af flestum launþegum, og leyfa sér t.d. að halda eftir greiðslum fé- lagsmanna, t.d. við fráfall maka þeirra. Og ekki tekur Hæstiréttur heldur tillit til þess að engin starfslög eru til um lífeyrissjóði í landinu. Þess vegna furðar marga að dómur skuli ganga þannig að festa óréttlæti lífeyrissjóðanna. Það er engin spurning um að laun- þegar munu ekki taka þessum dómi Hæstaréttar þegjandi. Þeir munu halda áfram að berjast fyrir því að mönnum verði ekki gert skylt að af- „Launþegar munu ekki taka þessum dómi Hæstaréttar þegjandi," segir m.a. í bréfinu. henda skyldugreiðslur til þessara greiðslum í annað og mun áhættu- sjóða, þeg£\r.,hægt er að koma lífeyris- minna form fyrir launþegana. j j DV Frekar Frón eða Sögu-eyjan Ármann skrifar: Ég rakst á hugmynd í blaði um að nafnið á landinu okkar, ísland, væri ekki það heppilegasta og ekki okkur til framdráttar þegar við værum að að koma landinu á framfæri. Auðvitaö er nafhið ein- staklega fráhrindandi fyrir ókunnuga og ekki til þess fallið aö laða lúngað útlendinga. - Sum- ir eru því líklega fegnastir en lát- um þaö hggja á milli hluta í bili. Mér fmnst ekki nema sjálfsagt að íhuga hvort nafnbreyting gæti komiö okkur til góða. Mörg önn- ur lönd hafa farið þessa leið. Mætti ég þá benda á nöfn eins og Frón eða Sögu-eyjan enda landið oft nefnt þessum nöfnum. Dugaekkiá Ijúfulögin Ásgeir skrifar: Marga eigum við ágæta söngv- arana, bæði alhliða þjóðlaga- söngvara og poppsöngvara. Þeir hafa hingað til haldið sig við sinn leista, hvor hópurinn fyrir sig. - Undanfarið hefur borið á þvi að söngvarar úr popp- og dægur- lagaheiminum hafa tekið upp á þvi að syngja „gömlu, góðu“ ætt- jarðarlögin eöa húsgangana sem eru enn vinsælir hjá flölda fólks. Mér finnst hins vegar að þessir ungu poppsöngvarar dugi ekki á gömlu, lj úfu lögin okkar. Kannski hafa þeir skemmt röddina í sér með ofbeitingu hennar í poppinu? Merkinskipta ekki miklu máli Elín skrifar: Sumir gangast upp í því að klæðast fatnaði með þekktustu merkjum í tískuheiminum. Við íslendingar vorum fljótir aö skjótast fram úr öðrum þjóðum á því sviði eins og öðrum. Þaö er meö ólíkindum að almenningur hér telji sig þurfa aö ganga í fatn- aði merktum dýrustu tískuhús- um heims á almennum mann- fagnaði. - Jafnvel við vinnu sína. Þetta gengur ekki svona langt annars staðar. Þar sér maður vel klætt fólk víöast hvar, án þess að skarta fatnaði merktum BOSS, Aigner eöa YSL, svo einhver merki séu nefnd. Sannleikurinn er sá að mikið er til af vönduðum fatnaði og fallegum þótt hann beri önnur merki en þau þekkt- ustu. Já, nýjaút- varpsstöð! Magnús Jónsson skrifar: Ég var að lesa í DV bréf þar sem stungið er upp á því að einhverjir framtakssamir stofni nýjá út- varpsstöð þar sem eingöngu væri útvarpað léttri og þægilegri tón- list sem er svo vinsæl hjá fólki sem man gömlu góðu dagana með stórhljómsveitunum og vinsælu söngvurunum frægu. Mér finnst líka nafnið, sem bréfritari stakk upp á, vera bæði frumlegt og fínt - Útvarpsstöðin fyrir mig og þig og" Clausen- bræður. - Auðvitaö mætti líka -efna tii samkeppni um nafnið. Ég er þess fullviss að auglýsingar yrðu eflirsóttar þama. Þær yrði þó að takmarka, Ld. við nokkrar mínútur fyrir heila og hálfa tím- ann. ildsvoðafréttir Gunnar Bjömsson hringdi: Ég og margir fleiri erum orðnir leiðir á þessum eldsvoðafréttum á sjónvarpsstöðvunum. Þetta eru engar fréttir, nema þá að um meiri háttar eldsvoða sé að ræða. Það er veriö að tína til þótt kvikni i potti á eldavél eða einhver miss- ir logandi eldspýtu 1 rusl sem ekki er í frásögur færandi. - Ég myndi ekki vilja láta flalla svona um smáóhapp hjá mér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.