Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1991, Síða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: Auglýsingar: (91 >626684
- aðrar deildir: (91 >27079
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SÍMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Þyrlu strax
Hið hörmulega sjóslys við Grindavík hefur ýtt við
mönnum. Nú er búizt við samstöðu á Alþingi um að
hraða kaupum á nýrri þyrlu. Það væri í samræmi við
fyrri ályktun þingsins, en framkvæmdin hefur dregizt
alltof lengi.
Röð tilviljana og mannlegra mistaka olli því, að þetta
slys varð. Sitthvað fór úrskeiðis. Við höfum orð eins
þeirra, sem um málið fjölluðu, fyrir því, að greinilegt
sé, að boðkerfi björgunaraðila hafi verið „í algerum
molum“. Öllum er ljóst, hversu skammt var til þess að
þyrla varnarliðsins yrði kölluð til í tæka tíð. Það var
því annað en skortur á þyrlu, sem þessu olli. En málið
undirstrikar engu að síður, hversu brýn nauðsyn er,
að til staðar sé önnur íslenzk þyrla.
Ingi Björn Albertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, hefur lengi verið helzti talsmaður þess, að keypt sé
ný þyrla. Hann lagði fram í gær ásamt sjö þingmönnum
allra flokka frumvarp, þar sem negla á niður, að þyrlan
verði keypt hið allra fyrsta. Krafan er einnig, að önnur
þyrla verði strax tekin á leigu, meðan beðið verður af-
hendingar á hinni nýju þyrlu. Þetta verður að gerast
tafarlaust.
í frumvarpi þingmannanna segir, að ríkisstjórnin
skuli á næsta ári gera samning við framleiðendur eða
seljendur um kaup á björgunarþyrlu fyrir Landhelg-
isgæzluna. Fjármálaráðherra verði heimilt að taka fyrir
hönd ríkissjóðs lán að íjárhæð allt að 150 milljónir króna
á árinu 1992.
Ingi Björn Albertsson sagði í gær, að þyrlan kynni
að kosta 7-800 milljónir, sem yrðu greiddar á 9-13 árum.
Þetta væru því ekki slíkar fjárhæðir á ári, að miklu
skipti fyrir ríkissjóð, miðað við hversu brýnar úrbætur
eru. Þarna má ríkisstjórnin ekki hugsa um sparnað,
þegar um mannslíf getur verið að tefla.
Ráðherrar lýsa því, að þyrlukaupanefnd hafi skilað
áhti fyrir skömmu og viðræður um máhn standi yfir,
meðal annars við Bandaríkjamenn. En rétt er að taka
undir fordæmingu Inga Björns á vinnubrögðunum.
Ekki er nóg að tala nú um, að niðurstaða fáist „á fyrri
hluta næsta árs“. Skrefið verður að stíga til fuhs. Ahar
heimildir eru til staðar, meðal annars í lánsfjárlögum.
Nú þarf að binda í lög, að þyrlan verði keypt á næsta
ári, og strax að taka aðra á leigu. Landsfeðurnir hafa
fylgt slælega eftir ályktun Alþingis um máhð frá í fyrra.
Flutningsmenn frumvarpsins benda í greinargerð á,
að frumvarpið sé efnislega samhljóða ályktuninni, sem
Alþingi hafði samþykkt síðastliðið vór. Frumvarpið sé
flutt til þess að herða á því, að vilji Alþingis í þessu
máh nái fram að ganga.
Flutningsmenn kveðjast vonast til þess, að Alþingi
beri gæfu til að veita þessu frumvarpi samþykki sem
allra fyrst, þannig að það geti orðið að lögum fyrir
næstu áramót.
Þessi brýning ætti að duga, einkum eftir mikla sam-
stöðu, sem var um málið á fundi í Grindavík í fyrra-
kvöld. Frumkvöðlar þess fundar segja, að samstaða
hafi orðið um, að fast verði fylgt eftir.
En hafa verður í huga, að jafnvel þótt stjórnvöld taki
sig á og bretti upp ermar í máhnu, verður að gera ráð
fyrir talsverðum biðtíma eftir að þyrla komi. Því er rétt-
ast að fara eftir því, sem mikil samstaða virðist orðin
um, og taka þyrlu á leigu þegar í stað á allra næstu
vikum.
Haukur Helgason
——■———-------------------------------------------
Gjald í gal-
tóman kassa
Umræðan um áfengismál er ekki
hávær eða fyrirferðarmikil svo af-
drifarík sem þau málefni eru fyrir
allt samfélagið, svo ótrúlega kostn-
aðarsöm, svo gífurlegar fórnir sem
færðar eru á altari vínguðsins.
Annars vegar eru það aðvaranir
okkar bindindismanna, byggðar á
bláköldum staðreyndum, sem eru
því miður svo alltof sannar, hins
vegar ógrundaðar upphrópanir
þeirra sem slegnir eru þeirri blindu
aö sjá í engu alvöru málsins.
Oftast eru þetta þeir sem þykjast
í öllu hafa afl við Bakkus, þó oft
kunni þaö að vera vafasamt þegar
grannt er að gáð. Upphrópanir
þeirra snúast mest um enn meira
frelsi, enn greiðara aðgengi enn
fleiri að áfenginu og er þá ekki um
aldursmörk skeytt né ofneyslu-
hættu.
Hver á að borga brúsann?
Að undanfórnu hafa nokkrir
þessara óvita verið að æpa á sölu
ÁTVR eða einkavæðingu hennar
og áfengi inn í allar verslanir. Því
er þá gleymt vandlega og vel að
ríkið, sem nú fær óneitanlega háar
tölur „hagnaöar" í sinn hlut af sölu
ÁTVR, verður að greiða enn hærri
tölur hrikalegs kostnaðar af áfeng-
isneyslunni. Ef hagnaður á að fara
að mestu í vasa kaupahéðna hvers
konar og ótíndra braskara þá
munu þeir aöilar ekki greiða her-
kostnaðinn gegn áfenginu því engir
eru lagnari að skjóta sér undan
eðlilegum skattskúum til samfé-
lagsins og er þá mikið sagt.
Þegar við höfum tölur frá Hag-
fræðistofnun Háskólans þar sem
hagnaðartölur og. kostnaöar vega
salt hjá ríkinu, þó vanmetnir þætt-
ir séu máske annað eins í kostn-
aði, þá hþótum við fyrst að spyrja
okkur, ef einkavæða á ÁTVR: Hver
á að borga brúsann? Hvar á ríkið
að taka fé til að mæta hinum hræði-
lega kostnaði sem hvarvetna blasir
við?
Við bindindismenn segjum því
hiklaust: Illskástur kosta, úr því
eitrið er á annaö borð selt, er að
ríkið fái „ágóðann“ til að tnæta sem
mest og best öllum ofurkostnaðin-
um. Svo einfalt er nú það og þar
aö auki er staðreyndin sú að einka-
sala með þá ákveðinni lágmarks-
stjómun, þó lítil sé máske, gefur
KiaUarinn
Helgi Seljan
form. Landssamb. gegn
áfengisbötinu
alls staðar þá raun að mun minna
sé drukkið, einfaldlega af því að
aðgengið er svo miklu auðveldara
þar sem allt er óhindrað og fijálst.
Þetta sanna óyggjandi tölur.
Það er hins vegar margt athuga-
vert í framkvæmd okkar annars
ágætu áfengislaga um margt, því
eftirgjöfin á öllum sviðum er alveg
ótrúleg, þar sem þjónar hins blinda
einkagróða vaða áfram svo engu
tali tekur og undarlegustu menn
láta undan. Fjölgun vínveitinga-
leyfa, einkum í kjölfar bjórsins, er
hreint ótrúleg, enda halda menn
því ótæpilega fram, sem selja vilja
mönnum mat og drykk, að áfengið
sé þeim sá bjarghringur er allt velti
á um afkomuna.
Gjöf vœrl sanni nær
Og þar er að imdarlegu verð-
mætamati komiö. Maöur skyldi
ætla að þetta lífsakkeri veitinga-
manna og „búllu“eigenda væri
dýru verði keypt, aö hið' opinbera
verðlegði þetta dýrmæti allþokka-
lega m.a. til þess að mæta í litlum
mæli afleiðingum þeim sem af
verða utan alls efa.
En það er nú öðru nær. Fátt verð-
leggur ríkið lægra en einmitt þessi
eftirsóttu leyfi, sem veitingamenn
telja til einhverra æðstu lífshlunn-
inda sinna. Vínveitingaleyfi eru
nefnilega á hreinlega hlálegu verði,
svo vart er unnt að kalla þaö gjald
með góðu móti, gjöf væri nær
sanni.
Nú er framundan hækkun auka-
tekna ríkissjóðs til að mæta tóma-
hljóði ríkiskassans og koma þar á
fyllri hljómgæðum að hluta. Væri
nú ekki upplagt tækifæri fyrir að-
þrengdan fjármálaráðherra alls-
leysisins að verðleggja þessi leyfi
eitthvað skynsamlega, s.s. allt
bendir til að óhætt sé, miðað við
ákefð sölumanna og eftirsókn í
þessi leyfi?
í stað 15-20 þúsunda í dag mætti
mjög gjaman tífalda þessa upphæð
að lágmarki, svona til að byrja með
- máske væri eðlilegra og sjálfsagð-
ara að hundraðfalda þessar hlálegu
upphæðir en vart er að vænta þess
að sá sem virðist vera að hugleiða
aukið frelsi í öllum greinum áfeng-
ismála muni ganga svo langt þó
fjárvöntun sé fimamikil á þeim bæ
er hann byggir nú. Og vonandi er
þetta aðeins hugleiðing án alvöru.
Væri nú samt ekki ráð fyrir minn
góða vin, fjármálaráðherrann, að
hætta öllum hugleiðingum um
einkavæðingu „áfengisgróðans“ en
leggja nú örlítið sanngjamari byrð-
ar á þá sem sannarlega þola, sölu-
menn eiturs og ógna, sem eiga
vissulega að gjalda samfélaginu
sanngjarnan skatt? Þá yrði hans
hlutur gæfulegri svo sem ég óska
honum eindregið að verða megi.
Helgi Seljan
„Væri nú samt ekki ráð fyrir minn
góða vin, fjármálaráðherrann, að
hætta öllum hugleiðingum um einka-
væðingu „áfengisgróðans“ en leggja nú
örlítið sanngjarnari byrðar á þá sem
sannanlega þola...?“